Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Leifur HreinnÞórarinsson fæddist á Ríp í Hegranesi í Skaga- firði 25. júní 1936. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 27. ágúst síðastlið- ins. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985, og Þórarinn Jó- hannsson, f. 21. jan- úar 1891, d. 14. júní 1985. Systk- ini Leifs eru Ragnheiður (látin), Jóhanna, Ólafur, Gunnlaugur, Kristín, Þórður, Pétur, Kristbjörg og Sigurgeir. Leifur kvæntist 25. júní 1960 Kristínu Báru Ólafsdóttur, f. 28. júní 1936, frá Garðshorni í Kræk- lingahlíð. Foreldrar hennar voru Ólafur Tómasson frá Bústöðum og Stefanía Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Leifsdóttir, iðjuþjálfi, f. 31. janúar 1960. Maki hennar er Al- hestamaður, synir þeirra eru Leifur Ingi, f. 9. maí 1999, og Dagur, f. 15. mars 2003. 6) Álf- hildur, kerfisfræðingur og kenn- aranemi, f. 4. mars 1977, maki Sölvi Sigurðarson, reiðkennari og tamningamaður, dóttir þeirra er Halldóra, f. 11. ágúst 2006. Leifur og Kristín hófu búskap í Keldudal árið 1962. Hin síðari ár bjuggu þau félagsbúi ásamt Þór- arni syni sínum og Guðrúnu konu hans og sinntu þau einnig ferða- þjónustu. Leifur var kunnur ræktunarmaður, sérstaklega í hrossa- og sauðfjárrækt. Hrossa- rækt Leifs og hestamennska hef- ur vakið landsathygli og hafa hross frá Keldudal tíðum staðið í fremstu röð á sýningum. Keldu- dalsbúið hlaut viðurkenningu landbúnaðarráðherra árið 2001 fyrir farsælan alhliða rækt- unarbúskap. Leifur tók virkan þátt í félagsmálum og var meðal annars í hreppsnefnd Ríp- urhrepps, sóknarnefnd Ríp- urkirkju og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga. Útför Leifs verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Ríp í Hegranesi. freð Schiöth, dýra- læknir, börn þeirra eru Kristín Helga, f. 2. júlí 1987, og Axel Aage, f. 14. sept- ember 1988. 2) Stef- anía Hjördís Leifs- dóttir, bóndi, f. 21. júní 1965, maki hennar er Jóhannes Helgi Ríkharðsson, bóndi, börn þeirra eru Ríkey Þöll, f. 7. febrúar 1996, Krist- inn Knörr, f. 29. mars 2000, og Ólafur Ísar, f. 10. október 2001. 3) Þór- arinn, bóndi, f. 23. ágúst 1966, maki hans er Guðrún Lárusdóttir, bóndi. Börn þeirra eru Þórdís, f. 11. febrúar 1995, Sunna, f. 24. maí 1998, og Þorri, f. 3. mars 2001. 4) Kristbjörg, félagsráð- gjafi, f. 1. október 1969, maki Magni Þór Samsonarson, við- skiptafræðingur, synir þeirra eru Máni Þór, f. 22. maí 2000, og Logi Már, f. 9. janúar 2005. 5) Guðleif Birna, félagsráðgjafi, f. 22. febr- úar 1974, maki Eysteinn Leifsson, Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans græna sumarskrúði. Er vetur kom og blés um bæjarhól, þá beið þín undir þaki hvíld og skjól. Þar sást þú móður miðla góðum börnum, er moldin hlúði sínum jurtakjörnum, og garður ykkar gerðist höfuðból, sem gróðri vafið skein mót sól og stjörnum. Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita guðs og rækta akra hans. Í auðmýkt naust þú anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. Í dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill – og ævisaga. (Davíð Stefánsson.) Elsku pabbi. Takk fyrir að leyfa okkur systkinunum að taka þátt í ævistarfi ykkar mömmu. Takk fyrir það veganesti sem þú gafst okkur. Takk fyrir að vera virkur þátttak- andi í lífi okkar og störfum. Takk fyr- ir allt. Ólöf, Stefanía Hjördís, Þór- arinn, Kristbjörg, Guðleif Birna og Álfhildur. Margar góðar minningar koma í hugann við fráfall Leifs í Keldudal, tengdaföður míns. Fyrir hartnær þrjátíu árum heilsaði Leifur mér með brosi á vör og þéttu