Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 1 3. ágúst 1996 11 Hverfjall eöa Hverfell í Mývatnssveit. Teikning frá 19. öld eftir C. Baagöe úr bókinni „Landiö þitt ísland". Kristján Þórhallsson og fleiri bœndur í Vogum í Mývatnssveit: I baráttu við „kerfið" til vamar Hverfjalli Bændur í Vogum í Mývatns- sveit heyja nú haröa baráttu vib „kerfið" um að hið fræga Hverfjall, sem stendur í land- areign þeirra fái að halda nafni sínu, en því verði ekki breytt í Hverfell, eins og sést hefur oftar og oftar síðustu ár- in. „Við höfum heimildir fyrir því a.m.k. frá 1845 að fjallið heiti Hverfjall. Vib erum bún- ir að fá lögfræöileg álit í þessu efni, sem við höfum sent bæbi Landmælingum ríkisins og umhverfisráðherra, og jafn- framt farið fram á úrskurð hans í þessu máli. Álit lög- manna eru bæði á þann veg ab svona nafnbreyting geti ekki gengið nema meb vilja og samþykki landeigenda. Ör- nefnanefnd hafi heldur ekki úrskurbab um þetta þannig að tilvitnun Landmælinga í hana hafi ekkert gildi", segir Kristján Þórhallsson í Björk. Mikill fjöldi ferðamanna, ís- lenskra jafnt og útlendra, hafa gengið á Hverfjall, sem er mjög sérkennilegur öskugígur norðan við Dimmuborgir. Hvaða nafn fjallið fær í þeirra huga virðist „Hann segist hafa einhver gögn upp á það að fells-nafnið sé eldra. En við höf- um aftur á móti gögn upp á hið gagnstœða. Þar á ofan er nafnið Hverfjall orðið svo þekkt og hefðhundið, að það vœri alveg fyrir neðan allar hell- ur að fara að breyta því núna. “ tilviljunum háð. Tímamaður leit t.d. í þrjú landakort frá Landmælingum í bókabúð um helgina. Hverfjall stóð í tveim þeirra, en Hverfell í því þriðja. Að sögn Kristjáns hófst þessi barátta í kringum 1990, í kjölfar þess að ákveðinn maður í Mý- vatnssveit hafi farið að berjast fyrir því að breyta nafni fjallsins í Hverfell. „Hann segist hafa einhver gögn upp á það að fells- nafnið sé eldra. En við höfum aftur á móti gögn upp á hið gagnstæða. Þar á ofan er nafnið Hverfjall orðið svo þekkt og hefðbundiö, að það væri alveg fyrir neðan allar hellur að fara að breyta því núna", segir Krist- ján. Hann segir þá landeigendur hafa sent mótmæli við þessari nafnbreytingu til Landmæl- inga. „En þeir þykjast hafa ein- hvern úrskurö frá Örnefnastofn- un, sem við viljum nú draga í efa, vegna þess að það hefur aldrei verib haldinn neinn formlegur fundur í Örnefna- nefnd um þetta mál. Þetta byggjum við m.a. á lögfræðilegu áliti frá Jóni Steinari Gunn- laugssyni, sem efast um ab það hafi nokkru sinni veriö haldinn fundur um þetta mál. Hann seg- ir þar einnig, að Örnefnastofn- un sé hvergi til svo séð verði í lögum. Hins vegar sé til Ör- nefnanefnd. Lögum (nr. 35 um bæjarnöfn og fleira) samkvæmt eigi rábherra að skipa nefndina, sem á, auk eftirlits og tillagna Lokaniðurstaða Jóns Steinars sé síðan sú, að öll málsmeðferð opinberra aðila í þessu máli sé hrein endaleysa og að Landmœlingum sé skylt að nota nafnið Hverfjall eins og eig- endur þess vilja, segir Kristján. um býlanöfn, að hafa á hendi „eftirlit með nafnsetningu á landabréfum, sem gefin eru út að tilhlutun ríkisins og vera ráðunautum til leiðbeiningar og aöstoðar um önnur málefni er varða hvers konar staðarnöfn hér á landi". Lokaniðurstaða Jóns Steinars sé síðan sú, að öll málsmeðferð opinberra abila í þessu máli sé hrein endaleysa og að Landmælingum sé skylt að nota nafniö Hverfjall eins og eigendur þess vilja, segir Krist- ján. Álit annars lögfræðings, Krist- ins Björnssonar, sé mjög í sama anda. Að hans mati sé ekki hægt að breyta svona nöfnum nema með vitund og vilja landeig- enda. Kristján segir ákveðna aðila líka hafa farið að brjótast í því sl. vor að fá breytt nöfnum á skiltum, sem árum saman hafi vísað á Hverfjall. Ekki hafi þó orðið af því. Meöal annars hafi verið gengið í það, að þeim þess- ara skilta sem Vegagerðin sér um, verði a.m.k. ekki breytt eins og er. Einnig sagðist Kristján vita til þess að gefin hafi verið út póst- kort og síðan jólakort (um síð- ustu jól) með mynd af Hverfjalli þar sem það sé hins vegar kallað Hverfell. Raunar hafi einhver kortaframleiöandi líka verið ab bjóba upp á kort með nafninu Bláfell. „Þab er ekki til, heldur Bláfjall. Það virðist þannig ekki nákvæmninni fyrir að fara ef svo merku fjalli eins og Bláfjalli er breytt í fell", segir Kristján Þórhallsson. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.