Réttur


Réttur - 01.06.1937, Blaðsíða 13

Réttur - 01.06.1937, Blaðsíða 13
KjósiO Einar á þing! Eftir Kristinn E. Andrésson. Við kommúnistar erum litlir persónudýrkendur. Við vitum, að sagan er ekki sköpuð af nokkrum einstak- lingum, heldur baráttu og vilja fjöldans. En við vitum einnig, að fjöldinn án góðrar forystu getur enga stór- sigra unnið. Við greinum ekki að stórmennið og fjöld- ann, segjum ekki, að annar aðilinn vinni allt. Við segj- um: mikilmennið, borið uppi af vilja og óskum fjöld- ans, þarf til að skapa sögu hverrar þjóðar. Við höfum ekki aðhyllzt þá kenningu, að mikil- mennin ein sköpuðu alla sögu. Við höfum hafnað henni algerlega, kennslubækurnar með dýrkun kónga og keisara (sem reyndar engin stórmenni hafa verið) hafa vakið andúð hjá okkur. Sú andúð hefir verið svo sterk, að hún hefir jafnvel hrakið okkur út í andstæð- una, að afneita áhrifum einstaklingsins. Við höfum gert mjög lítið að því, að halda fram okkar beztu mönnum. Af misskilinni hæversku höf- um við ekki einu sinni látið þá njóta sannmælis, ekki kunnað við að bera þeim það lof, sem þeir hafa átt skilið. Eg fæ ekki séð, að neitt réttlæti slíka hæ- versku. Hún leiðir beinlínis til þess, að dylja fyrir fólkinu kosti þeirra, en í þess stað hampa andstæðing- arnir jafnvel mest hinum verstu skaðsemdarmönnum. Eg leyfi mér að brjóta þessa reglu kommúnista, og bið að líta ekki á það sem persónudýrkun, þó eg skrifi fáein orð um Einar Olgeirsson í tilefni af næstu kosn- ingum. Hann er efstur á lista okkar í Reykjavík. Þar ætlum við að koma manni að. Við álítum sigur vinstri flokk- anna vera lífsmál þjóðarinnar. Við vitum þann sigur ekki öruggan nema atkvæði kommúnista komi að not- um. Barátta okkar stendur í Reykjavík. Hún stendur um Einar Olgeirsson. Þó menn hafi ekkert lesið nema andstæðingablöð 141

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.