Réttur


Réttur - 01.04.1978, Page 19

Réttur - 01.04.1978, Page 19
tímingu sem pólitísks afls, sakir langrar íhaldsþjónkunar - og gerði hann aftur að þingfylgi eins og hann var sterkastur - með 21% atkvæða 1934. Nú stendur hann sem mikill sigurvegari: 22% allra atkvæða að baki sér, eftir áð hafa verið kominn niður í 9% áður. „Örlögin - það er pólitíkin,“ sagði Na- poleon. „Örlögin" - það er í þetta sinn alþýðan, hefur gefið Alþýðuflokknum tækifæri, sem - ef hann ekki kann að nota það nú - gefast honum ef til vill aldrei altur. Það væri íslenskri alþýðu óskaplega mikilvægt ef Alþýðuflokkurinn, og Al- þýðubandalagið í órofa samstöðu gætu haldið þeim styrk - 45% kjósenda - er þessir flokkar öðluðust nú - og aukið hann síðan. En til þess þarf Alþýðuflokkurinn að öðlast á ný þá reisn, sem einkenndi hann 1934 - og losa sig fullkomlega við þann undirlægjuhátt, sem hin forna undir- gefni, fyrst undir Framsókn og svo íhald- ið, skóp. Hinir ungu þingmenn Alþýðuflokks- ms mega gjarnan minnast Jreirra ris- miklu orða, sem Al[)ýðu llokkurinn skráði í róttækustu ályktun sögu sinnar á flokksþinginu 1934: „Fyrir tilstyrk hinna vinnandi stétta, alþýðunnar til sjávar og sveita, hafa völd- ir> verið tekin af herrum auðvaldsskipu- •agsins íslenska. Og hún vill að völdun- sé beitt gegn þeim.“ Það skorti að vísu raunsæi á bak við þetta mat, ofmat á Framsókn - sem síðan sveik og sprengdi stjórnina á gerðardómi §egm sjómönnum eftir að hafa hindrað framgang aðalstefnumála Alþýðuflokks- ins — og vanmat á breska bankavaldinu, sem brá fætinum fyrir framkvæmdir stjórnarinnar í skjóli skuldaklafans. En þessi orð túlkuðu Jrann háa hug, Jrá reisn, Jrað stefnumark, sem sjálfstæð- ur Aljrýðuflokkur Jrarf að setja sér að ná — livort sem |)að verður í einum áfanga eða fleirum. Spurningin stendur ekki um með hvor- um borgaraflokkanna samhuga verka- lýðsflokkar eigi að vinna á Júngi og í stjórn, heldur um hitt að órofa samstarf skapist milli þeirra og þeir síðan kljúfi út úr borgaraflokkunum nægilegt til stuðnings stjórn, ýmist á Jringi eða með nýjum og nýjum kosningum uns sigur - meirihluti alþýðunnar á Alþingi - er fenginn. Það er forræði alþýðunnar á íslandi, sem nú þarf að leysa forræði braskvalds- ins af hólmi. Og til þess að skapa því þá festu og koma á því raunverulega lýð- ræði, sem alþýðan stefnir að, þurfa verk- lýðsflokkarnir í sameiningu að skipu- leggja hið nánasta samstarf við ASÍ og sambönd þess, við BSRB og þau önnur samtök launafólks, sem öll til samans eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Vald þeirra, víðfeðma samstarf og fullur skilningur á viðfangsefnunum, er skilyrði þess að verkalýðsflokkarnir á þingi vinni meirihluta og valdi því verkefni, er al- þýðan felur þeim. Um Aljoýðubandalagið jrarf ekki að ræða á þessum stað. Það hefur í baráttu sinni undanfarið sýnt glöggt að hverju J)að stefnir í stjórnmálum íslands og gert þjóðinni ýtarlega grein fyrir stefnu sinni

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.