Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 27. 8. 2006 atvinna mbl.isatvinna SVIÐSSKREKKUR OG KVÍÐI ÓTTINN GETUR ÞJAKAÐ ÞÁ SEM ÞURFA AÐ HALDA RÆÐUR, EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ VINNA BUG Á HONUM Svisslendingur óskar eftir vinnu Ungur maður frá Sviss, sem talar nokkra íslensku, óskar eftir starfi frá 1. október. Hefur lært pípulagnir og kælitækjaviðgerðir. Fjögurra ára starfsreynsla í kælitækjum eftir námslok. Einnig unnið nokkuð við rafmagn. Getur unnið sjálfstætt. Gjörið svo vel að hafa samband á: grettir@bluemail.ch Smiðir óskast Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða smiði eða flokk smiða til að sjá um sér- verkefni svo sem uppsetningu gifsveggja og fl. Upplýsingar gefur Magnús í síma 660 4472. Matreiðslumaður Dagvinna — Framtíðarstarf Esja kjötvinnsla óskar eftir matreiðslumanni sem fyrst. Reynsla æskileg. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. á box@mbl.is merktar: „M — 18948“. Gestir í vikunni 10.131 » Innlit 18.583 » Flettingar 173.750 » Heimild: Samræmd vefmæling Björgólfur Thor Björgólfsson sunnudagur 27.08.2006 Y f i r l i t Í dag Staksteinar 8 Sjónspegill 58 Veður 8 Hugvekja 50 Forystugrein 36 Myndasögur 61 Reykjavíkurbréf 36 Dagbók 48/51 Umræðan 38/48 Víkverji 68 Umræðan 38/48 Staður og stund 66 Bréf 48 Leikhús 60 Menning 56/60 Bíó 66/69 Bréf 48 Sjónvarp 70 * * * Innlent  Björgólfur Thor Björgólfsson segir frá fjárfestingastefnu sinni og viðskiptaheimspeki í viðtali við Pét- ur Blöndal. Björgólfur greinir m.a. frá reynslu sinni af viðskiptalífinu á Íslandi og í Austur-Evrópu. Þá skýr- ir Björgólfur frá því hvað felst í um- breytingafjárfestingum sem eru kjarninn í viðskiptaáætlun fjárfest- ingarfélagsins Novator í Austur- Evrópu. » Blaðauki  Jarðakaup hafa færst í aukana á undanförnum árum en oft eru menn að falast eftir atkvæði í veiðifélögum með kaupum á hlunnindajörðum. Björn Halldórsson, bóndi í Engihlíð og Vatnsdalsgerði í Vopnafirði, segir að á tuttugu árum hafi hlunn- indabújarðir meira en þrefaldast í verði. »10  Berjaspretta er með besta móti á Austfjörðum í ár og sumar brekkur svartar af bláberjum. Berin eru hins vegar seinna á ferðinni en venjulega á Suður- og Vesturlandi. Sömuleiðis er berjaspretta ekki komin á fullt skrið á Norðurlandi, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Sveinn Rúnar Hauksson, berjaáhugamaður, segir að fólk í berjamó ætti að hafa augun opin fyrir jarðarberjum, sem vaxi villt víða um landið. »6  Kartöfluuppskera er víðast hvar þokkaleg en síðustu vikur hafa verið kartöfluræktendum mjög hag- stæðar. Segir Sigurbjartur Pálsson, bóndi í Þykkvabæ, að góð tíð síðustu tvær vikur hafi bjargað sumrinu. Á Seljavöllum hefur uppskeran verið góð, að því er Helgi Egilsson bóndi segir í samtali við Morgunblaðið. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Eyjafjarðarsveit, segir sömuleiðis uppskeruna vera í ágætis meðallagi á Norðurlandi í ár. »6  Actavis keppir enn við bandaríska félagið Barr um yfirtöku á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva. Talsmaður Actavis, Halldór Kristmannsson, segir stuðning stjórnar Pliva við til- boð Barr ekki hafa mikla þýðingu. Actavis reiknar með að króatíska fjármálaeftirlitið samþykki tilboð þess innan fárra daga en í framhald- inu mun stjórn Pliva taka afstöðu til tilboðsins. »2 Erlent  Samkomulag hefur náðst um al- þjóðlegan sáttmála sem á að auka réttindi öryrkja í heiminum. Búist er við að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki sáttmálann formlega í næsta mánuði. Áætlað er að 650 milljónir manna í heiminum séu öryrkjar. »1  Asmasjúklingum hefur fjölgað um helming í Danmörku á síðustu 20 árum. Um 2,9% Dana voru með sjúkdóminn 1987 en 6,4% á liðnu ári og danskir sérfræðingar segja að asma sé orðið alvarlegt þjóðfélags- legt vandamál. »1 Kynning - Með Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingur frá Ferðaþjónustu bænda Sérferðir 2006-2007 RÆÐA þarf hvort nauðsynlegt er að stofna íslenska leyniþjónustu, og hefur dómsmálaráðuneytið notið sérfræðilegrar ráðgjafar frá Evr- ópusambandinu um málið, sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í erindi sem hann flutti á fundi í Rótarýklúbbi Austurbæjar á fimmtudag. „Við þurfum að ræða hvort nauð- synlegt sé að stofna hér leyniþjón- ustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist nægileg pólitísk sam- staða. Í þessu efni hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið notið sér- fræðilegrar ráðgjafar frá Evrópu- sambandinu og ég mun beita mér fyrir umræðum um þetta mál,“ sagði Björn í erindi sínu, sem lesa má á vef hans, www.bjorn.is. Björn sagði niðurstöðu varnarvið- ræðna við Bandaríkjamenn skipta Íslendinga vissulega miklu máli, og um það hefðu umræður um öryggis- mál hér á landi snúist að veru- legu leyti undan- farna mánuði. „Við getum ekki fyrirfram látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Við getum ekki heldur látið við það sitja að gera aðeins kröfur til annarra í ör- yggismálum okkar.