handtaki. Hann virkjaði unglinginn og verðandi tengdason samstundis í bústörfin; að leysa hey og gefa, moka út og dytta að girðingum, taka þátt í sauðburði og mjólka, vitja um net í Hólmavatni og Héraðsvötnum, sinna heyskap, fjárragi, hrossarekstri, smala- mennsku, réttarstússi og öðrum hauststörfum. Ekkert skorti á verk- stjórn, athafnagleði og stórhug hjá Leifi í Keldudal. Hann kappkostaði góða fóðrun, umhirðu og aðbúnað bú- penings. Það var ekki ónýtt fyrir ungan nema í dýralækningum að kynnast næmi og athyglisgáfu bónd- ans í Keldudal á land og búpening. Hestamennska og hrossa- og sauð- fjárrækt voru Leifi hugleikin og hann kynnti til sögunnar hvern gæð- inginn og kynbótagripinn á fætur öðrum. Stína stóð þétt við bakið á sínum manni, vinnusöm með besta móti. Á lítilli jörð byggðu þau hjón af- urðamikið stórbýli. Það var margt í heimili og umsvif mikil. Stuðningur við börn, tengdabörn og barnabörn í námi og starfi var dyggur og stórfjölskyldan ræktuð af alúð og elsku. Börn okkar Ólafar, Kristín Helga og Axel Aage, voru í sumardvöl í Keldudal frá unga aldri og það er þeim ómetanlegt veganesti. Leifur var í essinu sínu þegar hann gat dvalið og spjallað við ættingja, vini og gesti í veislum sem Stína töfr- aði fram með engum fyrirvara. Leif- ur fékk sér gjarnan lúr eftir matinn, stökk síðan á fætur til að sinna verk- um og sagði þá oft: „Þetta dugir oss ei.“ Leifur var einlægur og hispurslaus í fasi og fullkomlega laus við feimni. Hann hafði yndi af ferðaþjónustu sem þau hjón hafa sinnt á seinni ár- um og eignuðust þau þar góða vini. Mótlæti og erfiðleikum þegar Leifur slasaðist alvarlega fyrir þrettán ár- um tók hann af æðruleysi og fádæma dugnaði. Leifur var mælskur og snöggur að hugsa og hikaði ekki við að koma sín- um skoðunum á framfæri við hvern sem var. Hann greip gjarnan símtól- ið og gaf ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og öðrum góð ráð í eyra, stoltur af sinni heimabyggð og frjáls í hugsun og fasi. Leifur í Keldudal er kvaddur með hlýhug, þökk og virðingu. Alfreð Schiöth. Kæri Leifur. Nú er komið að kveðjustund. Mig langar að segja við þig nokkur orðað skilnaði. Þú varst stórbrotinn maður og hafðir þína stóru kosti og galla. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á öllum sköpuðum hlutum og notaðir jafnan kjarnyrta íslensku við að koma þeim frá þér svo ekki fór á milli mála hvað þú meintir. Þú hafðir alltaf skýr markmið í lífinu, fylgdir þeim fast eftir og vildir að hlutirnir gengju hratt og snurðulaust fyrir sig, þetta kölluðu sumir jafnvel frekju og yfirgang. Þú varst mjög pólitískur, einarður baráttumaður fyrir landsbyggðina og „trúðir“ á kaupfélagið og Framsóknarflokkinn, en varst alltaf óragur við að taka upp tólið og gefa þingmönnunum og öðr- um góð ráð ef þér fannst þeir fara villur vegar. Þú varst félagslyndur, framsækinn í hugsun og gjörðum og lést ekki fötlun þína stoppa þig í að lifa lífinu lifandi fram á síðasta dag. En fyrst og fremst varstu mikill fjöl- skyldumaður og stoltur af þér og þín- um afkomendum. Allt þitt líf snerist á einn eða annan hátt um að búa bet- ur í haginn fyrir afkomendur þína. Þetta misskildu sumir og kölluðu mont. Allir þessir eiginleikar gerðu það að verkum að þú fórst ekki hljóðlaust í gegnum lífið og varst einn af þess- um mönnum sem setja lit á samfélag- ið. Fyrsta myndin sem ég man glöggt eftir þér var við eldhúsborðið í Keldudal. Ég þá ólofaður skólapiltur á Hvanneyri ásamt Tóta syni þínum og nokkrum bekkjarsystkinum okk- ar. Þú fórst mikinn eins og þín var von og vísa, lýstir