Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 23. nóvember 1994 SMrk 11 Anna Ragnheiöur Sveinsdóttir Fædd 16. janúar 1901 Dáin 3. nóvember 1994 Ég minnist þín löngum, heimur hverfuila mynda, í hópnum, sem kemur og fer í voldugum borgum, Með óma, sem líða í örcefi hverf- andi vinda, Með andlit, sem rísa og sökkva á streymandi torgum. (E. Ben.) Mér komu í hug þessar ljóðlínur þegar ég heyrði lát Önnu frænku minnar, en hún lést á Borgarspítal- anum þann 3. nóvember síðastlið- inn eftir stutta legu. Fram að því hafði hún dvalið í nokkur ár á elli- heimilinu Grund við vanheilsu síðustu árin, enda orðin gömul kona. Anna Ragnheiöur, eins og hún hét fullu nafni, var fædd á Kols- stöðum í Dalasýslu áriö 1901, íylgdi öldinni. Ólst þar upp í stór- um systkinahópi til tvítugsaldurs, er hún fór að heiman og dvaldi er- t MINNING lendis næstu ár í Svíþjóð og svo í Danmörku þar sem hún m.a. kynnti sér sælgætisgerð. Sú kunn- átta varð síðar upphafiö að hennar ævistarfi hér heima, en hún var fjölda ára starfandi í sælgætisgerð- inni Víkingi, lengst af sem verk- stjóri. Mér er minnisstætt á mínum bernsku- og unglingsárum er hún kom í heimsókn að Flóðatanga, heimili foreldra minna. Þegar vitn- aðist að Anna væri væntanleg, þá var þaö aðeins ein Anna í hugum okkar. Hún kom með sinn sérstaka andblæ, sem var svo hress og nota- legur, inn á heimiliö þá daga sem hún stóð við og hinn grái hvers- dagsleiki hvarf eins og dögg fyrir sólu. Eins og fyrr segir vann Anna í sælgætisgerðinni Víkingi, sem var til húsa á Vatnsstíg 11 og átti hún þar sitt heimili á efstu hæð á með- an hún starfaði þar, ásamt Þórdísi systur sinni sem átti heima hjá henni sín síðustu ár. Það má segja að í þessari litlu íbúð hafi verið annað heimili skyldfólks hennar, bæöi utanbæjar og innan. Þar vor- um viö öll velkomin og nánast var, þegar maður kom í hvert skipti, eins og maður hefði aldrei farið neitt burt, svo sjálfsögð var sú fyr- irhöfn. Mig undraði oft, er hún kom þreytt heim eftir langan vinnudag upp í íbúðina sína, hvaö hún átti létt meö að taka þátt í samræðum yngra fólks, oft með kankvíslegu brosi eða léttum hlátri. Hún átti ákaflega auðvelt með að umgang- ast ungt fólk, enda það stór þáttur í lífi hennar og starfi, þar sem hún var verkstjóri á stórum vinnustað og að jafnaði mikið af ungu fólki þar við vinnu. Illt umtal var henni fjarlægt og hafði því góð áhrif á þetta unga fólk. Anna haföi yndi af listum í hvaða formi sem þær voru og bar íbúðin þess glöggt vitni eftir því sem hús- rúm leyfði. í upphafi minntist ég nokkurra Ijóðlína eftir Einar Bene- diktsson. Hinn þungi, voldugi hljómur ljóða hans var Önnu mjög hugstæður. Með þeim og þessum fáu línum vil ég færa innilegt þakk- læti systkinanna á Flóðatanga til hinnar látnu frænku minnar fyrir tryggö og umhyggjusemi og óska henni allrar blessunar. Sveinn Jóhannesson Hugleiðing við jarbarför önnu frænku minnar. Hlý birtan féll í mjóum lengjum á hvíta veggina, og leiö eftir þeim hraðar en ég hélt. Himinninn var blár í gluggunum uppi í hvelfing- unni. Mig langaöi til aö syngja, en ég gat ekki hlustað. Var það þá sem hún gekk