Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 B 11  javík: 2102 km = 1 TVG TVG-Zimsen gerir öll svona reikningsdæmi óþörf. Varan er komin á áfangastað áður en þú færð nokkurn botn í þessi heilabrot. Við bjóðum upp á alhliða flutningaþjónustu á hagstæðu verði. Hvar sem er, hvert sem er, hvenær sem er. Það er aðeins eitt TVG-Zimsen. Hafðu samband og fáðu lausn á þínum flutningsmálum. TVG-Zimsen er traust flutningamiðlun sem byggir hæfni sína á sterkum, alþjóðlegum samböndum og úrvalsstarfsfólki um allan heim. TVG-Zimsen er elsta flutningamiðlun landsins. Þ að er langur vegur frá því að íslenskt lamba- kjöt var sett á markað í Bandaríkjunum og sérstaða þess og annarra íslenskra afurða á þeim markaði hefur aukist til muna á þeim árum sem bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods Markets hefur haft hana til sölu. Julia Obici, framkvæmdastjóri hjá Whole Foods segir að mikilvægt hafi verið í upphafi að skilgreina vöruna sem sjálfbæra vöru, en viðskiptavinum keðjunnar er mjög umhugað um um- hverfið sem afurðirnar koma úr. „Við hófum að selja íslenskt lambakjöt fyrir sex árum. Kjötið seldist mjög illa þangað til við fórum að koma því áleiðis til við- skiptavina okkar hvað fælist í íslensku vörunum í raun og veru. Þá meina ég ekki aðeins gott bragð og vandaðar vörur heldur einnig út frá því sjónarmiði að vörurnar eru sjálfbærar. Þar sem viðskiptamannahópur okkar einkennist af umhverf- isverndunarsinnum og neyslu á náttúrulegum afurðum þá heill- aðist hópurinn af kjötinu. Við byggðum upp ágætis grunn fyrir kjötsöluna og við í Whole Foods vorum mjög sátt með árang- urinn. Því var ákveðið að auka vöruúrval íslenskra afurða, að undanförnu höfum við verið að selja íslenskan lax, við urðum fyrst til að setja skyrið á bandarískan markað, og það gengur mjög vel, einnig höfum við verið að selja íslenskt súkkulaði og ætlum síðan að flytja inn lýsi,“ sagði Obici. Vilja fisk beint úr trillunni Hún sagði að meginástæða ferðar hennar hingað til Íslands nú væri að skoða fisk á Íslandi en til stendur að setja upp veglega fisksölu í Whole Foods. „Við ætlum að opna okkar eigin fiskvinnslu og við viljum flytja inn fisk beint frá Íslandi og horfum sérstaklega til smá- bátaútgerðarinnar í þeim efnum,“ sagði Obici en stefnt er að því að viðskiptavinurinn geti rakið uppruna fisksins, hvar og hve- nær hann er veiddur, hvaða skip veiddi hann og hver var skip- stjóri skipsins. „Auk þess verða frammi í verslunum okkar nánari upplýs- ingar um skipstjóra bátanna þannig að nálægð viðskiptavin- arins í Bandaríkjunum við skipstjórann verður töluvert meiri en gengur og gerist.“ Hún sagði að skipstjórar smábátanna væru meira en reiðu- búnir til að taka þátt í verkefninu: „Þeir skipstjórar sem við höfum rætt við hafa verið mjög spenntir fyrir þessu verkefni, og svo virðist sem þeir vilji meiri tengsl við neytandann,“ sagði Obici en hún og samstarfsfélagar hennar sem voru með henni í för höfðu deginum áður farið á veiðar með smábát til að kanna aðstæður og líkað vel. Sala á kjöti þrítugfaldast Vafalaust þykir mörgum Bandaríkjamanninum sumar íslensk- ar matvörur vera skrýtnar. Hvernig hafa þeir tekið þeim? „Í fyrstu eru þeir mjög hissa, eins og t.d. með skyrið sem er hornsteinn í mataræði ykkar Íslendinga. En um leið og við hóf- um að kynna það fyrir viðskiptavinum okkar og leyfðum þeim að prófa þá féllu þeir umsvifalaust fyrir því og salan hefur verið mjög góð. Einnig hefur lambakjötið fest sig í sessi hjá okkar viðskiptavinum, það liggur við að fólk bíði eftir að sláturtíð á Ís- landi hefjist, svo mikil er eftirspurnin eftir kjötinu,“ sagði Obici en sala á íslenska lambakjötinu hefur