Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 16
mmm Fimmtudagur 23. maí 1996 Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Breytileg átt, víbast gola og hætt viö skúrum síb- degis. Hiti 7 til 14 stig. • Breibafjörbur: Nor&austan gola e&a kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 6 til 9 stig. • Vestfirbir: Nor&austan kaldi og léttir heldur til í dag. Hiti 5 til 9 stig. • Strandir og Norburland vestra: Austan og nor&austan gola e&a kaldi og léttir heldur til í innsveitum. Hiti 4 til 13 stig. • Nor&urland eystra: Austan e&a norbaustan gola e&a kaldi, skýjab. Hiti 3 til lOstig. — • Austuriand ab Glettingl og Austfirbir: Austan og nor&austan gola e&a kaldi og þokuloft. Hiti 3 til 8 stig. • Su&austurland: Austan kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 7 til 15 stig. • Mibhálendib: Austlæg átt, gola e&a kaldi og skýjab. Hætt vib skúrum sib- degis. Hiti 3 til 9 stig. Heimili mikiö fatlaöra barna viö Árland í Fossvogi: Ekki kemur til lokunar Félagsmálaráðuneytið vísaði því á bug í gær að neyðarástand hafi skapast á heimili fatlaðra barna að Árlandi 9 í Fossvogi í Reykjavík. Heimilinu verður ekki lokað í tvær vikur í júlí eins og til stóð og foreldrar barn- anna höfðu valið sem illskástan kost vegna samdráttar. Tíu stööugildi eru við heimilið, 18 starfsmenn, allan sólarhringinn alla daga ársins. Fjárlög kveba á um 20 milljónir til Árlands- heimilisins, sem er 4 milljóna króna niðurskurður frá síðasta ári. Samtökin Þroskahjálp eru ósammála ráðuneytinu, segja neyðarástand hafa blasað við og að fjölmiðlaumræða hefði bjargað málinu í horn. Árni Gunnarsson aðstoöarmaöur félagsmálaráð- herra sagði í gær að ómaklega hefði verið vegið að ráðuneytinu í þessu máli. Svæðisskrifstofan telji að 2 milljónir vanti upp á á þessu ári, en sú skrifstofa er rekstraraðili heimilisins. Árni sagði það gagn- rýnivert að Þroskahjálp fari með máliö í fjölmiðla, á samta tíma og unnið var að lausn málsins í rábu- neytinu, auk þess sem fram- kvæmdastjóri samtakanna hafi farið með staðlausa stafi. „Við munum reyna að ná sam- ráði vib foreldra um að ná þessum sparnaði ef það er hægt. En okkur hér var sagt að lokunin yrði gerð með samþykki og með samráði við aðstandendur," sagði Árni Gunnarsson. Árni sagði að því miður biði margt fólk í mikilli neyð með börn sín. Hlutverk ráðuneytisins væri að leitast við að spara og reka sem hagkvæmast, þannig að hægt yrði að þjóna sem flestum einstak- lingum sem um sárt eiga að binda. „Þetta er dýrt heimili, einfald- lega vegna þess að þetta eru mikið fatlaðir krakkar, og oft mikið sjúk- ir. Foreldrar ráöa hreinlega ekki við að hafa þau heima. Það er ver- ið að tala um mjög dýra einstak- linga," sagði Fribrik. „Við höfum aldrei sett okkur á móti því að reynt sé að reka heimili sem ódýr- ast, en þá verður bara félagsmála- ráðuneytið að sýna fram á hvern- ig á að spara peningana en ekki að segja bara við ákveðum töluna fyrst og svo er það ykkar að finna leiðina," sagð.i Friðrik. -JBP Sekkjapípu leikari var í hópi listamannanna frá No- va Scotia sem skemmtu gestum viö setningu Nova Scotia dag- anna í Háskólabíói í gær. Fjöl- margir fulltrúar vibskiptalífs, ferbamála og menningarmála frá Nova Scotia eru hingab komnir til ab kynna land sitt fyrir íslendingum. í Háskólabíói verba um 30 kynningarbásar ásamt kvikmyndasýningum og þjób- legum skemmtiatriöum. Lögreglan og Vinnueftirlitiö: Huga sérstaklega ab traktorum næstu daga Lögreglan á Subvesturlandi og Vinnueftirlit ríkisins munu næstu daga beina vökulum augum sínum ab búnabi og ástandi vinnuvéla og dráttar- véla og huga að réttindum þeirra sem þeim stjórna. Verbur m.a. athugab hvort vélar, sem ekib er um götur bæja og borgar hafi viðhlítandi tryggingar, hvort ökumenn þeirra virbi gildandi takmarkanir á umferb vinnuvéla og hvort farib sé ab helstu ákvæðum umferöarlaga. í þéttbýli er m.a. óheimilt ab aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað slíkum tækjum. Ekki má heldur stökkva af eða upp í ökutæki á ferð eða hanga utan á tæki á ferð. Enginn má heldur stjórna dráttarvél í þéttbýli eða á vegum nema hann hafi gilt öku- skírteini til að stjórna dráttarvél eða bifreiö. Enginn má stjórna vinnuvél nema hafa gilt ökuskír- teini til stjórnunar bifreiða. