Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 29
 kallað saman fyrr en 9. júlí og þá í her- teknu landi. Samþykkt þess á hernáminu nýja var þá knúin fram með ofbeldi byssu- stinganna, — ólöglegt í alla staði. Og síð- an hefur innrásarherinn verið hér ólög- lega í krafti ofbeldis og hervalds — og vill láta kalla sig „verndara“. Það er máske rétt að minna á ummæli tveggja manna í sambandi við hernám Bandaríkjanna á íslandi: Sigurður Hlíðar, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu 9. júlí, eftir að hafa fyrst sagt að hann hefði hugsað sér að greiða atkvæði gegn „samningnum“, er hann var á leið til þings: „Mun ekki verða komist hjá að gera þennan samning við Bandaríkin, því hníf- urinn er á barka okkar. Þessi ríki hafa ráð okkar allt í hendi sér og geta bannað alla flutninga til landsins, þau geta komið í veg fyrir það, að við getum flutt einn físk- ugga úr landi og stefnt þannig fjárhag okkar og lífí í hættu“. — Út frá þessum forsendum sagði Sigurður já. Cordell Hull, utanríkisráðherra USA, var heldur ekkert að fela. Hann segir í endurminningum sínum. „Við gerðum á Norður-Atlantshafi meiriháttar ráðstöfun til verndar okkur sjálfum með því að senda hernámslið (á ensku: „occupation force“) til íslands í byrjun júlí til að taka við af breska herliðinu þar.“ Þannig var það í júlíbyrjun; ólöglegt hernám íslands — og alla tíð síðan hefur það verið svo: Hernám áður en forseti og Alþingi hafa samþykkt það, sem er skil- yrði slíks í stjórnarskránni. 47 ára ólöglegt hernám, sem stofnar lífí þjóðarinnar í hættu, ef til styrjaldar kemur. „Vernd“ er aðeins hræsni og yfir- drepsskapur. íslensk þjóð verður að gera sér Ijóst að Bandaríkin hafa með hótunum rænt landi voru og reist hervirki sín og halda því áfram. Þau búa sig undir að fylla Atlantshafíð í nánd okkar með eldspúandi kafbátum, er eitri það og fískinn í sjónum. Jafnframt býr enskt og þýskt auðvald sig undir það hægt og hægt að sölsa undir sig þá 200 mílna fískveiðilögsögu, er við áunnum okkar með harðri baráttu og fórnum. — Og allir þessir aðilar segjast vera „bandamenn“ okkar og „verndarar“. Hvort getur meiri hræsni? Er ekki tími til kominn að við losum okkur úr þessum félagsskap, sem stofnar sjálfstæði okkar, lífsafkomu og lífí í hættu — og reynum með aðstoð Sameinuðu þjóðanna að fá að lifa? P.S. Eftir að þetta var skrifað birtist grein í Alþýðublaðinu 13. febrúar eftir Magnús Gunnarsson forstjóra SÍF (Sölusambands ísl. fiskframleiðenda) undir fyrirsögninni „Aðild að EBE eða ríki í USA“. Varar hann þar við að svo gæti farið „að við yrð- um að innlimast í aðra hvora efnahags- heildina sitt hvorum megin Atlantshafs- ins“. Ræðir hann í greininni einkum hætt- una frá Efnahagsbandalaginu. — Þessi grein staðfestir hættuna, sem yfir okkur vofir og nauðsynina á að eignast banda- menn, sem geti haldið aftur af hinum svokölluðu „bandamönnum“ okkar (Nato), sem einungis eru að hugsa um að gera ísland að nýlendu sinni til arðráns og herstöð. 29

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.