Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. janúar 1994 tMfir ***-*'»*'**- aukann sinn og vissi nákvæmlega allar skipa- og bátaferðir. Hún fylgdist líka vel með afla og veðri, allt fram á síðustu ár. Eftir tæplega 63 ára hjúskap féll afi frá. Fljótlega eftir það fór ömmu að hraka. Þó vildi hún ekki fyrir nokkum mun yfirgefa heimili sitt, þó aö hún væri ekki orðin fær um aö búa ein lengur. Bömin, tengda- dætur og barnabörn önnuðust hana meðan hægt var, en síðustu misserin dvaldi hún á sjúkrahúsinu á Húsavík. Nú, þegar gömlu hjónin fá ab hvíla saman á ný og sálir þeirra hafa sameinast', er gott að ylja sér við minningarnar. Hvíl þú í friði, amma mín, og þakka þér fyrir allt. Pétur Systkinaminning t MINNING Pétur Steinn Freysson Njarð- vík, f. 23. apríl 1985, d. 1. janúar 1994 og ísabella Diljá Hafsteins- dóttir, f. 26. maí 1989, d. 1. jan- úar 1994. Um áramót ríkir jafnan sam- bland eftirvæntingar og trega; við vitum að það sem liðið er kemur aldrei aftur, en við vitum ekki hvað nýtt ár ber í skauti sér. Það er erfitt að fagna þessu nýja ári, ári sem verður það fyrsta án þeirra systkina Péturs Steins og Isabellu á Stöllum. Sveitin okkár, heimilisfólkið mitt, en ekki síst foreldrar þeirra og fjölskyldur hafá misst mikið og munu trega þetta síöasta ár á annan hátt en öll önnur ár. Ég kynntist Línu, mömmu þeirra systkina, í vinnu uppi á Geysi nokkru eftir að þau fluttust hingað austur. Daginn eftir var eins og við heföum þekkst alla ævi og eins var meb börnin hennar tvö og yngstu dóttur mína. í tæplega þrjú ár hefur verið nær daglegur sam- gangur milli heimilanna og böm- in öll gengið út og inn eins og heima hjá sér hvort heldur var hér eða þar. Lína var óþreytandi við ab föndra og leika við bömin þannig að smám saman var allt mitt heimlisfólk orðiö „Línu- sjúkt" eins og sagt var. Allir kannast við ab oft vill eitt verba útundan þegar þrjú börn leika sér. Það átti ekki vib um Pétur Stein, ísabellu og Lovísu mína, sem nú er sex ára. Þau komu sér saman öll þrjú, þó á ólíkum aldri væm, en þau systkinin vom líka mjög samrýmd og góð hvort við annaö. Vibbrigðin verða mikil hjá Lovísu, enda hefur hún ekki aldur til að skilja af hverju leik- systkinin hennar góbu em horfin af vettvangi. Hrafnhildur mín sem er 12 ára, á líka um sárt að binda en henni var falið það ábyrgðarstarf í haust að fylgja ísa- bellu í skólabílinn eftir að hún byrjabi á leikskólanum. Nú fer bíllinn hjá án þess ab stoppa. Við hjónin og eldri bömin þrjú söknum líka þeirra Péturs Steins og ísabeUu sem vom orðin eins og hluti af heimilisfólkinu. Þetta voru falleg börn og góð. Pétur Steinn hefbi oröiö níu ára í vor. Hann var sérstaklega skýr og skemmtilegur strákur, sem spáði mikið í lífið og tilverana og hafði gaman af að spjalla. Og þegar Alda Utla fæddist í febrúar í fyrra bjó ísabeUa hjá okkur í þrjár vik- ur samfleytt. Þá kynntumst við enn betur og böndin miUi fjöl- skyldnanna styrktust með þeirri viðbót sem þessi yndislega Utla stúlka er. Það var oft gaman og glatt á hjaUa eins og þegar Lína fór með börnin í skógarferð í Haukadal í sumar og alltaf skal ég muna ferbina okkar og barn- anna fimm í sumarbústað föbur hennar uppi vib Heklu sumarið 1992 þar sem við sváfum í einni kös, kveiktum varðeld og lékum okkur eins og við væmm öll jafn- gömul. Enginn veit hvað gerðist. Húsib þeirra að Stöllum varð al- elda á svipstundu. Að baki var skemmtilegt gamlárskvöld með tilheyrandi flugeldum og blys- um, veislumat og barnaballi. Gleðin var mikil, því auk hátíð- arinnar var barnapían þeirra síð- ustu