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 Grzegorz Nowak, hljómsveitarstjóri Friedrich Lips, harmóníka Harri Ruijsenaars, celló &> Sinfóníuhljómsveit íslands W ' ¥ /y \ \ Antonin Dvorak: Kameval, forleikur Sofia Gubaidulina: Sjö síðustu orð Krists Dmitri Shostakovich: Sinfónía nr. 9 gi?!1 Gul áskriftarkort gilda SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HIJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN S í V m iJ m w W Stéttarfélagafrumvarp til þriöju umræðu Annarri umræbu um hib um- deilda frumvarp félagsmála- ráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur lauk á Alþingi um hádegi í gær og verbur frumvarpið sent til þriðju og síöustu umræðu. Eins og kom- ið hefur fram er mikil and- staða við efni frumvarpsins innan raða verkalýbshreyf- ingarinnar og fjölmenntu fulltrúar sem nú sitja á Al- þýbusambandsþingi í Kópa- vogi á Austurvöll á mánudag til þess að afhenda forseta Al- þingis mótmæli gegn frum- varpinu. Bauluðu þingfulltrú- ar á Pál Pétursson félagsmála- rábherra þegar hann birtist á tröppum þinghússins ásamt Ólafi G. Einarssyni, forseta Al- þingis og kona úr hópi ASÍ fulltrúa kallabi „gamall bóndi" til rábherrans. Stjórnarandstæðingar töluðu ákaft gegn frumvarpinu við aöra umræðu þótt ekki væri um maraþonumræöu að ræða eins og um annað umdeilt frumvarp sem fjallar um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Fé- lagsmálanefnd Alþingis hefur gert ýmsar breytingar á frum- varpinu um stéttarfélög og vinnudeilur sem eru í samræmi við vilja verkalýðshreyfingar- innar og má þar helst nefna að ákvæði þess um vinnustaðafé- lög hefur verið breytt þannig aö það nær nú aðeins til vinnu- staðasamninga en slíkir samn- ingar hafa tíðkast á nokkmm vinnustöðum hér á landi á und- anförnum árum. Þá hefur lág- marksfjöldi þátttakenda í at- kvæðagreiðslu um kjarasamn- inga verið lækkaður úr fjórð- ungi félagsmanna í fimmtung og ákvæðum um störf og hlut- verk sáttasemjara ríkisins verið breytt nokkuð. Krafa verkalýðs- hreyfingarinnar og stjórnarand- stöðunnar fara nokkuð saman hvað frumvarpið varðar og er meginkrafan sú að þab verði dregið til baka en aðilum vinnu- markaöarins gefin kostur á ab setjast niður til þess að freista þess að ná samkomulagi um samskipti aðila á vinnumarkaði. í máli Páls Péturssonar, félags- málaráðherra, hefur komið fram að verkalýðshreyfingin hafi viljað málib úr þeim farvegi sem unnið hafi verið í þar sem fulltrúar aðila vinnumarkaðar- ins hafi átt aðila að starfshópi ásamt fulltrúum félagsmála- ráðuneytisins. Því hafi ekki ver- ið um annað að ræða en leggja það fyrir Alþingi í formi frum- varps. Félagsmálanefnd mun fjalla um frumvarpið að nýju eftir aðra umræðu en gert er ráð fyrir að það verði tekið á dagskrá til þriðju umræðu og afgreiðslu í næstu viku -ÞI Reykjavíkurborg ákveöib aö taka382 milljóna tilboöi ístaks hf. í byggingu Engjaskóla: Tilboö ístaks 0,2% lægra en Ármannsfells Borgarráö Reykjavíkur hefur samþykkt aö ganga að tilboði ístaks hf. um byggingu Engja- skóla fyrir rúmlega 382,2 millj- ónir kr. sem er 92,45% af kostn- aðaráætlun Innkaupastofnunar. Sjö tilboð bárust og var tæp- lega 7% munur á því lægsta og því hæsta. Tilboð Ármannsfells var til dæmis einungis 857 þús.kr. hærra heldur en tilboð Istaks, sem er aðeins 0,2% mun- ur. Tilboðið er í fullgert hús en án innréttinga. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.