Réttur


Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 33
B É T T U B 33 vínsdrykkju og innantómu kaffihúsalífi, sem varðar veginn til lögbrota. Síðasta saga Elíasar, Sóleyjarsaga, er einnig tilgangssaga, bar- áttusaga ungrar stúlku, sem er fædd og uppalin í einu af hinum nýju fátækrahverfum höfuðborgarinnar, braggahverfi. Sú saga er ekki skrifuð af eins mikilli íþrótt og Vögguvísa. I þessari sögu er þó að mörgu leyti vel sett fram barátta ungu stúlkunnar við lífslamandi öfl Reykjavíkurlífsins: fátækt, brennivín og hernám. Þórunn Elfa Magnúsdóttir hefur ritað margar bækur, sem flest- ar fjalla um lífið í Reykjavík. Þær eru einnig raunsæar tilgangs- sögur, sem fjalla um lífið á líðandi stund, sáígreina einstaklinga og þjóðfélag. Þess er ekki kostur að geta þeirra allra, en ég skal minnast á tvær: Snorrabraut 7, sem kom út 1947, og Sambýlis- fólk 1954. Þessar sögur fjalla um atburði frá gelgjuskeiði Reykja- víkur, umbrotatíma stríðsáranna, þegar ofvöxtur hleypur í alla limi hennar og þeir virðast vaxa hraðar en svo, að búkurinn valdi þeim. Og þó vex Reykjavík ekki of ört fyrir hið ólgandi líf, sem streymir um æðar hennar af vaxandi þunga. Við lestur þessara sagna dettur manni í hug, að í rauninni sé Reykjavík eins og ófullgert fjölbýlishús, rösklega fokhelt, en þó flutt í einstakar íbúðir ófullgerðar. Húsnæðismálin eru baksvið sagnanna, bar- áttan fyrir því að eignast þak yfir höfuðið, jafnvel þótt það sé annars gólf. Sögurnar lýsa í senn baráttunni við verðbólguna og baráttunni við að hagnast á verðbólgunni. Þær lýsa annars vegar þeim, sem með harðfylgi, jafnvel meiru en kraftar leyfa, reyna að koma sér upp húsnæði, en sýna þó réttsýni og heiðarleik í við- skiptum. Hins vegar lýsir hún þeim, sem sýna óbilgirni og harð- drægni í viðskiptum og hagnýta sér vinnu annarra til að koma sér vel fyrir í lífinu. Aðalpersónur sagnanna og fulltrúar andstæðra skapgerða eru Dagrún og Auðbjörg Arnarson. Dagrún er hetja liversdagslífsins, þótt veikgerð sé, hógvær, réttsýn og hjálpsöm. Auðbjörg er harð- lynd, ágjörn og ófyrirleitin og gefur gjafir til að sýnast og hagnast. Hún trúir því, að allt verði keypt fyrir peninga, jafnvel elskhugi. Það var í rauninni nauðsynjaverk að skrifa skáldsögu um hús- næðismálin, þennan þátt í þróunarsögu Reykjavíkur, sem hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.