Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.11.1993, Blaðsíða 2
2 LEIÐARI Föstudagur 26. nóvember 1993 Gegnsýrðir kéirlrembu Amiðvikudagskvöld var haldin námstefna Kven- réttindafélags íslands um konur í íslenskum fjölmiðlum. Þar var reynt að draga upp mynd af því á hvem hátt íslenskir fjöl- miðlar fjalla urh konur. Það var heldur raunaleg mynd. Jóhanna Vigdís Hjáltadóttir hélt inngangserindi, byggt á lokarit- gerð sinni í fjölmiðlafræðum þar sem hún kannaði hagi kvenna sem starfa á íslenskum fjölmiðl- um. Niðurstaða Jóhönnu var í stuttu máli sú að íslenskar fjöl- miðlakonur séu almennt óánægð- ar með hlutskipti sitt í starfi, þær áh'ti sig ekki fá sömu tækifæri og starfsbræður þeirra og telja sig vera í stöðugri togstreitu milli hlutverks þeirra á heimili og í vinnu. f enn öðrum erindum kom fram hörð gagnrýni á fjölmiðla fyrir að draga fram kolranga mynd af þætti kvenna í samfélag- inu. Fjölmiðlar vom ásakaðir um að sýna konur helst sem kyntákn og konur í stjórnmálum voru sagðar fá önnur viðbrögð hjá fjöl- miðlum en karlar. Umfjöllun um þær hneigðist fremur að tilfinn- ingum þeirra og útliti, en um karla í sömu stöðu væri fjallað sem „refi á skákborði stjómmála', athyglin beindist mun frekar að Fundur ó Kornhlöðuloftinu um konur í fjölmiðlum. Tímamynd Árni Bjarna verkum þeirra og verklagi. Athyglisverð könnun tveggja nemenda í fjölmiðlafræðum við Háskóla fslands leiddi í ljós að þáttur kvenna í sjónvarpsfréttum væri afar rýr og í þeim tUvikum sem rætt væri við konur í frétta- tímum sjónvarpsstöðvanna væri oftast verið að fá álit „fólksins á götunni' en heldur væri talað við karla þegar leitað væri eftir áliti á alvarlegri málum. Stjómmálakon- ur fá sáralítinn tíma í sjónvarps- fréttum miðað við flokksbræður þeirra og nemendurnir tveir drógu þá ályktun að ef sjónvarps- fréttir ættu að endurspegla hlut- föll kynjanna á réttan hátt, þá væm konur innan við 20% jarð- arbúa! Af niðurstöðum könnun- arinnar má draga þá ályktun að konur innan stjómmálaflokkarma séu gífurlega atkvæðalitlar, ef frá er talinn Kvennalistinn, en auk þess mátti greina áhrif eina kven- ráðherrans á hlutföllin hjá Al- þýðuflokknum. íslenskir fjölmiðl- ar voru á námstefnunni sagðir gegnsýrðir af karlrembu. Tveir karlar og tvær konur sem starfa á fjölmiðlum lýstu skoðun- um sínum út frá þessum sjónar- miðum og var áberandi í mál- flutningi þeirra að þau teldu fjöl- miðlana aðeins endurspegla þjóð- félagið eins og það er, en ekki eins og menn vildu að það væri. Þau töldu að ef lítið væri talað við konur í fjölmiðlum þá væri það vegna þess að konur væm mun tregari en karlar til að tjá sig ef leitað væri til þeirra. Auk þess væru konur í minnihluta í ábyrgðarstöðum og þess vegna yrðu karlar oft fyrir svömm. Fjöl- miðlafólkið varpaði frá sér allri ábyrgð á rým hlutskipti kvenna í fjölmiðlum og kom fram sú skoð- un að það væri hlutverk fjölmiðla að sýna samfélagið eins og það lít- ur út, í stað þess að sýna það í spéspegli með því að reyna að gera hlut kvenna hærri en hann er í reynd í samfélaginu. Það mátti skilja af tali þeirra fréttamanna sem þarna sátu, að þeir væm hafnir yfir það að hafa fordóma. Eitt af hinum göfugu markmiðum fréttamiðla er vissu- lega að sýna samfélagið eins og það er, en sú mynd sem blasti við í könnun nemendanna tveggja er fjarri því að vera lík samfélaginu í reynd. Fjölmiðlum hefur með öðmm orðum mistekist ætlunar- verk sitt. Fréttamenn hafa skyldur um- fram margar aðrar starfsstéttir til að gæta hlutleysis. En mótandi áhrif fjölmiðla á fólk em gífurleg. Fréttamenn em sjálfir mótaðir af ákveðnum samfélagsáhriftun eins og allir aðrir og geta þess vegna aldrei orðið fullkomlega