Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 2
$Mtm Miðvikudagur 30. nóvember 1994 Tíminn spyr... Hvaba áhrif hefur niburstaba þjóbarakvæba- greibslunnar í Noregi á þróun mála á Islandi? Gubrún Halldórsdóttir, Kvennalista: Míní-EFTA verbur áfram „Eg er nú svo einföld í hjarta mínu að ég sé ekki annað en að þetta muni styrkja stöðu okkur ís- lendinga. Og ég get ekki séð ann- aö en við getum átt mjög góða samvinnu við Norðmenn í þeim viðskiptum sem við munum nú eiga við stóra risann í Evrópu. Þeir í Noregi verða náttúrlega áfram hluti af því EFl'A sem eftir stendur, það verður einhverskon- ar míní-EFTA áfram og þar hafa Svisslendingar áhuga á að fram- hald verði á. Ég er auðvitaö alltaf á þeirri skoöun að viö hefðum aldrei átt að ganga í þetta EES heldur hefbum vib átt ab gera tví- hliða samning, það hefði verib skynsamlegra fyrir okkur, og sér- staklega í ljósi þess hver þróunin hefur orðið. Þessu hélt Kvenna- listinn alltaf fram og vib höfðum rétt fyrir okkur eins og alltaf, Kvennalistakonur, nema Ingi- björg Sólrún, frænka mín og vin- kona. Ég held að við stæðum betur að vígi núna með tvíhliba samn- inga. Norbmenn og íslendingar munu eflaust efna til samvinnu og tel ég að þar munum við eiga sterka stöðu gagnvart ESB í viss- um málum. Auðvitað verða iðnjöfrar í Nor- egi núna afar leiðir og þeir munu sækja í ívilnanir frá norska ríkinu til að keppa við Evrópusamband- ið. Þeir eru geysilega auðugir, frændur vorir, og standa vel að vígi, þeir hafa farið sér hægt í efnahagsmálum, þegar íslending- ar fara eilíf heljarstökk. Við hjá Kvennalistanum telj- um hættulegt að fara að eiga við EES-samninginn eins og hann er og ef við gerum eitthvað, þá eig- um viö að reyna ab ná tvíhliða samningi." Björn Bjarnason, Sjálfstœbisflokki: Sé engar breytingar „Ég sé nú ekki að þab hafi nein- ar breytingar í för með sér fyrir okkur að Norðmenn hafa hafn- aö aöild að Evrópusambandinu. Þetta leysir ekki úr neinum ágreiningi milli okkar og þetta breytir ekki okkar stöbu. Við er- um áfram í sömu stöðu, það hefði leitt til breytinga ef Norð- menn hefðu gengið í Evrópu- bandalagið, en það varð ekki. Þetta er óbreytt ástand." ■ Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins: Betri samkeppnisaðstaöa gagnvart Noregi Á íslandi á þetta vonandi eftir ab hafa þau áhrif ab utanríkis- ráðherrann hætti að tala um ab- ild ab Evrópusambandinu. Hann virbist reyndar ekki ætla ab gera þab, og fer þab ab verba nokkub þreytandi. Eftir Nei-ib verbur samkeppnisstaba okkar betri gagnvart Noregi því þeir eru meb allmikla tolla á ýmsum vörum eins og er. Ég á von á því að Norbmenn verbi áhugasam- ari um ab_styrkja norræna sam- starfib, sem er jákvætt. Þetta þýbir ab Noregur þarf ab semja um sín mál sjálfur, til dæmis varbandi Barentshafib og styrkingu á síldarstofnunum. Ég tel þab jákvætt, því Norð- menn gerbu sér miklar vonir um ab fá Evrópusambandib til libs vib sig ab þvinga íslend- inga. Mér finnst þetta norska nei lærdómsríkt fyrir okkur íslend- inga. Umfjöllunin þar í landi var gífurlega mikil og ráða- mönnum tókst ekki ab sann- færa þjóbina þótt yfirgnæfandi meirihluti þingsins væri með- mæltur samningnum. Það voru margskonar veikleikar í samn- ingnum, sem Norðmenn gátu ekki fellt sig vib. Stefna Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum er til dæmis alls ekki snibin ab þörfum þjóba vib norbanvert Atlantshaf, miklu frekar vib þjóbir sem eiga abgang ab aublindum í Norbur- sjó og Mibjarbarhafi og byggja jafnframt á veibum á fjarlægum mibum. Þar ab auki er stefnan byggb upp á því ab þessi at- vinnugrein geti ekki rekib sig nema meb miklum styrkjum frá hinu opinbera. Ég held ab þetta hafi rábib úrslitum í Noregi. Þab