Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson@yahoo.com T wentieth century rea- der,“ þetta fyrirbæri sem svo nefnist á engilsaxneskri tungu hefur aldrei verið til á Íslandi – „reader“ í merkingunni: yfirlit, ágrip, fremur en lesandi. Bók sem samanstendur af ólíkum skrifum með sameig- inlegu þema. En þó er þetta yfirlit sem 20. aldar lesandi gefur þegar hann les 20. aldar bókmenntir. Hver er eiginlega þessi tutt- ugustu aldar lesandi? „–Hypocrite lecteur, –mon semblable, –mon frère!“ orti Baudelaire til lesandans á nítjándu öld og kallaði hann tví- fara sinn eftir að hafa gefið mikla sjálfslýsingu á löstum og úrkynjun og gerði hann þar með samsekan sér, vélaði hann til að horfast í augu við ófögnuðinn í eigin brjósti og taka á rás. Því lesandinn var reyrður við siglutréð eins og Ódys- seifur sem kaus að láta binda sig svo hann gæti heyrt söng sír- enanna án þess að ærast og hlaupa til móts við þær þegar skipið sigldi framhjá eyju þeirra; þessi sena hefur stundum verið túlkuð sem táknsaga um lesandann. Hafi lesandinn verið tryggilega reyrður við siglutréð seint á nítjándu öld var hann enn bundnari á þeirri tuttugustu og kirfilegast bundinn í ritum sem nefnd eru „Twentieth Century Reader“. Tutt- ugustu aldar lesandinn í „reader- unum“ sem við höfum ekki eignast fyrr en nú hefur mikla yfirsýn og skrifar af yfirvegun og víðsýni, hann sér stóra samhengið í hlut- unum og kemur auga á eiginleika og tilhneigingar, sér hvernig stefn- ur skarast og takast á og hver tek- ur við af annarri, meira og minna í rökréttu orsakasamhengi sem hann veit þó að er ekki einhlítt, hann sér hvernig stjórnmálahræringar tengjast ókyrrð bókmenntanna þá og þá stundina og hvernig hug- myndaleg ólga birtist í deilum um formgerðir. Hann hefur allt sem prýðir góðan lesanda – en ekkert er honum jafn útilokað og að ösla af stað til móts við sírenusönginn. Það væri gaman að geta sallað niður Íslenska bókmenntasögu IV og V í einu vetfangi, þó ekki væri nema til að leiðast ekki hér og nú, en ég treysti mér ekki til þess og ég bölva því, hvað býður mín annað en víðsýnt tal hins rígbundna les- anda þar sem allt hefur bæði kosti og galla? Höldum okkur þá við galla. Af hverju er engin atriða- orðaskrá í Íslenskri bókmennta- sögu? Ég á spænskan vin, bók- menntafræðiprófessor, sem vann að bókmenntafræðihugtakaskrá sem kom síðan út frá A–D en það hefur ekki bólað á seinni hlutanum enn; hann segir jafnan þegar hann er inntur eftir síðari hlutanum að svo vilji einfaldlega til fyrir einhverja furðulega hendingu að öll bók- menntafræðihugtök tungunnar byrji á stöfunum A–D. Það má kannski segja eitthvað svipað um þetta rit hér, kannski eru bara engin atriði í íslenskri bókmennta- sögu. Svo má reyndar líka segja að hún nái bara frá A–D og það sem er aftarlega í stafrófinu, eins og ævisögur og þýðingar og esseyjur, sé því ekki með: Ekkert kerfi er jafn algerlega handahófskennt og stafrófið og það er ekkert nátt- úrulegt við val sem byggist á staf- rófsröð. Kanónan er heldur ekki náttúruleg og ekkert sem segir að það sé eðlilegt að sleppa þessum þremur greinum fremur en öðrum. Af tvennu illu er svona heldur ósmekklegra að agnúast út í að ein- hver sé tekinn með sem ekki eigi að vera með í Íslenskri bókmennta- sögu og ég hef þegar bent á að Mikael Torfason eigi ekki að vera með af því að hann er lélegur höf- undur og þá má kannski líka benda á það að afburðaskáld eins og Ósk- ar Árni Óskarsson lendir á mörk- um prósa og ljóðs og er ekki tekinn með, raunar nefndur einu sinni og af því tilefni farið með staðreynd- arvillu. Eitt helsta skáld þjóð- arinnar er villa í íslenskri bók- menntasögu, sem getur svo sem verið býsna eftirsóknarvert mín vegna. Hver talar? Við vorum víst að tala um lesand- ann. Mál og menning hefur gefið út Íslenska bókmenntasögu frá upp- hafi til okkar daga og stendur sig betur en Háskóli Íslands sem ekki hefur gefið út slíkt rit enn sem komið er. Af og til birtist þessi les- andi í ritinu og talar um sjálfan sig í þriðju persónu: lesandanum finnst, lesandinn skynjar, lesandinn áttar sig á … Maður veltir fyrir sér hver þessi lesandi eiginlega sé og hvernig sambandi hans við þann sem skrifar hverju sinni sé háttað. Eitt skiptið verður lesandinn tví- klofinn, á þeim stað segir: „Stund- um finnst lesanda/hlustanda að þessi heift hafi staðið Megasi fyrir þrifum lengi vel, hindrað eðlilega þróun hans sem skálds.