Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 5
* 5 km LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON dagslega, þab er líklega þab sem átt er við með tali um „hugvíkkandi vangaveltur". Sá er að vísu munur á þessu nýja og hinu fyrrnefnda verki úr Lindarbæ, að einleikurinn Ég var beðin að koma er ekki heildstætt verk á sama hátt. Það er óneitanlega bláþráðótt og skortir röklega framvindu. Heildarmyndin er nokkuð óljós og sú persónugerð sem hér er leidd fram ekki sérlega skýr, enda víst ekki ætlunin. Engu að síður er nægileg dýn- amík í textanum svo að dugði þeim Guðjóni Pedersen og Sig- rúnu Sól Olafsdóttur til að búa til ásjálega sýningu í Kaffileik- húsinu á miðvikudagskvöldið. Það er ýmiss konar sérleikur í sýningunni, eins og vænta má af Guðjóni Pedersen. Það sást þegar í upphafi sýningar. Venja hefur verið í Kaffileik- húsinu að leikhússtjóri ávarpi leikhúsgesti í upphafi og gefi þeim nauðsynlegar upplýsing- ar. í þetta sinn steig á gólfið maður með gítar og söng ræb- una. Síðan kom konan inn og neytti leikstjórinn hér vel ljósabúnaðar sem var einkar haglega útbúinn, og hreyfilist- ar, svo að sýningin er býsna fjölbreytt í sjónrænum skiln- ingi og rýmib vel nýtt. Sigrún Sól er álitleg leikkona og er minnisstæð úr sýningu Ingu Bjarnason á Trójudætr- um í Iðnó ekki alls fyrir löngu. Þessi leikkona hefur svip og raddblæ með undirtónum sem gefur sterka nærveru, og hún nýtti vel þá kosti sína í leikn- um, rauður búningurinn var einnig til þess fallinn að undir- strika hinn ófyrirséba lífskraft sem ræða konunnar miðlar í meðförum Sigrúnar. Sumt skilur maður ekki vel hvaða tilgangi þjónar, eins og hinn ítarlegi erótíski kafli sem var í hreinum vikublabsstíl og teygður út á ystu nöf af því að þar brást það íróníska tvísæi í textanum sem á þarf að halda til að hann verði ekki klám- fenginn. En leikkonan skilaði honum reyndar smekkvíslega. Það sem best tókst í sýning- unni var leikurinn með hvers- dagsklisjurnar. Til dæmis lýs- ing á því hvernig á að nota ketil og brauðrist. Textahöf- undi, leikstjóra og leikara lán- aðist stundum að lyfta þessu svo upp, að úr neistaði. Ég var beöin að koma er lítil sýning, fagmannlega unninn „performans", af hálfu þeirra sem . að henni standa. Hún sómir sér því vel í einleikjaröð Kaffileikhússins. Tímamynd ÞÖK A5 víkka út klisjumar Kaffileikhúsiö: ÉG VAR BEÐIN AÐ KOMA. Einleikur, samsettur úr á&ur birtum og óbirtum textum eftir Þor- vald Þorsteinsson. Leikstjóri: Gu&jón Pedersen. Leikari: Sigrún Sól Ólafs- dóttir. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Frumsýnt í Hla&varpanum 22. maí. Þetta er þriðja einleikssýn- ingin í Kaffileikhúsinu í þess- ari lotu. Þorvaldur Þorsteins- son leggur til textann að þessu sinni, en svo er að sjá að hann sé ekki saminn og hugsaður sem heild, heldur hafi þau Guðjón og Sigrún Sól sett hann saman, því þau eru skrif- uð fyrir „leikgeröinni", sem er eitt herjans tískuhugtak í leik- húsi núna og þarfaþing, því að enginn veit almennilega hvað það þýðir. Þetta er verk sem í sjálfu sér má vel kallast leikgerð. Það kemur manni fyrir sjónir eins og sundurleit leiftur, eins kon- ar landkönnun á mörkum hversdagsraunsæis og ímynd- unar. Sem sagt það sem á fínu máli er kallað póst-módern- ismi og enginn sem vill tolla í tískunni má vanrækja. Konan sem hér stígur á svið segist hafa verib beðin að koma. Hún hefur meðferðis tösku, í henni er teketill, brauðrist og fleira þess háttar. Hún er sölukona og falbýður þennan varning. Sem slíkri starfsstétt heyrir til er konan brosmild og hress, en smám saman kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Bak vib sölu- mannsgervið býr ótti og ófull- nægja, angist. Hún segir ýms- ar furðusögur úr lífi sínu, hún dansar, gerir leikfimiæfingar, talar um marga hluti og ekki síst samskipti við karlmenn, framhjáhald og þess konar. En með öllu þessu, „sögu- og samtalsbrotum, kunnuglegum klisjum og hugvíkkandi vangaveltum", eins og segir í kynningu í leikskrá, fer konan meb áhorfandann um „ólíkar lendur mannssálarinnar, bæði vegi og vegleysur", svo sem þar er líka svo skáldlega að orði komist. Þorvaldur Þorsteinsson er býsna lunkinn höfundur og kann að skrifa lifandi texta til leikrænna nota. Síðast sá ég leikverk sem hann samdi fyrir Nemendaleikhúsið og sýnt var í Lindarbæ. í því var liðlega þræddur stígur milli hvers- dagsraunsæis og afkárastíls. Galdurinn er að sýna það fjar- stæðukennda í hinu hvers- Sigrún Sól í hlutverki sínu í „ Ég var bebin oð koma". Frissa fríska leikarnir Frissa fríska leikamir verða haldnir á Akureyri dagana 7.- 9. júní nk. Ef vel tekst til, þá er fyrirhugaö ab þetta verbi ár- viss viðburður á Akureyri. Frissa fríska leikarnir eru fyrst og fremst barna- og ung- lingahátíð sem Hestamanna- félagið Léttir og íþróttadeild Léttis standa fyrir og er svolít- ið öðruvísi en venjulegt hesta- mannamót. Mótaformið verður fyrst og fremst þannig að allir geti ver- ið með og haft jafnframt gam- an af. Keppt verður í sex aldurs- flokkum: flokkur 7 ára og yngri appelsínuþraut Frissa, flokkur 8-9 ára eplaþraut Frissa, flokkur 10-11 ára Frissi fljóti, flokkur 12-13 ára fána- þraut Frissa, flokkur 14-15 ára Frískandi þrautir og að síðustu Frissa-flokkurinn, sem er ætl- aður fyrir þá keppendur sem eru meira vanir. Leikarnir fara fram á Hlíðarholtsvelli og fyrir framan samkomuhúsið. Undirbúningur er langt á veg kominn og skráningar að streyma inn bæði frá einstak- lingum og félögum víða af landinu. Stefnt er að því að gera leika þessa sem mest að- laðandi fvrir keppendur sem Framkvœmdanefnd Fríssa fríska leikanna og hesturinn Frissi fríski, sem nefndur hefur veríð eftir leikunum. og áhorfendur. styrktaraðili leikanna, en það framleiðir Frissa fríska drykk- Kaupfélag Eyfirðinga er aðal- er Mjólkursamlag KEA sem inn góða. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.