öllum búskapnum í Keldudal fyrir okkur mjög ítarlega og hafðir ákveðnar skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Hvort sem það var hrossarækt, pólitík, sauðfjár- rækt, jarðrækt eða hvað annað sem brann á þér. Það verður að segjast eins og er að mér leist nú allavega á þennan karl. Ekki grunaði mig á þeirri stundu að nokkrum árum seinna stæði ég í þeim sporum að vera tengdasonur þinn, er við Hjör- dís dóttir þín rugluðum saman reyt- um og fluttum í gamla húsið þitt í Keldudal (Leifshús). Frá þeirri stundu er ég tók að venja komur mín- ar í Keldudal tók ég þá ákvörðun að líta fyrst og fremst á kosti þína, en þeir voru margir, og hafa frekar gaman af göllum þínum en láta þá fara í taugarnar á mér. Enda má segja með sanni að samskipti okkar undanfarin 12 ár hafi gengið hnökra- laust. Ég held að ég hefði varla getað fengið betri tengdaföður en þig. Þú varst bóndi af lífi og sál og ræktunarmaður af ástríðu. Hrossa- ræktin var alltaf í fyrsta sæti hjá þér, en samt fyrirgafstu mér það hversu áhugalítill ég var á því sviði enda átt- irðu tvo aðra tengdasyni sem þú gast deilt þessu áhugamáli með. Í sauð- fjárræktinni áttum við hins vegar samleið og ófá samtölin áttum við um blessaða sauðkindina, afurðir hennar og framtíð í gegnum árin. Mér er minnisstæð ferðin sem þú fórst með pabba og Hauk á Deplum aftan á pallinum á fjórhjólinu þínu til að sýna þeim veturgömlu hrútana í Keldudal eitt haustið. Þeir voru ekki fyrr búnir að stíga á pallinn á hjólinu en þú gafst allt í botn og brunaðir um holt og hæðir til að sýna þeim hrútana, en þeir blöktu eins og flögg á öryggis- grindinni á hjólinu á meðan og þökk- uðu sínum sæla fyrir að sleppa lifandi úr þessari útsýnisferð. Svona gat nú ákafinn verið mikill hjá þér. Þú sast í sláturhúsráði KS undan- farin ár og sást þar einn af þínum stærstu draumum rætast, Sláturhús KS verða eina tæknivæddustu og öfl- ugustu afurðastöð landsins. Enda varstu stoltur þegar þú sagðir mér frá því fyrir nokkrum dögum að byrj- að væri að nota róbótann við kjöt- matið. Ég held að íslenskir sauðfjár- bændur eigi þér meira að þakka en margur gerir sér grein fyrir. Eina ræktunarástríðu áttirðu þér sem kannski ekki eins margir vissu um, nema þeir sem í kringum þig voru. Það var jarðræktin, en á vorin rann á þig nokkurs konar „æði“ og þú varst helst ekki í rónni fyrr en þú varst bú- inn að tæta samfleytt í nokkra sólar- hringa og láta grafa nokkra skurði. Það var því ekki slæmt fyrir mig sem ungan ráðunaut og síðar sem sauð- fjárbónda að hafa þig sem bakhjarl. Hún Stína var þín stoð og stytta í lífinu og þó að þið væruð afar ólík að mörgu leyti var metnaður ykkar sá sami í flestum hlutum, sérstaklega hvað varðar búskapinn og að búa í haginn fyrir börnin og barnabörnin ykkar. Óendanleg væntumþykja ykkar gagnvart fjölskyldunni dreif ykkur áfram í öllu ykkar starfi og þar voruð þið svo sannarlega sammála og samhent. Þér leist nú ekkert á það í fyrstu að ég skyldi draga hámenntaða dóttur þína norður í Fljót að hokra þar með nokkrar rollur. Í fyrstu var ansi langt frá Keldudal í Brúnastaði en það styttist fljótt. Ófáar ferðirnar voruð þið Stína búin að renna á milli Keldu- dals og Brúnastaða með alls konar að- föng fyrir búrekstur eða bara til að koma í kaffi og spjalla við okkur og barnabörnin ykkar. Sú síðasta var nokkrum dögum áður en þú kvaddir. Hafðu mikla þökk fyrir. Takk fyrir allan áhugann, hjálpina og ábending- arnar varðandi búskapinn sem sumir hefðu getað tekið sem afskiptasemi. Takk fyrir alla „dílana“ sem þú gerðir fyrir okkur þegar við