Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 35
Mótmælafundur við komu George Bush sumarið 1983 krakkar sem láta ekki deigan síga, halda uppi merki ÆFAB. Svo vonandi verður ÆFAB sterkt afl vinstrimanna sem kílir niður frjálshyggjupostulana sem núna v*lja eiga heiminn. Á þessum stutta tíma er ÆFAB hefur starfað hefur þó margt gerst. Haldnir hafa verið kappræðufundir við Samband ungra sjálfstæðismanna, ÆFAB hefur tekið þátt í útifundum og öðrum fundum nieð herstöðvarandstæðingum, E1 Salva- dor-nefnd og fl. til að mótmæla hernámi °g hernaðarbandalögum. í flokksmiðstöð AB hafa ýmsir fræðslu og umræðufundir verið, félagsmálanámskeið og fl. ÆFAB er núna að undirbúa fræðsluefni um sós- 'ulisma og nokkur einstök málefni úr ís- lenska þjóðfélaginu. Útgáfustarfsemi er ,T>jög blómleg, fjöldi kynningarbæklinga °g dreifirita hafa komið út en hæst ber þó blaðið Birtir, almennt tíðindablað vinstrimanna, sem kom fyrst út snemma á þessu ári og var dreift ókeypis í skóla og á fleiri staði við gífurlegan fögnuð viðtak- enda. Ekki er bara beinhörð pólitík hjá ÆFAB, brosið og léttleikinn er ekki langt undan til að krydda pólitíkina. Núna eru farnar árvissar hvítasunnu- og sumarferð- ir út í náttúruna. Ýmsar skemmtarnir eru líka naidnar t.d. skírnarhátíð á skírdag sem er hátíðardagur ÆFAB en þar er minnst skírnar félagsins. ÆFAB á ábyggilega eftir að skila góðu innleggi í baráttu íslenskra sósíalista. ÆFAB eru alls ekki deyjandi samtök, heldur stækkandi félag ungra vinstrisinna sem vilja berjast fyrir friði, jafnrétti og bræðralagi öllum til handa. 99

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.