“ (V, 382) Hver talar? Það er ekki Silja Að- alsteinsdóttir, sem er höfundur textans um Megas (eins og má ráða af smáa letrinu fremst í rit- unum þar sem höfunda er getið), heldur twentieth century reader, tuttugustu aldar lesandinn sjálfur, sem talar í gegnum alla höfunda ritsins og hlýtur raunar að tala í yfirlitsriti. Ég sjálfur sem lesandi skástrik hlustandi – ég á við „ég“ eins og menn hika ekki við að segja ef kringumstæðurnar eru ekki of ábúðarfullar, ég fyllist þvert á móti sömu heift sjálfur þegar ég hlusta á Megas og ég fyllist henni jafnvel líka þegar ég les Draumaland Andra Snæs og þessi heift er ekki hamlandi, mig langar til að slíta af mér böndin sem reyra mig við siglutréð með skástriki og æða af stað og gera eitthvað. Yfirleitt stíg ég nokkur dansspor og geri svo ekki neitt en það er önnur saga. Höfundurinn og kjarni málsins Ég hef ekki trú á þeirri hjátrú sem segir að bókmenntafræðingar og rithöfundar séu eðlisólíkt fólk, frá sitt hvorri plánetunni, af ólíkum kynstofni, trúflokki – twentieth century reader les í gegnum alla jafnt. Ef það er einhver söguhetja í Íslenskri bókmenntasögu IV og V er það þessi lesandi sem birtist stundum sem hálfsköpuð söguper- sóna sem menn vitna til fremur en að segja ég. Lesandinn er ekki ein- hamur, stundum er hann femínisti, stundum nýsöguhyggjumaður, stundum ljóðaunnandi. En getur verið að tuttugustu aldar lesandinn í okkur sé orðinn að nokkurs konar dragbít? Ein af athyglisverðustu skáldsögum síðustu ára, Lömuðu kennslukonurnar eftir Guðberg Bergsson, virðist komast að þeirri niðurstöðu: lesandinn er forpok- aður og andlaus og heimtar með frekju eitthvað krassandi svo hann fái mátt í limina. „Fæðing lesand- ans verður að vera á kostnað dauða höfundarins,“ skrifaði Roland Bart- hes í frægri grein um dauða höf- undarins. Það er óralangt síðan þau orð urðu að innantómum slag- orðum; dauði höfundarins er kredda, hver sem yfirleitt lítur í kringum sig í fjölmiðlum samtím- ans sér að höfundurinn er mjög svo á lífi og jafnvel helst til. Enda eiga sér allir textar höfund og ekki ræna að lýsa þráfaldlega yfir dauða hans. En að staða fyrirbærisins höfundur í hugsun um bókmenntir hafi breyst, það er kjarni málsins. Áherslan á lesandann sem sjálf- stætt fyrirbæri fremur en hálfkar- aða sögupersónu og alibíu var já- kvæð en ég veit ekki hvort það er alfarið jákvætt að lesandinn sem póststrúktúralisminn fæddi af sér hefur allar götur síðan haft ívið meiri áhuga á auglýsingum og fjöl- miðlum og samtíma og þar með er skáldverkið líka úr leik, því „fleir- um er jú ofaukið í læknisfræðum en tveim,“ eins og skáldið sagði. Skemmtileg fræði Það verður ekki komist af án ka- nónu. Það er kanóna sem birtist í ritum Máls og menningar um ís- lenska bókmenntasögu. Yfirleitt gagnrýndi póststrúktúralisminn ekki þá staðreynd að kanónan væri til heldur hvernig hún væri samsett og þá trú að hún væri náttúruleg. Póststrúktúralisminn er að baki, enginn af stóru hugsuðum hans er uppi núna. Það sem hefur gerst er að það hefur mistekist að bræða saman íslenska fílólógíu og nútíma- leg fræði. Í stað þess að til hafi orðið íslensk nútímaleg bókmennta- fræði eru til tvær gerðir: Hefð- bundin textafræði og róttæk nú- tímafræði. Samræða þarna á milli er miklu minni en hún gæti verið, róttæku fræðunum er beitt á er- lend bókmenntaverk og innlendan samtíma, textafræðinni er beitt á íslenskar bókmenntir. Forsvars- menn íslenskrar bókmenntasögu leggja það ekki á almenning að reyna að skilja út á hvað nútíma- legar hugmyndir ganga af því að það er flókið og leiðinlegt – en þó er hægt að útskýra á svona hálfri blaðsíðu út á hvað hugmyndin um textatengsl gengur og jafnvel gera hana skemmtilega, þess eru dæmi að hin flóknustu fræði hafi orðið að metsölubókum í samtímanum, Ólaf- ur Jónsson og Árni Bergmann áttu ekki í neinum vandræðum með að vera í takt við akademíska að- ferðafræði