Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 4
VtSIR Föstudagur 29. febrúar 1980 NORRÆN BÓKAKYNNING: Laugardaginn 1. mars kl. 16:00 kynna sendikennararnir Ros-Mari Rosenberg frá Finnlandi og Lennart Aberg nýjar finnsk- ar og sænskar bækur á bókakynningu Bóka- safns Norræna hússins, þar sem fjölmargar bækur af bókamarkaði Finnlands og Svíþjóð- ar 1979 verða til sýnis. Verið velkomin NORRÆNA UÚSIÐ 17030 REYKJAVIK Nauðungaruppboð annaö og sfðasta á Torfufelli 5, þingl. eign Valdimars Jóhannssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 3. mars 1980 kl. 13.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta I Eyjabakka 28, þingl. eign ! Þóröar Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudag 3. mars 1980 kl. 10.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta I Unufelli 21, þingl. eign Guömundar H. Jónssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eign- inni sjálfri mánudag 3. mars 1980 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö Reykjavlk. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta I Torfufelli 21, þingl. eign Leifs Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudag 3. mars 1980 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem tilkynnt var 20. þ.m. meö ábyrgöarbréfi á hverfi- steypuvél (John Orme) talin eign Sæplasts h/f, Lyngási 12, Garöakaupstaö, fer fram eftir kröfu Hilmars Ingi- mundarsonar, hrl., viö eignina aö Lyngási 12, Garöakaup- staö föstudaginn 7. mars 1980 kl. 16:15 e.h. Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö. AUGLÝSING UM KOSNINGAR TIL STUDENTA- RAÐS OG FULLTRÚA STÚDENTA TIL HA- SKÓLARÁÐS. Fimmtudaginn 13. mars nk. fara fram kosningar til stúdenta- ráös Háskóla tslands og kosning tveggja fulltrúa stúdenta til Háskólaráös. Stúdentaráö er skipaö 30 fulltrúum stúdenta. Til Stúdentaráös eru nú kosnir 13 fulltrúar og jafnmargir til vara. Til Háskólaráös eru kosnir tveir fulltrúar, sem jafnframt eiga sæti I Stúdenta- ráöi, sbr. 7. gr. laga um Stúdentaráö. Kjörtimabil er tvö ár. Kosningin er leynileg, hlutbundin listakosning, sbr. 6. gr. og stendur kosning frá kl. 9.00 til kl. 18.00 hinn 13. mars nk. Kjörstaöir veröa auglýstir siöar. Kosningarétt og kjörgengi til Stúdentaráös og Háskólaráös hafa allir sem skráöir eru til náms i H.i. skv. reglugerö Háskólans, sbr. 15. gr. laga um Stúdenta- ráö. Utankjörstaöaatkvæöagreiösla fer fram þriöjudaginn 11. mars og miövikudaginn 12. mars á skrifstofu stúdentaráös frá kl. 12.00 til 15.00 báöa dagana. Vegna fyrrnefndra kosninga er hér meö auglýst eftir framboös- listum .Fram skal borinn listi minnst 6 og mest 26 einstaklinga til Stúdentaráös. Til Háskólaráös skal borinn fram listi minnst tveggja og mest fjögurra einstaklinga. Kjörinn fulltrúi skal hafa varamann. Framboö skulu vera skrifleg. Skal fylgja hverjum lista skriflegt samþykki allra sem eiga á honum sæti, viö aö fara i framboö og skipa sæti sitt á listanum. Hver listi skal studdur 50-80 stúdentum aö auki. Kj ósanda er aö- eins heimilt aö mæla meö einum lista. Forsvarsmenn lista skulu útnefna sérstakan umboösmann listans, sem er ábyrgur fyrir listans hönd, gagnvart kjörstjórn. Kjörstjórn beinir þeim tilmælum, til frambjóöenda og stuönings- manna framboöslista aö viö áritun á listann riti þeir jafnframt nafn þeirrar háskóladeildar, sem viökomandi stundar nám viö. Framboösfrestur rennur út mánudaginn 3. mars nk. kl. 14.00. Tekiö veröur viö framboöum á skrifstofu Stúdentaráös. Skrifstofa SHI er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00-15.00. Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu SHl dagana 7., 10. og 11. mars. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist kjörstjórn eigi siöar en kl. 12.00 á hádegi 10. mars. Úrskuröi kjörstjórnar má skjóta til Stúdentaráös. Hægt er aö ná sambandi viö kjörstjórn á skrifstofu SHÍ kl. 12.00 til 13.00 á mánudögum. Kjörstjórn. 'é t * S. *J V 4 Nýjustu ráöstafanir stjórnar Cossiga til þess aö stemma stigu viö uppivöftslu hryrftjuverkaananna njóta stuönings langt út fyrir raöir stjórnarflokksins, og treystust ekki einu sinni kommúnistar til þess aö standa gegn þeim. HflLDfl KOMMÚNISTUM AFRAM UTflN STJÓRNAR Allt er í heiminum hverfult og pólitíkin þá alveg sér í lagi. Þó má ganga út frá einu vísu í hinum vestræna heimi. Kristilegir demókratar sitja við stjórnartaum- ana á Italíu. Það hafa þeir gert síðustu þrjátíu og tvö árin og eru ekki á því að hætta nú. Ef síðan Evrópukommúnistarnir hans Berlingers vilja fá að leggja hönd á stjórnarplóginn með minnihlutastjórn íhaldsf lokksins, er þeim það svo sem vel komið fyrir kristilegum demókrötum. Það skal þó Ijóst vera að slíkur stuðningur í þinginu, verður ekki launaður með beinni aðild að ríkisstjórninni. Engir ráðherra- stólar fyrir kommúnistana! Ekki til að nefna! I grófum dráttum var þetta niðurstaðan á landsfundi kristilega demókrata- flokksins, sem haldinn var fyrir skömmu í Róm. Minnihlutastjórn Francesco Cossiga, forsætisráðherra, skal sitja áfram. Kommúnlslar í ráðherrastóia? Fyrir flokksþingiö haföi raun- ar veriö spáö, aö hinni pólitísku refskák á ttaliu yröi beint inn á spánýja braut, sem leiöa mundi til myndunar nýrrar rikis- stjórnar. Þó áfram meö kristi- legan demókrata i forsætisráö- herrastólnum I anda kosninga- úrslitanna frá júni 1979, þegar tæp 40% kjósenda greiddu at- kvæöi miö- og hægriflokkum. Síöustu árin hefur stjórn- málaumræöan á ítallu mjög einkennst af hugmyndinni um, aö kristilegir demókratar og kommúnistar gengju sem jafn- ingjar til samstarfs i rikis- stjórn, sem heföi meirihluta I þinginu. Aö sjálfsögöu fengju kommúnistar einhver ráöherra- embættin. En á landsþinginu kom sem sé upp á daginn, aö engan veginn var hægt aö bræöa saman meirihluta meö hugmyndinni um stjórnarsamstarf meö En- rico Berlinguer og kompani. 1 augum ihaldsmannanna kom ekki til greina aö unnt væri aö færa austur og vestur saman. — Kannski er þaö i og meö vegna þess, aö vinirnir I Washington mundu llta slikt óhýru auga, eins og nokkrir af forkólfum kristilegra demókrata fengu ljóslega aö heyra I heimsókn þeirra þar á dögunum. (Italskir stjórnmálamenn eiga mjög erfitt meö aö rlfa sig frá hinum imiiu icngaium vio DanuariKmj Astandiö i heimsmálunum um þessar mundir eftir innrás Sovétmanna I Afganistan hefur og veriö litt falliö til þess aö kristilegum demókrötum geöj- ist betur aö kommúnistum. Hversu mjög sem Berlinguer hefurfordæmt innrásina, og siö- an einnig útlegö Sakharovs. Allt frá þingkosningunum 1976 hafa italskir kommúnistar leit- ast viö aö koma fram sem ábyrgir lýöveldissinnaöir Evrópukommúnistar, sem I höfuöatriöum styddu stjórn