Tíminn - 16.03.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 16.03.1994, Qupperneq 10
 d£L Kristjánsson á Garp, 24,92 sek. 150 m skeið rann hraðast Páll Guðnason á Randver, þá kom Orri Snorrason á Þór, 16,66 sek., og aftur Orri á Syrpu, 17,02 sek. Vetrardrottning úr báðum leik- um var kjörin María Dóra Þórar- insdóttir og vetrarkóngur var Orri Snorrason. ■ Yfirferöartölt. Yfirferöartölt í kvennakeppninni. Fallegt hægatölt. ína Birgisdóttir á Erró. Fetið sigraði Sigurður G. Hall- dórsson á Rembing, þá kom Anna K. Pétursdóttir á Kreisí og Rúnar Stefánsson á Skjanna. 150 m brokkið sigraði Þórður Kristleifsson á Þyt, 23,89 sek., þá kom Siguröur Ragnarsson á Glað, 24,18 sek., og Sigurður Fimm efstu í tölti kvenna. María vetrardrottning yst til vinstrí. Vetrarleikar Andvara stórkostlegum veitingum um helgar, hefur líka haft sitt aö segja um félagsandann og er virkilega þess vert aö minna hestamenn höfuðborgarsvæðis- ins á myndarskap framreiösl- unnar 1 hinum ýmsu félags- heimilum, þegar þeir plana út- reiðar helgarinnar. Að sögn Kristjáns Karlssonar mótsstjóra hefur nýi völlurinn reynst mjög vel í vetur, en gömlu Kjóavellimir em enn undir vatni og ís um þetta leyti árs. Helstu úrslit urðu: Tölt bama sigraði Þórarinn Þorvar Orrason á Gjafari, þá kom Ingunn Ingólfsdóttir á Spilara, Dagur Sigurösson á Legg, Árni Höskuldsson á Afa og Sjöfn Þórarinsdóttir á Jóa. Tölt unglinga sigraði Þórdís Höskuldsdóttir á Nótt, þá kom Helga S. Valgeirsdóttir á Presti, Funi Sigurðsson á Snæ, Hulda Jóhannsdóttir á Dengsa og Hild- ur Jóhannesdóttir á Irpu. Tölt karla sigraöi Ingólfur Ás- geirsson á Kröflu, þá kom Sig- urður G. Halldórsson á Rósu, Orri Snorrason á Yrju, Axel Geirsson á Vals og Páll Guðna- son á Jara. Tölt kvenna sigraði María D. Þórarinsdóttir á Loga, þá kom Elvur Harðardóttir á Axel, Elfa D. Jónsdóttir á Vin, Margrét S. Sigmarsdóttir á Hnykli og Jón- Aðrir vetrarleikar hesta- mannafélagsins Andvara í Garöabæ vom haldnir um helgina og tókust vel í blíð- unni. Glæsilegt félagsheimili þeirra Andvaramanna, meö Velbúinn knapi á hœgu tölti í kvennakeppninni. T”it •• / Fjor a Leirubakka Leimbakki á Landi er mikil hestamiðstöö með glæsi- lega reiðhöll og nýtísku hótel, þar sem öllum líður vel hjá þeim Skagfirðingunum Gísla Sveinssyni frá Varmalæk og Ástu Beggu Ólafsdóttur frá Flugumýrarhvammi. Um helg- ina var hópur Gustara mættur, ásamt Andvara- og Harðarfé- lögum undir stjóm reiökennar- ans Helga Leifs Sigmarssonar. Létu allir mjög vel af sér, aðstað- an frábær og viöurgjöminguT- inn konunglegur. Helgina áður hafði söngsveitin Drangey verið með söngæfingu og gleði og helgina þar áður var hesta- mannafélagið Geysir með reið- námskeið undir stjóm reið- kennarans Benedikts Benedikts- sonar á Heiöi á Rangárvöllum. í sumar er svo allt nánast upp- bókað og útlendir hópar koma aftur og aftur á Leirubakka, enda Landsveitin í vitund margra einn fegursti staður á jaröarkringlunni. Þannig er von á sænskum listmálurum aftur í sumar, 24 talsins, og verða þeir í hálfan mánub. Verbur ekki amalegt fyrir Svíana að mála Heklu í sumarblíbunni eða Landréttir, sem vom vettvangur „þjóðhátíða" sunnanlands hér áður fyrr. ■ HESTAR GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Kátt viö veisluboröiö á Leirubakka eftir velheppnaö reiönámskeiö. Frá vinstrí: Aöalsteinn Pétursson Custi, Flafsteinn Pálsson Custi, Einar Pétursson Custi, Jóhanna Cuömundsdóttir Custi, Helgi Leifur Sigmarsson reiökennarí, Haukur Árnason Heröi, Pétur Siguroddsson Gusti, Cuömundur Sigurösson Andvara, Páll Magnússon Custi, Jóhann Pétur Sveinsson cand. jurís, og Císli Sveinsson staöarhaldarí. Jóhann Pétur sagöist alltaf hlakka til aö koma í Landsveitina, hreppstjórínn á Skaröi vcerí svo skemmtilegur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.