inn? Ljóshærð og grönn í hvítum kjól eftir gulum stráum í bláum himni. Hún brosti og var glöð með prakkaraglampa í augun- um. Lét hún sig þá líka dreyma áð- ur en lífiö umlukti hana? Ég veit það ekki, en eitthvað nýtt hefur kviknaö í huga mínum. Ég sit á bekk meö þögulu fólki og hugsa um konuna sem ég sagði einu sinni sögu. Söguna sem týndist. Imma Á ábyrgb Davíðs í umræðum á Alþingi þann 24. október sl., um vantraust á ríkis- stjórnina og þá sérstaklega á Guðmund Arna Stefánsson fé- lagsmálaráðherra, tók Davíð Oddsson á sig og flokk sinn ábyrgð á því misferli sem félags- málaráðherra hefur verið ásak- aður fyrir. Davíð gekk vasklega fram í vörn sinni. Og hann hikaði ekki við að beita einstæðu gerræði til að koma í veg fyrir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fengju þing- legan dóm. Þar með er ekki leng- ur um að ræða sök einstakra ráð- herra, heldur er ríkisstjórnin öll, ásamt Sjálfstæðisflokknum, komin undir sama hatt og ábyrg fyrir þeim ávirðingum sem ein- stakir ráðherrar hafa legið undir. Þetta sýnir að Davíð lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þeg- ar um brek samstarfsmanna hans er að ræða. Enda hafa þeir verið þarfir þjónar sérsjónar- miða Sjálfstæðisflokksins. En það var fleira sem vakti at- hygli hlustenda í þessari ræðu Davíðs Oddssonar. Hann réðst með offorsi að forsvarsmönnum Framsóknarflokksins fyrir aö mæta ekki til hanastélsboðs sem Davíö efndi til, til heiðurs Peres, utanríkismálaráðherra ísraels- LESENDUR manna, fyrr á þessu ári. Taldi Davíð að ráðherrar Framsóknar- flokksins hefðu með því lítilsvirt þennan friðarboðanda og orðið sjálfum sér til ævarandi skamm- ar með því tiltæki sínu. Og ekki drægi það úr smán þeirra þegar þessi maður hefði nú hlotið frið- arverðlaun Nóbels. Þarna gekk Davíð fram hjá því að á þessum tíma var umræddur ráðherra enginn fribarengill, heldur kaldrifjaður slátrari ná- granna sinna. Um þab var betra að hafa ekki hátt. En það var fleira sem hann þagbi yfir, og stóð honum nær. Hann gleymdi, eða lét það ógert, að rifja upp þátt utanríkisráð- herra í hans eigin ríkisstjórn í þessu kokkteilboði. í því hófi, sem hér um ræbir, bað Jón Baldvin ab hafa sig af- sakaöan. Hann þyrfti að skreppa til Grænlands. Og undir því yfir- skini kom hann sér undan að sitja þessa veislu, sem Davíð hélt til heiðurs utanríkisráðherra ísraels — starfsbróbur Jóns Bald- vins. En þab kom á daginn að þessi Grænlandsferð Jóns Baldvins var yfirdrepsskapur einn og sýndarmennska. Hann þvældist til ísafjaröar og dundaði sér þar meðan þetta stórmerka boð fór fram, og lét Davíð eftir að baba sig í sviðsljósinu með hinum er- lenda gesti. Er þó Jón þekktur að öðru en hlédrægni, þegar slíkir hlutir gerast og bjóða upp á eft- irtekt og myndatökur. Þab fór svo að Jón fann aldrei fyrirheitna landiö. Og að boð- inu loknu hélt hann til sinna heimkynna. Engar sögur fara af að hann hafi fengið bágt fyrir sína framkomu hjá Davíð, eða ab tiltækið hafi bakað honum ævarandi smán í líkingu við það sem Davíð kvað upp yfir for- ráðamönnum Framsóknar- flokksins. Þetta dæmi sýnir glöggt ósvífni og stráksskap Davíös