Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 35

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 35
ályktunartillögu árið 1930 um alþýðutrygg- ingar. Tillagan var á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna milliþinganefnd til þess að undirbúa og semja frumvarp til laga um alþýðutrygg- ingar, er nái yfir sjúkra-, elli-, örokru-, slysa- , mæðra- eða framfærslutryggingar og at- vinnuleysistryggingar o.s.frv. í umræðum um tillöguna sagði Magnús Jónsson m.a. eftirfarandi: „Háttvirtur framsögumaður (Haraldur Guðmunds- son) sagði eitthvað á þá leið að þetta mál væri eitt af þeim nútímamálum, sem við Islendingar værum lengst á eftir í. Aumingja ísland!” „Eitt af þeim málum sem sósíalistar nota til agita- sjóna, eru tryggingamálin. Eftir þvi sem sósíalistar eru sterkari eftir því er meira um allskonar tryggingar... Allt... fjötrað og flækt í eintómum tryggingum...” ,,... tekið stórfé frá atvinnufyrirtækjum...” ,,... mun greiða atkvæði ámóti þessari tillögu.” Þegar lögin um alþýðutryggingar árið 1936 voru til umræðu á alþingi kom margt og merkilegt fram hjá andstæðingum alþýðutrygginga. Thor Thors, en hann hafði mest á móti atvinnuleysis- tryggingakaflanum í lögunum: „Við sjálfstæðismenn leggjum á móti atvinnuleysistryggingum. í landi þar sem svo mikil árstíðavinna er sem hér hlýtur atvinnuleysi enn sem komið er jafnan að vera á vissum tímum árs. Ef til vill breytist þetta með vaxandi iðnaði, en þegar landbún- aður og sjávarútvegur eru aðalatvinnuvegirnir verður að reikna með slíku atvinnuleysi.” „t fjórða lagi teljum við að þetta frumvarp sem felur það í sér að styrkja atvinnuleysingja í kaupstöðum sé enn eitt nýtt og öflugt spor í áttina til þess að raska alveg atvinnulífi þjóðarinnar með því móti að ginna til kaup- staðanna ennþá fleira fólk úr sveitum landsins en það sem forsjárlaust og fyrirhyggjulaust hefur flutt á undan- förnu árum hingað á mölina.” „Hitt er vitanlegt að sósíalistum er þetta mikið áhuga- mál og það er fyrst og fremst af flokkslegum ástæðum. Þeir hafa mikið á undanförnum árum talað um atvinnu- leysistryggingar og önnur fríðindi, sem þeir ætluðu að veita verkalýðnum í kaupstöðum ef þeir kæmust til valda, og nú er komið að því að þeir þurfa að standa við Brynjólfur Bjarnason alþm., ráðherra í nýsköpunarstjórninni. Hafði flutt lög- in um atvinnuleysistryggingar margoft — og fleiri þing- menn sósialista líka, er þau loks voru knúin fram með verkfalli 1955. loforð sin. Og þetta skipulag ?r sósíalistum býsna hag- kvæmt, því eins og ég gat um áðan, þá eiga stjórnir verkalýðsfélaganna á hverjum stað að ráða því, á hvern hátt þessu atvinnuleysisfé er úthlutað og þarf enginn að efast um að þessi hlunnindi verði fyrst og fremst hlut- skipti hinna útvöldu.” „Ég hygg að þetta sem ég hef 'nú bent á nægi í bili til að sýna fram á að þessar atvinnuleysistryggingar eru, eins og nú hagar í þjóðfélaginu, býsna viðsjárverðar. Það er svo margt sem er miklu meira aðkallandi og meiri nauðsyn að leggja fram fé til heldur en til atvinnuleysis í kaupstöðum.” Jakob Möller: „Það er mikið skvaldrað um það, hvað þetta sé stórfellt mannúðarmál, það sé svo mikill stuðn- ingur af styrktarstarfseminni í landinu. Nú eigi að hjálpa öllum. Þó er langt síðan að gerðar voru allvíð- tækar ráðstafanir til þess með lögum hér á landi að veita fátæku og ellihrumu fólki opinber hjálp. Ég hygg að 147
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.