Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN kemur næst út 29. apríl fullt af spennandi efni um listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk Meðal efnisþátta í næsta blaði eru: • Kjúklingur á marga vegu • Sælkeralandið Spánn • Suðrænir sumarréttir • Seiðandi Suður-Afríka ásamt ýmsum sælkerafróðleik. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 25. apríl Allar nánari upplýsingar veitir Sif Þorsteinsdóttir í síma 569 1254 eða sif@mbl.is MÍN fyrsta þingsályktunartillaga, sem ég lagði fram á Alþingi árið 1995 og var samþykkt eftir endurframlagn- ingu á vorþingi 2003, fjallaði um nýtingu trjáviðar sem til fellur við grisjun íslenskra skóga. Mörgum þótti tillagan sérkennileg í fyrstu en staðreyndin er sú að ótrúlega mikið fellur til af trjáviði við grisjun og trjáviðinn höfum ekki nýtt sem skyldi, þó að und- antekningar séu á eins og með notkun trjábola í trönur, innréttingar, listmunagerð o.fl. Það er einnig alveg ljóst að með tilkomu landshlutabundnu skóg- ræktarverkefnanna er nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu til fram- tíðar í þessum efnum. Á tímum þar sem mikið er rætt um álver og loftmeng- un er skógrækt og við- arnýting svo sann- arlega „eitthvað annað“ sem kallað er eftir. Verkefnið er í senn spennandi, gef- andi og gjaldeyrisspar- andi. Mjög brýnt er að móta framtíðarstefnu í þessum málum. Í síð- ustu viku vakti ég enn máls á þessum verk- efnum á Alþingi. Svo- kölluð viðarnýting- arnefnd hefur verið að störfum á Íslandi og hefur unnið þarft verk. Að nefndinni standa fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félögum skógræktarinnar og einnig aðili frá BYKO. Það er auðvit- að mjög jákvætt að einkafyrirtæki taki einnig þátt í starfi nefndarinnar. Hins vegar er ljóst að nauðsynlegt er að leggja meira fjármagn til þess að þróa þessi mál. Ég hef séð tæki bæði í Svíþjóð og Finnlandi sem eru notuð til þess að höggva tré og fletta af þeim greinum. Þetta gerist allt á örskotsstundu og greinunum er í raun flett af á meðan tréð fellur. Skógrækt ríkisins eða aðrir aðilar þurfa endilega að eignast grisj- unartæki sem þessi. Afar merkilegt framtíðarverkefni er í gangi sem nokkrir skólar taka þátt í og heitir „lesið í skóginn“. Fjölmargir hug- myndaríkir einstaklingar eru til- búnir með hugmyndir sem vert er að skoða ofan í kjölinn. Einn þeirra er Guðmundur Magnússon, trésmíða- meistari og þúsundþjalasmiður á Flúðum. Hann hefur gert mjög merkilegar tilraunir með að nota ís- lenskt lerki, ættað frá Síberíu, í hús- klæðningar. Hlynur Halldórsson, Miðhúsum, hefur smíðað margan nytjahlutinn úr íslenskum viði svo ekki sé talað um alla þá listmuni sem hann hefur smíðað. Til gamans má t.d. nefna gítar sem hljómar ekki síð- ur en frægu merkin frá Gibson eða Martin. Félag trérennismiða vekur alltaf athygli þegar það sýnir listmuni sína sem renndir eru úr íslenskum viði. Það þarf oft ekki mikið til þess að skapa atvinnu, skapa gjaldeyri og útfæra skapandi og spennandi störf. Í þessu tilfelli hefur grunnurinn ver- ið lagður. Ég skora á landbún- aðarráðherra og iðnaðarráðherra, sem vissulega hafa sýnt þessum mál- um áhuga, að taka höndum saman og styðja myndarlega við þessa at- vinnusköpun í landinu. Þessi verk- efni geta einnig verið einn hlekk- urinn í nútíma ferðaþjónustu. Hér er um framtíðaratvinnutækifæri að ræða sem fellur vel að hug- myndafræði þess fólks sem ann náttúrunni og afurðum hennar. Ný og spennandi atvinnutækifæri Ísólfur Gylfi Pálmason fjallar um atvinnumál ’Ég skora á landbún-aðarráðherra og iðn- aðarráðherra, sem vissu- lega hafa sýnt þessum málum áhuga, að taka höndum saman og styðja myndarlega við þessa at- vinnusköpun í landinu.