landsins. Fyrst fimm og sex flokka samsteypustjórn og slö- an minnihlutastjórn erföafjand- ans, kristilegra demókrata. Þó hafa þeir um leiö sifellt biölað eftir stuöningi sósialista, jafn óstýrilátir og þeir hafa veriö meö Craxi i forystunni. Þeir hafa gengiö svo langt aö krefj- ast sætis ráöherra sem félagar i rikisstjórninni I umbunarskyni fyrir stuöninginn. Til þess hefur meirihluti manna I flokki kristilegra demókrata ekki mátt hugsa og risiö öndveröur gegn öllum til- raunum i þá átt. Leiðtogar kommúnista, sem eru næststærsti stjórnmála- flokkur Italiu, hafa orðiö aö viöurkenna, aö þrátt fyrir hiö aöutan Umsjón: j Guðmundur ; Pétursson ábyrga hlutverk, sem flokkur- inn hefur leikiö í þinginu, og stuöninginn viö stjórnina, hafa kommúnistar ekkert borið úr býtum. Flokkurinn hefur litlu sem engu komiö fram af stefnu- málum sinum, sem heföi kannski ekki veriö óeðlilegt i launaskyni fyrir stuöninginn, og ekki verður vart, áð fylgi hans hafi aukist af þessari pólitik. Þvert á móti hefur óánægjan innan raöa flokksmanna vaxiö vegna þessa „daöurs” viö erföafjandann sjálfan. Francesco Cossiga verftur áfram forsætisráftherra, en flokksbræftur hans voru ekki jafn hrifnir af þeim möguleika aö fá hann fyrir framkvæmda- stjóra kristilegra demókrata. Englnn meirihluti Menn eru þvi engu nær meiri- hlutastjórn í dag, en þeir voru eftir þingkosningarnar 1976. Staðan er sú sama. Kommúnist- ar geta fengiö að hanga á spýt- unni, ef þá lystir, og hið sama gildir um sósialistana. Hin svo- kallaöa bráöabirgöastjórn Cos- siga, sem varö til, þegar flokks- forkólfar kristilegra demókrata gátu ekki sætt sig viö hver ann- an, virðist ætla aö veröa langlif- ari en horföi til i fyrstu. Úr þessu verður sennilega beðiö sveitarstjórnarkosninganna I vor til þess aö sjá úr hvaöa átt kjósendur blása. Annaö vakti einnig athygli á flokksþingi kristilegra á dögun- um. Þaö tókst ekki aö velja framkvæmdastjóra. Eftir fimm ár i þvi starfi ætlar Benigno Zaccaghini að draga sig i hlé, eftir aö hafa mistekist einsog vonlegt var aö sætta og sameina hin sundruðu öfl flokksins, sem hálfopinberlega er klofinn I niu arma. Sem hugsanlegir eftir- menn Zaccagnini höföu verið nefndir Cossiga forsætisráö- herra, Forlani fyrrum utan- rikisráöherra og flokksfor- maðurinn, Faminio Piccoli. Um engan þeirra náöist þó eining og menn gripu til þess úrræðis aö fresta valinu og fela þaö flokks- stjórninni i staö þess aö kjósa framkvæmdastjórann á flokks- þinginu, eins og venja er. Umræöur á flokksþinginu ein- kenndust annars mjög af ástandinu i alþjóöamálum, þar sem innrásin I Afganistan, vig- búnaður austurs og vesturs og útlegöarvist Sakharovs hefur boriö hæst, og svo af efnahags- málasviöinu i innanrikismálum, en þar sýnist örlitill batavottur ætla aö snúast upp í nýja kreppu meö tlföldun viöskiptahallans við útlönd áriö 1979 (miöað viö 1978) og óöaveröbólgu. Hiöfyrra merkti mjög afstööu manna gegn hlutdeild kommún- ista I stjórninni, og vildu menn litt trúa Evrópukommúnisma Berlinguers. Hið siðara leiddi til einróma stuðnings viö nýjustu aögeröir Cossiga-stjórnarinnar gegn hryöjuverkaöflunum á Italíu, sem er setning laga, er veita lögreglunni aukið umboö til þess aö handtaka menn og hafa I varöhaldi, án sérstaks úr- skuröar dómara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.