Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 23. ágúst 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210( 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hverjir stjórna Rússlandi? Löngum hefur það vafist fyrir mönnum á Vestur- löndum hverjir séu hinir eiginlegu stjórnendur Rúss- lands. Sterkir menn hafa haldið þar um stjórnvölinn, stundum aðeins að nafninu til, en öflin að baki þeim oft á tíðum verið sem lokuð bók. Eftir að Sovétríkin lögðust af og alræði Kommúnistaflokksins varð að víkja fyrir lýðræðislegri stjórnarháttum hefur Boris Jeltsín farið með húsbóndavaldið í Kreml en oft á tíðum hefur verið erfitt að ákvarða hvér raunveruleg völd hans eru og hve styrkar ríkisstjórnir sem hann myndar eru. í þingkosningum á síðasta ári náði kommúnista- flokkurinn því að verða stærsta stjórnmálaafl lands- ins en Jeltsín vann yfirburðasigur í forsetakosning- um á þessu ári. í Rússlandi takast á öfl með ólíka hugmyndafræði og eru þing og ríkisstjórn hvergi samstíga sýnist svo sem bæði markaðsbúskapur og miðstýrð áætlanagerð eigi erfitt uppdráttar. En þessa dagana er ástandið sýnu erfiðast í sam- skiptum innan valdakerfisins í Kreml og í hernum sem alla tíð hefur verið mikilvægt stjórnmálaafl í Rússlandi. Valdabaráttan milli hershöfðingjana í Kreml endurspeglast í stjórnlitlum hernaði í Tsjetsj- inju, þar sem samið er um vopnahlé einn daginn og stórfelldar hernaðarárásir hafnar hinn. Tvennum sögum fer af því hvaða þátt Jeltsín for- seti á í hildarleiknum. Fréttir berast af því að hann hafi fyrirskipað árásir rússneska hersins á Grosní eða að herinn hafi óhlýðnast ákvörðunum hans og haldi hernaði áfram upp á eigin spýtur. Háttsettum hers- höfðingjum ber ekki saman um hverjar fyrirskipanir eru. Svo gæti virst að valdabáráttan sé að snúast upp í stjórnleysi. Eitt aðalkosningamál Jeltsíns og hans manna var að stöðva stríðið í Tsjetsjinju ef valdaumboð þeirra yrði endurnýjað fyrir aðeins örfáum mánuðum. En annað hvort hafa þeir svikið öll sín loforð eða að rússneski herinn í Kákasus neitar að hlýða fyrirskip- unum frá öðrum en haukunum í Kreml. Heilsuleysi rússneska forsetans er augljóst. Hann var veikur maður þegar hann gekk til kosninga og eftir sigur sinn hefur greinilega enn sigið á ógæfu- hliðina. Jeltsín er ekki fær um að halda um stjórnar- taumana í Rússlandi á því mikla umbrotaskeiði sem þar gengur yfir. Forsetinn er veikur og stjórnin er veik og valdabar- átta stendur yfir rétt einu sinni innan Kremlarmúra. Og á meðan einhverjir sjá sér hag í því að kynda ófriðarbál innan ríkisins halda stríð áfram og vopna- hlé eru ekki til annars en aö svíkja þau. Annars þarf engan að undra þótt á ýmsu gangi í Rússlandi og glundroði ríki á mörgum sviðum. Gamla stjornkerfið hrundi á svipstundu og vestrænu markaðskerfi komið á án undirbúnings og aðlögun- ar. Landamæri stokkuð upp og ný ríki urðu til innan marka gömlu Sovétríkjanna. Rússland þarf á styrkri og samhentri stjórn að halda og ráðamenn þar þurfa að halda allsgáðri vöku sinni til að leiða þjóðirnar inn í nýja öld. En því mið- ur er ekki búið að uppræta gömlu uppdráttarsýkina og sjúkur maður ræður ekki við valdasjúka undirróð- ursmenn. Heilbrigbisstríbið Ástandib í heil- brigbismálum