Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 65 FRÉTTIR ÚTGÁFUTEITI Fyrstu skrefanna var haldið nýlega í Veröldinni okk- ar í Smáralind. Útbjuggu börn sem þar voru listaverk sem Landsbank- inn keypti fyrir 250.000 kr. Halldór Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, afhenti ávísunina sem stíl- uð var á félagið Einstök börn og tvær fjölskyldur, sem komið hafa í viðtal í Fyrstu skrefunum, tóku við henni fyrir hönd félagsins. Á myndinni eru, efri röð frá vinstri: Schumann og Heidi Didrik- sen, Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, Heiða Kristín Harðardóttir og Sigursteinn Sig- urðsson. Neðri röð frá vinstri: Guð- rún Heimisdóttir ritstjóri, Fyrstu skrefanna, Beinta Didriksen, Krist- ófer og Hörður Sigursteinssynir. Keypti listaverk eftir börn POKASJÓÐUR verslunarinnar hef- ur úthlutað 90 milljónum á sjóðnum til ýmissa verkefna. Þetta er í 11. sinn sem úthlutað er og fengu hátt í eitt hundrað einstaklingar, félaga- samtök og stofnanir framlag úr sjóðnum. Frá upphafi hefur sjóður- inn úthlutað um 600 milljónum króna. Sjóðurinn fær tekjur af sölu plast- burðarpoka í verslunum. Í dag greiða um 100 verslanir víða um land í sjóðinn. Hlutverk sjóðsins er að leggja lið málum sem horfa til almannaheilla á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar. Stærstu framlög úr sjóðnum hafa farið til Skógræktarfélaganna sem hafa fengið samtals 72 milljónir króna. Þá hefur Húsgull, sem unnið hefur að uppgræðslu á Hólasandi, fengið 48 milljónir króna. Sjö hundruð umsóknir bárust til sjóðsins í ár og námu óskir um fram- lög um 750 milljónum króna. Morgunblaðið/Eyþór Bjarni Finnsson frá Pokasjóðnum afhenti fulltrúum Vímulausrar æsku styrk. Við honum tóku Elísa Wium, fram- kvæmdastjóri Vímulausrar æsku, (t.v.) og Jórunn Magnúsdóttir, forstöðukona foreldrahúss Vímulausrar æsku. 90 milljónum úthlutað úr Pokasjóði HEKLA frumsýnir nýjan Mitsub-ishi L-200 pallbíl í dag, laugardaginn 20. maí kl. 10–16. L-200 pallbíllinn frá Mitsubishi Motors er nýr bíll – hannaður frá grunni. Meðal nýjunga er hljóðlát 2,5 lítra CommonRail, 136 hestafla dísilvél, nýr fjöðrunarbún- aður, Super Select 4WD drifkerfi, sem er þekkt úr Mitsubishi Pajero- jeppanum, auk þess sem innra rými er rúmbetra og íburðarmeira en í eldri gerðinni. Nýja hönnunin á L-200 bílnum gerir hann lipran í akstri og státar hann af minnsta beygjuradíus í sín- um stærðarflokki. Hægt er að velja um 5 gíra handskiptan gírkassa eða 4 þrepa sjálfskiptingu og kostar bíll- inn frá 2.960.000 þúsund krónum. Hann er fáanlegur í tveimur út- færslum, Invite og Instyle og er sú síðarnefnda meðal annars búinn leð- urinnréttingu, dökkum hliðarrúðum og stöðugleikastýringu. Nýr Mitsubishi frumsýndur VERALDARVINIR hreinsuðu sl. fimmtudag strandlengju Mosfells- bæjar ásamt börnum úr Lágafells- skóla, leikskólanum Huldubergi og hópi erlendra sjálfboðaliða. Hóp- urinn hittist í fjörunni fyrir neðan golfskála Kjalar í Mosfellsbæ. Veraldarvinir ætla á næstu sex árum að hreinsa alla strandlengju Íslands og hefur umhverfisráðu- neytið ákveðið að styrkja verkefnið og var umhverfisráðherra við- staddur þetta fyrsta verkefni sum- arsins, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni má