Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 5
7 Saga Bretlands og Irlands The Cambrfdge Historfcal Encyclopedia of Great Britaln and Ireland. Rltstjórf: Christopher Halgh. Cambrídge Univers- Ity Press 1990. Ritstjórinn hefur sér til ráðgjafar G.R. Elton, auk hans eru tíu aðrir fræðimenn ráðgefandi um hin ýmsu tímabil sögunnar. England er þungamiðja þessarar sögu, en Skot- land, írland og Wales mynda síðan heildarsöguna sem sögu Stóra-Bret- lands. Persónusagan telur 840 upp- flettinöfn, prentuð í bókarlok. AIls eru 930 uppflettiorð yfir helstu við- burði og tímabil. Ljósmyndir, kort og töflur eru 300, auk 70 litmynda. Söguþráðurinn fylgir tímaröð. Höf- undamir rekja söguþráðinn og jafn- framt birta þeir útlistanir sínar á at- burðum, orsökum og afleiðingum. Christopher Haigh skrifar formála þar sem segir: „Mannleg reynsla er ótæmandi viðfangsefni í öllum sín- um margbreytileika og víxltengslun- um. Saga Bretlands er óvinnandi verkefni fyrir einn höfund. Til þess að geta komið fortíðinni til skila, verður að skipta atburðarásinni upp í tímabil og einfalda og jafnvel al- hæfa á stundum, þótt það sé ekki góður kostur. Við höfum skipt at- burðarásinni í tilbúin tímaskeið og með því getum við einangrað efnis- þætti til þess að draga fram það, sem mestu máli skiptir, úr hinu yfir- þyrmandi atburðaflæði... Ritið á að vera uppflettirit og útskýringarrit: Saga Bretlands og sagnfræðiorða- bók.“ Sagan spannar tímann frá því fyrir 55 f.Kr. allt til 1975. Höfundum hefur tekist að rekja meginþætti enskrar sögu á þann hátt að orsök atburða, atburðir og persónur skýrast og skapa heildar- myndir, gerð og menning samfélags- ins er samferða. Myndefnið er mjög vel valið. í bókarlok er ítarlegt reg- istur. Þjóðfélagsskipan miðalda Heinrfch Fichtenau: Lebensordnungen des 10. Jahrhunderts. Deutscher Ta- schenbuch Veriag 1992. Lykilhugtak þessarar bókar er „ordo“ eða regla. Höfundurinn fjall- ar um þá stefnu innan kirkjunnar, fjölskyldunnar, aðalsins og konunga, að koma á reglu, koma lögum yfir allar stéttir, sem þá hétu lögstéttir, og kerfa þjóðfélagið niður í hópa, þar sem hver hafði sitt hlutverk. „Orare, pugnare, laborare", biðja, berjast og vinna. Manngrein var einkenni þjóð- félaga á 10. og 11. öld, en um þær aldir og þær Iífsreglur og hegðunar- reglur sem þá giltu, fjallar höfundur- inn. Ættin var sverð og skjöldur ein- staklingsins og væri ættin tengd „gæfunni" eða dularfullum tengsl- um við ósýnileg öfl, þá bjó hún yfir afli, sem ekki var af þessum heimi. Biskupar í Evrópu á miðöldum urðu að vera af aðli, sem bjó yfir þessum dularfulla mætti. Nýjustu rannsókn- ir í miðaldasögu Mið-Evrópu sýna hvemig hlutar ríkis Karls mikla voru mótaðir af stefnu og aðgerðum ætt- föðurins; þetta gilti um Þýskaland, Frakkland, Norður-Ítalíu og Kata- lóníu á Spáni. Þetta rit er hliðstæða við rit anna- listanna, LeGoffs, Dubys og Dumez- ils, O.G. Oexle, Ottavia Niccoli o.fl. o.fl. Mynd miðalda hefur tekið mikl- um breytingum fyrir rannsóknir og gleggri viðhorf til efnisins, sem þess- ir höfundar hafa skýrt með rann- sóknum sínum. Það er nauðsynlegt að íslensk miðaldasaga sé rannsökuð frá víðara sjónarmiði en viðgengist hefúr hingað til. Hér hefur þessum efnum lítið verið sinnt, að undan- skildum ritum Einars Pálssonar, sem hefur