Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006 | 9 tveggja ungra listamanna, sem eignað er eitt af verkum tvíæringsins. Mismunandi lista- menn koma að vinnu þessarar Silvíu Nætur myndlistarinnar og listsköpun hennar spann- ar svið málverksins, skúlptúra, gjörninga og tónlistar. Sýningar Spaulings og þessi sam- runi galleríistans og listamannsins hafa vakið töluverða eftirtekt í borginni. Framtakið þyk- ir spennandi ögrun við alræði faggalleríanna og listmarkaðsafla sem gat af sér ungu lista- mannsstjörnuna. Svo virðist þó sem gagn- rýnin á kerfið sé einnig að komast í ógöngur því eins og til að sanna mátt umræddra afla hefur Reena Spaulings nú slegið rækilega í gegn og spurning hvað verður um grasrót- arbraginn í því umhverfi sem honum var stefnt til höfuðs. Friðarturninn endurreistur Fjöldi annarra listamanna tekur þátt í tveim- ur hliðarverkefnum tvíæringsins. Annars veg- ar er um að ræða endurgerð Marks di Suve- ros og Rirkrit Tiravanija á Friðarturninum sem áður var reistur í Los Angeles árið 1966 til að mótmæla Víetnam-stríðinu og er sam- settur strúktúr af framlögum frá 200 alþjóð- legum listamönnum, m.a. Ólafi Elíassyni. Hins vegar var And-galleríinu, The Wrong Gallery, sem stofnað var af listamanninum Maurizio Cattelan ásamt fleirum, boðið að setja upp sérstaka sýningu innan sýning- arinnar. Á sýningu þeirra, Down by law, er helstu ódæðismönnum og andhetjum banda- rískrar menningar stefnt saman í verkum fjölda listamanna. Dregin er fram sú tvöfeldni sem felst í þráhyggju Bandaríkjamanna gagn- vart annars vegar þeim sem halda lög og reglur og hins vegar þeim sem brjóta regl- urnar. Einkenni sem rekja má aftur til villta vestursins og greina má í dag í þeim ótta sem menningarheimur Mið-Austurlanda vekur með þjóðinni. Tvíæringi Whitney-safnins lýkur 28. maí nk. Dagur fyrir nótt Málverk Peter Doig og auglýsing fyrir eina af fjölmörgum kvikmyndasýningum lista- mannsins á vinnustofu sinni í Trinidad. Titill verksins er einnig yfirskrift tvíæringsins og sóttur til kvik- myndar Francois Truffauts, La Nuit Americaine. Birt með leyfi Contemporary Fine Arts í Berlín. Verk í eigu TK Collection. merísk nótt Ljósmynd/Tom Powel Imaging Ferð sem aldrei var Frá sviðsetningu söngleiks Pierr- es Huyghes „Ferð sem aldrei var“ í Central Park í New York 14. október 2005. Samnefnt kvikmynda- verk, sem byggir á sviðsetningunni og ferð lista- mannsins til Suðurskauts, er til sýnis á Tvíæringi Whitney-safnsins um þessar mundir. Birt með leyfi Marian Goodman Gallery, New York og París. Ljósmynd/Blaise Adilon Heildarsaga Síð-samtímamyndlistar Verkið er eftir Josephine Meckseper. Verk í eigu listamannsins; birt með leyfi Elizabeth Dee, New York. Höfund- arréttur Tvíæringsins í Lyon, 2005. Höfundur er myndlistarmaður. Stöðvið Bush Teikning skúlptúristans Richards Serras ́Stöðvið Bush var upphaflega ætluð til fjölritunar og dreifingar í fjöldamótmælum í New York gegn Íraksstríðinu fyrir 2 árum. Birt með leyfi listamannsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.