Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 16
Vestmannaeyjar | Eyjamenn hafa notið veðurblíðunnar und- anfarna daga, eins og aðrir landsmenn. Fólk hefur tekið fram leiktæki af ýmsu tagi og notar þau óspart. Þessar stúlkur sýndu hæfileika sína í leikfimi á trampólíni í einum garðinum og stukku hver annarri hærra. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fimleikar í Eyjum Veðrið Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heimsóttu Dagverðará | Aðalfundur Hollvinasamtaka Þórðar á Dagverðará var haldinn á Lýsuhóli síðastliðinn laugardag. Kemur þetta fram á vef Snæfellsbæjar. Að loknum góðum fundi fór hluti fund- armanna og heimsótti Þórð í kirkjugarð- inum á Hellnum og síðan áfram að Dag- verðará þar sem Aðalheiður og hennar fólk hélt hópnum mikla hnallþóruveislu.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ljóð á bók | Ljóð þriggja nemenda í Grunnskóla Bolungarvíkur fá ljóð sín birt í ljóðabókinni Ljóð unga fólksins. Kemur þetta fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði. Í vor efndu almenningsbókasöfn af öllu landinu til ljóðasamkeppni og valdi dóm- nefnd svo úr úrval ljóða til birtingar. Öll börn á aldrinum 9–16 ára gátu tekið þátt í keppn- inni og tóku 42 bolvískir nemendur þátt. Í Bolungarvík voru ljóð Þorgerðar Þorleifs- dóttur í 8. bekk, Bergþórs Sölvasonar í 6. bekk og Daða Valgeirs Jakobssonar í Stjörn- unni valin. Bókin kemur út á næstu vikum.    Bíldudalskaffi | Hafin er framleiðsla á kaffi á Bíldudal. Nefnist það Sólar kaffi. Góður rómur var gerður að kaffinu á sýn- ingunni Perlan Vestfirðir sem haldin var í Reykjavík á dögunum, að því er fram kem- ur á fréttavefnum Tíðis. Sólar kaffi er fram- leitt af hjónunum Guðbjörgu Jónsdóttur og Jóni Hákoni Ágústssyni sem reka veitinga- og gististaðinn Kaupfélagið á Bíldudal. Fjórar tegundir af Sólar kaffi eru fram- leiddar, Eðalkaffi Arnfirðingsins, Selárdals Columbia, Skrímslasopi og Vestfjarðar ljómi. Á næstunni fer fram kynning á kaffinu, að því er fram kemur á vefnum, og því dreift í verslanir á Vestfjörðum og Vest- urlandi, einnig verður kaffið til sölu í versl- unum í Reykjavík. Jafnframt er hægt að panta kaffið hjá framleiðanda.    Það voru stolt-ir krakkarsem voru að kynna Norður- löndin í bekknum sínum 6-j í Öldu- túnsskóla sl. þriðju- dag. Var foreldrum boðið í veislu þar sem á boðstólum voru vöfflur, pönnukökur og kökur sem voru bakaðar í fánalitum Norðurlandana. Byrjað var með stuttri kynningu og síðan var hver hóp- ur með bás með kynningu á Norð- urlöndunum sem þau unnu með kennaranum sínum Mar- gréti Sverrisdóttir. Þá var hægt að taka þátt í spurn- Kynntu Norðurlöndin Stefán Friðbjarnar-son yrkir fyrirsveitarstjórnar- kosningar: Fast ég stend við hugsjón háa. Henni þjóna lon og don. Dreg minn kross við Dé-ið bláa og dr. Gunnar Birgisson. Karli F. Hjelm í Nes- kaupstað datt í hug í póli- tísku moldviðrinu: Ýmsum þykir pólitíkin tíka best, en tík sú geltir alltaf hæst og mest. Og vafalaust þá eiga mun hún metið því mestan fjölda af hvolpum hefur getið. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd segir að R-listinn hefði betur haldið saman: Vandinn blasir við um sinn, verklag slasað gefur. Þriggja fasa flokkurinn fylgi dasað hefur! Af kosningum pebl@mbl.is Keflavík | Nýstofnað félag áhugaljós- myndara á Suðurnesjum, Ljósop, hefur opnað sína fyrstu ljósmyndasýningu. Hún er í Svarta pakkhúsinu í Keflavík. Fjórtán félagsmenn sýna úrval af mynd- um sínum. Þeir eru: Ásgeir Már Ásgeirs- son, Daði Þorkelsson, Finnbogi Ragnar Ragnarsson, Gísli B. Gunnarsson, Jóhann Hannesson, Jón Magnús Björnsson, Jón Oddur Guðmundsson, Jónas Þorsteinsson, Kristján Carlsson Gränz, Olgeir Andrés- son, Ólafur Harðarson, Rósinkar Ólafsson, Steinþór Grétar Hafsteinsson, Særós Páls- dóttir. Sýningin er opin frá 13 - 21 alla daga vik- unnar fram til 31. maí nk. Kristján Carlsson Gränz, formaður Ljósops er mjög ánægður með hversu vel tókst til og segir að metnaður áhugaljós- myndara sé til fyrirmyndar. Fjórtán áhugaljós- myndarar sýna myndir Ljósmynd/Kristján Carlsson Gränz Ísafjörður | Byggingu nýrrar sundlaugar á Ísafirði gæti lokið haustið 2007 ef allt gengur eftir. Bæjarstjórn hefur gefið vil- yrði sitt fyrir leigu og notkun sundlaug- arinnar og mögulegri samnýtingu með íþróttahúsinu. Sævar Óli Hjörvarsson hefur látið hanna sund- og líkamsræktarstöð á Ísa- firði. Að því er fram kemur á vef Bæj- arins besta á Ísafirði ganga hugmyndir hans út á að miðstöðin verði byggð af einkaaðila en fyrirfram verði gerður leigusamningur við aðila sem vildi nýta sér aðstöðuna. Kynna hug- myndir um sundmiðstöð ♦♦♦ Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Nýr vefur Garðs | Sveitarfélagið Garður opnaði formlega nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið í gærmorgun á slóðinni sv-gardur.is. Heimasíðan er unnin af hug- búnaðarfyrirtækinu DaCoda í Reykjanesbæ. Með þessu vill bærinn auka þjónustu sína. Meðal nýjunga má nefna ýmsar rafrænar umsóknir og til útprentunar fyrir leikskóla, byggingarlóðir og fleira. Aðgengi að upplýs- ingum um sveitarfélagið hefur verið bætt og leit gerð einfaldari. Þessa dagana er verið að vinna í því að koma inn eldri fundargerðum. Á vefsíðunni er auk þess að finna ýmsar upplýsingar. Þannig er bætt myndasíða um fugla, gróðurfar og spendýr á Garðskaga, auk mannlífsmynda og myndbanda. Ljósmynd/Ólafur Þórisson ingakeppni varðandi viðkomandi land eða fá upplýsingar um flug og gistingu í hverri höfuðborg fyrir sig. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.