Tíminn - 08.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.11.1994, Blaðsíða 10
10 111 .irtii TJrií>judagur'8. rióvember T994 KRISTJAN CRIMSSON IÞRO' Glímufélagib Ármann flytur starfsemi sína í Grafarvog og hyggur á glœsilega uppbyggingu íþróttamannvirkja: S j ö íþróttavellir, íshokkíhöll og 50m innisundlaug í bígerð — kostnaöur vib þessi mannvirki ácetlabur rúmur miljarbur króna. Hœgt ab ná knattspyrnuvelli innanhúss uppá 70x50 m Glímufélagib Ármann ætlar ab flytja heimasvæbi félagsins frá Sigtúni á 12 hektara svæbi uppi í Grafarvogi nálægt ánni Korpu á næstu misserum, en gert er ráö fyrir aö um 40 þús- und manns búi í þessu hverfi í framtíbinni. Ef af verbur, er um ab ræba glæsilegustu upp- byggingu íþróttamannvirkja hér á landi, á sama stabnum, fyrr og síbar, sem mun án efa gera Armenninga ab stóru fé- lagi. Fyrir í Grafarvogi er Ung- mennafélagib Fjölnir. Samkvæmt öruggum heimild- um Tímans er rábgert ab byggb- ir verbi 5 grasknattspyrnuvellir í fullri stærð, einn frjálsíþrótta- völlur og loks einn malarvöllur. Hvað inniaðstööuna varðar, þá er ætlunin að það verði byggt þriggja skála hús (til viðmiðun- ar er Kaplakriki tveggja skála) og verður hver þeirra 74x51m. I einum skálanum er áformað að hafa íshokkívöll og veröur það Skautafélagið Björninn sem fær aðstöðuna þar. Annar skálinn verður undir 50m keppnissund- laug, sem myndi þá um leið losa Laugardalslaugina undan miklu álagi. Skálinn undir sundiö verður sá syðsti og veröur suöur- hliðin opnanleg í hálfgerðu „lestarlegu formi", þannig að hún nýtist þeim sundmönnum sem vilja synda í fersku lofti og þegar gott er veöur. Þá er einnig ætlunin að hafa dýfingalaug og sundleikfimislaug með teng- ingu við litla útilaug, sem verð- ur 16-25 metrar. Þá er einnig áætlað að gera vel fyrir krakk- ana, því vatnsrennibraut verður til staöar. í þriðja skálanum er síöan ráðgerð aðstaða fyrir boltaíþróttir þar sem verða þrír salir. Sá möguleiki er fyrir hendi aö nýta salina þrjá fyrir aðeins knattspyrnu, því ef allt er híft upp fengist völlur upp á 70x50m, sem er nærri eins og löglegur knattspyrnuvöllur, sem er u.þ.b. 100x60m. Líklega verður húsið tvílyft og þá verður aðstaöa á efri hæðinni fyrir júdó, fangbrögð og er- óbikk, auk kaffiteríu þar sem út- sýni verður yfir alla salina. Ör- uggar heimildir blaðsins herma að kostnaðurinn við uppbygg- ingu svæðisins nemi nákvæm- lega einum miljarði og fimmtíu þúsundum króna og þessa stundina sé verið að ræða tillög- ur Ármenninga hjá yfirvöldum borgarinnar. Þá herma heimild- ir að þau taki.þessum hugmynd- um vel, en setji kostnaðinn að sjálfsögðu fyrir sig. Grímur Valdimarsson, formaður Ár- manns, vildi hvorki játa né neita þessu, þegar Tíminn bar þetta mál undir hann. Hann sagði aöeins að félagið þyrfti náttúrlega að hafa einhverja að- stöðu, þegar upp í Grafarvog væri komið, og hugmyndir þeirra 'Ármenninga hvab það varðaði væru til umræðu hjá borgaryfirvöldum þessa dagana. Eins og áður er getið, mun Skautafélagið Björninn fá að- stöðuna fyrir lið sitt og yrði skautafélagib því ein deild inn- an Ármanns, en héldi Bjarnar- nafninu. Þá yrði mjög líklega stofnuð sunddeild innan Ar- manns. ■ NBA-úrslit 15. sigur Phoenix í röb gegn Miami NBA-körfuboltinn hófst um helgina með nokkmm leikj- um. Meistarar Houston unnu auðveldan sigur gegn Minnesota. Phoenix Suns, sem margir spá titlinum, vann góðan heimasigur á Miami Heat, þrátt fyrir mik- il meiðsli lykilmanna. Charles Barkley og Danny Ainge spiluðu ekki vegna meiðsla og Kevin Johnson lék hálfmeiddur, með brák- uð rifbein, en leiddi Phoen- ix samt til sigurs með því að gera 29 stig. Þetta var 15 sig- ur Phoenix í röð gegn Mi- ami, en lokatölur urðu 119- 107. Washington, New York, Indiana, Milwaukee, Houston, Golden State og Portland hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru í efstu sætunum. Helstu úr- slit um helgina: Atlanta-Detroit .109-114 Charlotte-Cleveland 107-115 Indiana-Boston .112-103 Orlando-Philadelph. 