Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Intrum Føroyar er í eigu Intrum á Íslandi en stefnt er að því að fá færeyska fjárfesta til að gerast hlut- hafar í fyrirtækinu. „Efnahagslífið í Færeyj- um er á uppleið, hagur al- mennings hefur vænkast og neysla aukist þar með,“ segir Jensen. „Verð á íbúð- arhúsnæði hefur til að mynda hækkað mikið. En það eru einnig að eiga sér stað miklar breytingar í eignarhaldi á fyrirtækjum í Færeyjum. Al- gengt var að þau væru í eigu sömu fjölskyld- unnar en nú eru fjárfestar hins vegar farnir að INTRUM á Íslandi hefur stofnað innheimtu- fyrirtækið Intrum Føroyar, sem er fyrsta fyr- irtæki sinnar tegundar í Færeyjum. Jákup Bech Jensen hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að mikil þörf væri fyrir innheimtufyrirtæki eins og Intrum í Færeyj- um. Sú þjónusta sem Intrum byði upp á væri þar ekki til staðar. Fyrstu verkefni framkvæmdastjórans verða að finna húsnæði fyrir starfsemina og ráða starfsfólk. Segir Jensen að reiknað sé með því að starfsmenn verði fimm til sex talsins til að byrja með. kaupa fyrirtækin og þeir gera kröfu um arð- semi. Starfsemi Intrum í Færeyjum við þessar aðstæður mun gagnast öllu.“ Jensen segir að í dag sé algengt að fyrirtæki, sem viðskiptavinir fái lánað hjá, sjái sjálf um innheimtu lánanna. Innheimtuþjónusta banka sé ekki jafn langt á veg komin og á Íslandi. Mörg fyrirtæki sendi símaskilaboð til þeirra viðskiptavina sinna sem lendi í vanskilum, en ef það beri ekki árangur séu mál send í innheimtu lögfræðinga. Þjónusta Intrum sé því hreinlega nauðsynleg sem millistig þarna á milli, ekki síður fyrir almenning en fyrirtækin sjálf. Hjá nafna sínum í Rúmfatalagernum Jensen er 32 ára að aldri, viðskiptafræðing- ur að mennt. Hann starfaði hjá Føroya banka þegar hann var ráðinn til Intrum en vann áður meðal annars hjá Skemmunni í 6–7 ár. Skemm- an er í eigu Jákubs á Dul Jacobsen, eiganda systurfyrirtækisins Rúmfatalagersins á Ís- landi. Jensen var meðal annars verslunarstjóri í Skemmunni, tók við því starfi af föður sínum, þá 17 ára gamall, þegar faðir hans fór til Ís- lands til að taka þátt í uppbyggingu Rúmfata- lagersins. Jensen starfaði einnig um tíma hjá Rúmfata- lagernum en faðir hans var hins vegar töluvert lengur á Íslandi, eða hátt í áratug. Jensen segir að ráðning sín til Intrum Føroyar hafi gengið fyrir sig á íslenskum hraða. Hann hafi séð auglýsingu um starfið á föstudagskvöldi og gengið hafi verið frá ráðn- ingu hans á mánudagskvöldi. Mikil þörf fyrir Intrum í Færeyjum Eftir Grétar Júníus Guðmundsson í Færeyjum gretar@mbl.is Jákup Bech Jensen verður fram- kvæmdastjóri Intr- um í Færeyjum. NETSAMBAND, sem er sérleyfis- hafi fyrir Gatetrade netmarkaðs- lausnina dönsku hér á landi, hefur gert tvo leyfissamninga við stóra kaupendur hérlendis, að sögn Ragn- ars Marteinsson- ar, forstjóra Net- sambands. „Actavis og Glitn- ir hafa gert við okkur samninga um notkun á Gatetrade eAuct- ions og Gatetrade eMarketplace og erum við að ganga frá samn- ingum við að minnsta kosti fjóra aðila í viðbót,“ segir Ragnar í samtali við Morgun- blaðið, sem segir væntanlega við- skiptavini alla eiga það sameiginlegt að vera meðal stærstu fyrirtækja landsins. „Þá hefur fyrsti söluaðilinn þegar samþykkt að setja íslenskan vöru- og verðlista sinn í Gatetrade eMarketplace, en það er Apple IMC á Íslandi (Öflun),“ segir Ragnar. Hann segir fjölmarga aðra hafa fengið aðgang að kerfum Gatetrade hérlendis til prófunar og hafi líkað vel. „Þá eigum við í samræðum við annan aðila í netmarkaðsgeiranum um samstarf og er líklegt að úr því rætist innan tíðar.“ Netsamband semur við Actavis og Glitni Ragnar Marteinsson ICELANDIC umbúðir, dótturfyrir- tæki Icelandic Group, hefur keypt fyrirtækið VGÍ og verða félögin sam- einuð í eitt félag undir nafninu VGI. Bæði þessi fyr- irtæki eru rótgró- in þjónustufyrir- tæki fyrir mat- vælaiðnaðinn í landinu. Í tilkynningu frá félögunum segir að lögð verði áhersla á heildar- lausnir fyrir fyrir- tæki í kjötiðnaði, sjávarútvegi, verslun og öðrum iðnaði. Fyrirtækið segist geta boðið upp á allar gerðir umbúða, rekstrarvara, véla og tækja, íblöndunarefna og krydda. Heildar- velta fyrirtækisins eftir sameiningu verður um 1.400 milljónir króna og fjöldi starfsmanna um 20. Framkvæmdastjóri hins samein- aða félags verður Einar Már Guð- mundsson og aðstoðarframkvæmda- stjóri Páll Pálsson. Forstöðumaður sjávarútvegssviðs verður Magni Þór Samsonarson, forstöðumaður kjöts- viðs verður Guðráður G. Sigurðsson og forstöðumaður verslunarsviðs verður Ólafur E. Ólafsson. Höfuð- stöðvar félagsins verða í Austur- hrauni 7, Garðabæ en fyrirtækið hef- ur einnig opnað skrifstofu á Akur- eyri. Icelandic umbúðir kaupa VGÍ Einar Már Guðmundsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.