Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1993 Þjóðhagsstofnun hefur gert ráð fyrir 2,5% samdrætti í atvinnuþátttöku á sama tíma og hún er vax- andi í könnun Hagstofu: Tölur Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu stangast alveg á „Það þarf greinilega að skoða þetta (vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar) nánar, því niðurstöður hennar stangast svo stórlega á við aliar aðrar tölur, sem unnið hefur verið út frá. Hagstofan telur t.d. að á milli 1991 og 1992 hafi störfum fjölgað um 1%, en Þjóðhagsstofnun telur störfum hafa fækkað um rúmlega 1% á sama tíma. Þarna munar rúmum tveim prósentum og niður- stöðumar stangast beinlínis á,“ sagði Gylfí Arabjörasson, hag- fræðingur hjá ASÍ. En Tíminn spurði hvort hann kynni að skýra þá misvísun, sem virðist á milli umræðna um stórfellt atvinnuleysi og fjöldauppsagnir annars vegar, og könnunar Hagstofunnar, sem bendir tii að störfum hafi fjölgað fyili- iega í takt við fjölgun landsmanna síðustu tvö árin. „Vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar er ný aðferð, sem stunduð hefur verið í tvö ár og komin er reynsla á. Við höfum alltaf kvartað yfir því að það væru mjög lélegar upplýsingar til um vinnumarkaðinn og vor- um því miklir hvatamenn að því að farið yrði út í þessa könnun," sagði Gylfi. En upplýsingar úr þessari könnun og könnun Þjóðhags- stofnunar stangast verulega á varðandi vinnumagnið, fjölda starfa og það sem mestu máli skiptir: breytinguna á þessu frá einum tíma til annars. „Við eig- um bágt með að sjá skýringuna á því hvers vegna mælingar Hagstofunnar sýna vaxandi fjölda á vinnumarkaði, en Þjóð- hagsstofnunar stöðugt minnk- andi. Hún hefur t.d. gert ráð fyrir því að atvinnuþátttaka landsmanna hafi dregist saman um 2,5 prósentustig frá 1990 til 1992, þegar könnun Hagstof- unnar sýnir vaxandi atvinnu- þátttöku sömu ár,“ sagði Gylfi. Ekki að berja hausnum ... „Vitanlega geta verið einhverj- ir veikleikar í þessari könnun Hagstofunnar, en það eru líka miklir styrkleikar. Meðal þeirra er könnunin sjálf og niðurstöð- urnar um aukna atvinnuþátt- töku, sem hún sýnir svart á hvítu. Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn f því efni. í könnun okkar kemur fram fjölgun á starfandi fólki, sam- kvæmt skilgreiningu ILO (Al- þjóðavinnumálastofnunarinn- ar),“ sagði Hallgrímur Snorra- son hagstofustjóri. Hann bendir á að þessi fjölgun starfa hafi ekki komið fram í einkageiranum, sem er það svið vinnumarkaðarins sem Þjóð- hagsstofnun vinnur fýrst og fremst út frá. Könnunin bendir t.d. til talsverðs samdráttar í iðnaði. Og sé einkageirinn dreg- inn saman í heild, þá komi fram fækkun, sem stemmi ekki svo iila við tilfinningu fólks um fækkun starfa. Niðurstöður könnunarinnar bendi hins veg- ar til fjölgunar fólks í vinnu hjá hinu opinbera, hver sem skýr- ingin sé á því. Mest fjölgun komi þar fram í heilbrigðisþjón- ustu og félagslegri þjónustu. „Hvað athyglisverðast við nið- urstöður könnunarinnar er það, hvað atvinnuþátttakan vex. Þetta á þó kannski ekki að koma svo á óvart, a.m.k. tilhneigingin til þessa. Reynslan sýnir, að þeg- ar harðnar í ári og efnahagur- inn dregst saman, þá svarar fólk því með aukinni ásókn í vinnu. Um þetta höfum við t.d. dæmi frá árum eins og 1983, þegar kaupmáttur kauptaxta féll stór- lega. Það kom þá ekki fram nema að hálfu í laununum sjálf- um, því fólk vann þetta upp að töluverðu leyti með lengri vinnutíma og aukinni atvinnu- þátttöku." Hallgrímur bendir á að það vaxandi atvinnuleysi, sem svo mjög hefur verið talað um, komi líka fram í könnun Hag- stofunnar. Það komi þannig allt heim og saman við aukningu á skráðu atvinnuleysi. Á hinn bóginn sé líka mikil reynsla af