Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.09.1995, Blaðsíða 12
Laugaraagur zs. septemoer iyys UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Viötal viö Nelson Mandela, forseta Suöur-Afríku: Við erum bara rétt að byrja Nelson Mandela: „ Viö látum engan komast upp meb þaö aö velja fyrir okkur orrustuvellina. Þaö gerum viö sjálfir." Tæplega eitt og hálft ár er sí&- an Nelson Mandela var kos- inn forseti Suöur-Afríku, í fyrstu kosningunum sem fram fóru í landinu eftir a& a&skilna&arstefna hvíta minnihlutans lei& undir lok. Á&ur haf&i hann seti& aldar- fjór&ung í fangelsi vegna and- stö&u sinnar viö a&skilnaöar- stefnuna. Vi&tali& hér á eftir birtist fyrir skömmu í þýska vikubla&inu Die Zeit. Man- dela er 77 ára, og fyrsta spurn- ingin í vi&talinu tengdist væntanlega þessum háa aldri, en hennar spur&i reyndar Mandela sjálfur: „Hvaö var Adenauer gamall þegar hann varö kanslari?" En Konrad Ad- enauer var 73 ára þegar hann tók vi& kanslaraembætti Vest- ur- Þýskalands ári& 1949, en 87 ára þegar hann steig af valdastóli. Herra forseti, fyrír skömmu heimsóttirðu Betsie Verwoerd, ekkju mannsins sem byggði upp aðskilnaðarstefnuna. Meðal margra svartra, sem máttu þola margt undir aðskilnaðarstefnunni, var þessu ekki vel tekið. Sagt var að forsetinn gangi of langt í að sœttast við kúgarana. - Til þess aö skilja af hverju fólkiö í bæjarfélögunum (townships) er svona viökvæmt veröib þið að hafa bakgrunninn að sögu okkar í huga. Svart fólk hefur það á tilfinnunginni að of mikil áhersla sé lögð á sættirnar. Það er skiljanlegt... Oggceti orðið afdrifaríkt... - Þess vegna var fyrsta mark- mið okkar að umbreyta aðskiln- aðarríkinu eins fljótt og mögu- legt er í lýöræðislegt samfélag sem hvorki gerir upp á milli kynþátta né kynjanna. Hvítir hægrimenn voru með áætlanir um að steypa landinu út í ringulreið og koma í veg fyr- ir fyrstu frjálsu kosningarnar. Það var aldrei neitt leyndarmál að þeir hafa yfir að ráða mönn- um sem eru miklu betur mennt- aöir á hernaðarsviöinu og ráða yfir kraftmiklum vopnum. Þeir þekkja landiö betur en við. Þeir hafa byggt upp samgöngukerf- ið, vegi og brýr. Þeir stjórna raf- veitunni og fréttaþjónustunni. Þeir em með yfirstjórn hersins, lögreglunnar og fangelsanna í sínum höndum. Þeir geta steypt þessu landi í glötun. Við urðum skilyröislaust ab koma í veg fyrir þab ab þeir komi af stað borgarastyrjöld og drepi saklausa karla, konur og börn. Af þeim sökum er gífur- lega þýðingarmikið ab leggja sí- fellt áherslu á sættirnar. Þótt það kosti þaö að svartir rót- tœklingar saki þig um að taka á hvíta minnihlutanum með silki- hönskum. - Skömmu fyrir kosningarnar tryggði aðskilnaöarríkið — eða öllu heldur það sem eftir var af því — 3500 embættismönnum ríkisins, sem hafa viðurkennt að hafa brotið af sér, að þeir þyrftu ekki ab sæta refsingu fyrir brot sín. Vib fordæmdum þetta og höfum krafist þess að alit þetta fólk, þ.á m. nokkrir fyrrverandi ráðherrar, komi fyrir Sannleiks- nefndina. Þessi ákvörðun okkar hefur komið ríkisstjórninni í al- varlega erfiðleika. Hvernig er þá hægt aö saka okkur um að taka á hvítum með silkihönskum? Við ætlum okkur ab komast til botns í sannleik- anum, sannleikanum um of- beldið sem eyðilagði líf sak- lausra manna. Hvar sjá menn sáttastefnuna í þessu? Við verb- um að foröast að koma okkur í aðstæður sem gætu valdið okk- ur ómældum erfiðleikum. Þú ert að tala um hcegrimenn? - Já. Við ætlum okkur að svipta hvíta hægrimenn óör- yggistilfinningunni. Við viljum að þeir noti þekkingu sína, hæfileika og reynslu í þágu hinnar nýju Suður-Afríku og hjálpi til við aö byggja upp efnahagslífiö. Er þá stefna ykkar bara svona illa kynnt? - Við höfum nú þegar náð fram fleiri málum en Þjóðar- flokkurinn og abskilnaðarríkib hans gátu gert á yfir fjórum ára- tugum. Læknisþjónusta fyrir börn innan sex ára aldurs og fyrir ófrískar konur er ókeypis. Vib höfum opnað hlið menntakerf- isins upp á gátt. í dag geta svört og hvít börn gengið í sömu skól- ana — sem er vægast sagt