Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.08.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. ágúst 1996 Dole: ber aldurinn vel oð sjá, en er þó ekki talinn mjög sterkur til heilsunnar. mikið um ólgu, vaxandi hörku, ótta, hatur. í slíku pól- itísku andrúmslofti, þar sem andstæöur virðast á þeirri leið að harðna og verða illsættan- legri, má vera að menn af gerð Dole eigi erfitt með að njóta sín. Kvíði margra Bandaríkja- manna vegna fyrirtækjaflutn- ings til „ódýrari" landa og lífs- kjara á niðurleið býður upp á möguleika fyrir stjórnmála- menn, sem mæla með því að Bandaríkin leggi meiri áherslu á þjóðarbúskap en sem mest- an alþjóðleika í efnahags- og viðskiptamálum og að stjórn- völd geri ráðstafanir til vernd- ar atvinnulífi innanlands. Tengt þeim kvíða að einhverju marki er vantrú gagnvart alrík- inu eða jafnvel svæsinn fjand- skapur í þess garð, sem virðist hafa farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin síðustu ár. Ýmsum þykir vænlegt fyrir repúblíkana að höfða til þess hugarfars, þó ekki sé nema vegna þess að þeir eru nú í stjórnarandstöðu. En Dole er of gamall í hettunni og of rót- gróinn kerfiskall til þess að hann vilji eða jafnvel geti til- einkað sér þesskonar „popúl- isma." Hljóp á sig út af tóbaki Clinton hefur þar að auki snúið á hann og repúblíkana með því að taka upp á arma sína mál, sem þeir beittu eða beita sér fyrir og voru/eru talin líkleg til vinsælda. Dæmi um það er frumvarpið um breyt- ingar á aðstoð hins opinbera við efnalítið fólk og fátækt, sem Clinton hefur nú ákveðið að undirrita. Það felst m.a. í því að slík aðstoð er færð frá alríkinu til fylkjanna og er yf- irleitt ekki gert ráð fyrir því að téðar breytingar verði viðtak- endum aðstoðarinnar til hags- bóta, nema síður sé. En Clin- ton reiknar líklega með því að tiltölulega fátt af því fólki kjósi hvort sem er; í forseta- kosningum þarlendis fer kjör- sókn sjaldan hátt yfir 50%. Ofan á þetta spillti Dole fyr- ir sér meðal blökkumanna með því að taka ekki boði NA- ACP, gamalgróinna og þekktra blökkumannasamtaka, um að flytja ræðu á ársfundi þeirra, og bar við önnum. Clinton lét sig hins vegar ekki vanta þar. Þá hljóp Dole á sig nýlega í vinsælum sjónvarpsþætti, Good Morning America, með því að þvertaka fyrir það að tóbak væri hættulegt heils- unni (mjólk gæti verið henni engu síður hættuleg) og vana- bindandi. Það þótti óvarlega sagt, m.a. með hliðsjón af því að tóbak er ekki í tísku um þessar mundir. Spyrillinn í þættinum var fljót aö setja í samhengi við þessi svör Doles að bandaríski tóbaksiðnaður- inn er í kröggum og að Dole kvað hafa fengið fé mikið frá honum til kosningabaráttu sinnar. Missti Dole þá stjórn á skapi sínu, skammaði spyril- inn og sagði hana vera vinstri- fréttamann og á snærum demókrata. Það var varla gott fyrir hann því að spyrill þessi, Katie Couric, nýtur mikilla al- þýðuvinsælda. / Bandaríkjunum stefnir í stórsigur Clintons í forseta- kosningunum í haust, fremur þó vegna þess oð kjós- endur bera tak- markaö traust til Dole en hins oð þeir hafi mikiö álit á nú- verandi forseta Eins og sakir standa eru allar horfur á því ab Bill Clinton verði end- urkjörinn forseti Bandaríkj- anna í nóvember. í skoðana- könnunum fyrir skömmu var hann 24 prósentustigum fyrir ofan Bob Dole, fram- bjóðanda repúblíkana til valdamesta embættis í heimi. Þetta