Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi oft verið talsvert meira. Mikil hlýindi hafa verið víða um land upp á síðkastið og var hitinn um og yfir 10 stig víðast hvar á landinu í gær. Miklir vatnavextir voru einnig í Fljótum á Norðurlandi en þar fór hitinn upp í 15 stig í gær, annan daginn í röð. Mjög hlýtt var einnig á Sauðanesvita, þar var 13°C hiti og 23 m/s vindur, og í Siglufirði svo dæmi séu tekin. Hvöss sunnanáttin ásamt hlýind- VATN flæddi úr Hvítá yfir Auðsholtsveg í Hruna- mannahreppi í gær sökum mikilla leysinga og úr- komu. Er þetta eini vegurinn sem liggur að bæn- um Auðsholti. Því má segja að um skamman tíma hafi bærinn staðið á eyju en hann var umflotinn vatni þó svo að fært væri þangað á vel búnum jeppum. Að sögn kunnugra er þetta algeng sjón þegar snjóa tekur að leysa og hefur vatnsmagnið unum hefur valdið miklum leysingum og vatna- vöxtum. Draga átti úr sunnanáttinni í nótt og spáð var fremur hægri suðvestlægri eða breytilegri átt í dag. Einnig var spáð súld eða dálítilli rigningu, en þurru að kalla um landið norðaustanvert. Smá- skúrir eiga að vera um landið vestanvert en léttir til austanlands. Í dag á að kólna smám saman í veðri og hiti víðast hvar að verða 0–5 stig síðdegis. Morgunblaðið/RAX Hiti á landinu orsakar mikla vatnavexti LITLAR líkur eru á komu hafíss hingað til lands í vor og sumar, enda hefur hlýtt loft verið ríkjandi við strendur landsins og hlýr sjór líklegur til að berast norðan frá Jan Mayen. Þetta er mat Páls Bergþórsson- ar, fyrrverandi veðurstofustjóra, en hann hefur spáð um komur haf- íss til landsins á fjórða áratug. Páll segir spár sínar um hafís velta á hitanum við Jan Mayen. „Kenning mín er sú að hitinn á Jan Mayen á haustin endurspegli hvað sjórinn er heitur á þeim slóð- um, en sá sjór kemur til okkar í vor norðan að,“ segir Páll. „Sjórinn er þrjá mánuði á leið- inni hingað til lands, en þá kemur fram hvaða skilyrði eru við Jan Mayen. Ef sjórinn er heitur eru litlar líkur á hafís hér, en sé hann kaldur eru mun meiri líkur á hafís í vor. Sjórinn var vel heitur að jafn- aði frá því í ágúst. Það var hlýtt við Jan Mayen og það segir okkur að hér við land verði hlýr sjór í vor og lítill ís.“ Páll segir aldrei hafa orðið neinn verulegan hafís þegar sjórinn hefur verið svona heitur, nema dálítið í mars í fyrra, enda séu undantekn- ingar eðlilegar frá reglum veður- fræðinnar. Spár Páls rætast nokk- uð vel, í a.m.k. átta skipti af hverjum tíu og hafa þær aldrei brugðist verulega. Páll segir líka langa hefð fyrir hitamælingum í hafinu norðan við Ísland, nú séu um áttatíu og fimm ár síðan Norðmenn settu upp veðurstöð við Jan Mayen. „Þegar góður hiti er í sjónum langar leiðir norður eftir eru líkur á fleiri en einu hlýju ári framundan, jafnvel fimm árum,“ segir Páll. „Veðurfarið í heildina kemur í stórum sveiflum og breytist tiltölu- lega hægt. Sveiflurnar eru gjarnan í kringum tíu til tuttugu ár. Þetta stafar af því að sjórinn er svo óskaplega lengi að taka við sér, að kólna eða hlýna,“ segir hann. Páll Bergþórsson spáir í veðurfarið Litlar líkur á hafís í vor GUNNAR Þórðarson hefur samið nýtt tónverk, Brynj- ólfsmessu, í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveins- sonar biskups í Skálholti. „Ég samdi messu á sínum tíma, sem var flutt í Kefla- vík fyrir tveimur árum,“ segir Gunnar Þórðarson. „Ég lét þá að því liggja við Hákon Leifsson stjórnanda, að ég hefði áhuga á að semja aðra messu, með upprunalega messutextanum á latínu. Hákon gekk bara í málið og reddaði smá pening til þess að ég gæti tekið mig afsíðis til að semja. Þannig fór þetta af stað.