kann ab vera ab nibur- staban í Noregi hafi þau áhrif ab Evrópusambandib taki ýmislegt til nánari endurskobunar. Þeir hljóta ab spyrja sig, alveg eins og kom fyrir þegar Danir höfn- uðu Maastricht-samkomulag- inu, hvort ekki þurfi ab breyta hlutum til ab gera þjóbum eins og Noregi kleift að vera meb. ■ Gunnlaugur Stefánsson, Alþýbuflokki: Eigum að fara var- lega í umræðum um aðild að ESB „Ef ég væri Norbmabur er þab enginn vafi í mínum huga ab ég hefbi sagt nei. Þab hefur meiri- hluti Norbmanna gert. Gagnvart okkur á íslandi hef ég þá trú ab þetta styrki stöbu ís- lands á Evrópuvettvangi. ísland og Noregur munu standa saman og löndin geta átt samleið í samskiptum vib Evrópusam- bandib á hinum fjölmörgu svib- um. Ég tel ab vib íslendingar eigum ab fara mjög varlega í sambandi vib alíar umræbur um hugsanlega abild ab Evr- ópusambandinu. Ég veit nú ekki hvort ég er sá eini í mínum flokki sem hugsar svo, en ég tel naubsyn bera til ab fara mjög varlega og það sé varla tímabært á þessum tímapunkti ab ræba um slíkt. Vib eigum ab standa vel ab því ab styrkja samninginn um Evrópska efnahagssvæbib. Vib eigum ab leysa þau vandamál sem upp hafa komib þegar nokkrar abildarþjóbir hans hafa gerst abilar ab Évrópusamband- inu eins og raun ber vitni. Það tel ég meginverkefnið núna. Svo er þab seinni tímá spurning hvort vib eigum ab leggja fram abildarumsókn ebur ei." ■ Framsóknarmaður kemur úr skápnum ttfYRÐU P/ULL £R ÞFTT/j EKKIRANN FRÆND! Þ/NN ? Hannes Hólmsteinn Glssurarsoh er kyndugt peö á taflboröi stjóm- málanna. Allt frá því aö vera yfir- lýstur mesti haegrimaöur á íslandi frá stofnun lýöveldBfns hefur K" r'»»riö 'aöþoka Hægra brosið Gamilr og grónir framsók'- menn, sem fram aö N*' Steingrímur J. Sigfússon, Alþýbubandalagi: Deilur leystar án Gro og Jóns „Ég tel þab liggja í þessum ab- stæbum að þessi tvö lönd fari yfir sín samskiptamál, eins og til dæmis frægar Smugudeilur. Ég er þó ekki endilega að segja að þetta hafi áhrif á deilu- og ágreiningsmálin, en þó er lík- legt ab tilhneiging til ab leysa hnútana verbi sterkari en fyrr. Kannski eru Gro og Jón Bald- vin ekki fólkib sem kemur til meb ab leysa vandamálin, en ég sé fyrir mér abra sáttasemj- ara og málamiblara sem væru heppilegri. Þetta nei-yrbi norskra held ég að þýði ab þrýstingur verbi á löndin ab bæta samstarf sitt og samvinnu, þau standa orb- ib sambærilega í EES og EFTA meb Sviss og líklega Lichten- stein. Löndin eiga nú meiri samleið í utanríkispólitík, þau standa ein tvö Norðurland- anna utan Evrópusambands- ins. Þab mun eblilega auka þrýstinginn á bætt samstarf. Pólitískt segi ég sem eindreg- inn andstæbingur abildar okk- ar ab Evrópusambandinu að ég fagna þessari niburstöbu í Noregi, sem styrkir vígstöbu þeirra afla í stjórnmálum sem eru eindregib andvíg því ab vib gerumst abilar ab ESB vib núverandi abstæbur. Hinsveg- ar má alveg velta vöngum yfir því hvab samningsstöðu varð- ar hvort þetta sé að öllu leyti til að auðvelda málin. Það er ekki víst og má færa bæbi rök meb og móti ab þab hefbi get- ab verið einfaldari staða til ab vinna úr ef vib hefðum verib einir á ferb í viðræðum vib Evrópusambandið tii að koma okkur málum fyrir í tvíhliba samningi. En hvað um þab þetta er sigur fyrir lýðræbib og lyftir manni í hærri hæðir. Ég held að þessi einangrun- arhræðsluáróbur og nauð- hyggja sem ég kalla svo, sé úr sögunni. Menn munu átta sig á ab nægur tími er til að skoba málin í rólegheitum. Sagan um ráðvillta manninn á járn- brautarstöbinni sem verbur ab gera þab upp vib sig hvort hann stökkvi í næstu lest, sem hann veit ekki hvert stefnir, verður hreinlega ekki sögb aft- ur. Hún virkar ekki."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.