Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 9. janúar 1993 3 DAGBÓK Sýning nýrra arkitekta í Asmundarsal Þessa dagana stendur yfir í Ásmundar- sal við Freyjugötu sýning á lokaverkefn- um nýútskrifaðra arkitekta. Sýning þessi er árlegur viðburður og tilgangurinn með henni er að gefa ung- um arkitektum kost á að kynna sig og hæfileika sína fyrir kollegum sínum og almenningi. Um leið bera þessir nýút- skrifuðu arkitektar með sér nýjar hug- myndir, strauma og stefnur frá þeim löndum, sem námið hefur verið stundað í. Að þessu sinni sýna 6 arkitektar, sem lært hafa í Danmörku, Noregi, Englandi og Bandaríkjunum: Aöalsteinn Snorrason er sýnir tónlist- arskóla og safnaðarheimili í Hafnarfirði. Ásdís H. Ágústsdóttir er sýnir upplýs- ingamiðstöð fyrir náttúruvísindi, er hún staðsetur milli Austurvallar og Ingólfs- torgs. Bæring B. Jónsson er sýnir einbýlishús nálægt Amarstapa á Snæfellsnesi. Edda Kristín Einarsdóttir er sýnir sýn- ingarsal og vinnuaðstöðu fyrir lista- menn, kennt við Edvard Munch í Ásgárdstrand. Lárus Guðmundsson er sýnir stækkun á Henry Art Gallery í Seattle. G. Oddur Víðisson er sýnir íslenskan arkitektaskóla ásamt 4 alþjóðlegum vinnustofum við Tjömina. Sýningin er opin daglega frá 9-16 og um helgar frá 13-17 og stendur til sunnudagsins 17. janúar. Bókamarkaöur Bókavörðunnar Bókavarðan í Hafnarstræti 4 hefur nú opnað sinn árlega bókamarkað. Dregnar verða fram úr skúmaskotum og geymslum alls kyns bækur, fslenskar og erlendar, bamabækur, ævisögur ís- lendinga, héraðasögur, kvæði, sálmar, ferða- og ævisögur útlendinga, sálar- fræðirit, uppeldisfræði, guðfræði, heim- spekirit, guðspeki, hagnýt efni og bland- aðar fagbókmenntir, auk tímarita, blaða, ritraða af ýmsu tagi frá síðustu 100 ár- um. Bækumar eru verðlagðar á bilinu 50- 250 kr., allar erlendar bækur em td. á aðeins 50 kr., margt af því úrvals heims- bókmenntir, fsl.. óbundnar bækur á 150 kr. og bækur í bandi á 250 kr. Bókamarkaðurinn verður opinn rúm- lega vikutíma daglega kl. 10-16 og um helgina á sama tíma. Dregið í listaverkahappdrætti Gilfélagsins Dregið hefur verið í listaverkahapp- drætti Gilfélagsins á Akureyri. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur, olíumálverk að eigin vali eftir Tolla, kom á miða nr. 994. 2. vinningur, olíumálverk eftir Kristin G. Jóhannsson, kom á miða nr. 518. 3. vinningur, acrylverk eftir Bjöm Bimi, kom á miða nr. 609. 4. vinningur, trérista eftir Ingiberg Magnússon, kom á miða nr. 708. 5. vinningur, höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson, kom á miða nr. 218. 6. vinningur, trérista eftir Rögnu Her- mannsdóttur, kom á miða nr. 220. 7. vinningur, sáldþrykk eftir Þórð Hall, kom á miða nr. 835. Vinningshafar hafi samband við for- mann Gilfélagsins í sfma 27906 eða heima í síma 22196. ITC*námskeió í málflutningi Fyrsta námskeiðið á vegum Félags- málaskóla ITC á íslandi eftir jólafrí, Markviss málflutningur, verður nú í janúar og em allir velkomnir. Á námskeiðinu er farið í grundvallarat- riði mælskulistarinnar: Framkoma í ræðustól, markviss málflutningur, áhrifarík ræðutækni, handrit og annar undirbúningur, mismunur á erindi, frá- sögn og ræðu, svo eitthvað sé nefnt. Tbkmarkaður fjöldi nemenda er á hvert námskeið, sem er tvö kvöld að lengd. Allar nánari upplýsingar veitir fræðslu- stjóri ITC, Guðrún Lilja Norðdahl, sími 91-46751, ásamt þeim Kristínu Hraun- dal í síma 91-34159 og Vilhjálmi Guð- jónssyni í síma 91-78996. „Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku. ITC-námskeið byggir upp sjálfsör- yggi,“ segir í fréttatilkynningu frá ITC. Fríkirkjan í Reykjavík Laugardag 9. jan. kl. 14: Flautudeildin í Safnaðarheimilinu. Kl. 15: Samveraeldri bamanna