þjób- arinnar er alveg hreint gasalegt segja sumir, en abrir segja þab hreint ekki svo slæmt. Garri er ab velta því fyrir sér hvort sé nú sannleikanum sam- kvæmara en er truflabur af bryn- drekum sem lóna úti á sundunum vib Reykjavík. Hann hugsar ósjálfrátt meb sér ab svona hafi útsýnib yfir sundin blá líklega verib á stríbsárunum. Sönglandi í huganum ljóblínurnar: „Þab er draumur ab vera meb dáta...", veltir hann fyrir sér þeirri hugmynd ab taka frí, eba til- kynna sig veikan þab sem eftir er dagsins, rölta heim, fara í gömlu matrósafötin, spóka sig í þeim nibur í bæ og sjá hvort ekki beri loksins vel í veiði. Vib nánari íhugun hverfur Garri þó frá þessum hug- leibingum, enda aldurinn líklega heldur hár fyrir unglingsstúlkurnar sem hafa smekk fyrir dátunum, auk þess ab brjóstkassinn er heldur siginn, eba mag- inn framsettur, svona eftir því hvernig á þab er litib. Gott aí> ekki er stríb Annars er gott að það skuli ekki vera stríð á ís- landi, nema gæsastríð, því ef það væri alvörustríð þá væri nú illa komið fyrir fórnarlömbum stríðsins fyrst heilsugæslulæknarnir eru hættir í vinnunni og orðnir atvinnulausir. Hins vegar er svosem ekkert fráleitt að tala um stríð á þeim vettvangi. Þar er reyndar ekki barist með kanónum, bryndrekum og byssustingjum, heldur með hnútukasti og fjöreggja- bombum. Deiluabilar kasta heilsufarslegum fjör- eggjum þjóðarinnar á milli sín að því er leikmanni virbist, af fullkomnu kæruleysi. Á hinn bóginn er líklega rétt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort við- komandi fjöregg sé yf- irhöfuð nokkuð svo ómissandi eða áríð- andi þegar allt kemur til alls. Heilsugæslu- læknar gera hvort eb er lítið annað en ávísa sýkla- og súlfalyfjum á báðar hendur þannig ab sýklalyfjaónæmi þjóðarinnar er að verða háalvarlegt vandamál, eins og fram hefur komið að undanförnu. Sýkla- lyfjaónæmið stefnir líklega í að verba mun stærra vandamál en það sem við blasir þó nokkrir læknar segi upp vinnunni. Þannig ab eiginlega má segja að læknar hafi gert þjóðinni stóran greiða með því að hætta í vinnunni, að minnsta kosti ætti það að lengja í hengingaról sýklalyfja- ónæmisins og þab er nú engin smá þjóðhagsávinn- ingur. Ótækt Austurland Annars var athyglisvert að heyra yfirlýsingu frá Heilbrigðismálarábi Austurlands í gær þar sem stað- an var ótæk vegna þess að fyrir íbúa á Höfn í Horna- firði og á Bakkafirði var sex tíma akstur í næsta lækni innan fjórðungsins. Það er vissulega rétt hjá Heil- brigðismálaráði Austurlands, en það lét hjá líða ab geta þess að frá Bakkafirði er rúmlega hálftíma akst- ur á Þórshöfn þar sem er neyðarvakt læknis. Sömu- leiðis er um þriggja tíma akstur frá Höfn til Víkur í Mýrdal þar sem einnig er læknir á neyöarvakt. Þessi byggðarlög eru reyndar ekki í Austfirðingafjórðungi en það væri nú óttalega hallærislegt ef það aftrabi læknunum frá því ab sinna veiku fólki, Ef til vill verbur þessi deila til þess ab Austfirðingar, sem og aðrir landsmenn, komast að því að ísland er eitt, en ekki barasta átta kjördæmi eða landshlutar. Þá er nú til nokkurs barist. Garri „Stassjónistar" og ódauölegir söngvarar í kvæði eftir Davíb Stefánsson er að finna þessa ljóðlínu: „Þegar menn frá grafreit mínum ganga, gleymist