Oddssonar, dómgreind- arleysi hans og hversu langt hann gengur í að lítilsvirða and- stæðinga sína í augum annarra, af litlu eða engu tilefni. Það, sem hér hefur verið bent á, sýnir hroka hans og að hann kann ekki með sitt hlutverk að fara. Guðmundur P. Valgeirsson Ensk sönglög A Haskolatonleikum 16. nóv- ember fluttu Þórunn Guð- mundsdóttir sópransöngkona og þrír hljóðfæraleikarar ensk sönglög, eftir Vaughan Willi- ams (1872-1958) og Gordon Jacob (1895-1984). Þetta voru sérlega vandaöir og heillandi tónleikar, skemmtileg tónlist, ágætir textar og góður flutning- ur, en flytjendurnir hafa veriö skólasystkin hér í Tónlistarskól- anum eða í tónlistarháskólum erlendis. Fyrst flutti Þórunn ásamt Hildigunni Hall- dórsdóttur fiðlu- leikara tvö ensk þjóölög í útsetningu Vaughan Williams: Leitað að lömbum og Lögfræðingurinn. Bresk þjóðlög virðast hafa enst betur en flest önnur, og hefðin er raunar sprelllifandi á vorum dögum í gítarspilandi sönghópum sem allir þekkja. Enda eru ævaforn bresk stef, eins og t.d. Greensleeves, miklu „nútíma- legri" en íslensku þjóðlögin eins og Ó mín flaskan fríða. Næst söng Þórunn, og Eydís Franzdóttir spilaöi með á óbó, tíu söngva eftir Vaughan Willi- ams viö ljóð eftir William Blake (1757-1827). Þessi flokkur var saminn 1957 fyrir kvikmyndina The Vision of William Blake — mjög heillandi bæði tónlist og texti, og sömuleiöis samleikur raddar og hljóðfæris. Síðast komu tveir söngvar eft- ir Gordon Jacob, viö texta frá því um 1600. Hér er útsetningin fyrir sópran og æði viöamikla klarinetturödd, sem Ármann Helgason flutti með tilþrifum. Þórunn Guðmundsdóttir söng þetta allt mjög vei og með skýrum textaframburði. Spilar- arnir stóöu sig auövitað með prýði líka, en sennilega var best- ur heildarsvipur á Blake-lögun- um tíu: gott skáld, gott tón- skáld. Hins vegar sakar ekki aö end- ursegja Lögfræöinginn, sem nefndur var í upphafi, eins og hann birtist í tónleikaskránni — hér er hiö sígilda stef Davíðs frá Fagraskógi: Þaö er sælt að vera fátækur. Lögfræðingur á ferö um þorp- ið sá unga stúlku sem hann heillaðist af. Hann bauð henni aö koma með sér til London — „þar skal ég klæða þig í pell og purpura." Hún svaraði: „Ég hef engan áhuga á að fara til Lond- on og því síður að þiggja neitt af þér." Nú er hún gift fátækum manni. Hún elskar hann heitt og hún er mikils metin í þorp- inu. ■ TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Ekki þegja Á þessu kjörtímabili, sem nú er senn á enda, hefur setiö aö völdum hér á landi sú óvinsælasta ríkis- stjórn sem ég man eftir, ef marka má skoöanakannanir síöustu tvö til þrjú árin. Einnig hefur hver höndin verið upp á móti annarri í Alþýöuflokkn- um og líka innan ríkisstjórnarinn- ar. Þá hefur einnig boriö á því sama í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sjaldan eða aldrei hefur stjórnar- andstaðan fengið eins gott tæki- færi til að ná völdum í næstu kosn- ingum eins og nú. En mér sýnist hún vera á góðri leiö með að glutra þessu einstaka tækifæri úr hönd- um sér. Þar kemur margt til, aö mínum dómi. En fyrst og fremst finnst mér fomsta stjórnarand- stöðuflokkanna hafa