þurftum að kaupa tæki fyrir búið, en þar varst þú á heimavelli og naust þín til fullnustu að semja við misvitra sölumenn. Takk fyrir öll símtölin. Það verða ansi mikil viðbrigði fyrir okkur og þá sérstak- lega Hjördísi að heyra ekki í þér í morgunkaffinu, hádeginu og á kvöld- in eins og venjan var ansi oft. Ég þarf ekki lengur að gefa þér skýrslu um hvernig sauðburðurinn, heyskapur- inn, göngurnar og allt hitt sem við er- um að fást við dagsdaglega gengur fyrir sig. Það verða ansi miklar breyt- ingar fyrir börnin okkar að það verð- ur enginn afi Keldudalur í símanum lengur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og sérstaklega börn- in í gegnum árin. Verst að þú skyldir ekki lifa það að sjá nýjasta afkomand- ann þinn koma í heiminn. Vertu sæll. Jóhannes á Brúnastöðum. Tengdafaðir minn Leifur Þórarins- son er fallinn frá, sá mikli höfðingi heim að sækja. Alltaf hefur verið jafn- notalegt að koma í Keldudal til þeirra hjóna Leifs og Kristínar, en þangað kom ég fyrst vorið 2004 stuttu eftir að við Kristbjörg, ein af heimasætunum í Keldudal, kynntumst. Leifur var atorkusamur og dugmikill og hafði skoðanir á hlutunum. Ef hann fékk hugmynd um framkvæmdir var þeim yfirleitt hrint af stað fljótlega. Hann var sagnabrunnur og hafði frá mörgu að segja og var oft setið á kvöldin og spjallað við eldhúsborðið, þar sem hann ýmist sat eða lá á eldhúsbekkn- um, landsmálin rædd og leyst. Yndi hafði hann af að hafa stórfjölskylduna nálægt sér og var með ótal rök fyrir að fá fólkið sitt til sín yfir helgar. Yf- irleitt var veðrið svo gott í Skagafirð- inum að við urðum að koma norður, og þegar þangað var komið vildi hann halda fólki sem lengst hjá sér. Hafði hann þann háttinn á að segja að færð- in suður væri ómöguleg og því best að dvelja a.m.k. einum degi lengur. Leifs verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Magni Þór Samsonarson. Í dag kveðjum við tengdaföður minn, stórbóndann og hestamanninn Leif í Keldudal. Ég kynntist honum nokkuð áður en að tengsl okkar urðu svo náin enda þekktur meðal okkar hestamanna. Leifur var mikill bóndi með óbil- andi áhuga á allri búfjárrækt enda náði hann afburða árangri á því sviði, hann var ótrúlega glöggur á skepnur og fljótur að lesa út ungviðið. Fyrir 13 árum varð Leifur fyrir alvarlegu slysi og lá lengi á sjúkrahúsi og í endur- hæfingu en á þeim tíma gengu flestar dætra hans út og gerðum við tengda- synirnir góðlátlegt grín að því við hann að þetta hefði bara gerst af því að þær sluppu undan verndarvæng hans. Hann var mikill fjölskyldumaður og fátt vissi hann yndislegra en þegar stórfjölskyldan var mætt eða gesta- gangur var mikill, þá var hann í „ess- inu“ sínu yfir veisluborðum. Hann hafði mikinn metnað fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur enda bar umhverfi hans þess glöggt merki. Hann fylgdist vel með sínu fólki og leiðbeindi og studdi af miklum áhuga. Hann var ótrúlega fróður og við Leif gat maður rætt hvað sem var, hann var alls staðar heima. Þeim mun nú fækka símtölunum sem maður fær, jafnvel nokkrum sinnum á dag þar sem við gátum endalaust rætt um hross. Fátt gladdi hann meira en þegar ég kom með „hestakaupmenn“ innlenda sem erlenda og við fórum að skoða hrossin hjá honum, hann var búinn að undirbúa allt hvar og hvernig væri best að standa að því að sýna þau, stoltið yfir hrossunum og útliti þeirra var mikið, enda var hann afburða fóðrari og vissi fátt verra en vannærð- ar skepnur. Hann var skapmaður og hafði ákveðnar skoðanir og þótt við gætum rætt mikið um hross og hrossarækt vorum