Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 ERFIÐLEGA gengur að bora hluta aðrennsl- isganganna að Kárahnjúkavirkjuninni, og hef- ur bor 2 lent í talsverðum vandræðum und- anfarnar þrjár vikur, sem gætu orðið þess valdandi að tafir verði á því að fyrsta vélin verði sett í gang, en áætlun gerir ráð fyrir gangsetningu hennar í apríl 2007. Hægt hefur gengið að bora þar sem verið er að fara í gegnum sprungukerfi sem liggur und- ir Þrælahálsi, segir Sigurður Arnaldsson, tals- maður Kárahnjúkavirkjunar. „Þetta er erfitt svæði og þá er bara spurning hvað við erum lengi að komast út úr því. Borinn er ekki fast- ur, en þetta er svæði sem kallar á miklar berg- styrkingar, sem eru tímafrekar, og á meðan það er verið að koma þeim fyrir bíður borinn.“ Sami bor lenti í verulegum vandræðum á um fimm mánaða tímabili um mitt ár í fyrra, og sat m.a. fastur á tímabili. Bor 3 er á leið til móts við bor 2, og gengur honum ágætlega, en um 10 km skilja borana nú að. „Við erum á eftir með þessa borun,“ segir Sigurður, sem segist vonast til þess að bor- arnir nái saman í september eða október. Þá er eftir mikil frágangsvinna áður en hægt verður að taka göngin í notkun, og er nú unnið í því að finna leiðir til að hraða þeirri frágangs- vinnu til þess að vinna upp tapaðan tíma við borunina. Enginn tími upp á að hlaupa Sigurður segir að eins og staðan sé núna sé vart nokkur tími upp á að hlaupa, tefjist borun aðrennslisganganna meira en orðið er. Verði meiri tafir sé hætta á því að ekki takist að setja fyrstu vélina í gang í apríl 2007 eins og áætlanir gera ráð fyrir, nema takist að finna leiðir til að flýta frágangsvinnu. Samkvæmt áætlun á að setja fyrstu vélina í gang í apríl, og svo eina á mánuði þar til virkj- unin verður komin í fullan rekstur í október 2007. Sigurður segir að ef tafir verði á gang- setningu fyrstu vélarinnar verði gangsetning- unni hraðað, og staðið við að koma virkjuninni á fullan skrið í október. „Við gerðum ráð fyrir því að það yrði allt tilbúið á réttum tíma í stöðinni, og annars stað- ar. Við ætlum að byrja að safna vatni í stífluna í haust, 1. september, þannig að við eigum von á því að allt verði tilbúið á réttum tíma, nema hvað við vitum ekki fyrr en í vor nákvæmlega hvernig fer með þessi göng. En það er ljóst að þau eru það sem verður aftast á merinni,“ seg- ir Sigurður. Bor 2 aftur í erfiðleikum í sprungum í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar Þrælerfitt að bora göngin undir Þrælahálsi Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÓPERAN Öskubuska eftir Rossini var frum- sýnd í gær í Íslensku óperunni. Þetta er í fyrsta skiptið sem óperan er sýnd hér og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Þessi upprunalega útgáfa er ólík þeirri sem margir hafa vanist. Á myndinni má sjá Bergþór Pálsson, sem er þjónn prinsins í verkinu, gera sig kláran. Sesselja Kristjánsdóttir fer með hlutverk Öskubusku, en með önnur hlutverk fara Garðar Thor Cortes sem prinsinn, Hlín Pétursdóttir og Anna Mar- grét Óskarsdóttir sem stjúpsysturnar og Einar Guðmundsson sem lærimeistari prinsins. Morgunblaðið/Eggert Allt klárt fyrir frumsýningu á Öskubusku HANN var vænn, fiskurinn sem línubát- urinn Aron ÞH 105 kom með að landi á Húsavík sl. laugardag. Þorskurinn sem Hlynur Birgisson, bátsverji á Aron, heldur á á myndinni vó 24,5 kg þegar búið var að gera að honum. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Vænn fiskur á línuna ÞINGFLOKKAR stjórnarflokk- anna hafa að undanförnu fjallað um nýtt frumvarp Guðna Ágústssonar um lax- og silungsveiði. Framlagn- ing málsins hefur verið heimiluð í þingflokki framsóknarmanna, að sögn Hjálmars Árnasonar for- manns þingflokksins, með ýmsum fyrirvörum, ekki síst hvað varðar netalagnir, en ekki mun í frum- varpinu vera hreyft við ákvæðum gildandi laga um að veiða megi í net fjóra daga í viku. Gunnar Örn Örlygsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur barist fyrir því að laxveiðar í net verði bannaðar í straumvatni og í þingflokki sjálfstæðismanna mun vera töluverður stuðningur við þær hugmyndir. „Árlegar tekjur af netaveiði eru 20 til 30 milljónir króna. Ávinningurinn af algjörri upptöku neta er margföld þessi upphæð,“ segir Gunnar. Hann seg- ir upptöku neta vera veiðistýringu en aðrir segja hana eignarnám. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur gert netabændum á veiði- svæði Ölfusár-Hvítár tilboð í kaup á veiðiréttinum og er viðbragða beðið frá bændum. Að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns félagsins, þarf að fullreyna samningaleiðina. Óttast lagasetningu Guðmundur Þorvaldsson, for- maður Veiðifélags Árnesinga, seg- ir netabændur vera að samræma sín sjónarmið. Menn óttist laga- setningu sem banni netaveiðar. „En ef þetta er ekki bannað og menn semja um upptöku neta þá ná þeir hluta af heildarverðmæt- inu.“ Guðmundur segir að neta- bændum finnist þeir vera undir í þessum málum. „Allnokkrir þeirra eru á því að leigja þetta út. Aðrir líta á netaveiðina sem sinn rétt, vilja nýta hann og láta ekki aðra ráðskast með það.“ Væntanlegt frumvarp um lax- og silungsveiði til umræðu í þingflokkum Fyrirvarar við netaveiði á laxi  Ýmsir með | 20 Innrásin í Bretland heldur áfram INNRÁS íslenskra fjárfesta í Bretland held- ur áfram og þar eru margir möguleikar sem hægt verður að nýta á næstu árum. Þetta er mat Kenneth Baker, lávarðar af Dorking og fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, en hann er stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins Teather & Green- wood, dótturfélags Landsbankans, og var staddur hér á landi um helgina vegna aðal- fundar bankans. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag ber hann stjórnendum Landsbankans vel söguna og öðrum þeim íslensku fjárfestum sem hann hefur kynnst. Þeir þyki áræðnir, hugmyndaríkir, snögg- ir að taka ákvarðanir og auðug frumkvöðla- hugsun drífi þá áfram af miklum krafti. Þeir hafi öðlast virðingu í Bretlandi og almennt skapað sér nokkuð trausta ímynd. Baker var m.a. innanríkis- og mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Thatcher og undir lok valdatímabils hennar var hann flokksformaður breska Íhaldsflokksins. Í viðtalinu lýsir hann m.a. kynnum sínum af Thatcher og stöðunni í breskum stjórnmál- um í dag. | 12 ♦♦♦ ♦♦♦ EKKI hefur tekist að fá stuðningsfulltrúa til að aðstoða Freyju Haralds- dóttur í vinnu og sjúkra- þjálfun þrátt fyrir að starfið hafi verið auglýst í rúman mánuð. Hún segir skort á stuðnings- fulltrúum bitna illa á fötluðum, og segir að lé- leg laun séu ástæða þess að hæft fólk fáist ekki. „Það er brýn nauðsyn að efla launakjör þessa fólks. Um leið og það verður er hægt að gera frekari kröfur til þeirra einstak- linga sem vinna með fötluðu fólki.“ | 6 Skortir stuðn- ingsfulltrúa Freyja Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.