Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 27 FRÉTTIR Alltaf öðru hverju kemur upp sústaða á að maður staldrar við og skoðar hugsandi vegferð sína – nú er hún Snorrabúð stekkur – eða þannig. Þetta gerðist einmitt núna 1. maí í mínu hugskoti. Þannig var að ég lá upp í rúmi, nokkuð slæpt eftir harðsvírað liða- gigtarkast þegar vinkona mín hringdi í mig og sagði formálalaust: „Ætlar þú ekki niður í bæ 1. maí?“ – Ja, ég er nú að lesa og bara hvíla mig, svaraði ég. „Uss, komdu bara niður í bæ, við getum skoðað fólkið og fengið okkur kaffi,“ sagði hún – og þar með var það ákveðið. Ferðin byrjaði ekki vel, ég fór á bílnum mínum, vel klædd, en þegar ég kom að húsi vinkomu minnar var loftið sigið að mestu úr vinstra fram- dekkinu. Ég hljóp inn og kallaði: „Þú verður að sækja mig upp á dekkja- verkstæði, loftið er alveg að verða bú- ið í dekkinu að framan.“ – Ókey, svaraði vinkona mín önnum kafin við að laga sig til fyrir bæjar- ferðina. Ég komst klakklaust upp að verk- stæðinu, lagði þar bílnum og hugsaði: „hjúkk, það mátti ekki á tæpara standa að ég eyðilegði felguna.“ Hópur ungra útlendinga stóð við dekkjaverkstæðið, auðvitað var það lokað 1. maí. Útlendingarnir fylgdust með mér og þótti ferðalag mitt greinilega dularfullt. Loks komu þeir allir til mín, bentu mér á að það væri lokað og buðust til að skipta um dekk hjá mér, svo ég gæti farið. Ég sagði þeim að varadekkið væri líka sprungið. Þá sneru þeir þöglir aftur að veggnum en ég beið áfram í bílnum. Það stóðst á endum að vinkona mín kom að sækja mig um leið og bíll kom að mönnunum við vegginn. Við ókum burtu meðan mennirnir voru að ráðslaga við hinn aðvífandi bíleiganda. Bíllinn minn blessaður stóð eftir, ákaflega einmanalegur og samansiginn á auðu stæðinu. Þegar við komum niður í bæ var komið einhverskonar blautt haglél. „Ég vil fara beint í kaffi,“ sagði ég. En vinkona mín hafði lagt rétt hjá Kolaportinu og kvaðst nú vilja líta þar inn í leiðinni. Ég lét það eftir henni og við hófum hringgöngu um þetta sér- kennilega svæði, þar sem sagan blasir við í hverju horni. Það var einmitt þá sem eitthvað fór að gerast í huganum á mér. Eftir að við höfðum farið framhjá bókastöflum, gömlum skóm, barna- fötum á 100 krónur, postulínsstellum sem merkt voru löngu látnum eigend- um og gömlum selskapskjólum sáum við bás sem greinilega var mikið fjör í. Vinkona mín gekk þangað rösklega og viti menn, þar var fólk hópum sam- an að máta kápur, jakka og pils úr fín- asta leðri. Nú vissi ég hvað myndi gerast og það gerðist. Vinkona mín snaraðist úr kápunni sinni og fór að máta af hjartans lyst. Þessar flíkur voru á svo góðu verði að ég hvíslaði að vinkonu minni að þetta hlyti annað- hvort að vera þýfi eða þrælavinna. „Uss,“ sagði hún aðvarandi. „Farðu bara að máta, þú hefur gott af að eign- ast leðurjakka.“ – Ég hef ekki átt leðurjakka síðan ég var unglingur, og kannski var hann bara úr apaskinni,“ tautaði ég. Áður en ég vissi var ég, nánast eins og fyrir tilviljun, komin í svarbrúnan leðurjakka. Rétt í sama mund spurði einhver kaupkonuna hvers vegna leð- urfötin væru svona ódýr. „Það er 1. maí og ástæða til að gefa íslenskum verkalýð tækifæri til að eignast leðurjakka á spottprís,“ svar- aði hún glaðbeitt. Þá var það sem naflaskoðunin skaust upp á yfirborðið, ég fór að hugsa um hvernig allt breytist í þess- ari veröld. Seint hefði mér dottið í hug á vori lífsins að ég myndi 1. maí standa inni í Kolaporti mátandi leðurjakka meðan hinn íslenski verkalýður berðist fyrir tilvist sinni í hretviðrinu fyrir utan. Sú var tíðin að ég skundaði hnakka- kert undir rauðum fánum niður Laugaveginn og lét mig stolt engu skipta „foragtarleg“ augnaráð „borg- aranna“ sem stóðu á gangstéttunum og gláptu á göngufólkið. Ég hefði heldur aldrei trúað því þá að ameríski herinn vildi sjálfviljugur fara héðan og ég fyndi varla til annars við þá ákvörðun en léttis að búa á svæði þar sem ekki væri ófriðlegra en svo að vanþörf væri talin á hervörn- um. Það fór svo að vinkona mín keypti þrjá leðurjakka, ég tvo, annan fyrir son minn sem vildi þegar til kom ekki sjá að vera í honum og hinn fyrir sjálfa mig. Sá er nú í fatahenginu og mætti ætla að hann hefði orðið fyrir skæruliðaárás, mér