má kallast nokkuð gott hjá Clinton, þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn nokkuð almennt virðast ekki hafa ýkja háar hugmyndir um manngildi forseta síns. Því valda m.a. framhjáhaldssögur, sannar og/eða lognar, og „Whitewatergate", vandræða- legt fjárfestingamál. En það hefur hingað til komið harðar niður á ýmsum vinum Clin- ton-hjóna en þeim sjálfum. Beðið eftir Powell Yfirburðir Clintons í kosn- ingabaráttunni virðast hvað helst stafa af því, að dauft er yfir andstæðingum hans, repúblíkönum. Það er heldur betur breyting frá öllum kraft-' inum sem sá flokkur kvað hafa geislað af eftir kosningasigur sinn 1994. En í aðdraganda núverandi kosningabaráttu snerust mál- in þannig að allt fór að ganga á afturfótunum fyrir repú- blíkönum. Þeir biðu þess lengi hvort Powell, fyrrum yfirhers- höfðingi, ákvæði að fara í framboð fyrir þá eða ekki. Sú bið, ásamt því að Powell ákvað um síðir að fara ekki fram, tók vind úr seglum repúblíkana. Eftir það fór orka flokksins um skeið helst í það að kveða nið- ur Pat Buchanan, nokkuð um- deildan repúblíkana sem vildi komast í forsetaframboð og hafði allverulegt fylgi, ekki síst meðal þess stóra hluta milli- stéttarinnar sem í frjálshyggj- unni og alþjóðahyggjunni, sem nú ríkja í efnahagsmál- um, er á sigi niður í fátækt. En því sem næst allir aðrir sameinuðust gegn Buchanan, svo að um skeið var svo að sjá að aðalmálið í innanlands- stjórnmálum þar væri að koma honum á kné. í þeirri fylkingu sameinuðust auð- valdið í Wall Street, líberalar hverskonar, margir íhalds- menn, gyðingar, blökku- menn, hispaníkar og ekki síst repúblíkanar sjálfir. Dauft yfir Dole Buchanan var kveðinn í kút- inn og varð þá niðurstaðan að forsetaefni repúblíkana varð Bob Dole, 73 ára stjórnmála- þjarkur sem hefur setið á Bandaríkjaþingi í 35 ár, eða frá því í byrjun stjórnartíðar Kennedys. Hann virðist hafa orðið fyrir valinu einkum vegna þess, að aðrir frambjóðendur repúblík- ana virtust enn ólíklegri en hann til sigurs. Og sigurlíkur Clintons virðast einkum byggjast á því að þótt álit landa hans á honum sé tak- markað, þá þykir þeim Dole, sem er 23 árum eldri en Clin- ton, enn ólíklegri til að verða skörungur á forsetastóli. Gamall og þreyttur Þótt Dole líti vel út eftir aldri, sé nokkuð almennt álit- inn góður maður og gildur og hafi á sér hetjuljóma nokkurn frá heimsstyrjöldinni síðari (þar sem hann barðist og særðist), draga hár aldur hans og sögur um ekki mjög gott heilsufar úr möguleikum hans. Hægri handleggur hans er mikið til lamaður eftir ák- verkann úr stríðinu, hann er að sögn ekki gallhraustur fyrir hjarta og hefur verið skorinn upp við krabbameini og kvið- sliti. Hann virðist, á heildina litið, koma mörgum fyrir sjón- ir sem gamall og þreyttur. Sem gamalreyndur maður í kerfinu og hófsamur íhalds- maður er Dole líklegur til að BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON reyna að forðast árekstra, bæði í innanríkis- og utanríkismál- um, verði hann forseti, og koma fram sem maður mála- miðlana. Hann vill líklega helst hafa sem flest sem líkast því er veriö hefur. En um þess- ar mundir virðist vera í því gíf- urlega fjölbreytilega risasam- félagi, sem Bandaríkin eru, Clinton-hjón: „ Whitewatergate" hefur hingab til komiö meira niöur á ýmsum vinum þeirra en þeim sjálfum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.