122-107 Minnesota-Houston ..85-115 Chicago-Washington 99-100 Dallas-New Jersey ...112-103 Milwaukee-LA Lakers ..97-96 Denv.-Golden State .104-108 Portland-LA Clippers 112-95 Seattle-Utah Jazz.110-103 Phoenix-Miami...119-107 George Best varar Ryan Giggs vib: „Þú gætir endab eins og ég" Fyrrum knattspyrnugoðið George Best varaði Ryan Giggs hjá Manc- hester United við því á sunnudag að hann gæti orbið eins og Best, þ.e. eins og verri hliðin á Best var. „Hættu skrípalátunum utan vallar eða þú verður í mikilli hættu að enda eins og ég," sagöi Best, sem hvatti Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að gæta Giggs betur. Giggs, sem verður 21 árs seinna í mánuð- inum, lifir glaumgosalífi og veit ekki aura sinna tal. Eins og Best á sjöunda áratugnum, kom Giggs sem unglingur til Man. Utd og var sagður mesta efni sem komiö hafði fram á sjónarsvið knattspyrnunnar í mörg ár. Ferill Bests var á enda runninn um 28 ára aldurinn, og segir hann nú að hann sé hræddur um ab sagan endurtaki sig með Giggs. „Maður tekur upp blöðin og sér þá Giggs með þessari stelpu, en í næsta blaði er hann með annarri. Hann fær gífurlega athygli og ég er hræddur um að það sé orð- ið of seint fyrir Ferguson að grípa í taumana nú. Þaö er strax fariö aö sjást á leik Giggs ab hann veldur ekki frægðinni," segir Best. Skilaboð Bests til Giggs eru einföld: „Haltu þér að fótboltanum, annars tapar þú öllu saman, peningunum, auglýsingunum og konunum." Svo Ryan Ciggs hefur ekki leikiö vel meb Man. Utd á þessu tímabili og segir mörg voru þau orö Georges Best. ■ Ceorge Best hann vera ab missa tökin á ferli sínum. Óvebur frestaði leik Nágrannaslagnum í ítölsku knattspyrnunni milli Torino og Juventus var frestað á sunnudagskvöld, þar sem mikiö óveður gekk yfir Torino. í tilkynningu ítalskra yfirvalda sagbi: „Leiknum hefur verið frestab af öryggisástæbum — þab eru ekki nógu margir lög- reglumenn fyrir hendi til ab gæta öryggis á leikn- um." Tíu manns fórust í óvebrinu. Leikurinn átti að fara fram seint í gærkvöldi, ef veður leyfði. ■ „Ruddinn" aftur valinn Ioan Vladoiu var valinn aftur í rúmenska lands- liðið í fótbolta, sem mætir Slóvökum á laugardag í EM. Vladoiu var sendur heim með skömm frá HM í sumar eftir mikil slagsmál í rútu, sem komu í kjölfar brottreksturs hans í leik gegn Sviss, en fyrir hann fékk Vladiou 3ja leikja bann. Vladiou er nú markahæstur í rúmenska boltanum meb 10 mörk úr 11 leikjum. ■ Molar... ... Kim Magnús Nielsen sigr- aði íkarlaflokki á HI-TEC mót- inu í skvassi um helgina. Magnús Helgason varð ann- ar. ... Steinar Adolfsson hefur ákveðið ab leika meb KR-ing- um í knattspyrnunni, en hann var í Val. ... Benedikt Jónsson, vara- formabur knattspyrnudeildar KR, ætlar ab bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Lúð- vík Georgssyni, á næsta abal- fundi deildarinnar. ... Hlynur Eiríksson gekk í raöir FH á nýjan leik um helg- ina, eftir dvöl hjá nágrönnun- um í Haukum. ... Anthony Sullen, Kaninn hjá ÍA í körfubolta, hefur ver- ið látinn fara frá félaginu. ... Tottenham hefur hafnab tilbobi Crystal Palace í Gubna Bergsson. ... Ragnar Margeirsson hef- ur verið orbaður við nýliba Grindvíkinga í fótboltanum. ... Júlíus Jónasson fingur- brotnaði í landsleiknum gegn Spáni á föstudag og er úr leik fram í janúar. ... ísland leikur næstu æf- ingaleiki sína í handboltanum gegn Norðmönnum milli jóla og nýárs. ... KSÍ-þingið verður haldib í byrjun desember og verður m.a. lögð fram sú tillaga að fækka liöum í 1. deild kvenna úr 8 í 6. ... Bernd Schuster hefur leik- ið mjög vel með Leverkusen í þýska fótboltanum og margir vilja sjá þennan 35 ára leik- mann í landsliöinu á nýjan leik, m.a. Rudi Völler.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.