í Safnaðarheimilinu. Sunnudag kl. 11: Bamaguðsþjónusta. Kl. 14: Guðsþjónusta. Miðvikudag 13. jan. kl. 7.30: Morgun- andakt. Bandarísk utangaröslist í Hafnarborg Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, heldur sýningu í janú- ar á bandarískri utangarðslisL Sýningin var skipulögð af Thord Thordeman og hefur þegar verið sett upp víða um Norð- urlönd. Héðan fer sýningin síðan til meginlands Evrópu. Bandarísk utangarðslist hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, enda er hér um fjölbreytileg og óvenjuleg listaverk að ræða. Listamennimir, sem eiga verk á sýningunni, eru allir ómenntaðir, en eiga fátt annað sameiginlegt. Sýningin opnar laugardaginn 9. janúar og stendur til 31. janúar. Pólskur samleikur á fiölu og píanó í Borgarfiröi Mánudaginn 11. janúar og þriðjudaginn 12. janúar munu fiðluleikarinn Krzyszt- of Smietana og píanóleikarinn Jerzy Tosik-Warszawiak halda tónleika í Borg- arfirði. Fyrri tónleikamir verða á vegum Tónlistarfélags Akraness á Akranesi kl. 20.30. Síðari tónleikamir verða í Loga- landi 12. janúar kl. 21. Krzysztof og Jerzy hafa starfað saman til margra ára. Þeir munu einnig halda tónleika á Akureyri, í Keflavík, Hafnar- firði og Reykjavík næstu daga. Á tónleikunum leika þeir verk eftir Be- ethoven, Prokofjeff, Wieniawski, Szy- manowsky, César Franck og Jón Nordal. Heidi Kristiansen sýnir í Gallerí Hlað- varpans í dag, 9. janúar, kl. 14 opnar textfllistak- onan Heidi Kristiansen sýningu í Gallerí Hlaðvarpans, Vesturgötu 3,2. hæð. Heidi sýnir myndverk, sem eru vatt- stungin teppi unnin í applikasjon og qu- ilt. Þetta er þriðja einkasýning Heidi á ís- landi, en hún hefur einnig haldið einka- sýningu í Þrándheimi, auk þess sem hún hefur átt verk á samsýningum, bæði hér og í Noregi. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgar frá kl. 12 til 16. Síðasti sýningardagur verður sunnudag- inn 24. janúar. Heidi Kristiansen sýnir í Gallerí Hlaðvarpans {dag, 9. janúar, kl. 14 opnar textfllistak- onan Heidi Kristiansen sýningu í Gallerí Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, 2. hæð. Heidi sýnir myndverk, sem em vatt- stungin teppi unnin í applikasjon og qu- ilt. Þetta er þriðja einkasýning Heidi á ís- landi, en hún hefur einnig haldið einka- sýningu f Þrándheimi, auk þess sem húr hefur átt verk á samsýningum, bæði héi og í Noregi. Sýningin verður opin alla virka daga frí kl. 12 til 18 og um helgar frá kl. 12 til 16. Sfðasti sýningardagur verður sunnudag- inn 24. janúar. Erindi í Sagnfræöingafélagi Islands Þann 12. janúar flytur Agnes S. Amórs- dóttir sagnfræðingur erindi á félagsfundi í Sagnfræðingafélagi íslands. Fundurinn verður haldinn f húsakynnum Þjóð- skjalasafns íslands aö Laugavegi 162. í erindinu, sem nefnist Af ætta- og fjöl- skyldumálum á 12. og 13. öld, mun fyrir- lesari greina frá mikilvægi ætta- og fjöl- skyldutengsla á þjóðveldistfmanum á ís- landi og taka dæmi af því hvemig staða kynjanna var tengd valdabaráttu þeirra tíma. Á grundvelli þessa er pólitískt hlut- verk kvenna metið og jafnframt hugað að völdum þeirra og áhrifum. Að lokum hugleiðir Agnes hvemig hægt er að skil- greina stjómmálasögu 12. og 13. aldar upp á nýtt, þannig að bæði verði fjallað um hlut karla og kvenna. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður hann öllum op- inn. HVELL. GEIRI K U B B U R 6673. Lárétt 1) Spyrna. 5) Sönghópur. 7) Rolla. 9) Röddu. 11) Fugl. 13) Hold. 14) Bragðefni. 16) öfug stafrófsröð. 17) Fiski. 19) Hreinsun með vatni. Lóörétt 1) Illar. 2) Keyr. 3) Stilltur. 4) Öngul. 6) Opinberun. 8) Saevargyðja. 10) Stærstu. 12) Dúsk. 15) Sjá. 18) Mjöður. Ráðning á gátu no. 6672 Lárétt 1) Aldrað. 5) Líf. 7) Dó. 9) Smár. 11) Ask. 13) Áma. 14) Sina. 16) Öl. 17) Árita. 