fordóma- lausir. En þeir verða að gera sér grein fyrir valdi sínu, valdi sem auðvelt er að misnota, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Greifadæmi útgerðarinncir Á RÁS Fiskveiðikvótar og meðferð á þeim eru orðin slík ágreinings- mál víða í þjóðfélaginu að greinilega er tími til kominn að fara að endurskipuleggja öll þau kerfi upp á nýtt. Mesta furða er hvaða friður hefur þó ríkt um kvótann miðað við allar aðstæð- ur. Þegar kvótalögin voru fyrst samþykkt ríkti að sjálfsögðu ágreiningur um mörg ákvæði þeirra en allir vissu að frelsi til fiskveiða var skert af illri nauð- syn og að ekki varð hjá því kom- ist að koma einhverjum skikk þar á. En allar þær eignatilfærslur sem fylgja kvótunum eru af þeirri stærðargráðu að óhjá- kvæmilegt hlýtur að vera að endurskoða lögin um fiskveiði- heimildir með reglulegu millibili, sníða af vankanta og taka ávallt tillit til nýrra.og breyttra að- stæðna. Kvótalögin eru fyrst og síðast sett til að vemda fiskstofna og að viðhalda endurnýjun þeirrar auðlindar sem búseta á íslandi byggist á. Hvorki meira né minna. Úr böndum Draga verður í efa að það hafi verið meiningin í upphafi að af- henda nokkrum útgerðum og fjölskyldum einkarétt á öllum fiskveiðum innan 200 mílna auðlindalögsögunnar um aldur og ævi. Enn síður að fiskveiði- réttindi væru eitthvað til að kaupslaga með og að sömu aðil- ar gætu jafnvel selt eða leigt kvóta sína ár eftir ár fyrir morð Qár. Upplýst er að fiskveiðikvóti er seldur, leigður eða ráðskast með hann á einhvem hátt fyrir um þtjá milljarða á ári. Það em sæ- greifamir og erfingjar þeirra sem velta þessum upphæðum. En fiskinum í sjónum fá þeir úthlut- að af opinberum aðilum og verða réttindin til að fá árlega úthlutun af fiskinum í sjónum til eilífðamóns eins og nú er í pott- inn búið. Nú er Hæstiréttur búinn að finna út að tekjur af kvótasölu séu skattskyldar og útgerðar- menn leggja þegar í stað þann skilning á dóminn að hann sé staðfesting á því að þeir eigi fisk- inn, en ekki þjóðin, eins og nauðgað var inn í kvótalögin fyrir nokkrum ámm. Mörg fásinnan er iðkuð til að græða á kvótanum. Ein er sú að láta sjómenn taka þátt í kvóta- ■ kaupum þeirra útgerða sem þeir starfa fyrir, en samt eignast þeir hann aldrei. Fiskveiðirétturinn verð.ur alltaf fjölskyldueign þeirra sem skráðir em fyrir út- gerðunum. Þeir sem einhverra hluta vegna fá lítinn kvóta geta ekki haldið útgerð gangandi og neyðast því til að selja þeim sem betur mega. Kvóti smáútgerða er skertur svo grófiega að smábátaútgerð hlýtur að leggjast af og leiðir allt þetta óhjákvæmilega til að eignarrétt- urinn á fiskislóðinni færist á sí- fellt færri hendur. Markmiðin Kvótatilfærslur, af hvaða orsök- um sem þær kunna að vera, em á góðri leið með að gera gróin útgerðarpláss óbyggileg og þröngar reglur um að fá að fiska á króka, handfæri eða línu, ýta mjög á eftir þeirri óheillaþróun. Greifadæmi útgerðarinnar em að verða færri og stærri og þeir sem gerst til þekkja, svo sem sjó- menn, em famir að safna liði og gera kröfur um að lénsskipulag- inu verði aflétt og sanngirni verði gætt við kvótaúthlutanir og sölumennsku og braski verði aflétt af sjósókninni. Markmið fiskveiðistjórnunar em vemdunarsjónarmið og þau eiga að ráða kvótaúthlutun og sjósókn. Eignarhald útgerðar- manna og erfingja þeirra á fiski- slóðinni er slík tímaskekkja að engu er líkara en horfið sé aftur í aldir þegar einvaldar gáfu höfð- ingjum sínum lönd og þegna til ábúðar og þrælkunar. Ef gjafmilt löggjafarvald og þeir sem þáð hafa greifadæmin að gjöf eða keypt þau sjá ekki að sér er hætta á að gripið verði í taumana með harkalegri hætti en svo að haldið verði áfram á sömu braut. Þarf ekki annað en hlusta