Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐ INNBYRÐA 36 snafsa eða sem samsvarar um 1–1½ lítra af sterku áfengi er, að sögn Þór- arins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, „dauðaskammtur“ sem get- ur leitt til þess að líkaminn hætti að starfa með eðlilegum hætti. Sem kunnugt er voru þrjú ung- menni á aldrinum 17–19 ára flutt á sjúkrahús um seinustu helgi vegna gruns um áfengiseitrun í kjölfar drykkjukeppni sem þau tóku þátt í. Aðspurður segir Þórarinn afar sjaldgæft að einstaklingar deyi af völdum áfengiseitrunar, þ.e. þegar áfengismagnið í blóði er orðið á bilinu 4–5 prómill. Bendir hann á að bæði hafi lík- aminn ýmis ráð til þess að losa sig við svo mikið áfengi, t.d. með uppsölum, en einnig að þegar til dauðsfalla komi sé það vegna samverkanda þátta, t.d. vegna þess að áfengis sé neytt samhliða öðrum róandi efnum. Segir hann dauðsföll vegna mikillar áfengisnotkunar fremur stafa af því að einstaklingur verði úti eða kafni í eigin ælu þar sem viðkomandi sé ekki í ástandi til þess að bregðast rétt við. Samræma þyrfti aldurstakmörk Að sögn Hönnu Þrúðar Þórð- ardóttur, eins aðstandanda Bars- ins á Sauðárkróki þar sem um- rædd drykkjukeppni fór fram, gildir sú regla þar líkt og á öðr- um börum og skemmtistöðum landsins að aldurstakmarkið inn á staðinn er 18 ára og ekki má afgreiða fólk yngra en tvítugt með áfengi. Segir hún dyraverði staðarins kanna skilríki gesta við inngang- inn, en vissulega sé alltaf eitt- hvað um það að einstaklingar séu með fölsuð skilríki. „Hins vegar er þetta lítill bær þar sem allir þekkja alla, þannig að ef við fáum ábendingu um að einhver sé undir aldri á staðnum og það reynist rétt þá er viðkomandi umsvifalaust vísað út.“ Aðspurð sagðist Hanna Þrúður ekki geta tjáð sig um drykkju- keppnina sjálfa né heldur eftirlit með aldri þátttakenda þar sem hún hefði sjálf ekki verið á staðnum, auk þess sem málið væri enn í rannsókn hjá lögregl- unni. Í ljósi þess að einn þátttak- andi í keppninni var yngri en 18 ára segir Hanna Þrúður ljóst að taka þurfi aldurseftirlitið til skoðunar í því skyni að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Að mati lögreglumanns sem blaðamaður ræddi við er óheppi- legt að hafa tvö aldurstakmörk á börum og skemmtistöðum, þar sem ungmenni eldri en 18 ára komist inn á staðina en megi ekki versla áfengi fyrr en við 20 ára aldur samkvæmt áfengislög- um. Bæði þýði þetta í reynd tvöfalt eftirlitskerfi fyrir annars vegar dyraverði og barþjóna sem erfitt sé að koma við, auk þess sem tví- tugur einstaklingur geti hæglega keypt áfengi fyrir yngri vini sína. Voru viðmælendur blaðamanns á einu máli um að eðlilegra væri að samræma aldurstakmörkin, þannig að annað hvort mættu 18 ára einstaklingar kaupa áfengi eða þá að aldurstakmarkið inn á staðina yrði 20 ár til samræmis við löglegan áfengiskaupaaldur. Lítri af sterku áfengi er dauðaskammtur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm héraðsdóms yfir tveim fyrrverandi framkvæmdastjórum Merkingar ehf. Meco ehf. sem hvor um sig höfðu fengið 6 mánaða fangelsi og 53 millj- óna kr. sekt í héraðsdómi fyrir virð- isaukaskattbrot upp á 29,4 milljónir kr. og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda upp á 26 milljónir kr. Í Hæstarétti var fangelsisrefsing þeirra stytt í 4 mánuði og sektin lækkuð í 34 milljónir. Hæstiréttur segir í dóminum að greitt hafi verið inn á skuldir félags- ins og kom því til álita hvort staðin hefðu verið skil á verulegum hluta