sett saman „Rætur íslenskrar menningar" í tíu bindum, þar sem brotið er blað í fjölbreytileika að- fanga og þekkingar á hugmynda- fræðilegum grundvelli íslenskrar sögu. Þetta safn Einars Pálssonar er encyklópædiskt hvað varðar þekk- ingu og skilning á heimildum, sem snerta þessi efni. Bók Fichtenaus, en hann var lengi prófessor í miðaldasögu við Háskól- ann í Vínarborg, er rúmar 600 blað- síður og tilvitnanimar, sem eru neð- anmáls, eru fjölmargar og myndu líkast til fylla um hundrað blaðsíður. Siglaugur Brynleifsson Þriðjudagur 19. október 1993 Sökkti ástarævintýri ráð- herra Rainbow Warrior? Bölvunin, sem hvílir yfir sögunni af Rainbow Warrior sem Frakkar geta aldrei gleymt, er enn komin á kreik til að gera Francois Mitterrand for- seta lífið leitL í nýrri ævisögu er því haldið fram að varnarmálaráðherr- ann, sem ákvað að sprengja upp flaggskip Grænfriðunga, hefði tapað átt- um svo gersamlega vegna nýrrar ástkonu að hann hafi ekki getað tekið skynsamlega ákvörðun. Sá möguleiki að einhver skammar- legustu diplómatísk mistök Frakka hafi verið gerð vegna geggjaðs ástar- ævintýris ráðherra opnar aftur öll gömlu sárin. Mitterrand hefur alltaf neitað því að hann hefði vitneskju um öll smáatriði í aðgerð leyniþjón- ustunnar, sem sökkti skipi mót- mælamanna og varð portúgölskum ljósmyndara að bana fýrir átta árum. En nú, þegar Frakkar tilkynna und- irbúningsaðgerðir til að taka aftur upp kjamorkusprengjutilraunir eftir að Kínverjar sprengdu nýlega kjam- orkusprengju, gæti tímasetningin á þessum nýjustu uppljóstrunum orð- ið afdrifarík fyrir franska forsetann, sem sótt er að úr öllum áttum. Ástin blindaði — og dómgreindin ruglaðist í ævisögu Charles Hemu, vamar- málaráðherrans fyrrverandi og náins vinar Mitterrands, er því haldið fram að hann hafi verið svo heillaður af Martine Borg, líflegri dökkhærðri konu sem átti eftir að verða fimmta eiginkona hans, að hann hafi van- rækt pólitísk skyldustörf. í augum Hemus var nýja ástin hans fullkom- inn kvenleikinn holdi klæddur og uppfylling drauma hans. Þegar tíminn rann upp til að beita faglegri dómgreind frekar en róm- antískri — sérstaklega varðandi hvemig meðhöndla skyldi fyrirhug- aða ferð Grænfriðunga til að tmfla kjamorkutilraunir Frakka á kóralrif- inu Mumroa á Kyrrahafi — mistókst Hemu illilega, er niðurstaðan í bók- inni. Jean-Claude Lesquer ofursti, yfir- maður utanríkisöryggisþjónustunn- ar (DGSE), lagði fyrir Hemu þrjár mögulegar aðgerðir, og Hemu valdi þá erfiðustu — sem í bókinni er full- yrt að yfirmenn í öryggisþjónust- unni hafi talið til „valkosta heimsk- ingja" sem þeir hefðu aldrei búist við að yrðu teknir alvarlega. Hemu hafði oft lýst gerðum Grænfriðunga sem „hættulegum plágum", sem ekki virtust framkvæmdar af nægri ákveðni. Fýrsta tillagan, að sögn Jeans Gu- isnel, höfundar bókarinnar, var end- urtekin gömul DGSE-brellaað reyna að sýkja einhvem úr áhöfninni af smitandi sjúkdómi sem hefði í för með sér að allir yrðu settir í sóttkví. Henni var hafnað vegna tæknilegra örðugleika. Önnur áætlunin var að eyðileggja skrúfur Rainbow Warrior, sem myndi kyrrsetja skipið í a.m.k. hálft ár. Sú þriðja var að sprengja skipið í Ioft upp með því að festa á það sprengjur. Mislukkuð aðgerð á Nýja-Sjálandi Þegar til kastanna kom, reyndist aðgerðin, sem framkvæmd