Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ANDREAS Warler, munkur og org- anisti klausturkirkjunnar í Steinfeld í Eifel í Þýskalandi, er fyrsti tónlist- armaður Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju, sem hefst um þessa helgi. Fyrri tónleikar hans verða í dag, 17. júní, kl. 12 en þeir síðari annað kvöld kl. 20 og verða það aðaltónleikar helgarinnar. Á efn- isskrá hans eru bæði þekkt verk eins og Passacaglía Bachs og 3. orgel- sónata Mendelssohns, en á henni er líka að finna verk tónskálda sem ekki hafa verið leikin hér áður og þá sérstaklega nýleg verk þýskra tón- skálda og eitt belgískt. Þá flytur Warler einnig nokkra dansa frá end- urreisnartímabilinu og má líta á þá sem bein tengsl við orgelið í klaust- urkirkjunni í Steinfeld því þar er eitt stærsta og frægasta barrokkorgel Rínarhéraðsins, smíðað árið 1727 af Balthasar König. „Mín fyrsta hugsun í sambandi við efnisskrána var að nýta mér hina miklu möguleika orgelsins hér í Hallgrímskirkju,“ segir Warler í samtali við Morgunblaðið og nefnir sérstaklega lúðrana í orgelinu, sem munu hljóma í nokkrum verkanna sem hann leikur, meðal annars í Há- tíðarlúðraþyt eftir Paul Damjakob. „Orgelið er svo litríkt, að mig langaði að leika mörg verk til að sýna á því allar hliðar. Auk þess vildi ég gjarnan leika nokkur verk sem enskumælandi kalla gjarnan „show- pieces“ – eins og Hátíðartoccötu Percy Fletcher eða Toccötu Aloys Claussmann. Þetta eru slík verk og fólk elskar þau, þó að mér líki alls ekki þetta orð,“ segir hann og hlær. Warler segist fyrst og fremst reyna að hafa í huga að áheyrendur séu ánægðir þegar þeir komi út af tónleikum hans. „Því verður dag- skráin að taka mið af því og vera fjöl- breytt. Ég veit auðvitað ekki hvernig tekst til hjá mér, en ég reyni.“ Það hafði lengi verið draumur Warlers að koma til Íslands og leika á sumartónleikum á orgelið í Hall- grímskirkju. Hann segist því hafa orðið yfir sig ánægður í fyrrahaust, þegar kirkjan hafði samband við hann og bað hann að leika á tón- leikum sumarsins. „Fyrir mér er það draumur sem rætist að koma hingað og leika. Ég hélt aldrei að ég myndi leika á Íslandi, þannig að ég er mjög glaður,“ segir hann og lýsir ánægju sinni með allar aðstæður hér. „Sjálf- ur er ég organisti við kirkju sem hef- ur sögufrægt orgel frá fyrri hluta 18. aldar, þannig að ég hef þurft nokk- urn tíma til að æfa mig á þetta nýja og stóra orgel hér! Einnig vegna þess að sum af nýrri verkunum sem ég ætla að leika hér á landi, eins og til dæmis eftir Mendelssohn, get ég ekki leikið á mitt heimaorgel. Það er frábært að geta víkkað efnisskrána sína aðeins.“ Draumi líkast Warler hyggst einungis dvelja á Íslandi í nokkra daga – þó hann hefði gjarnan viljað vera lengur segir hann fyrst og fremst hátt verðlag hafa staðið í vegi fyrir lengri dvöl hérlendis. En á mánudag ætlar hann að gera sér ferð í Skálholt og segist hlakka mikið til. „Hér er svo fallegt – mér þótti það draumi líkast þegar ég keyrði inn í Reykjavík. Fólkið er líka yndislegt og mér líður mjög vel hérna. Að undanskildu því að ég fékk kvef um leið og ég kom,“ segir bróðir Andreas Warler kíminn að lokum. Tónlist | Alþjóðlega orgelsumarið að hefjast í Hallgrímskirkju Allar hliðar orgelsins Morgunblaðið/Golli „Fyrir mér er það draumur sem ræt- ist að koma hingað og leika. Ég hélt aldrei að ég myndi leika á Íslandi, þannig að ég er mjög glaður,“ segir organistinn Andreas Warler. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÞAÐ verður mikið um að vera í Ný- listasafninu við Laugaveg 26 í dag. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar sýninguna „Magn er gæði“ klukkan 15, þar sem sýnd eru postu- línsverk eftir 48 félaga; á sama tíma munu listamennirnir Olof Olsson og Daniel Salomon setja nýtt alþjóðlegt pylsufyrirtæki á laggirnar, Kolbasoj sen Limoj; og klukkutíma síðar flytur Clare Charnley listgjörninginn TALA. Postulín í nýju ljósi Á sýningu Myndhöggvarafélagsins gefst gestum tækifæri til að sjá ýmsa helstu samtímalistamenn landsins vinna með sama efnið: postulín. Eins og aðstandendur sýningarinnar benda á fylgir sú tilfinning postulíni að það tilheyri heimi nytja- og skraut- hluta. Það eru enda fyrirtæki sem sérhæfa sig í búsáhöldum og skraut- munum hvers konar sem helst vinna með efnið. Postulín er því stór hluti af daglegu lífi okkar. Hugmyndin á bakvið sýninguna er að fá listamenn til að leysa upp þá merkingu sem virðist svo órjúfanleg efninu og hlutverki þess. Aðstand- endur taka jafnvel svo djúpt í árina að segja efnistök og fagurfræðilega nálgun gilda hér einu. Magnið er það sem gefur sýningunni gildi, eins og titill hennar gefur til kynna. Það verður væntanlega spennandi að sjá hvernig ólíkir listamenn móta sama efnið eftir sínum persónulega stíl. Staða hins alþjóðlega Kolbasoj sen Limoj þýðir „pylsur án landamæra“ á alþjóðlega tungu- málinu esperantó. „Fyrirtækið“ mun framleiða og bjóða upp á alþjóðlegar hágæðapylsur úr íslensku lambakjöti, en þannig verðar þær boðlegar öllum viðskiptavinum óháð trúarbrögðum þeirra. Listamennirnir að baki uppá- komunni hafa löngum notað esper- antó sem grundvöll að ýmsum uppá- komum. Olof Olsson segir að í pylsunni og esperantó sameinist áhugaverð hugmynd tengd menning- arlegri sjálfsmynd okkar. Þar sem pylsan er alþjóðlegt fyrirbæri og esperanto er hugsað sem alþjóðlegt tungumál sé ekki úr vegi að sameina þetta tvennt. Tungumál og menning Gjörningalistamaðurinn Clare Charnely tekur tungumálið og menn- inguna einnig fyrir í sínu verki, þó með ólíkum hætti sé. TALA er lang- tímaverkefni um menningarlega fá- fræði og hefur Charnely ferðast á milli landa og haft samvinnu við þar- lenda listamenn. „Ég fer með tölu á því tungumáli sem talað er á því mál- svæði þar sem ég er stödd hverju sinni án þess að skilja innihald þess sem ég er að segja. Með því vil ég í fyrsta lagi varpa ljósi á samspil tungumáls og menningar, þ.e. hve menningarlega gildishlaðin merking orða okkar í raun og veru er. Í öðru lagi, þar sem enska er mitt móðurmál vil ég einnig takast á við þann veru- leika valds og fáfræði sem þeir sem hafa ensku að móðurmáli eru staddir í á tímum þar sem enska er ríkjandi í öllum miðlum.“ Hér á landi er Charnley í samvinnu við listakonuna Bryndísi Ragn- arsdóttur. Menning | Þrjár uppákomur í Nýló Listamennirnir sem standa að Kolbasoj sen Limoj og TALA. F.v. Bryndís Ragnarsdóttir, Olof Olsson, Clare Charnley og Daniel Salomon. Morgunblaðið/Eyþór Félagar í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík vinna með hið næstum dogmatíska efni postulín. Magn, mál og menning ÍSLENSKU leiklistarverðlaunin voru afhent í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu, að við- stöddum forseta Íslands og fjöl- mörgum góðum gestum. Sýning Þjóðleikhússins á Pétri Gaut var val- in sýning ársins og leikstjóri hennar, Baltasar Kormákur, leikstjóri árs- ins. Auk þess hlutu þrír leikarar úr sýningunni Grímuverðlaun fyrir frammistöðu sína. Handhafar Grímunnar 2006 Sýning ársins: Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í leikgerð Baltasars Kormáks og sviðssetningu Þjóðleik- hússins. Leikstjóri: Baltasar Kor- mákur. Leikskáld ársins: Hugleikur Dags- son fyrir leikverkið Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands. Leikstjóri ársins: Baltasar Kormák- ur fyrir leikstjórn í Pétri Gaut. Leikari ársins í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason fyrir hlut- verk sitt í leiksýningunni Ég er mín eigin kona í sviðssetningu Leikhúss- ins Skámána í samstarfi við Menn- ingar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlut- verk sitt í Pétri Gaut. Leikari ársins í aukahlutverki: Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í Pétri Gaut. Leikkona ársins í aukahlutverki: Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlut- verk sitt í Pétri Gaut. Leikmynd ársins: Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleik- hússins og fyrir leikmynd í leiksýn- ingunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vest- urports. Búningar ársins: Filippía I. Elís- dóttir fyrir búninga í leiksýningunni Virkjunin í sviðssetningu Þjóðleik- hússins og fyrir búninga í leiksýn- ingunni Woyzeck. Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leik- sýningunni Ég er mín eigin kona, fyrir lýsingu í leiksýningunni Fagn- aður og fyrir lýsingu í leiksýning- unni Maríubjallan í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar. Tónlist ársins: Nick Cave og Warr- en Ellis fyrir tónlist í leiksýningunni Woyzeck. Söngvari ársins: Andrea Gylfadóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna. Dansari ársins: Lovísa Ósk Gunn- arsdóttir fyrir hlutverk sitt í dans- sýningunni Áróra Bórealis í sviðs- setningu Bórealis Ensemble og fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Critic’s Choice? í sviðssetningu Ís- lenska dansflokksins. Danshöfundur ársins: Leikhópurinn fyrir dans og hreyfingar í leiksýn- ingunni Forðist okkur. Barnasýning ársins: Leiksýningin Leitin að jólunum eftir Þorvald Þor- steinsson í sviðssetningu Þjóðleik- hússins. Útvarpsverk ársins: Útvarps- leikritið Skáld leitar harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leik- stjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands: Frú Vigdís Finn- bogadóttir fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu menningar og lista á Íslandi. Áhorfendaverðlaunin: Leiksýningin Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar. Leiklist | Þjóðleikhúsið sýnir styrk sinn þetta leikár Pétur Gautur fékk fimm Grímuverðlaun Morgunblaðið/Ómar Baltasar Kormákur tekur við verðlaunum fyrir Pétur Gaut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.