því, að umræða sem þessi hljóti að vera og verði alltaf nokkuð ýkjukennd. Þessi „óvæntu“ störf, sem koma fram í könnun Hagstof- unnar og virðast koma ýmsum á óvart, leiða hugann að ýmsum spurningum. „Svört“ vinna að aukast? Hefur „svört“ vinna kannski verið að aukast? Er það t.d. mögulegt að fólk upplýsi Hag- stofuna um störf sín í vinnu- markaðskönnun, þótt Þjóð- hagsstofnun finni hins vegar engar upplýsingar um þau í rannsóknum sínum úr skatt- framtölum landsmanna? Minna má á að síðustu ár hef- ur einkaneysla landsmanna (og þar með vöruinnflutningur) jafnan haft tilhneigingu til þess að aukast meira eða minnka minna heldur en Þjóðhags- stofnun hafði séð fyrir í sfnum spám. Það rifjast líka upp, sem ýmsa hefur undrað síðustu árin, að þótt landsmönnum á starfsaldri fjölgaði um 1.500 til 1.600 manns á ári, á sama tíma og skýrslur sýndu fækkandi störf ár frá ári, þá kom þetta lengi vel ekki fram í vaxandi atvinnu- leysi. Talið var að minnkandi atvinnuþátttaka, m.a. vegna þess að fleiri fóru í framhalds- nám, hafi komið þarna til bjargar. En það vekur aftur þá spurn- ingu, hvað gerist ef þær þús- undir manna, sem hafa haldið sér frá eða horfið af vinnumark- aðnum á síðustu árum, eru nú farnar að streyma út á hann aft- ur — eins og síðustu vinnu- markaðskannanir Hagstofunn- ar geta raunar bent til? En þar kom m.a. fram að fólki á vinnu- markaði fjölgaði á þrem misser- um í kringum 7.900 manns, á sama tíma og íslendingum á vinnualdri fjölgaði aðeins í kringum 3.800 manns. - HEI Sveitarfélögin eru beint og óbeint farin að undirbúa sig fyrir að taka að sér grunnskólann: HEILSDAGSSKÓLI í HAFNARFIRÐI Frá og með næsta hausti verð- ur boðið upp á heiisdagsskóia í grunnskólum Hafnarfjaröar. Nemendur skóianna geta þá haft þar viðveru f skólunum frá 8 á morgnana til 5 á daginn. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjórí (Hafnarfírði, segist ektó telja að þessi bætta þjón- usta við börn og foreldra hafí í för með sér verulegan kostnað- arauka fyrir bæjarsjóð. Foreidr- ar munu taka þátt í kostnaðin- um og greiða gjald fyrír þau börn, sem hafa aukna viðveru f skólanum. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa veríð að þreifa sig áfram með heilsdagsskóla. A Seltjarnarnesi er boðið upp á heilsdagsskóla og í Reykjavík hafa skólar veríð að þreifa sig áfram með þessa þjónustu. Guðmundur Árni sagði að breytingin þýddi ekld að bætt yrði kennsiutfmum við viðmið- unarstundaskrána, a.m.k. ekki að sinni, heldur yrð! um að ræða skólaathvarf utan hefð- bundinnar kennslu. Nemendur gætu fengið hjálp við heima- nám og fengju aðstöðu til að geta stundað félagsstörf af ýmsu tagi. Guðmundur Árni sagðist telja að kostnaður við þetta verði ekki verulegur. Ekki þurfí að auka við húsakost, því að búið sé að byggja það vel upp skóla- húsnæði f Hafnarflrði á sfðustu árum. Fyrirhugaað sé að for- eldrar taki þátt í kostnaðinum og greiði 100 kr. fyrir hvern viðverutíma barns. Kostnaðar- þáttur málsins iiggi reyndar ekki alveg fyrir í dag. Guðmundur Ámi sagði að með heilsdagsskóia eigi menn von á að það dragi úr ýmiss konar annarrí þjónustu, sem boðið hefúr verið upp á fyrir börn f Hafnarfírði, t.d. á skóla- dagheimilum og tómstunda- heimili, en þau hafí sinnt þess- arí þörf að hluta til. Ef það ger- ist, verði kostnaðaraukinn ekki tilfinnanlcgur fyrir bæjarsjóð. Guðmundur Arni sagðist vera sannfærður um gildi heilsdags- skóia fyrir börnin og foreldra þeirra. Markmiðið sé einnig að auka kennslumagn í grunn- skóta. „Það er mín sannfæring að þegar grunnskólarnir fara að fullu og ÖIIu leyti yfír til sveit- arfélaganna, þá batnar þessi þjónusta," sagði Guðmundur Árai. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.