skattafjárhæðanna í skilningi laga- greina þannig að fyrirmæli þeirra um fésektarlágmark ættu ekki við. Dóm- urinn taldi að þessi undantekning frá sektarlágmarkinu næði einungis til þeirra gjaldtímabila, sem greidd hefðu verið að fullu eða verulegu leyti fyrir útgáfu ákæru en ekki til þeirra sem eftir stæðu. Lagt var til grund- vallar að fjárhæðir sem ráðstafað hafði verið til greiðslu álags á van- skilafé og á staðgreiðslu opinberra gjalda ákærðu ættu að skoðast sem innborgun inn á höfuðstól og drátt- arvexti skuldanna. Að teknu tilliti til þessa var talið að fésektarlágmark laga um virðisaukaskatt næði ekki til vanskila virðisaukaskatts frá fyrsta og öðru gjaldtímabili 2003. Sá hluti af þriðja tímabilinu sem taldist greidd- ur, náði ekki þeim þriðjungi skuld- arinnar sem til þurfti svo hún teldist greidd að verulegum hluta. Sektarlágmarkið náði til allra gjalda tímabilsins Leit því dómurinn svo á að sekt- arlágmarkið næði til vanskila á öllum gjöldum þess tímabils, svo og tveggja annarra vangoldinna tímabila. Þá taldi dómurinn að fésektarlágmark laga um staðgreiðslu opinberra gjalda næði einungis til vanskila á op- inberum gjöldum starfsmanna fé- lagsins fyrir júlí til desember 2003. Með hliðsjón af þessu var ekki litið á brotin sem meiriháttar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Refsingin stytt vegna skattsvika ÚRSKURÐARNEFND fjar- skipta- og póstmála hefur fellt úr gildi úrskurð Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) um álagningu rekstrargjalds á Símann hf. fyrir árið 2004 og skal leggja gjaldið á að nýju. Síminn segir ljóst, að Póst- og fjarskiptastofnun hafi of- tekið rekstrargjald af fyrirtækinu, sem gæti numið tugum milljóna króna. Síminn muni krefjast endur greiðslu hinna ofteknu gjalda. Fjarskiptafyrirtæki skulu árlega greiða Póst- og fjarskiptastofnun rekstrargjald sem nemur 0,20% af bókfærðri veltu af fjarskiptastarf- semi. Ágreiningurinn á milli Sím- ans og Póst- og fjarskiptastofn- unar stóð aðallega um hvort telja skyldi svokallaða innri veltu sem hluta af bókfærðri veltu félagsins. Póst- og fjarskiptastofnun taldi innri veltu með í rekstrargjalds- stofni og hækkaði þar með stofn- inn sem því nemur. Innri velta er reiknuð velta af viðskiptum milli deilda félagsins sem Síminn hf. færir í bókhaldi til þess að aðskilja bókhald einstakra starfssviða fé- lagsins. Ekki heppileg tilhögun Í tilkynningu frá Símanum segir að staðið hafi verið að álagningu rekstrargjalds með mismunandi hætti gagnvart Símanum og gagn- vart keppinautum félagsins, svo sem Dagsbrún. Slíkt samræmist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar, og stjórnsýslulaga auk þess að fara gegn lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. Í niðurstöðum úrskurðarnefndar segir m.a. að álagning og inn- heimta rekstrargjalds á póst- og fjarskiptafyrirtæki sé um margt óvenjuleg. Stofnunin sem ákvarði gjaldstofn, hefur eftirlit með gjald- stofni, annast álagningu, innheimt- ir gjaldið og ákvarðar greiðsluskil- mála gjaldsins, sé einnig sú stofnun sem skatturinn renni beint til. Slík tilhögun teljist varla heppileg. Úrskurður um rekstr- argjald ógiltur ÍSLAND verður fyrsta landið í þar sem þráðlausir netsímar verða í fullri notkun, en almenningi verður boðið upp á slíka þjónustu innan tveggja mánaða. Það þýðir að hægt verður að hringja hvert sem er í heiminum fyrir um 3-6 krónur á mínútu. Á síðustu CeBit sýningu í Hannover var talað um að þessi tækni yrði komin í notkun innan