í umfjöllun fyrir al- menning. Krítísk fræði Það er ekki það að engin nútíma- fræði séu í ritinu heldur það að póstarnir eru nokkuð tvísaga; það hefur aldrei komið fram nein til- raun til að sætta hræringar í al- þjóðlegum bókmenntafræðum við íslenska hefð, en þó hafa verið gerðar tilraunir sem vísa að ég held lengst fram á við, Matthías Viðar Sæmundsson, Helga Kress … Þannig bókmenntafræði væri þess virði, sú sem fúlsar hvorki við íslensku floti né kemur sér upp fóbíum gagnvart nýjum kenningum. Hún væri sennilega ís- lenskari en allt íslenskt, hand- ritafræði með póststrúktúralísku ívafi, Árnastofnun í nútímafræðum, bókmenntafræði sem talar um Sig- fús Daðason í sömu setningu og Spilverk þjóðanna, Bubba Mort- hens um leið og Jóhannes Birki- land, rifjar upp jólabjölluna fyrir framan Raforku á Vesturgötu 2 og Kaffikerlingarnar í gluggunum á Hafnarstræti 13 í sömu andránni og hún nefnir sitjandi ríkisstjórnir og finnur verkum Guðbergs stað í klassískri evrópskri hugsun, gerir grein fyrir því hvernig Megas er sprottinn úr þjóðardjúpinu sem al- þjóðlegum hræringum og á sér hliðstæðu í Paul Dissing jafnt sem Bob Dylan sem nefndur er þessa dagana í sömu andránni og Nób- elsverðlaunin, það er býsna langt frá stöðu Megasar af ástæðum sem gætu allt eins verið menningar- sögulegar, en það er ekki það, ég á við krítísk fræði sem veigra sér ekki við gagnrýni, kalla skáldverk lélegt ef það nær ekki máli sam- kvæmt neinni fagurfræði og er ekki gott samkvæmt neinni rann- sóknaraðferð, fræði sem hósta ekk- ert á því að nefna að Halldór Lax- ness var manna verstur í hreinræktuðu kjaftæði eins og það tíðkaðist í dagblöðum á fyrri hluta aldarinnar. Á kostnað dauða lesandans Smásaga eftir Julian Barnes lýsir himnaríki þar sem fólk getur valið sér þá dægradvöl sem því sýnist, hvort sem það er hórlífi, golf eða ævisöguskrif. Gallinn er að flestir fá leið á eilífðinni með tímanum og biðja um að slökkt verði endanlega á sér. Nema bókmenntafræðingar, þeir endast von úr viti í himnaríki og una sér við deilur um að- ferðafræði, við ráðstefnusetur og stór samhengi. Maður fær á tilfinn- inguna að sjötta bindi bókmennta- sögunnar verði aldrei skrifað, hvort sem verður slökkt endanlega á bókmenntunum eða vegna þess að bókmenntasaga í þessu formi heyr- ir sögunni til. Þetta er afrek og nú er það frá, að mörgu leyti mjög gamaldags rit, ég fer ekki ofan af því, en kannski þurfti einmitt slíkt rit að koma út, við getum kannski unað okkur nokkra hríð við að ríf- ast um það. Ég er þess fullviss að það verður ekki komist af án yf- irlitsrita, þessi tvö bindi bæta úr brýnni þörf og verður ekki nóg- samlega þakkað fyrir þau. En hvað svo? Við þurfum að taka okkur á ef umfjöllun um bókmenntir á tutt- ugustu og fyrstu öld á að verða annað og meira en minningarorð um fjarskyldan ættingja. Afkoma skáldskapar og skáldskaparfræða verður að vera á kostnað dauða les- andans, við þurfum að rífa okkur laus frá siglutrénu einmitt núna. „Yfirlitslesandinn“ Á Hugvísindaþingi sem fram fór í byrjun mánaðarins var hart deilt um fjórða og fimmta bindi Íslenskr- ar bókmenntasögu sem Mál og menning hefur gefið út. Tvö erindi hafa þegar verið birt um bók- menntasöguna í Lesbók en hér kemur hið þriðja þar sem lagt er út frá hinum alltumlykjandi lesanda tuttugustu aldarinnar. Lesandinn og siglutréð „Hafi lesandinn verið tryggilega reyrður við siglutréð seint á nítjándu öld var hann enn bundnari á þeirri tuttugustu og kirfilegast bundinn í ritum sem nefnd eru „Twentieth Century Reader“.“ Höfundur er bókmennta- fræðingur og rithöfundur. Í HNOTSKURN » Fjórða og fimmta bindi Ís-lenskrar bókmenntasögu Máls og menningar kom út í haust en fyrsta til þriðja bindi komu út á árunum 1992–1996. »Ritstjóri fjórða og fimmtabindis er Guðmundur Andri Thorsson. »Helst hefur verið deilt ásvokallaðar eyður í þessum bindum, það vanti meðal ann- ars umfjöllun um þýðingar, ævisögur og tiltekna höfunda. »Einnig hefur aðferðafræðihöfunda bindanna tveggja verið gagnrýnd, ekki síst fyrir að skoða bókmenntasöguna út frá höfundarhugtakinu eða ævisögulegu aðferðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.