Réttur


Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 46

Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 46
áiVé. w NEISTAR Þrælalög 1984 og ísland forðum „Þaö er dauði og djöfuls nauö, er dyggðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð, er aðra brauðið vantar.“ Sigurður Breiðfjörð Um gróða-þorstann °g gengislækkunina 19. nóv. „Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er, frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarner, sem freklega elska féð, auði með okri safna andlegri blessun hafna, en setja sál í veð.“ Hallgrimur Pétursson: Passíusálmar (á við um þrælalög 1983-4.) Ránsfengurinn með þrælalögunum: „7200 miljóna króna kauprán Það er talið að launafólk í land- inu sé um 80.000 talsins. Kjara- rannsóknarnefnd telur að kjara- skeröing frá áramótum '82-83 til áramóta '83-84 sé um 28%. Með því að áætla þessum 80.000 launa- mönnum meðaltalstekjur upp á 20.000 - krónur á mánuði verður kjaraskerðing þessa fólks sam- tals 450 miljónir á mánuði. Ríkisstjórnin hefur nú setið í 16 mánuði. Fyrrnefnd kjaraskerðing nemur því á þessu tímabili 7,2 miljörðum króna. Það munar um minna. Það var ekki út í loftið sem vísitalan var tekin úr sambandi með lögboði." Verkfallspósturinn, Hafnarfirði, 3. tbl. 2. árg. 13. október 1984 „Frelsið“ Pentagon, þ.e. bandaríska hermálaráðuneytið, hefur 1500 herstöðvar í 32 löndum heims. 200 sinnum eftir stríð hefur her þeirra verið beitt. Aðeins í Japan eru 119 bandarískar herstöðvar og 50.000 hermenn. „Heima fyrir" í Bandaríkjunum búa 34,4 miljónir manna við fátækt, eru undir hinum opinberu takmörkum þess, er fátækt telst. í Bandaríkjunum eru 50% þel- dökkra æskumanna atvinnulausir, þar af í New York 90%. í Texas búa 4 miljónir manna við hungur. í Los Angelses 1,3 miljónir. Þriðja hvert þeldökkt barn í Bandaríkjun- um gengur svangt til svefns. „Jafnréttið11 Lögin, sem eru jöfn fyrir alla, banna í hátign sinni jafnt fátækum sem ríkum að sofa undir brúm, betla á götunum og stela brauði. Anatole France. Traustið bregst „Traustið á forustu Washing- tons I Nato og á hernaðarstefnu Bandaríkjanna brást gersamlega, — en hafði verið „heilög kýr“ ára- tugum saman í utanríkisstefnu Vesturlanda." Financiai Times (London) (þegar það varð Ijóst að gera átti Evrópu að vig- velli kjarnorkustriðs). „í Vestur-Evrópu vaxa efa- semdirnar um bandarlsku stjórn- arstefnuna og áhyggjur út af hætt- um á alþjóðaástandinu, — og þar- með efinn um alla pólitík og stefnu Nato og hjá minnihlutanum efi um gildi sjálfs bandalagsins". Horst Ehmke (sérfræðingur Sósial- ■ demokrataflokks Þýska- lands). „Iðnaður Bandaríkjanna þarfn- ast stríðs. Það veit Reagan, en stóriðjuhöldar eru aðal félags- skapur hans. Hann mun reyna að takmarka þetta stríð við Evrópu." „Zeitmagasin “ í Hamborg, 13. nóvember 1981. 222

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.