Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 15 FRÉTTIR HELDUR hafði dregið úr rennsli í Ölfusá í gær- kvöldi og efst á vatnasviði Hvítár var vatn tekið að sjatna. Vatn flæddi inn í kjallara Selfoss- kirkju, verslunar Nóatúns og fjölbýlishúss við Grænumörk 2 en skemmdir voru ekki taldar stórvægilegar. Þá unnu slökkviliðsmenn við að dæla vatni úr drenlögnum með Hótel Selfossi. Vatn hafði ekki komist í kjallara Hótel Selfoss en vart varð við raka neðst í bíósölum Selfossbíós sem orsakast af því að dælur höfðu ekki undan. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi og formaður almannavarnanefndar, sagði að upplýsingum um tjón hefði ekki verið safnað saman en það yrði gert fljótlega, væntanlega í sambandi við hugsanlegar tryggingabætur. Morgunblaðið/RAX Heldur dregur úr tröllvexti Ölfusár FLUGVÉL British Airways á leið frá Gatwick-flugvellinum í London til Keflavíkur þurfti frá að hverfa vegna veðurs og lenda á Egilsstöðum í gær. Vélin lenti á Egilsstaðaflug- velli um hálfþrjú í gær og gekk lendingin þar vel, að sögn Ing- ólfs Arnarsonar, flugvallar- stjóra. Vélinni var svo flogið til Glasgow á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Alls voru um 130 farþegar um borð, þar af um tíu Íslend- ingar. Flestir þeirra ákváðu að verða eftir á Egilsstöðum og freista þess að komast á leið- arenda í dag en nokkrir ferða- menn tóku þann kost að verða eftir. Aðspurður hvort vélinni hafi verið einhver hætta búin vegna veðurs segist Ingólfur ekki vita til þess, heldur hafi flugmaðurinn einfaldlega met- ið stöðuna með þessum hætti. Ingólfur segir það gerast öðru hverju að vélar á leið til Keflavíkur lendi á Egilsstaða- flugvelli, þótt þetta hafi verið í fyrsta sinn á þessu ári sem vél á leið til Keflavíkur lendir þar. Hins vegar hafi það gerst nokkrum sinnum í fyrra og það sem af er árinu hafi nokkr- ar vélar á leið til Færeyja þurft frá að hverfa og lent á Egils- stöðum. Vél British Airways lenti á Egilsstöðum Ljósmynd/Ellert Grétarsson Fauk til 400 tonna flutningavél af gerðinni Antonov færðist til um 40 gráður í aftakaveðri á Keflavíkurflugvelli í gær en mestu hviðurnar á flugvellinum mældust 30 metrar á sekúndu. Flaug til Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi ÞAÐ leggst allt á eitt. Mikil rigning, hiti, vindur og snjór sem féll á freðna jörð þannig að þarna verður flóð, eitt það mesta sem orðið hefur,“ sagði Snorri Zóphóníusarson, jarðfræð- ingur hjá vatnamælingum Orku- stofnunar um hina miklu vatnavexti á Suðurlandi og Norðurlandi undan- farna daga. Orkustofnun er með vatnamæli í Hvítá við Fremstaver en aukist rennsli þar eru um 30 klukkustundir í að þess verði vart í Ölfusá. Snorri sagði að hjá Orkustofnun hefðu menn í raun mátt sjá vöxtinn í ánni á þriðjudag en enginn hefði hins vegar litið á hann fyrr en á miðvikudags- morgun. Hefði mælirinn verið búinn sjálfvirkum innhringibúnaði hefðu menn orðið varir við flóðið fyrr. Mælar með slíkum búnaði væru helst í nágrenni Kröflu og sendu þeir sjálfvirk boð um vatnavexti til Neyð- arlínu og sagði Snorri að það væri ástæða til að koma þannig mælum fyrir víðar. Þannig mætti koma við- vörunum fyrr til fólks sem þyrfti að huga að skepnum sínum og húsum. Mælarnir sjálfir væru ekki ýkja dýr- ir en þess yrði að gæta að þjálfaður mannskapur yrði að vera til staðar til að meta upplýsingarnar sem bær- ust frá mælunum. Aðspurður