“ Þegar rætt var um frumvarp Björns Bjarnasonar um breytingar á lögreglulögum sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, að sér litist í sjálfu sér ekki illa á greiningardeild en nær væri að kalla þetta sínu rétta nafni, þ.e. öryggislögreglu. Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn veltu því einnig fyrir sér hvort verið væri að setja á fót leyniþjónustu en í við- ræðum á Alþingi sagði Björn að með fyrrnefndum breytingum á lög- unum væri hvorki verið að setja á laggirnar öryggislögreglu né leyni- þjónustu. Lögregla sinni hlutverki öryggislögreglu Í ræðu sinni á fimmtudag minnt- ist Björn á nokkur atriði sem hann telur að huga þurfi að innan íslenska stjórnkerfisins og rökræða á opin- berum vettvangi. Eitt þessara at- riða væri þörfin á að styrkja og efla lögregluna á ýmsum sviðum, þar með talið til að sinna hlutverki ör- yggislögreglu, með þeim heimildum og skyldum sem því fylgdu. Þegar hefðu ýmsar mikilvægar breytingar verið gerðar eða væru í farvatninu, s.s. efling sérsveitar, stækkun lög- regluumdæma og stofnun greining- ardeildar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Ræða þarf hvort nauðsyn sé á að stofna leyniþjónustu Björn Bjarnason BLÁSIÐ var til heilmikillar bæj- arhátíðar á Seltjarnarnesi í gær. Hefð er fyrir því að halda svokall- aðan Gróttudag seinasta laug- ardag í ágúst og er hann nokkurs konar uppskeruhátíð knattspyrn- unnar á Nesinu. Var þetta í sjö- unda sinn sem þessi fagnaður er haldinn. Hátíðin var að þessu sinni óvenju glæsileg því um miðjan dag var nýr gervigrasvöllur við Suður- strönd vígður. Segja má að hans hafi verið beðið með óþreyju því óhætt er að fullyrða að nýi völl- urinn komi til með að breyta allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Nesinu. Meðal þeirra sem tróðu upp á vellinum voru Solla stirða, Jóhann G. Jóhannsson úr Stund- inni okkar og Atli Idol. Gestir fengu grillaðar pylsur í boði Glitn- is, sem jafnframt veitti knatt- spyrnufólki á öllum aldri vegleg verðlaun. Að vanda lauk Gróttudeginum með hinu árlega Stuðmannaballi í íþróttahúsinu við Suðurströnd. Morgunblaðið/ Jim Smart Vegleg bæjarhátíð á Seltjarn- arnesi STUÐNINGUR stjórnar króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva við yfirtökutilboð bandaríska félagsins Barr Pharmaceutical hefur litla þýð- ingu í kapphlaupi Actavis og Barr um Pliva, að því er Halldór Krist- mannsson, talsmaður Actavis, herm- ir í samtali við Morgunblaðið. Segir Halldór að stuðningur stjórnar Pliva stafi aðallega af því að Barr sé komið lengra í tilboðsferlinu en Actavis. „Tilboð Barr var samþykkt af króatíska fjármálaeftirlitinu í síð- ustu viku og stjórnin hefur aug- ljóslega talið það gott og ákveðið að mæla með því. Við reiknum með að fjármálaeftirlitið samþykki tilboð okkar á næstu dögum og eftir það hefur stjórnin sjö daga til að taka af- stöðu til þess.“ Halldór segir hluthafa í Pliva vera fjárfesta sem fyrst og fremst horfi á verðmiða tilboðanna og að stuðn- ingur stjórnarinnar hafi litla þýð- ingu í samanburði við upphæð kaup- tilboðanna. „Ef tilboð Actavis er hærra þá ber stjórninni að mæla með því við hluthafana. Þá er líklegt að margir hluthafar horfi til þess hvor aðilanna sé líklegri til að ná meirihluta í félaginu, en í því sam- bandi er Actavis betur sett en Barr, þar sem við höfum nú þegar tryggt okkur 21% hlut í Pliva.“ Hækka mögulega tilboðið Tilboð Barr hljóðar upp á 743 kún- ur á hlut, en óformlegt kauptilboð Actavis nemur 723 kúnum á hlut. Eftir samþykkt fjármálaeftirlitsins hafa félögin 30 daga til að breyta til- boðum sínum og segir Halldór að það komi til greina að hækka tilboð Actavis. „Við höfum hins vegar ekki hug á að borga yfirverð fyrir félagið og þess vegna kemur til greina að selja hlutinn í Pliva ef tilboð Barr fer hærra en Actavis er reiðubúið að borga fyrir félagið.“ Stuðningur stjórnar Pliva hefur litla þýðingu Actavis reiknar með að króatíska fjármálaeftirlitið samþykki tilboð þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.