‘ Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins. JAKOB Björnsson veltir því fyrir sér hvort búið sé að eyðileggja náttúru Sviss í Morg- unblaðinu 3. apríl sl. Svisslendingar segja að landslagið sé hentugt fyrir virkjanir. Þeir stæra sig líka af úrkom- unni, þó ekki miðað við fólksfjölda. Ég vék ein- mitt að því í grein sem ég skrifaði í Morg- unblaðið 27. júlí 1999 vegna Eyjabakka, hve aðstæður hér og í Ölp- unum væru ólíkar. Það var áður en Jakob var byrjaður að lesa það sem ég skrifa: „Ég hef séð stórkostlegar stíflur í Ölpunum. Þar er vatni ekki safnað saman á flat- lendi eins og við virð- umst neyðast til að gera heldur í V- eða U-laga dali hátt til fjalla.“ Orð- ið sem www.sviss- dams.ch notar um stífl- ur, Talsperre, lýsir þessu vel – dalsloka. Með hjálpartækjum er hæst hægt að kom- ast í Sviss upp á Klein Matterhorn (3.883 m) og er útsýnið stór- fenglegt til allra átta. Sjást þaðan 29 tindar yfir 4.000 m háir. Lónin sérðu ekki, en þau leynast einmitt mörg í hliðar- og afdölum hins sviss- neska Rhondals. Ein stífla sem þeir hampa er Grande Dixcence. Þangað gengur póstbíll um hásumarið. Stífl- an var lengi sú hæsta í heimi, 284 m. Lónið Lac des Dix liggur í 2.364 m hæð, vel yfir skógarmörkum. Fjöllin í kring eru um 3.800 m há. Lónið rúm- ar 430 milljónir m3 af vatni og er 227 m á dýpt, fallhæðin er 1.882 m. Orku- vinnslan er 1.600 milljónir kWh á ári. Í héraðinu eru fjórar dalslokur yfir 220 m á hæð. Alls eru í Sviss 25 stífl- ur yfir 100 m háar. Lónin eru að flat- armáli frá 21 hektara upp í 471. Ég lagði saman flatarmál lónanna og fékk út 47 km². Þau eru öll 25 að tölu 10 km² minni að flatarmáli en verð- andi Hálslón, þess vegna trufla þau ekki ferðamenn. Hvernig hafið þið farið að því að telja sjálfum ykkur og þjóðinni trú um að landið okkar sé allra landa best fallið til virkjana, þegar lón- stæðin verða að vera í gróðurvinjum eins og Kringilsárrana og giljamóum í lónstæði Hálslóns, Arnardal, Kiða- gilsdrögum, Þjórsárverum og svo mætti lengi telja? Hvað þýðir að tún muni blotna á Héraði með flutningi á Jökulsá á Dal eins og fram kemur í matinu á bls. 7? Aurburður íslenskra straumvatna er á við ¼ af aurburði allra straumvatna í Afríku. Hann er hvergi í heiminum meiri en í okkar eldfjallalandi með alla sína gosösku, svo koma til óþekktar sprungureinar og óvænt eldgos, öfl, sem Svisslend- ingar þurfa ekki að berjast við. „Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani.“ Hve lengi á bíða eftir því að náttúr- an verði sett í fyrsta sæti og ekki sé varið tíma, peningum og leiðindum í bollaleggingar um virkjanir á svæði sem í eðli sínu er ósnertanlegt? Í Sviss mundi ekki ein manneskja, þó að ráðherra væri, geta gengið þvert á lögboðið umhverfismat. Hvar er lýð- ræðið? Hvenær ætla stjórnmálamenn að viðurkenna landið, sem stórkostlega rannsóknarstofu í jarðvísindum? Kannski fengið gosbeltið inni á heimsminjaskrá út á bók Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings um samspil kraftanna á plötuskilum og eldsins í iðrum jarðar; Iceland Geodynamics. Fallegu bækurnar hans Ara Trausta um eldgos og eld- stöðvar væru góðar með. Á að varpa virðingu íslensku þjóðarinnar í ál- glóðina? Ferðamenn í Sviss Bergþóra Sigurðardóttir svar- ar grein Jakobs Björnssonar ’Hve lengi á að bíða eftirþví að náttúran verði sett í fyrsta sæti …‘ Bergþóra Sigurðardóttir Höfundur er læknir, bergkristall@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.