“ Gunnar segir að þegar á leið hafi Hilmar Örn Agn- arsson, organisti og kórstjóri í Skálholti, gengið til liðs við þá Hákon um flutning nýju messunnar, vegna afmæl- is Brynjólfs biskups sem sérstaklega er minnst í Skál- holti. „Það æxlaðist þannig að okkur þótti við hæfi að fella messuflutninginn inn í hátíðahöldin í Skálholti líka,“ segir Gunnar. Brynjólfsmessan verður frumflutt í Keflavíkurkirkju 25. mars. Flytjendur eru 25 manna hljómsveit, 100 manna kór, skipaður söngfólki úr kórum Keflavík- urkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju; 50 manna barnakór og söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Gunnar notar hefð- bundinn latneskan messutexta í tónsmíðinni, og eru kafl- arnir Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Benedictus og Agn- us Dei. Síðasti þáttur messunnar er Virgo Diva, en hann er eftir Brynjólf sjálfan og er óður til Maríu meyjar. Gunnar kveðst vonast til þess að Brynjólfsmessan verði hljóðrituð til útgáfu, útgefendur muni ekki þurfa að hlaupa á eftir honum með útgáfuna. Messan tekur um 50 mínútur í flutningi. Stjórnandi frumflutnings er Hákon Leifsson, en verkið verður flutt aftur 26. mars í Skál- holtskirkju og 29. mars í Grafarvogskirkju. Gunnar Þórðarson semur messu Brynjólfs Skálholtsbiskups Notar Maríukvæði Brynjólfs í lokaþættinum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gunnar Þórðarson hyggst semja messu í tilefni af 400 ára minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÍSLENDINGAR eru ekki duglegir að kvarta við fyrirtæki ef þeim finnst þjónustan þar ekki nægj- anlega góð. Þetta segir Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráð- gjafasviðs FOCALSoftware & Con- sulting. Í viðtali við Svölu Rún og Kristínu Björnsdóttur, markaðs- stjóra FOCAL, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að um 96% viðskiptavina fyrirtækja kvarta ekki. Þær segja að auk þess sé talið að um 60% þeirra sem eru óánægðir kvarti ekki. Formlegar kvartanir séu því í raun mjög fáar. Hins vegar sýni rannsóknir einnig, að ef einn viðskiptavinur verður óánægður, þá segi hann að jafnaði ellefu öðrum frá því. | B12 Íslendingar ekki duglegir að kvarta UNGUR maður, vopnaður hníf, rændi lyfjum úr Apótekaranum í Kópavogi um hádegisbilið í gær og var hann enn ófundinn í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var atburðarásin á þá leið að maður gekk inn í apótekið með hnífinn og heimtaði lyf. Starfsfólk apóteksins þorði ekki annað en að afhenda manninum eitthvað af lyfjum. Maðurinn setti þá lyfin í Bónuspoka og komst und- an á hlaupum. Hann er talinn vera 15–20 ára, um 165 cm á hæð og meðalmaður að vexti. Hann var klæddur í dökk föt; útivistarúlpu, steingráa hettupeysu, dökkar bux- ur og strigaskó. Huldi andlit sitt með dökkri húfu Að sögn lögreglu huldi maðurinn andlit sitt með svartri eða dökk- blárri húfu sem var með tveimur klipptum götum fyrir augu. Starfs- mönnum apóteksins var mjög brugðið en sakaði ekki að öðru leyti. Þeir sem hafa einhverjar upplýs- ingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi, í síma 560 3040. Eins og áður sagði var maðurinn enn ófundinn í gærkvöldi þegar Morgunblaðið fór í prentun en unn- ið var að rannsókn málsins. Rændi lyfjum úr apóteki BANKAR og sparisjóðir hafa sumir auglýst endurgreiðslur til skilvísra viðskiptavina sem eru með öll bankaviðskipti á einum stað. Ætla má að endurgreiðslur vegna banka- viðskipta einstaklinga á síðasta ári nemi a.m.k. 100 milljónum króna. Traustum viðskiptavinum bjóðast þó í flestum tilfellum ýmis fríðindi og afslættir. Í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins eru fríðindi og endur- greiðslur banka og sparisjóða dreg- in saman og greint er frá ýmsu sem huga þarf að við samanburð. | B8 Fríðindi fyrir 100 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.