m.a. sjá Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfis- ráðherra með börnum úr Lágafells- skóla. Veraldarvinir hreinsuðu í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Brynjar Gauti SAMKEPPNIN Reyklaus bekkur er runnin á enda á þessu skólaári. Þetta er sjöunda árið sem íslenskir grunnskólar taka þátt í þessu verk- efni ásamt 21 öðru Evrópulandi. Í ár voru um 320 bekkir skráðir til leiks en þátttakan hefur verið góð öll árin. Bekkirnir staðfestu reykleysi sitt 6 sinnum í gegnum vefsíðu Lýðheilsu- stöðvar. Á skólaárinu voru dregnir út vinn- ingar og það sem bekkirnir þurftu að gera til að vera með í útdrætt- inum var að staðfesta reykleysi sitt. Vinningar voru bakpokar og geisla- diskar. Allir þátttakendur fengu senda litla gjöf sem í ár voru litríkir sundpokar. Til að eiga möguleika á að vinna til fyrstu verðlauna þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tób- aksvörnum. Nánari útfærsla var ekki tilgreind til að þrengja ekki hugmyndir að verkefnum. Í ár, eins og áður, bárust mjög mörg vel unnin verkefni og var fjögurra manna dómnefnd að velja sigurvegara. Alls bárust 70 lokaverkefni og voru mörg frábærlega unnin, bæði hvað varðar hugmyndir og útfærslu. Úrslitin eru eftirfarandi: Grunnskóli Mýrdalshrepps, 7.–8. bekkur, varð í 1. sæti og hlaut utan- landsferð fyrir bekkinn. Þau gerðu stuttmynd sem var afraksturinn af hóp- og þemavinnu. Myndin fjallar um hvernig reykingarnar gjör- breyta lífi sögupersónunnar. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is, er hægt að skoða stuttmyndina ásamt grein- argerð með verðlaunaverkefninu. 2. sæti, iPod shuffle fyrir nem- endur bekkjarins, hlaut Grunnskól- inn að Hólum, 7.–8. bekkur, fyrir ráðstefnuna „Reyklaus framtíð- arsýn fyrir Skagafjörð“. Ráðstefnan var tvíþætt, annars vegar fyrirlestur og hins vegar sýning nemenda þar sem hver nemandi bar ábyrgð á einu viðfangsefni. 3. sæti, dagsferð innanlands fyrir bekkinn (75.000 kr.), hlaut Rima- skóli, 8. R., fyrir Reykingaskrímslið. Nemendur gengu í hús, söfnuðu „stubbum“ og buðu spjald með hvatningu um að hætta tóbaks- notkun. „Stubbarnir“ voru svo not- aðir til að fylla upp í Reykinga- skrímslið. Úrslit í sam- keppninni „Reyklaus bekkur“ Verkefni barnanna voru fjölbreytt. STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði vill að þak verði sett á laun hálaunafólks. Tilefni ályktunar stjórnar félagsins er lagafrumvarp um kjararáð, sem ætlað er að leysa af hólmi núverandi kjaradóm og kjaranefnd. Verkefni kjararáðs verður að ákveða laun og starfskjör alþingismanna, ráðherra, dómara og annara ríkisstarfsmanna sem ekki ráðast með samningum. Í frumvarp- inu er ákvæði um tengingu við launavísitölu. „Stjórn Hlífar er á móti hvers konar einhliða ákvörðunum um kaup og kjör hálaunaðra manna sem ekki eru miðaðar við umsamin laun fólks- ins sem vinnur framleiðslu-, þjón- ustu- og umönnunarstörfin í landinu eða við önnur láglaunastörf sem eru hornsteinar þjóðfélagsins. Því miður hefur Kjaradómur haft aðra við- miðun og þess vegna hafa laun þing- manna, ráðherra, dómara og ann- arra embættismanna, sem Kjara- dómur úrskurðar um, hækkað verulega umfram almenna kaup- taxta verkalýðsfélaganna.“ Þak verði sett á laun hálaunafólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.