Tíminn - 23.04.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. apríl 1994 7 og var og er þó ríkjandi hér á landi í garö Finna. Konungar þóttu sérstakara fyrirbæri en for- setar. Einnig er á aö líta aö Kekkonen og frú hans komu sama sumar og Svíakonungur og menn veröa fljótt leiöir á svona athöfnum, þar sem biliö á milli hins hátíölega og hins hlægilega er örmjótt. „Spegillinn" tók þessi mál eðli- lega til meöferöar á sinn hátt og birti meöfylgjandi mynd og frá- sögn: „Fjögurra manna nefnd kjörin til aö undirbúa opinberar mót- tökur Svíakonungs og Finn- landsforseta á komanda sumri. Nefndina skipa: Birgir Thorlaci- us ráðuneytisstjóri, Haraldur Kröyer forsetaritari, Henrik Sv. Björnsson ráöuneytisstjóri og Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. Forseti Finnlands og Svíakóng- ur ætla að veröa hér á ferðinni í sumar, til þess aö jafna reikn- ingana viö forseta vorn, og hef- ur þegar verið skipuð fjögurra manna nefnd til aö undirbúa þessar merkilegu heimsóknir. Er aöalundirbúningurinn í því fólginn aö færa til orðurnar á nefndarmönnum, svo að hægt sé einhverstaðar aö stinga niöur nýjum." Konungskomur á fyrri tímum Kynni íslendinga af erlendum þjóðhöföingjum og persónuleg samskipti viö þá voru allmikil fyrr á öldum, en fremur lítil á síðari tímum. Skemmtileg er frá- sögnin um Halldór Snorrason og Harald konung Sigurðarson, sbr. þátt af Halldóri og kvæöi Gríms Thomsens. Kristján konungur IX. kom hingaö til lands sumariö 1874 á þúsund ára afmæli íslands- byggöar, fyrstur konunga er ríkj- um réöu. Kom hann viö í Fær- eyjum. Gamall embættismaöur þar Vildi endUega ná fundi kon- ungs, þótt heilsan væri mjög tekin aö bila. Gekk hann fyrir konung, fagnaöi honum með nokkrum hjartnæmum oröum og hneig svo örendur aö fótum hans. Meðan konungur dvaldist í Reykjavík tók hann ýmsa menn tali á götum bæjarins. Þorleifur Jónsson, sem síöar var merkis- prestur aö Skinnastað, fékk far meö konungsskipinu til Kaup- mannahafnar. Varð konungi vel til hans og bauð honum að heimsækja sig, sem hann geröi. Þorleifur var allvel gáfaöur, en sérlundaöur og var mjög undar- legur í háttum, segir Þorvaldur Thoroddsen. Hann fékkst tölu- vert viö norræn fræöi. Eftir að hann fékk far frá íslandi til Hafnar 1874 með konungsskip- inu þóttist hann mjög hand- genginn Kristjáni IX. Víst var þaö aö konungur var honum góöur, styrkti hann til náms og veitti honum eitt sinn feröa- styrk til Þýskalands. Lét Þorleif- ur þaö í veöri vaka aö hann ætl- aöi aö læra hraðritun þar syöra, en ekkert varð úr því. Þorleifur komst aðeins til Berlínar og var settur þar í varðhald, af því aö hann var eitt kvöld að leika sér að því að skjóta meö skamm- byssu út á ána Spree. Þótti þetta undarlegt og grunsamlegt. Komu leynilögreglumenn upp á Garö og skoðuðu pjönkur hans, og spuröust fyrir um haim eftir kröfu lögreglunnar í Berlín, en viö nánari rannsókn komust menn aö þeirri niðurstööu, aö Þorleifur myndi ekki vera hættulegur og var honum sleppt. Kom hann svo aftur til Hafnar, hafði farið erindisleysu og eytt öllu fénu. Framan af safnaði Þorleifur miklu af bókum og seldi þær Tómas Gubmundsson skáld vékst undir vandann og orti til Danakon- ungs. Davíb Stefánsson skáld frá Fagra- skógi vékst undan ab mæra Dana- konung, þegar hann kom hingab 1956, en flutti Ólafi Noregskonungi kvœbi, þegar hann kom