fannst hann þegar til kom alltof herðabreiður svo ég rakti upp axla- sauminn öðrum megin en komst svo að því að leðrið væri ósaumanlegt bæði með nál og tvinna og þess þá heldur í venjulegri saumavél. Svona er sem sagt staðan: Ég er hætt að fara í 1. maí göngu, læt mig furðu litlu skipta hvort herinn er eða fer og á sundurskorinn leðurjakka í fatahenginu. Gaman væri að vita hvernig allt verður næst þegar ég staldra við og geri stöðumat á vegferðinni. En þann- ig þankar gera ekki boð á undan sér, þeir koma bara óforvarindis – á hin- um ólíklegustu stöðum og tímum – það væri reyndar líka gaman að vita hvers vegna undirvitund fólks þykir allt í einu rétti tíminn vera kominn til kominn að gera nýtt stöðumat. Það er svo margt sem maður veit ekki um sjálfan sig. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Þýfi eða þrælavinna? Leðurjakkinn sundurskorni eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur NÁM AR G US / 06 -0 26 6 SAMHLIÐA STARFI Umsóknarfrestur er til 10. maí! Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is og í síma 525-4444 3020126SPF Eina sólarvörnin sem er skráð læknisfræðileg 6 klukkutíma sólarvörn Vörnin virkar strax ! Fæst í apótekum og fríhöfninniwww.celsus.is Gefur fallegan endingargóðan sólbrúnan lit. Þolir endurtekið í 6 klst. sjó, sund, svita, sand og leik. HÁSKÓLI Íslands og Hafréttar- stofnun Íslands hafa gert með sér samning um að Hafréttarstofnun standi straum af helmingi kostnaðar af stöðu lektors í auðlindarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Samning- urinn var undirritaður 2. maí 2006 af Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Há- skólans, og Páli S. Hreinssyni, for- seta lagadeildar, annars vegar og Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni Hafréttarstofnunar, hins vegar. Gerð samningsins er liður í sér- stöku átaki á sviði auðlindaréttar innan lagadeildar, en tvær stöður hafa nú þegar verið kostaðar á þessu réttarsviði. Með framlagi Hafrétt- arstofnunar er stefnt að því að efla kennslu og rannsóknir í þeim þætti auðlindaréttarins sem lýtur einkum að hafrétti og auðlindum hafsins. Samningurinn er einnig liður í þeirri stefnu Háskóla Íslands að efla tengsl skólans við rannsóknarstofn- anir og atvinnulíf og fjölga störfum við skólann sem kostuð eru af utan- aðkomandi aðilum. Hafréttarstofnun Íslands er rann- sókna- og fræðslustofnun á sviði haf- réttar við Háskóla Íslands og var henni komið á fót árið 1999 í sam- vinnu við utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið. Megin- markmið stofnunarinnar er að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Samningur Hafréttarstofnunar og Háskólans kemur til framkvæmda 1. janúar 2007. Samningurinn er gerð- ur til þriggja ára. Ljósmynd/Jóra Jóhannsdóttir Páll S. Hreinsson deildarforseti, Kristín Ingólfsdóttir rektor og Tómas H. Heiðar forstöðumaður undirrita samninginn um stöðu lektors. Styrkir stöðu lektors við lagadeild HÍ „UMFRAMLÍFEYRISKJÖR þing- manna í dag eru ígildi 51 milljónar króna starfslokagreiðslu miðað við sex kjörtímabil, borið saman við líf- eyrisréttindi í Lífeyrissjóði verzlun- armanna og umframlífeyriskjör ráð- herra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 102 milljóna króna.“ Þetta segir í grein sem birt er í ný- útkomnu fréttabréfi Samtaka at- vinnulífsins. Þar segir ennfremur að umfram- lífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil séu ígildi 113 milljóna króna starfslokagreiðslu. Fram kemur að það tekur þing- mann rúm 23 ár að komast í 70% há- mark eftirlaunahlutfallsins og ráð- herrann tæp 12 ár. Sé miðað við að þingmaður hefji þingmennsku 41 árs þá nær hann hámarksrétti til lífeyr- is, 330 þús. kr. á mánuði, þegar hann verður 64 ára. Sjóðfélagi í Lífeyris- sjóði verslunarmanna ávinni sér rétt til 168 þús. kr. lífeyris á sama tíma miðað við nýjar reglur um aldurs- háða ávinnslu. Varanleg sátt um launakjör þing- manna og ráðherra, segir í greininni, mun ekki skapast nema að eftir- launakjör þeirra verði færð til sam- ræmis við það sem aðrir landsmenn búa við og umframkjör verði færð inn í grunnlaun þeirra. Ráðherra 12 ár að ná hámarkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.