Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. desember 1995 13 * m í sjöunda skiptí á sex árum þurfti morödeildin í Boston ab leita aö moröingja eigin libsmanns: Aftaka meb köldu blóbi SAKAMAL kvöldið og hefði ekki virst hafa áhyggjur af einu eba neinu. Hann var meb heimiid til að aka ómerkt- um bíl, enda hafði hann handtekið margan óþokkann ýmist óeinkenn- isklæddur eða á dulbúnum bíl. Mulligan var með orðspor fyrir gamaldags og dálítið hörkulegar að- ferðir, sem þó skiluðu árangri. Einu sinni hafbi hann spurnir af tveimur 14 ára piltum, sem misþyrmdu móður sinni í fátækrahverfi í Bost- on. Hann mætti á staðinn ab morg- unlagi, handjárnaði bába drengina við stól og fór síðan að vinna. 12 tímum síðar kom hann aftur og leysti af þeim handjárnin. Þeir lögðu ekki hönd á móður sína eftir það og lögðu ekki fram kæru. Þrátt fyrir þetta bar samstarfsmönnum hans saman um ab hann væri með hjarta af gulli, traustari og óspilltari lögreglumaður fyndist vart. Þá var hann vinnuþjarkur fram úr hófi. Ar- ið 1993 aflaði hann 7 milljóna kr. árslauna, þar af voru 4 milljónir vegna yfirvinnu. Morðvopnið reyndist vera 25 kal- íbera sjálfvirk skammbyssa. Saman- burður á kúlum og morðvopni myndi leiða óyggjandi í ljós hvort morðvopnið væri fundið. Þá fund- ust nokkur fingraför innan á rúbum bifreiðarinnar, en fátt var um abrar vísbendingar. Það, sem morðinginn hafði haft upp úr krafsinu, var seðlaveski lög- reglumannsins og skammbyssa. Svo virtist sem hann hefði skotið Mull- igan í gegnum opinn glugga og dælt hinum 4 skotunum inn í bílnum. Það og rigningin hafði valdib því að enginn heyrði skotin. Fyrsta nothæfa vísbendingin kom tveimur dögum síðar, þegar vitni gaf sig fram og sagðist hafa séð tvo menn ýta Volkswagen-bifreið fram- an við lyfjaverslunina stundarfjórð- ung yfir 3 morbnóttina. Vitnið gaf greinargóða útlitslýsingu á mönn- unum: annar var mjög hávaxinn og grannur, en hinn lítill og feitur; Vibstaddir útför Mulligans voru m.a. borgarstjóri Boston, yfirlögregluþjónn borgarinnar og þingmaburinn john Kerry. Mulligan var meb orbspor fyrir gamaldags en hörkulegar ab- ferbir sem skilubu árangri. Einu sinni hafbi hann spurnir af tveimur 14 ára piltum, sem misþyrmdu móbur sinni í fátœkrahverfi í Boston. Hann mœtti á stabinn ab morgunlagi, handjárnabi bába drengina vib stól og fór síban ab vinna. 12 tímum síbar kom hann aftur og leysti af þeim handjárnin. Þeir lögbu ekki hönd á móbur sína eftir þab og kœrbu ekki athœfib. Sunnudaginn 26. september 1993 var heliirigning í Bost- on. Það leið að vaktaskiptum hjá vaktmönnum umferðarlög- reglunnar, sem höfbu lagt bíl sín- um skammt frá aðalkirkjugarbin- um. Lögreglumennirnir börbust vib að halda sér vakandi, þegar tilkynning kom gegnum talstöb- ina. Óskað var eftir aðstoð til handa öðrum lögreglumanni á vakt. Löggan var komin innan tveggja mínútna í verkamannahverfið í Rosedale. Klukkan var 4 að morgni og fátt að sjá annað en Ford sendi- bifreið, sem var lagt skáhallt yfir götuna. Maður sat við stýrið meb höfuðið í kjöltu sér. Hann var klæddur ljósbláum einkennisbún- ingi Boston-lögreglunnar. I fyrstu virtist sem maðurinn væri sofandi, en þegar annar lögreglu- maðurinn þreifaði á hálsi hans fann hann lykt af blóbi og byssupúðri. Hann sneri höfðinu og sá sér til hryllings að búib var að skjóta báða augasteinana úr höfði lögreglu- mannsins. Skömmu seinna kom sjúkrabíll, en við komuna á sjúkra- húsið var lögreglumaðurinn úr- skurðaöur látinn. William Bratton, yfirfulltrúaí morðdeildinni, var falin rannsókn málsins. Hann var vakinn kl. 04.15, en var kominn á vettvang um hálf- tíma