á talsmenn sjómanna og byggðar- laga sem em að komast á vonar- völ til að skilja að alvara er á ferðum. En þeir sem hlotið hafa völd og eignir skynja slíkt sjaldn- ast fyrr en alltof seint, eins og sagan margkennir okkur. OÓ FÖSTUPAGSPISTILL Ásgeir Hannes Fíklar minnihlutams Byggðakosningar eru næsta vor og glímuskjálfti hiaup- inn í frambjóðendur víða um land. Um síðustu helgi var kosið um sameiningu sveitarfélaga og hver hreppurinn á fætur öðrum hafnaði hagræðingu. ísland er eina stórveldið í heiminum með sjö manna sveitarfélög og fimm manns á kjörskrá, en aðeins þrír kjósa og einn þeirra skilar auðu! Þetta er eins og í Kardimommu- bænum. fslendingar rúmast vel í einu sveitarfélagi og einu kjör- dæmi, ef því er að skipta. Helsti lærdómur kosninganna er kosningamar sjálfar. Að rflds- stjómin skyldi boða til þeirra, en höfuðsmenn hennar em frægir fyrir allt annað en lýðræði. Dæmi: íslendingar standa nú frammi fyrir stærstu spurningu þjóðarinnar frá landnámi: Eiga landsmenn að ganga á Efna- hagssvæði Evrópu? Tugþúsund- ir kjósenda óskuðu eftir að greiða atkvæði um aðildina, en áttu ekki erindi sem erfiði. Annað dæmi: Borgarstjórn Reykjavíkur reisti ljótt ráðhús ofan í Reykjavíkurtjörn. Tug- þúsundir borgarbúa vildu líka greiða atkvæði um ráðhúsið, en því hafnaði þáverandi borgar- stjóri og núverandi forsætisráð- herra. Sami ráðherrann stofnar svo til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö manna hrepp að skila auðum þriðjungi kjörseðla sinna. Þena er verra en í Kard- imommubænum! Og þá víkur sögunni aftur til Reykjavíkur. íhaldið í borginni boðar próf- kjör vegna byggðakosninga eftir jólin og þar munu bræður beij- ast og systur berast á banaspjót- um. Prófkjörið er ástæðan fyrir að vanbúinni kosningu um sameiningu sveitarfélaga var skellt á landsmenn að óvömm. Helstu prófkjörsjötnar Sjallans vom í forsvari fyrir kosninguna og komu sér í sviðsljósið skömmu fyrir prófkjörið. Fyrir bragðið fóru kosningarnar í handaskolum. En það em fleiri blikur á lofti í Reykjavík. Borgarbúar sýndu í verki um síðustu helgi að þeir eru ekki bangnir við að ganga sameinaðir til leiks við aðra landsmenn. Óhætt er því að ætla að flokkar minnihlutans í borginni hræðist ekki að taka höndum saman rnn einn lista til borgarstjórnar. Hrannar Amarsson heitir ung- ur hugsjónamaður í höfuðborg- inni og áhugasamur um sameig- inlegt framboð í vor. Hann keypti sjálfur skoðanakönnun hjá Háskólanum um væntanleg- ar kosningar í Reykjavík. Þar kemur fram að minnihlutinn heldur áfram minnihlutanum ef hann býður fram gömlu listana sína, en tapar honum ef hann sameinast um einn framboðs- lista! Niðurstaðan er ærið umhugs- unarefni fyrir frambjóðendur flokka minnihlutans í Reykja- vík. Tilgangur stjómmálanna er að hafa áhrif og ekkert annað. Kjósendur laðast að flokkum vegna vonar um að þeir geti lát- ið gott af sér leiða við stjómvöl- inn. Sú von rætist seint í ára- tuga þrásetu flokka í minnihluta og aflið til að þoka góðum mál- um áleiðis fæst aðeins með sam- vinnu við annað fólk. En kannski em fulltrúar minnihlut- ans í Reykjavík orðnir svo háðir minnihlutanum sínum að það er orðið að fíkn hjá þeim. Það kemur í ljós á kjördag. ---- TÍMINN ----------------------------------------------------------------------- Ritstjóri: Þór Jónsson • ASstoðarritstjóri: Oddur Olafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Utgefandi: Mótvægi hf • StjórnarformaSur: Bjarni Þór Oskarsson • Auglýsingastjóri: GuSni Geir Einarsson. Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík ASalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofan Örkin • Mánaðaróskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.