bylt- ingarkennt í sögu Suður-Afríku! Við höfum komið á almennri skólaskyldu, og það eru engin skólagjöld. Við fæbum ekki minna en fimm milljónir fá- tækra skólabarna — ókeypis. Við teljum að það eigi að hafa algjöran forgang að afhenta fólki aftur það landsvæði sem þaö var hrakið af með ofbeldi. Til þess ab koma aftur á réttlæti höfum við sett á laggirnar nefnd sem sér til þess að borgur- um, sem hafa orðið fyrir ólög- legu eignarnámi, verði bættur skaðinn. í fyrsta sinn í manna minnum höfum vib í þessu landi hafið stórfelldar vatn- sveituframkvæmdir, t.d. í einu sveitarfélagi í nágrenni Pretoríu. Þar geta nú 250.000 manns drukkið hreint vatn. Samt sem áður gengur umbóta- starfið ofhœgt. - Ríkisstjórn okkar verður að gera nákvæmar áætlanir, því við höfum yfir takmörkuðu fjár- magni að ráða. Hversu miklu fé getum við veitt í að byggja íbúð- ir? í að skapa störf? I byggingu skóla, sjúkrahúsa, íþróttavalla og leikhúsa? Borgaramir krefjast þess að þró- unin verði sýnileg. - Við erum rétt að byrja á því að uppfylla loforðin okkar. Eitt dæmi: á hverjum einasta degi tengjast þúsund hús rafveit- unni. Vaxandi atvinnuleysi, óstöðv- andi glcepaalda, slagsmál milli svartra og hvítra stúdenta — er hin nýja Suður-Afríka að ganga í gegnum fyrstu kreppuna? - Hvers vegna ættum við að gera okkur áhyggjur? Ég er ekki búinn að vera nema fimmtán mánubi við völd. Við þurfum að ná áttum í ástandi sem hefur varað í meira en fjóra áratugi. Á þessum tíma átti sér stað sú versta kynþáttakúgun sem til er. Enginn dagur líður án þess að komi til verkfalla. Óþolinmceðin brennur í brjósti manna. Það er eins og allir vilji fá allt í hendum- ar, og það strax. - Fyrir kosningarnar þann 27. apríl 1994 sagði ég hvað eftir annað hvað það væri sem við vildum ná fram fyrir þjóðina: Atvinna, húsnæði, skólar, sjúkrahús og svo framvegis. Og ég bætti alltaf við: Vib getum ekki gert þab á einum degi, við þurfum fimm ár. Sýnið okkur þolinmæði, gerið ykkur ekki allt of miklar vonir. Ég endurtók þessi varnaðar- orð hvað eftir annað, en ég get vel skilið ab unga fólkiö verbi óþolinmótt. Því það sér forrétt- indi hinna hvítu sem því er neitað um. Hvaða forréttindi? - Tökum til dæmis vinnustað- ina. Áður fengu svartir verka- menn minna kaup en hvítir. Nú orðið er komið launajafnræði í mörgum fyrirtækjum. Samt sem áður kvarta afrískir, þeldökkir og indverskir verkamenn yfir því að það sé enginn jöfnuður. Því hvítir starfsfélagar þeirra búa í næsta nágrenni vinnu- stabarins á meðan þeir þurfa að ferðast um langa leið og greiða óeðlilega há fargjöld. Þar fyrir utan nutu hinir hvítu góðra launa árum og áratugum saman. Þeir gátu keypt sér eign- ir. Þeir gátu útvegað sér bíla, ís- skápa, sjónvörp og þvottavélar. Þess vegna krefjast svartir verka- menn þess að þeir komist í sömu stöðu og hvítir. KwaZulu/Natal virðist stefna að því að kljúfa sig út úr ríkinu. Frá því að stjómarskiptin urðu hafa meira en þúsund manns ver- ið drepnir. Fólk talar um að þama ríki borgarastyrjöld þótt hljótt sé um hana. - Auðvitað veldur dauði sak- lausra okkur áhyggjum. En það sem er að gerast í KwaZulu/Na- tal getur ekki kippt fótunum undan Subur-Afríku. Það er gjörsamlega útilokað. En hefur ríkisstjómin ekki misst öll tök í þessu héraði? - Viö höfum sett okkur ákveðna stefnu og gert tíma- áætlun til þess ab ná tökum á málunum þarna. Við látum engan komast upp meb það ab velja fyrir okkur orrustuvellina. Það gerum vib sjálfir. Þú mátt ekki gleyma því að við eigum ekki bara við stjórnmálasamtök svartra að etja í þessu héraði, heldur við mjög sterk öfl sem standa á bak við hömluleysiö í ofbeldinu. Það eru innri og ytri öfl sem notfæra sér flokk svartra til þess að eyðileggja lýðræðið í landinu. Hvaða ytri öfl áttu við? - Þab verður að nægja að ég minnist á þau. Ég vil ekki fara út í smáatriði. Þýtt úr Die Zeit Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar cí^2t& <s> geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. fwmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.