Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 18
SKÆRU- HERNAÐUR Giap 18 Skæruhernaður hefur frá ómunatíð verið varnar- og sóknar-aðferð bændaalþýðu gegn voldugum óvini, sem ræðst inn í land hennar eða gegn hervæddri yfirstétt eigin lands, er ok hennar var orðið óbærilegt. Það var þá siðferðisþróttur þeirrar alþýðu, sem var að berjast fyrir frelsi sínu og lífi, sem bar ofur- liði voldugt, vel hervætt málalið, sem enga hugsjón átti að vopnum. Uppreisnarmenn George Washingtons báru sigur af hólmi af vel æfðu málaliði brezka heimsveldisins. Spánskir bændur sigruðu í sífelldum skærum sjálfan Napoleon, — innrásarher hans til stuðnings leppstjórn Frakka varð sífellt fyrir árásum af þessum ósýnilega fjandmanni og glataði sjálfstrausti sínu. „Ljónið í dæmisög- unni, sem mýflugan kvelur til bana, er góð mynd af franska hernum,” segir Engels, hinn mikli hernaðarsérfræðingur sósíalismans, um spánska skæruhernaðinn 1807—12. — Og fyrir rúmum hundrað árum dáðist öll alþýða heims af einhverjum mesta skæruliðaforingja heims, Garibaldi, sem stjórnaði af ótrúlegri herkænsku frelsissveitum Itala. Sumir héldu að tæknibyltingin í hernaði hefði útrýmt skæruhernaðinum. En því fór fjarri, þegar um frelsisbaráttu var að ræða. Aratugirnir 1927—45 sýndu það bezt: Sov- ézku skæruliðarnir vöktu aðdáun heimsins með hetjudáðum sínum bak við víglínur naz- ista, mótspyrnuhreyfingin í Evrópu sýndi að meira að segja í borgum átti skæruhernaður- inn hlutverki að gegna. Og austur í Kína stóð bændaher undir kommúnistískri forystu í 20 ára skæruhernaði og borgarastyrjöld, er lauk með sigrinum 1949- Skæruhernaðarhug- myndir Engels voru nú þróaðar áfram m.a. af Mao-Tse-Tung og síðar Che Guevara. Og nú sér heimurinn allur hvernig hetjuþjóð Viet- nam býður voldugasta stórveldi heimsins byrginn með skæruhernaði sínum gegn full- komnustu drápstækjum nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.