þab ab ég hef verið til". Þetta kann að vera rétt þegar litið er til eilífðarinnar, en hins vegar er svo með góð skáld og listamenn að nafn þeirra og verk lifa í hugum kynslóðanna löngu eftir að samferðamennirnir eru gleymdir. Galdur listsköpunarinnar er slílkur fyrir þá sem hafa hana á valdi sínu. Þann 19. ágúst síðastliðinn eru 60 ár liðin frá því að spænska skáldið Fe- derico García Lorca var myrtur af spænskum fasist- um rétt fyrir utan bæinn Viznar skammt frá Gran- ada. Þar féll fyrir morð- ingjahendi einn af þeim skáldum og rithöfundum aldarinnar sem höfbu til að bera mesta töfra í list sinni. Slíka menn hræbast haröstjórar mest af öllum og taka enga áhættu hvab þá varðar. Tákn og dulúb Hins vegar gleymast þeir ekki. García Lorca lifir í kvæbum sínum og leikritum. Hinir fremstu íslensku þýðendur hafa tekið sér fyrir hendur að þýða verk eftir hann, og það var einmitt ein slík þýbing sem vakti áhuga minn á honum, en þab var kvæðib Vögguþula í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Kvæbib er eitt samfellt listaverk og táknin í því, hesturinn og áin sem rennur gegn um gljúfur og barnið sem vaggað er í ró, ættu að höfði mjög sterkt til íslendinga. Dulúðugur undir- tónninn í kvæðinu markast af því andrúmslofti feigðar og dauða sem ríkti á þessum tíma og kem- ur meðal annars fram í þessum ljóðlínum: „Silfurfólan flipann foröast hann að vœta, mœnir miöja vega milli bakka og áls, — knýr meö klökku hneggi klettafjallsins veggi meöan örend áin um hann vex í háls!" A víbavangi García Lorca var afkastamikið skáld þó hann væri myrtur 38 ára gamall. Meðal þeirra verka sem út komu eftir hann var ljóöabókin „Skáld í New York" sem var gefin út fjórum árum eftir dauða hans og kom út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar árið 1991. Þessi bók hefur legið á nátt- borbinu hjá mér og hef ég verið að grípa í að lesa hana nú undanfarið. Hún er ekki ein af þeim bók- um sem er hraölesin en það gerir ekkert til. Kvæb- in eru frá þeim tíma sem höfundurinn stundaði nám við Columbia há- skólann í New York 1929- 1930. Bókin sýnir þau átök sem verba þar sem tveir menningarheimar mætast, þegar hin vib- kvæma listamannssál kemst í kynni við borgar- lífið á Manhattan í öllum sínum hrikaleik. Ljóbin eru afar ólík vögguljóðinu og öbrum slíkum, en höf- undareinkennin þau sömu. Stassjónistar og ódauðlegir söngvaf Þessi orð um García Lorca eru skrifuð til að votta minningu hans virðingu og um skammarlegan atvurð sem skeði fyrir 60 árum sem er þyngri en tárum taki. Jaftfer vel á því að vitna í Halldór Laxness í lokin pPsem hann í Höll sumarlandsins fjallar um þab á táknrænan hátt þegar Ólafur Kárason fann stíg- vél „stassjónistans" Júel Júel á andliti sínu. Um þab segir meðal annars: „Hann hugsabi til þeirra þúsund skálda sem stassjónistar heimsins höfðu traðkað niður í sorp- ib meb stígvélum á undan honum. Tímar munu líða og leibin gróa upp. En löngu eftir að stassjón- istarnir eru signir og horfnir í svarta nótt, umvafb- ir fyrirlitningu aldanna, þá óma saungvar skáld- anna enn frá vörum lifandi og elskandi fólks." Svo er um Andalúsíumanninn García Lorca og þarf ekki neinu vib ab bæta. Ján Kr. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.