var í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi 10. júlí 1985, algert klúður. Sprengj- umar urðu Femando Pereira, 33 ára gömlum ljósmyndara, að fjörtjóni, skemmdarverkamennimir misstu sambandið við stjómendur sína í París, og leyniþjónustumennimir tveir voru teknir höndum, þegar þeir ætluðu um borð í flugvél á leið aftur til Frakklands. Stjómmálahneykslið varði árum saman, meðan æstar deilur stóðu um framsal á Ieyniþjónustumönn- unum (konu og karli) og skaðabæt- ur. Þó að Frakkar og Ný-Sjálending- ar hafi komist að samkomulagi 1991 um að loks væri málinu lokið, svífur enn beiskja yfir vötnunum. Fyrir tveim árum blossaði hún enn upp um tíma, þegar Frakkar sæmdu ann- an skemmdarverkamannanna heið- ursmerki fyrir framúrskarandi þjón- ustu í þágu föðurlandsins. Endur- nýjaður Rainbow Warrior stríðir enn oft Frökkum með því að vera á sigl- ingu nærri kjamorkutilraunasvæð- um þeirra. {eftirleiknum fyrst eftir atburðinn reiddist Mitterrand óðagotslegum lygum Hemus um málið, að sögn Guisnels. Hemu hélt áfram að neita að hann hefði nokkum tíma gefið skipun um Ieiðangurinn og hélt því fram að hann hefði aðeins sagt leyni- þjónustumönnum sínum að koma í veg fyrir að skipið lyki verkefni sínu. Það tók Hemu tvö ár að viðurkenna að hann hefði stjómað aðgerðinni. „Eins og Hernu er skapi farinn Þrátt fyrir að Mitterrand hafi að lokum fómað ráðherra sínum, held- ur forsetinn því enn fram að Hemu, eins og hann sjálfur, hefði ekkert vit- að um nákvæma útfærslu skemmd- arverksins. „Ég er viss um að hann vissi ekki um aðgerðina í smáatrið- um,“ segir hann. Mitterrand sagði líka við Guisnel: „Eins og Hemu er skapi farinn, myndi hann hafa sagt „haldið áfram, ég skal skýla ykkur". En hann tók ekki með í reikninginn ótrúlegan klaufaskap þjónustumannanna í verki. Þetta mál fór í ótrúlegan far- veg og var greinilega glæpsamlegt. Það var heimskulegt að hugsa ekki um hag Frakklands og hvaða afleið- ingar málið myndi hafa. Hann vissi að það átti að framkvæma aðgerð, en ekki að það yrði árás. Það er allt og sumt sem ég veit.“ Þó að sumir innvígðir vísi á bug uppljóstrunum um ástarævintýri Hemus, sem svipti hann dóm- greindinni, og segi það hrekkjabragð leyniþjónustunnar sem sé að reyna að koma sökinni af hrapallegri ævin- týramennsku yfir á aðra, halda aðrir því fram að ástarævintýri ráðherrans hafi verið tímabil sem skipti sköpum í lífi hans. Áður en ár var liðið frá því málið var „gert uppskátt" hafði Hemu tapað eða hrakið í burt alla gömlu ráðgjaf- ana sína, sem höfðu verið tilnefndir í stöður sínar úr röðum gamalla vina eða félaga úr frímúrarareglunni. Fjórða kona Hernus, Dominique — sem vinir og starfsfélagar litu á sem mikilvægan áhrifavaid — yfirgaf heimili hjónanna í ársbyrjun 1985 og gaf Hemu þannig lausan taum- inn til að hella sér út í ástarævintýr- ið. „Nýi félaginn hans var hans al- heirnur," sagði Guisnel. „Hann var eins og gamall unglingur sem er að kynnast ástinni að nýju og þar með voru öll hans örlög endurráðin." Tíminn 5 Flaggskipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior, var sökkt með þvf að festa sprengjur á skipið. Háttsettir embættismenn f öryggisþjónustunnikölluðu þá leið„heimskulegasta kostinn". Það var kosturinn sem Hernu valdi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.