Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 1
2006  FÖSTUDAGUR 7. APRÍL BLAÐ C STJARNAN ENDURHEIMTI ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í BLAKI KARLA / C4 LEIKSTJÓRNANDI Skallagríms, Makedóníu- maðurinn Dimitar Karadovski, lék vel í Keflavík þegar Skallagrímur sló út Íslandsmeistarana, 84:80, í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í kröfuknattleik karla. Hann er ekki nema 22 ára en var svellkaldur þegar mest á reyndi. „Ég hef leikið til úrslita áður í heimalandi mínu og þar eru áhorfendur með á nótunum. Mér líður því vel í svona leikjum. Ég hef trú á sjálfum mér, ég hef trú á félögum mínum í liðinu, þjálfaranum, for- manni félagsins,“ sagði Karadovski en hann telur að Skallagrímur geti lagt Njarðvíkinga að velli í úrslitum keppninnar. „Við vorum alltaf með yfirhöndina í þessum leik og ég trúði því aldrei að við gætum tapað. Það gekk vel að finna leiðir til þess að skora og í vörninni vorum við góðir. Ég trúi því að við get- um farið alla leið,“ sagði Dimitar Karadovski. „Mér líður vel í svona leikjum“ B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Það er ótrúlega stutt á milli leikjaog ég skil þetta ekki alveg en við mætum til leiks með sama hug- arfari í þá rimmu og gegn Keflavík. Höfum engu að tapa og strákarnir geta skemmt sér áfram eins og þeir gerðu í þessum leik. Það er að mínu mati gott fyrir íslenskan körfubolta að fá ekki tvö lið frá Suðurnesjum í úrslitum. Við trúum því að við getum farið alla leið – við erum alveg nógu góðir til þess,“ sagði Valur. Valur hvatti sína menn áfram með jákvæðum skilaboðum frá upphafi til enda leiksins og það virtist skila ár- angri því það var nánast sama hver kom inn á – allir skiluðu sínum hlut- verkum og aðeins meira ef eitthvað var. Lögðum upp með að vera jákvæðir „Við vorum að spila við besta lið landsins og því lögðum við það upp í þessum leik að vera jákvæðir. Njóta þess að spila og hafa trú á okkar eig- in styrk. Það bjuggust ekki margir við þessu eftir að við töpuðum síðast í Keflavík með 50 stiga mun. Sá leik- ur kenndi okkur margt og þá sér- staklega hvar veikleikar okkar liggja. Ég segi engum hverjir þeir eru, en við settum undir þann leka og sóttum í okkur veðrið. Vissulega lék- um við eins vel og við getum og kannski hafa Keflvíkingar leikið undir getu – það skiptir engu máli úr þessu.“ Þjálfarinn sagði að hann hefði hamrað á því að allt gæti gerst í íþróttum og það hefði ræst þegar mest á reyndi. „Við erum í þessu til að vinna“ „Einhvern tíma er allt fyrst og Skallagrímur er í úrslitum Íslands- mótsins í fyrsta sinn. Ég væri að skrökva ef ég hefði ekki sagt við mitt lið í upphafi tímabilsins að við ætl- uðum okkur að komast í úrslit. Við erum í þessu til þess að vinna. Það eru ekki margir sem hafa reynslu af því að leika í úrslitum á Íslands- mótinu, Axel Kárason og Hafþór Gunnarsson. Aðrir eru ekki með slíka reynslu. Við teljum okkur geta farið enn lengra og við erum betri á mörgum sviðum íþróttarinnar en önnur lið. Ég hef ekki upplifað að leggja mitt gamla lið að velli í úrslitum sem þjálfari. Ég tapaði með Tindastóls- liðinu árið 2001. Núna er tími til kominn að gera betur og upplifa aðra hluti. Trúin flytur fjöll og við trúum að við höfum styrk til þess að fara alla leið,“ sagði Valur Ingimundar- son, þjálfari Skallagríms. Valur Ingimundarson, þjálfari Skalla- gríms, eftir sigur á Íslandsmeisturunum „Trúin flytur fjöll“ „VIÐ erum að fara að láta ferma strákinn okkar á sunnudaginn og það er því mikið sem gengur á þessa dagana,“ sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari Skallagríms, kampakátur eftir ótrúlegan, 84:80, sigur liðsins á útivelli gegn Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í oddaleik Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í gær. Skallagrímur mætir Njarðvík í úrslitum, í gamla heimabæ þjálfarans, í fyrsta leiknum á laugardaginn og segir Valur að það gefist enginn tími til þess að undirbúa liðið fyrir næstu rimmu. Ljósmynd/Víkurfréttir/Jón Hafþór Gunnarsson, ber að ofan, var stigahæstur leikmanna Skallagríms í sigurleiknum á Kefla- vík. Hér fagnar hann í leikslok ásamt Axel Kárasyni, samherja sínum. | C2 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is TIGER Woods hóf titilvörnina á Masters-mótinu í golfi í gær með því að leika á pari Augusta- vallarins, 72 höggum, en hann er fimm höggum á eftir Vijay Singh frá Fijí-eyjum sem lék best allra í gær eða á 5 höggum undir pari. Woods lék á 74 höggum í fyrra á fyrsta keppnisdegi mótsins en end- aði mótið með því að leggja Chris DiMarco að velli í bráðabana um sigurinn og var það fjórði sigur Woods á Masters-mótinu. DiMarco var sjö höggum á undan Woods að loknum fyrsta hringnum í fyrra. Woods fékk fugl (-1) á 18. holuna en hringurinn var frekar skraut- legur hjá honum því hann fékk einn örn (-2), tvo fugla (-1), tvo skolla (+1) og einn skramba (+2). „Ég hélt að ég gæti leikið undir pari eftir allt saman en það gerð- ist ekki að þessu sinni. Ég var að slá boltann ágætlega og hafði stjórn á því hvert hann fór en ég nýtti mér það ekki á flötunum og við flatirnar. Ég þrípúttaði tvisvar og það er ekki líkt mér,“ sagði Woods. Rocco Mediate frá Banda- ríkjunum er annar á 4 höggum undir pari eða 68 höggum og Ar- on Oberholser er þriðji á 3 högg- um undir pari. Tim Clark, Retief Goosen, Phil Mickelson og Geoff Ogilvy eru allir á 2 undir pari vallar. Woods er á parinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.