Réttur


Réttur - 15.04.1935, Blaðsíða 31

Réttur - 15.04.1935, Blaðsíða 31
En einmitt vegna þess, að þessi leið hefði hlotið að leiða til aukinnar baráttu bændanna gegn skulda- og milliliðafargi, gat borgarastéttin íslenzka ekki valið hana, heldur þá gagnstæðu, hina svonefndu „skipu- lagningu afurðasölunnar“. Eðli hennar er í stuttu máli þetta: Að hækka verð- ið á innanlandsmarkaðinum með lögum, banna alla frjálsa sölu og hvetja til aukinnar sölu með undirboði á eriendum markaði með sérstökum verðjöfnunar- skatti á sölunni innanlands. Jafnframt er gefið í skyn, að með þessu sé gróði milliliðanna takmarkaður, bændum til hagsbóta. Framhald. BÆKUH. n. Maxim Gorki: Sögur. Jón Páls- son frá Hlíð hefir íslenzkað. Reykjavík 1934—1935. Fé- lagsprentsmiðjan. Maxim Gorki er of lítið kunnur hér á landi. Það væri gaman að eiga á íslenzku úr- val af sögum hans, bæði frá eldri tímum og ekki síður hin- ar nýjustu, sem skáldið hefir ort. Allir vita, að Gorki er með frægustu skáldum heimsins. I Vestur-Evrópu er hann allt af talinn í röð með Tolstoj og Dostojevski. Á Rússlandi er hann nú tilbeðinn og lesinn mest allra skálda.Má telja hann lærimeistara heillar skáldakyn- slóðar, sem nú er að vaxa upp í Sovétríkjunum. JónPálsson fráHlíðhefir unn- ið þarft verk með því að snúa á íslenzku fimm ágætum sögum eftir Gorki. Allar eru þær frá fyrri árum skáldsins. Ein af þeim er hin heimsfræga Mal- wa. Hún segir frá stúlku í sjávarþorpi, með sægræn augu og skap kvikt og dularfullt eins og hafið. Hinar heita Vinur minn furstinn, Pílagrímurinn, Saga um afbrot og Konowalow. Þær eru allar af mönnum, sem lifa utap við lög og rétt og eiga hvorki félagslega né sið- ferðilega festu. En Gorki lýsir þeim af samúðarríkum skiln- ingi og án allra dóma. Fyrir skáldinu hefir aðeins vakað það að kynnast þessum per- sónum og lýsa þeim eins og þær voru. Það er ekki fyrr en síðar, að athygli skáldsins bein- ist til hinna stéttvísu öreiga, en þá hlaðast sögur þess meira krafti. Jón Pálsson hefir vandað vel þýðingu sína. Hann á mikið 63

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.