þriggja ára, en nú mun verða riðið á vaðið með slíka símtækni á Íslandi og í Asíu. Þetta segir Jón Elíasson, forstjóri NetAFX Iceland, sem hef- ur aðalstöðvar sínar á Ísafirði, en fyrirtækið hyggst bjóða almenningi upp á þráðlausa netsíma í júní. Að sögn Jóns tengjast þráðlausir netsímar opnu þráðlausu neti sem nú er verið að koma á um alla borg og á helstu þéttbýlisstöðum. „Við munum strax ná til yfir 60% lands- manna og vinnum hratt í að ná til allra hinna, því kostnaðurinn við að koma á þráðlausu neti um allt land er mun minni en fólk heldur,“ segir Jón. „Það er ekki eins mikill kostn- aður við það eins og t.d. að leggja ljósleiðara og kopar, því tenging- arnar eru allar til staðar, það þarf bara að setja upp sendi á hverjum stað.“ Fyrirtæki Jóns veitir nú þegar þjónustu vegna netsíma og kveður hann slíka tækni lækka símkostnað um allt að 80%. Búnaðurinn er ein- faldur og er aðeins um að ræða lítið tengibox sem breytir venjulegum síma í netsíma og fara þá samskiptin saman yfir IP-samskiptastaðal í stað símnetsins, fyrir brot af kostn- aðinum. Jón kveður mörg fyrirtæki nú þegar í samstarfi við NetAFX vegna reksturs símkerfa, enda snarminnki kostnaður vegna GSM notkunar starfsmanna, fái þeir net- síma í staðinn. Heimurinn eitt gjaldsvæði Tæknin sem notuð er við hina þráðlausu netsíma gerir þá að sögn Graham Lynas, stjórnarformanns NetAFX Worldwide, mun fullkomn- ari en GSM síma, þar sem í raun sé um að ræða sítengingu við netið með langtum minna álagi á tölvu- og samskiptakerfin. Graham segir þró- un á tækninni hafa farið fram í Bangkok, enda sé Asía nú í far- arbroddi í samskiptatækni. „Íslend- ingar voru í fararbroddi fyrir tíu ár- um, en tæknin hefur staðnað hér og Íslendingum er ekki boðið upp á þá hátæknimöguleika sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Graham. „Með þeirri tækni sem við erum að bjóða, eru gæði raddhljóðs og hraði í sím- tækninni langtum meiri en í þeirri tækni sem hér er fyrir. Nýtingin á kerfunum er mun betri og kostn- aðurinn við að hringja til útlanda er sá sami hvert sem fólk vill hringja. Þeir tímar eru liðnir þegar fólk þurfti að borga meira fyrir að hringja til Asíu en Danmerkur. Net- ið hefur í raun gert heiminn að einu gjaldsvæði.“ Graham segir símana nú þegar geta tengst heitum reitum og heima- netum fólks og geti símarnir flakkað á milli netanna án þess að notandinn verði þess var. Þá virki læst heima- net sem enn meira öryggi á símtöl fólks og þar með verði símhleranir nær óhugsandi, þar sem símtalið fari fram í 128 bita dulkóðun. Hægt verði að færa eigin símanúmer yfir á net- símann. Símtöl á milli tveggja netfarsíma á Íslandi munu kosta um 5 krónur á mínútuna. Enn er verið að ganga frá kostnaði vegna símtala við við- skiptavini Símans og OgVodafone. Þó er ljóst að í ljósi heildsöluverðs á farsímtölum hérlendis er líklegt að þau muni kosta a.m.k. tvöfalt það sem kostar að hringja í farsíma í Danmörku. Ísland fyrsta landið til að taka upp net-farsíma Mínútuverð í kringum 5 kr. um víða veröld Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Elíasson og Graham Lynas, forsvarsmenn NetAFX, segja upp- byggingu netfarsímakerfis á Íslandi mun ódýrari en fólk heldur og innan tveggja mánaða geti stærstur hluti Íslendinga nýtt sér „Wi-Fi VoIP“ síma rétt eins og GSM-síma. Netfarsíminn lítur út eins og hver annar farsími, en nýjar útgáfur eru nú í þróun auk þess sem Nokia hef- ur hafið þróun á netfarsíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.