Tíminn - 31.10.1986, Side 4

Tíminn - 31.10.1986, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 31. október 1986 Stórhertogahjónin í Luxemburg dást hér að erfingjum hertogadæmis- ins, Henri prins og Mariu Teresu, ásamt sonunum þrem, Louis, Guillaume og Felix. Fólki varð starsýnt á hvernig Maria Teresa hélt á yngsta syninum viö skírina, aðeins 7 vikna gömlum. Prins skírður — og mamman fær skammir! F * y yrir nokkrum árum fæddist erfðaprinsi Lúxemborg, Henri, og konu hans Mariu Teresu sonur. Pað var þriðja barn þeirra hjóna, og reyndar þriðji sonurinn. Að því kom að drengurinn var vatni ausinn og gefið nafnið Louis. I tilefni af skírninni var smalað saman fjölskyldunni og Ijósmynd- ari fenginn til að taka myndir af þessum glæsilega hópi. Þegar svo myndirnar birtust almenningi kom í Ijós, mörgum til hinnar mestu furðu, að prinsessan, þriggja barna móðirin hefur ekki enn lært að halda á kornabarni! Lesendabréf fóru að birtast í stórum stíl í blöðum þar sem fárast var yfir því hvað Maria Teresa, sem komin er af auðugu kúbönsku slekti, væri kærulaus um að styðja undir hnakkann á prinsinum. Það bæri ekki vott um að hún kynni að handfjatla ungbörn! Margareta prinsessa, . föðursystir skírnarbarnsins, hélt Louis undir skírn, og myndin ber það með sér að hún kann betur að umgangast nýfædd börn en mágkonan. E Su Pollard Pálína minnkaði um helming! -AULINE Hemming brá heldur en ekki í brún þegar hún gerði sér grein fyrir, að boxarinn Frank Bruno - með alla sína stóru og miklu vöðva - var 18 kílóum léttari en hún! - Þetta var eins og högg í höfuðið fyrir mig, segir Pauline, og ég ákvað á stundinni að nú skyldi það verða af því hjá mér að fara í megrunarkúr. Paulíne hefur safnað á sig miklu spiki frá því á unglingsárum, og í sl. 14 ár hefur hún ekki fengist til að fara upp að altarinu með kærastanum sínum og láta verða af fyrirhugaðri giftingu, því hún gat ekki hugsað sér að verða „feitasta brúður á Englandi", eins og hún sagði. En kærastinn, brunaliðsmaðurinn Dennis Magill, var tryggur og beið og beið. Nú hefur Pauline á einu ári losað sig við 60 kíló ! Hún var orðin 120 kíló, svo að helmingurinn af stúlkunni er horfinn út í veður og vind! Pauline hefur nú játast kærastanum og þau ætla að gifta sig fljótlega og fara til Seychelle- eyjanna - svo hún geti sólað sig í bikini, en það er alveg nýtt fyrir hana. Pauline Hemming fékk titilinn „Megrunardrottning ársins“ í Englandi, en þar í landi kjósa megrunarklúbb- arnir „Slimmer of the Year“ eins og þeir kalla það. Pauline Hemming heldur af mynd af sjálfri sér fyrir einu ári, - þegar hún var helmingi þyngri en hún er liggur mikið á. Hún skálmar upp tröppurnar af „pöbbinum" þar sem hún hafði aðeins staldrað og hitt kunningja, -en núna sár vantar hana leigubíl, svosemsjá má, því að hún lét sighafaþað, aðstinga uppísig fingrumog flauta hátt og hvellt eins og snaggaralegur götustrákur. Vonandi ekki hærra upp klaufin á kjólnum hcnnar, því þá gæti illa farið! Á stóru fjölskyldumyndinni sem tekin var við þetta hátíölega tækifæri endurtók sig sama sagan. Augljóst þótti að Maria Teresa kynni hreinlega ekki að halda á kornabörnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.