staöiö sig afar illa, sérstaklega hjá Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. LESENDUR Þetta óvenjulega tækifæri finnst mér þeir hafi alls ekki notfært sér sem skyldi. Síöan formannsskipti urðu í Framsóknarflokknum fyrir um þaö bil hálfu ári, finnst mér hinn nýi formaður ekki hafa not- fært sér, sem forustumaður stjórn- arandstöðunnar, þau tækifæri sem fengist hafa til að halda uppi harðri gagnrýni á þau mörgu asna- strik og þann vandræðagang sem óneitanlega hafa átt sér stað hjá ríkisstjórninni. Þar er þó sannar- lega af nógu aö taka. Ég tel að mjög mikilvægt sé aö stjórnarandstaðan haldi uppi harbri gagnrýni hvenær sem tilefni gefst, og ekki abeins þegar stórfelld tilefni gefast, en ekki þegja eða leggja kollhúfur. Ég tel líka aö formenn stjórnmála- flokka eigi að leiða sinn flokk og hafa t.d. hönd í bagga um fram- boðsmál þegar átök em heima í viðkomandi kjördæmi um val frambjóðenda á lista síns flokks. Ekki svo að skilja að hann eigi ab taka ráðin af heimamönnum, en kynna sér vel ágreiningsmálin og reyna að sætta sjónarmið sem upp kunna að koma í tæka tíð, til þess að koma í veg fyrir þann leiðinlega ágreining sem allt of oft kemur upp þegar búiö er að ganga frá við- komandi lista. Þetta tel ég ab hann hafi ekki gert, hvorki í sínu kjör- dæmi né í Reykjavík, nú í nýaf- stöðnu vali fólks á lista flokksins í þessum kjördæmum, með ófyrir- sjáanlegum afleiöingum. Ég tel mig þekkja Halldór það vel að hann hefði getað borið vopn á klæðin, ef hann hefði lagt sig allan fram vib ab sætta sjónarmiöin í tíma. Ég óttast mjög að Sjálfstæðis- flokkurinn tapi ekki þaö miklu fylgi ab hann geti myndað næstu ríkisstjórn með leifunum af Al- þýöuflokknum og ef til vill því óánægjufylgi, sem Jóhönnu Sig- urðardóttur tekst aö safna saman og áður en langt um líður samein- ast Alþýðufiokknum. Það er að segja að við fáum svipaöa ríkis- stjórn næsta kjörtímabil. Það væri hryllileg staöreynd, ekki síst fyrir öryrkja, ellilífeyrisþega og alla þá sem eru á lægstu launum og/eða em í miklum fjárhagskröggum, og atvinnulausa. Énnþá stefnir núver- andi fjármálaráöherra ab því ab draga verulega úr tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega, samkvæmt því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu fyrir áriö 1995. Sigurður Lárusson Fréttir af bókum Afrek þyrlu- áhafna Út er komin hjá Bókaklúbbi Arn- ar og Örlygs bókin Útkall ALFA TF-Sif, sem skráö er af Óttari Sveinssyni blaöamanni. í bókinni er ab finna áhrifaríkar og spenn- andi frásagnir áhafnar TF-Sif, þyrlu landhelgisgæslunnar, af at- buröum þar sem líf lá við. Það er skemmst frá því að segja að alls hefur þessu ágæta björgunarliöi tekist ab heimta 140 manns úr heljargreipum við tvísýnar aö- stæður og það á þyrlu með mjög takmarkað afl. Þá segir það fólk, sem bjargaö var úr bráðri lífs- hættu, einnig sína sögu og eins sjónarvottar á slysstað. í bókinni er ab finna um 60 einstæðar ljós- myndir af þessum björgunaraf- rekum, sem fæstar hafa áður komiö fyrir almenningssjónir. Bókin er rúmlega 200 blabsíður og kostar 2.980 kr. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.