sagði Snorri að Ölfusá hefði vaxið mjög hratt og hið sama ætti raunar við um Þjórsá sem hefði þó haldið sig innan farvegarins. Ástæðan væri hinar sérstöku að- stæður sem voru fyrir hendi, þ.e. mikil rigning, heitur vindur og snjór sem hefði fallið á freðna jörð. 70 hrossum bjargað Við Vorsabæ I var um 70 hrossum sem höfðu orðið innlyksa bjargað í gærmorgun. Litlu munaði að illa færi. „Þau leituðu alltaf undan og voru í töluverðri hættu á að lenda of- an í Hvítánni sjálfri og þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ sagði Ingvar Guðmundsson, formaður Björgunarfélags Árborgar. Þá sagði Ingvar að hrossum sem urðu eftir á brúnni yfir Litlu-Laxá í fyrradag hefði öllum verið bjargað í gærmorgun. Rigning, hiti, vindur og snjór lögðust á eitt og ollu flóðum                                !                                                     Vöxturinn í Ölfusá var óvenju hraður „ÉG ER í fjárhúsunum og aðkoman var ágæt,“ sagði Gísli Jónsson, bóndi á Ytri-Húsabakka í Skagafirði, í samtali við Morgunblaðið undir kvöldmat í gær. Hann þurfti að yf- irgefa heimili sitt seint í fyrrakvöld vegna vatnavaxta í Héraðsvötnum. Bærinn á Ytri-Húsabakka stendur örstutt frá fljótsbakkanum. Gísli sagði að mikið væri farið að sjatna í vötnunum og ljóst að flóðið hefði valdið miklum spjöllum. Girðingar væru ónýtar svo næmi hundruðum metra eða kílómetrum. Gísli telur að vatnavextir í Hér- aðsvötnum hafi aðeins einu sinni frá 1940, eða svo langt sem hann man, jafnast á við það sem nú varð. Þetta væri eitt af því versta og leiðinleg- asta sem hann hefði lent í um ævina. „Þetta kom svo snöggt nú að það var alveg með eindæmum,“ sagði Gísli. Björgunarsveitarmenn komu á tveimur upphækkuðum jeppum í fyrrakvöld að sækja hann. Gísli sagði að illa hefði gengið að komast suður bakkann, því svo mikið af jök- um var komið á veginn. Hann sagði að jakaburðurinn hefði skemmt bíl- ana. „Það lá við að það væri lífsháski að komast þarna suður eftir,“ sagði Gísli. Hann er með á þriðja tug hrossa og kvaðst hann hafa verið í öngum sínum yfir þeim þar til birti í gær- morgun. „Þau eru þarna á hrói, sem stendur svolítið uppúr á parti,“ sagði Gísli. „Þau voru á besta stað og stóðu ekki í vatni.“ Lá við að það væri lífsháski ♦♦♦ HEIMAHROSSIN í Auðsholti forð- uðu sér á þurrt undan flóðinu, meðan hestar sem voru þar í hagagöngu stóðu í vatninu, að sögn Steinars Halldórssonar, bónda í Auðsholti 4. Svo er að sjá að heimahrossin kunni að forða sér undan flóðum. „Þetta er alveg staðreynd,“ sagði Steinar. „Ef það gerir svona mikla rigningu færa heimahestarnir sig þangað sem hærra er. Nú voru heimahestar á lokuðu stykki við hlið- ina á hól í landinu sem getur ekki flætt upp á. Um morguninn voru þeir komnir upp á hólinn. Þeir bara syntu yfir skurðinn og komu sér af lokaða stykkinu þegar vatnið jókst.“ Í Auðsholti voru um hundrað hest- ar í hagabeit. „Þeir hreyfðu sig ekki neitt, ekki fyrr en komið var á báti og þeir voru reknir,“ sagði Steinar. Hann á sjálfur tólf hross og var bú- inn að færa þau upp á hól um síðustu helgi. Hann sagði að það hefðu verið fyrirbyggjandi ráðstafanir því hann taldi útlit fyrir að gæti flætt. Steinar sagði síðdegis í gær að vatnið væri að sjatna í Auðsholti. Ekki sást þá hvort vegurinn hefði skemmst en þó var orðið ljóst að girðingar voru farnar. Heimahrossin forðuðu sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.