aukist úr 3 tonnum í 100 tonn á ári, síðustu sex ár. En þarf að kenna Bandaríkjamönnum að meta íslenskar vörur eða rekast þeir á þær í leit sinni að náttúrulegum afurð- um? „Ég held að það sé hægt að útskýra þetta á tvennan hátt: Í fyrsta lagi eru ákveðnir viðskiptavinir að leita að afurðum af dýrum sem hafa fengið góða meðferð frá bændum og í öðru lagi er það bragðið af afurðunum. Viðskiptavinahópur okkar er mjög blandaður hvað varðar uppruna, kjarni okkar starfssemi er í Washington, Philadelphia og Baltimore, og þeir leggja mikla áherslu á bragðið, og íslenska lambakjötið og skyrið upp- fylla þessar ströngu kröfur sem og laxinn,“ sagði Obici en ís- lenska lambakjötið býr við mikla samkeppni frá lambakjöti alls- staðar að úr heiminum. Hátt verð aukaatriði Aðspurð hvort íslenskar vörur væru samkeppnishæfar miðað við vörur frá öðrum löndum sagði Obici svo vera tvímælalaust ef litið væri á árangur þeirra. Þannig væri meira selt af lamba- kjöti hjá Whole Foods frá Íslandi en Nýja-Sjálandi, sem væri eitt stærsta lambakjötsframleiðsluland í heiminum. Einnig tækju viðskiptavinirnir íslenskan lax fram yfir þann banda- ríska. Er hún var spurð hvort íslenskar vörur væru samkeppn- ishæfar í verði benti hún á að íslenski laxinn kostaði mun meira í innkaupum en annar lax. „Við höfum þó selt hann á sama verði og annan lax þar sem við höfum óbilandi trú á þessari vöru. Að undanförnu hefur íslenski laxinn lækkað í verði, og útsöluverð hefur lækkað. Yfirleitt eru íslensku vörurnar yfirhöfuð dýrari en ég ítreka það, að ef litið er á viðskiptavinahóp okkar, þá eru þeir að leita að bragði og gæðum og þá skiptir verð minna máli.“ Er annt um framleiðsluna Obici segir Íslendinga mjög stolta af framleiðslu sinni „Við fundum það í dag þegar við ræddum við aðila frá Hafrann- sóknastofnun og sjávarútvegsráðuneytinu hvað þeim er mikið í mun að vera í góðu samstarfi við sjómenn til að halda stofninum góðum og framleiða góða vöru. Og þetta skilar sér án nokkurs efa til neytandans,“ sagði Obici og bætti því við að starfsmenn keðjunnar hefðu einnig farið í fjárréttir og þeirri upplifum hafi verið skilað til kúnnans með góðum árangri. Hún tók einnig fram að samskipti hennar og keðjunnar við íslensk stjórnvöld hefðu verið mjög góð. „Það er ótrúlegt hvað íslensk stjórnvöld eru opin fyrir nýj- ungum og útflutningi á íslenskum afurðum. Það er gríðarlega nauðsynlegt fyrir okkur að geta átt fundi með stjórnvöldum. Eins og í dag, þá áttum við stuttan fund með sjávarútvegs- ráðherra. Slíkt væri ógerlegt í Bandaríkjunum.“ En hvaða afurð skyldi vera eftirlæti hennar? „Það er dálítið erfitt fyrir mig að svara þessu núna,“ segir Obici hlæjandi, „ég er nefnilega nýhætt að borða kjöt og mér fannst lambakjötið vera svo gott. En skyrið er í uppáhaldi núna, auk þess sem mér finnst íslenska smjörið alveg einstakt,“ segir hún að lokum. Bandaríkjamenn bíða eftir íslenskri sláturtíð Vel hefur gengið að selja íslenskar af- urðir í verslunum Whole Foods Market í Bandaríkjunum að undanförnu og var Julia Obici, aðstoðarframkvæmdastjóri Mið-Atlantshafsdeildar keðjunnar, stödd hér á landi til að kynna sér íslenska trillukarla og afurðir þeirra. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson ræddi við hana um sérstöðu íslenskra afurða, skyr og lýsi. Morgunblaðið/Eyþór Bandaríkjamarkaður Julia Obici hjá Whole Foods Market segir venjulega íslenska skyrið vera best, helst með engu. Yfirleitt eru íslensku vörurnar yfirhöfuð dýrari, en ég ítreka það, að ef litið er á viðskiptavinahóp okkar, þá eru þeir að leita að bragði og gæðum og þá skiptir verð minna máli. siggip@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.