síbar. svo allar fyrir lítið verö. Eitt sinn kom Eiríkur Jónsson vara- garðprófastur inn til Þorleifs, hitti hann ekki heima, en sá þar mikið af bókum. Ritaði hann þá stöku þessa á blað: Bestan tel ég bókavald Baunafólks í landi, minnar þjóðar þeytispjald Þorleif mjöksiglandi. Leiöréttingar í greininni „Konungar, forsetar o.fl." 16. apríl féllu niöur orð úr setningu í upphafi kaflans End- urkjör. Rétt er hún þannig: „For- seti þakkaöi ummælin og sagöi, aö þau hjónin hefðu ákveðið aö gegna störfum sínum áfram, ef þau heföu til þess nægilegt traust og fylgi." Myndin, sem sögö er vera af Jóni Ásbjörnssyni, er af Hákoni Guðmundssyni hæstaréttardóm- ara. Ásgeir forseti íNoregi meb Hákoni vel skrýddum. Konungstigninni stung- ið undir stól Móttaka konungs 1874 af hendi íslendinga var eölilega einföld og fátækleg, enda var mikill munur á því, hve miklu var til kostað viö móttöku Friöriks VIII. kon- ungs 1907, segir Þorvaldur Thor- oddsen í Minningabók sinni. Þá vom líka komnir aörir tímar og mikil breyting á mörgu. Ööru máli var að gegna meö sjálfa konungsförina; ferö Kristjáns IX. var miklu skrautlegri og konung- legri en ferð sonar hans, enda vom nú komnir „demókratískir" tímar. Friörik konungi var mjög umhugað aö geöjast alþýðu sem best, bæöi i Danmörku og á ís- landi. Ætlaöi hann að sá tilgang- ur næöist með því aö hafa sem minnsta viöhöfn. Konungstign- inni var því stundum stungið undir stól, en árangurinn varö eigi alltaf sá er til var ætlast. Friö- rik VIII. kom á leiguskipi Aust- ræna félagsins, Kristján IX. á fögru herskipi með tvö önnur herskip til fylgdar. Var því alltaf í sveit hans mikill fjöldi af gull- fjölluðum sjóliðsforingjum, og auk þess vom meö honum marg- ir hiröþjónar í skrautlegum ein- kennisbúningum. Voru sumir þjónanna svo fagurskrýddir, í rauöum og bláum klæöum meö mislitum fjaöraskúfum í höttum og meö gylltri og silfraöri axla- prýöi, aö alþýða ætlaöi, þar sem þeir vom nokkrir saman, aö hér væri konungur sjálfur með hirö sína. Hiröfylgd Friöriks VIII. var öll á annan hátt og engin viö- höfn af neinu tagi, er jafnast gæti við stórmannlega framkomu föð- ur hans. Þó var Kristján IX., eins og kunnugt er, hiö mesta prúö- menni og hinn Ijúfasti maöur í umgengni, jafnlítillátur viö háa sem lága. Þegar Kristján konung- ur sté í land, áttu margir bágt með aö átta sig á því, aö búning- ur hans sjálfs var miklu einfaldari en búningur margra fylgdar- manna hans. Sumir munu hafa ímyndað sér að hann bæri kór- ónu og veldissprota. Frh. Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1994.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu V.R. þurfa að berast skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl 1994. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Illugastöðum í Fnjóskadal Flúðum Hrunamannahreppi Miðhúsaskógi í Biskupstungum Akureyri Stykkishólmi Húsafelli í Borgarfirði Kirkjubæjarklaustri Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 27. maí til 16. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 29. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 9. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð i myndrita nr: 888356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur V____________________________________________ '___________________________)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.