19) Samlag. Lóðrétt 1) Andast. 2) DL. 3) Rís. 4) Afmá. 6) Áralag. 8) Ósi. 10) Ámóta. 12) Knár. 15) Arm. 18) II. Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk frá 8.-14. jan. 1993 I Hraunbergs Apótekl og Ingólfs Apótekl. Það apótok sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn- ar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrakt um helgarog á stórtiátiðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörðun Hafnartjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og tl skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-1200. Upplýsingar i slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apólek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og heigidagavörslu. A kvöktin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, ti kf. 19.00. A heigidögum er opið frá kl. 11.00-1200 og 20.00- 21.00. A öðmm timum er lyfjafræðingur á bakvakt Upplýs- ingar em gefnar I sima 22445. Apótek Keflavíkur Opið vtrka daga ftá Id. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og aimenna fridaga Id. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá Id. 8.00- 18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Setfoss apótek er opið ti kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga tii Id. 18.30. A laugard. td. 10.00-13.00 og sunnud. U. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga td. 11.00-14.00. WlíáíííííSfÍíáítíXlÍWÍPjííSiÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍ rwohvk' a /A vv.1 8. janúar 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....64,690 64,850 Steriingspund........98,791 99,036 Kanadadollar.........50,352 50,477 Dönsk króna.........10,1850 10,2102 Norsk króna..........9,1364 9,1590 Sænsk króna..........8,6227 8,6440 Finnskt mark........11,7341 11,7631 Franskur franki.....11,5730 11,6016 Belgiskur frankl.....1,9124 1,9171 Svissneskur franki ....43,0678 43,1743 Hollenskt gyllini...34,9912 35,0778 Þýsktmark...........39,3181 39,4153 (tölsklfra..........0,04249 0,04259 Austurrískur sch.....5,5905 5,6043 Portúg. escudo.......0,4376 0,4387 Spánskur peseti......0,5549 0,5562 Japansktyen.........0,51566 0,51694 frskt pund..........103,507 103,763 Sérst. dráttarr.....88,4920 88,7109 ECU-Evrópumynt......77,1267 77,3174 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1993 Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrír (gnjnnlifeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging eliilífeyrisþega..........29.036 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........29.850 Heimilisuppbót................................9.870 Sérstök heimilisuppbót........................6.789 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meölag v/1 bams .............................10.300 Mæðralaun/feöralaunv/lbams....................1.000 Mæðralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ____________11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur............................ 25.090 Vasapeningar vistmanna ____________________ 10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar....................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings................52620 Sjúkradagpeningarfyrirhvert bam á framfæri ...142.80 Slysart npeningar einstaklings...............665.70 Slysad, eningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 28% telgi ,ggingarauki (láglaunabætur), sem greiðisl aðeins i janúar, er inni i upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. 30% tekjutryggingarauki var greiddur i desember, þessir bðtaflokkar eni þvl heldur laegri i janúar, en i desember. -!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.