við ekki alltaf sammála og háð- um oft orðarimmu um „stóðhestapóli- tíkina“ við eldhúsborðið í Keldudal. Já, mörg vandamálin voru leyst af hans hendi þar sem hann sat á eld- húsbekknum með símann í hendinni, það var hans stíll að leysa málin núna en ekki á morgun hvort sem það var fyrir hann eða aðra, og naut ég oft góðs af. Hann upplifði stórar stundir í lífinu á þessu ári, Leifur og Kristín urðu sjötug á árinu, Ísold frá Keldudal hlaut heiðursverðlaun á nýafstöðnu Landsmóti í Skagafirði og sonur hennar Ísar er í dag með hæst dæmdu stóðhestum heims. Yfir þessu var hann svo stoltur og ber að þakka að hann fékk að upplifa þetta. Leifur var svo heppinn að eignast svo frábæra konu sem hún Stína er, það er ótrúleg kona af dugnaði og manngæðum. Þau eignuðust sex börn og þrettán barnabörn, en „í því er ríkidæmi mitt fólgið,“ sagði Leifur alltaf. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Leifi. Af honum lærði ég margt. Elsku Stína mín, hugur okkar verð- ur hjá þér í framtíðinni. Eysteinn Leifsson. Elsku Leifur. Þá ertu farinn allt of fljótt. Annan eins ræktunarmann efast ég um að Ísland hafi áður alið. Þú varst snillingur í að ná fram há- marksafköstum, sama hvort um var að ræða hestana, kýrnar, kindurnar, túnin eða að virkja tengdasynina. Þú varst afburðaglöggur á menn og skepnur og þekktir ekki bara þínar kindur heldur líka kindur nágrann- anna úr fjarlægð. En ég er mjög óglöggur á fé og þekki afar fáar kind- ur í sundur. Þú skildir oft ekki í þess- um sótraftshætti að sjá ekki hver þessi hvíta var innan um allar hinar. Fyrir mér voru þær allar hvítar. Ekki girðum við oftar saman en þær voru ófáar stundirnar sem við vorum búnir að brasa saman í þessi ellefu ár sem við vorum búnir að þekkjast. Kappið og áhuginn var óendanlegur, langt umfram líkamlega getu. Þegar ég kom fyrst í Keldudal var ég á ferð með Sigga bróður og þýskum hesta- kaupmanni að leita að efnilegum trippum. Þetta var nokkrum mánuð- um áður en ég kynntist Álfhildi. Það var haust, skítakuldi og fljúgandi hálka en samt varst þú hlaupandi um hlaðið að reka trippin til á meðan við hinir fótuðum okkur varla, slíkur var áhuginn og kappið. Þú varst mér sem faðir í einu og öllu, fylgdist með og hafðir áhuga á því sem ég var að gera. Eitt er víst að eftir kynni okkar og samveru er ég betri maður. Hvíldu í friði. Þinn elskandi tengdasonur, Sölvi Sigurðarson. Það er sumar í Keldudal. Afi Leifur situr á sínum stað, á svarta legu- bekknum með lúna símaskrá á borð- inu fyrir framan sig. Tengdasynirnir sitja á móti honum og afi ræðir við þá um silungsveiði og hesta. Í eldhúsinu gengur mikið á, það er fullt af konum og mat. Amma og dæturnar flétta grillbrauð og undirbúa kjötið á meðan þær tala og hlæja saman. Barnabörn- in hlaupa um húsið og leika sér, þau eldri passa upp á hin yngri. Rétt eftir að lagt er á borð kemur afgangurinn af fjölskyldunni inn eftir fjósverkin og allir borða saman. Svona vildi afi hafa það – í þessu umhverfi á ég eftir að muna hann. Ég lærði margt af afa þau sumur sem ég eyddi í Keldudal. Hann kenndi mér að meta þann andans mann Davíð Stefánsson. Afi sýndi mér líka fram á mikilvægi þess að vera vinur vina sinna, traustari félaga en hann verður erfitt að finna. Það dýrmætasta sem ég lærði samt af afa var sýn hans á fjölskylduna. Hann var stoltur af fólkinu sínu, það fundum við barnabörnin í hvert sinn sem við hitt- um hann. Afa leið best þegar hann hafði alla í kringum sig, þá var hann ríkur. Ég naut þeirra forréttinda að Leifur Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.