þrjú sumrin í heimsókn yfir áramótin. Þab var mikib spjall- að, dansab og hlegið og ég efast ekki um, aö þau fóm glöb og sæl í rúmib þessa nótt ísabella mín og Pétur Steinn. Þegar nýja árib var gengib í garö renndu við gestir af næsta bæ og heimilisfað- irinn og bamfóstran fóm ásamt þeim á áramótaglebina í Úthlíð. Kyrrð og ró færbist yfir húsið; börnin þrjú í fastasvefni og mamman hjá þeim. En undir kraumaði eldur. Eldur sem engu eirði og sprengdi sér skyndilega leið um allt húsið þegar þau Haf- steinn og tveir gestir hans vom varla komin inn úr dyrunum. Þab var mikU mildi að ekki vom fleiri komnir inn. Með ótrúlegu harðfylgi þeirra sem úti voru tókst að ná öllum út af neðri hæbinni. Meira varð ekki að gert. Pétur Steinn og ísabella vöknubu ekki aftur. Lífi þeirra var lokiö og við kvebjum þau frá Skálholti í dag. Ég veit að þau systkinin átm hér í sveitinm góð, ef ekki sín bestu ár. Og sveitin mun öU sakna þeirra. En mestur er missir þeirra Línu og Haf- steins. Ég vildi óska ab þau treystu sér til að koma aftur hingað austur, en kannski er það bara eigingimi. En ég vona svo sannarlega að þau eignist aftur þak yfir höfuðið, hvar sem þab verður, og komi upp litlu telp- unni sem þau blessunarlega fengu að halda. En þab verður ekki nema með góðra manna hjálp og sem betur fer em þeir nú fleiri en stundum mætti ætla. „Hvað boðar nýárs blessuð sól?" spyr Matthías Jochumsson og svarar í ööru erindinu: „Hún gengur ársins fagra hring, og leggur smyrsl á lífsins sár, og læknar mein og þerrar tár." Elsku Lína, Hafsteinn og Alda litla. Viö vitum ab söknuður ykkar er mikill og huggunarorð mega sín lítils. Guðrún dóttir mín sem nú er með skólafélög- um sínum í Bandaríkjunum er með hugann hjá ykkur á þessari sorgarstundu og sendir kveðju sína. Kristín Ólafsdóttir og fjölskylda, Kjóastöðum. 'm/e/í Hn&tuíotn m/ís H&wasoðið naoð/xi /fttirríttur sæi&erans 20 möndlumakkarónukökur 1/2 1 rjómi 4 blöö matarlím 100 gr möndlur 125 gr suðusúkkulaði 85 gr marsipan (1 lítil rúlla) 100 gr mjúkt núggat Sherry Myljið makkarónukökurnar gróft. Geymið 5-6 heilar kökur í skraut. Settar í hringlaga form, smávegis sherry hellt yf- ir kökumar. Matarlímiö sett í kalt vatn. Rjóminn þeyttur, möndlurnar saxaðar, súkku- laðið saxað, marsipaniö ra- spað gróft og núggatið skorið í litla bita. Þessu öllu blandaö saman við þeytta rjómann. Matarlímið tekið upp úr vatn- inu, brætt yfir vatnsbaði, kælt, haft ylvolgt. Blandað út í rjómann varlega í mjórri bunu. Rjómablandan sett yfir kökurnar í forminu og látið standa á köldum stað, þar til orðið er kalt og stíft. Hvolft á fat, skreytt með heilu makka- rónukökunum og röspuöu súkkulaði. Jóiaprautur Rís a l'amande 2 dl hrísgrjón 3 dl mjólk 2 dl kaffirjómi 1 1/2 msk. smjör 1 tsk. vanillusykur eða vanillustöng 2 1/2 dl þeyttur rjómi 2 msk. sykur Jarðarber, möndluspænir Hrísgrjónin soðin með mjólk, rjóma og smjöri. Látið sjóða þar til grjónin em orðin mjúk. Kælið. Vanillustöngin tekin upp úr, ef hún er notuð. Rjóminn þeyttur, sykri og vanillusykri bætt út í og blandað varlega saman við grautinn. Möndluspónum stráð yfir eða blandað saman við grautinn. Grauturinn er borinn fram meö jarðarberj- um og/eða jarðarberjasósu, kaldri eða heitri eftir smekk. Jarðarberjasafinn er þá jafnað- ur með örlitlu kartöflumjöli. 2 eggjahvítur 100 gr sykur 50 gr suðusúkkulaði 25 gr hnetur Eggjahvíturnar þeyttar hálf- stífar. Bætið sykrinum í smátt og smátt og þeytið þar til allt verður vel stíft. Bætið söxuðu súkkulaðinu og hnetunum út í deigið og breiöið það á 22 sm hring, teiknaðan á bökunar- pappír. Bakað í 1 klst. við 125°. Pappírinn losnar af þeg- ar botninn er orðinn kaldur. ísinn er settur ofan á botn- inn, þegar hann er borinn fram með ávöxtum og/eða súkkulaðisósu. 