síöar. Hinn látni hét John Mulligan fulltrúi, 52 ára gamal- reyndur starfsmabur í löggunni. Hann hafði verið að sinna hefð- bundnu nætureftirliti við stóra lyfjaverslun þegar hann var myrtur. Það fyrsta, sem Bratton aðhafðist, var að strengja plast yfir sendibílinn til ab rigningin spillti ekki sönnun- argögnum. Hann var ákveðinn í að finna morðingja starfsbróbur síns, en þetta var í 7. skipti á 6 árum sem lögvörður hafði veriö myrtur við skyldustörf í Boston. Starfsmenn lyfjaverslunarinnar, sem var opin allan sólarhringinn, sögbu ab nóttin heföi verið óvenju róleg, e.t.v. vegna rigningarinnar. Enginn haföi heyrt byssuhvelli og enginn séð neitt fyrr en starfsmaður þurfti að bregba sér út og sá sendi- ferðabílinn sem lagt var einkenni- lega á miðri götunni. Hann gekk að ökumanni, fannst eitthvað athuga- vert við hann og lét lögregluna vita. Réttarlæknir sagbi að Mulligan hefði verið skotinn 5 sinnum. Einu sinni í hvort auga, einu sinni í nefið og tvisvar upp í munninn. Þetta var hrein aftaka og með viðurstyggileg- ustu morbum sem lögreglan í Bost- on hefur fengist við. „Hvers vegna?" var spurningin sem allir spurbu sig. Mulligan hafði starfað í löregl- unni síðan 1966. Á fyrstu vaktinni framdi hann þrjár handtökur og allt frá fyrstu stundu varð hann mjög duglegur og ákveðinn starfsmaður. Mulligan bjó í fjölbýlishúsi í mið- stéttarhverfi. Kærastan hans sagði að hann hefði verið í óvenju góðu skapi þegar hann fór ab vinna um ■ . john Mulligan. báðir blökkumenn. Þeir horföu flóttalega í kringum sig og vitninu, sem gekk framhjá, var ekki rótt fyrr en hún var komin úr augsýn þeirra. Bíllinn var af Rabbit gerð, árgerð 1987-8. Samkvæmt tölvu lögregl- unnar komu aðeins um 100 bifreib- ir til greina á þessu svæði. Daginn eftir var árvökull lögvörð- ur á ferb um Stretin-götu og tók eft- ir Volkswagen Rabbit bifreið. Hug- boð hans var svo sterkt, að hann hringdi á liðsauka og fékk 4 menn sér til fulltingis. Síðan fylgdust þeir úr launsátri með tveimur blökku- mönnum, öbrum hávöxnum og grönnum en hinum stuttum og feit- um, koma út af veitingahúsi og setj- ast inn í bílinn. Þeir voru handtekn- ir ábur en þeir gátu ræst bílinn. Sá, sem grunaöur var um morðib, hét Patterson, 19 ára gamall síbrota- mabur. Hann hafbi langan afbrota- feril að baki þrátt fyrir ungan aldur, og vinur hans, Chick Williams, hafði einnig komist í kast við lögin. 5. október var Terry Patterson ákærður fyrir morðið á Mulligan. Þá höfðu fingraför hans verið borin saman vib þau sem fundust í bíln- um og morövopnið hafbi fundist heima hjá honum, vafið inn í hand- klæði. Vinur hans neitaði ab hafa átt beina aðild að morðinu, en sagð- ist hafa verið með Patterson um nóttina. Frásögn hans þótti skil- merkileg og vitnisburðurinn trú- verðugur. Réttarhöldin yfir Patterson hóf- ust í janúar á þessu ári. Saksóknari áskakaði hann um að hafa myrt lögreglumanninn af þeim sökum einum að hann var í einkennis- búningi lögreglunnar, búningi sem Patterson hataöi mjög. „Hann hafði 70 dali og eina skammbyssu upp úr krafsinu, en hatur hans á lögum og reglu var meginorsök af- tökunnar, sem er í tölu viðbjóðs- legustu glæpa sem hafa verið framdir í þessari borg," sagði sak- sóknari. Vörn Pattersons var lítil, en hann viöurkenndi aldrei að hafa framið glæpinn. Án þess að málið sé komið á efsta dómstig, má ætla ab úrskurb- ur undirréttar breytist lítið, en þar fékk Patterson ævilangt fangelsi án nokkurs möguleika á náðun. Chick Williams fékk 30 ára fangelsi. } Terry Patterson reynir ab hylja andlit sitt fyrir fréttamönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.