1 rauðkálshöfuð (ca. 3/4 kg) 75 gr smjör 1/4 1 rifsberjasaft (eöa edik) 2 msk. sykur 2 epli í smábitum, skræld Ca. 2 tsk. salt Fjarlægið ystu blöðin af kál- inu. Kálið skorið í 4 parta og svo niður í fínar ræmur. Smjörið sett í pottinn, eplin skræld og skorin í smábita. Kálið og eplin sett í pottinn. Stráiö saltinu yfir og rifsberja- saftinni og sykrinum hellt yfir kálið. Sjóðið uns kálið er orðið meyrt. Það á aö vera mjög vel soðið, en hafið aldrei mjög mikinn hita. Hrærið í annað slagið. 1 1/4 kg hamborgarhryggur 3 msk. sykur Til að brúna hrygginn: 50 gr púbursykur 50 gr smjör Kjötið skolað og sett í sjóð- andi vatn. Sykur settur í og kjötið látið sjóða í 3/4-1 klst. eða þar til prjónn gengur auð- veldlega í gegnum kjötið. Kjötið tekið upp úr og sett í ofnskúffu með fituhliðina upp, sykrinum stráð yfir hrygginn og þrýst vel niður, svo hann tolli á kjötinu. Smjörið sett í smábitum yfir. Sett í vel heitan ofninn (ca. 250°) og kjötiö látið vera í ca. 15 mín., eða þar til það hefur fengið gylltan lit. Sett á heitt fat og skorið niður, helst við borðið. Borið fram með brúnuðum kartöflum, rauökáli og rifs- berjahlaupi. Sósan er annaö- hvort rauð vínsósa eða sveppasósa. Bökuð upp og þeyttur rjómi settur í sósuskál- ina um leið og sósan er sett á borðið. SmalétiH&tti Uf° 4 stórar eða 8 litlar svínakótilettur 3 msk. smjör Salt og pipar Smávegis sítrónusafi Bankið kótiletturnar. Hitið stóra pönnu og brúnið nokk- uð af smjörinu. Setjið ekki of margar kótilettur á pönnuna í einu. Hitinn má ekki vera of mikill, svo kjötið nái að veröa gegnumsteikt án þess að verða of dökkt. Steikið í ca. 6 mín. hvora hlib. Stráið salti og pip- ar yfir kjötið og setjið það á heitt fat. Hellið feitinni af pönnunni yfir kótiletturnar. Kreistiö smávegis sítrónusafa á hverja kótilettu. Bomar fram með kartöflum og góöu salati. Kótilettumar er líka hægt ab steikja veltar upp úr eggi og brauðraspi. 3 epli, skræld og skorin í smábita 100 gr seljurót, smátt skorin 50 gr valhnetur 100 gr majones eða sýröur rjómi 1 dl þeyttur rjómi Nokkur blá vínber og mandarínubátar Þeytta rjómanum blandab saman við majonesiö (eða sýrða rjómann). Síðan er öllu hinu blandað saman við. Skreytt meb hálfum vínberj- um og mandarínubátum. Bor- ið fram kalt. UPPÁHALDS- SMÁKÖKURNAR /Cóiosmjöis- maíía/ónur 2 eggjahvítur 125 gr sykur (1 1/2 dl) 125 gr kókosmjöl (ca. 31/2 dl) 50 gr suöusúkkulaöi 60 gr saxaöar rúsínur (1 dl) 12 kokkteilber Eggjahvíturnar stífþeyttar. Sykurinn þeyttur út í, kókos- mjölinu blandað saman við. Súkkulaðið saxað og hrært saman við meb söxuðum rú- sínunum og smátt skornum kokkteilberjunum. Deigib sett með tveim teskeiöum á bök- unarpappírsklædda plötu. Bakabar kökur í 10-12 mín. við 175°. (JóiakrinQ'ir 250 gr hveiti 250 gr smjör 250 gr kókosmjöl 250 gr sykur 1 stórt egg Hrært vel saman. Mótaðir hringir úr hakkavél. Bakað vib 180° þar til kökumar hafa tek- iö lit. Fallegt er að skera niður rautt kokkteilber í örlitla bita og þrýsta einum á hvern hring. Svona búum vib til horn úr gerdeigi. Notib gott gerdeig. Fyllingin má vera appelsínumarmelabi eba annab marmelabi, söxub skinka eba hvab annab sem til er í skápnum. Þessi hom eru fyllt meb appelsínumarmelabi og þá penslub meb hrœrbu eggi og möndluspónum og/eba perlusykri stráb yfir, ábur en þau fara íofninn. ' ■ ¥ t »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.