Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 33 Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærri kertið. Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins SÍÐASTLIÐIN 90 ár hefur Framsóknarflokkurinn verið það umbótaafl sem hvað mest áhrif hef- ur haft á íslenskt samfélag. Rétt er að minnast þeirrar uppbyggingar sem fyrrum formaður flokksins, Jónas frá Hriflu, beitti sér fyrir við uppbyggingu menntunar um allt land með byggingu héraðsskólanna. Þar með gáfust æsku landsins fleiri tækifæri til menntunar sem óumdeilt er að hefur skipt sköpum varðandi þróun íslensks þjóð- félag á síðustu áratug- um. Á þessum tíma- mótum, við 90 ára afmæli flokksins, er erindi framsókn- armanna brýnt þegar horft er til mennta- mála. Enn er verk að vinna og nú þarf að gera átak í því að efla menntun um allt land og auðvelda fólki að sækja sér menntun í sinni heimabyggð. Með nútímatækni hafa möguleikar á því sviði stór- aukist og framsóknarmenn vilja beita sér fyrir úrbótum á því sviði því ekkert kemur í stað öflugrar menntunar. Traust og djörfung Um leið og Framsóknarflokk- urinn hefur haft mikil áhrif á þróun íslensks samfélags í 90 ár, þá hefur hann þróast með íslensku þjóðinni og tekið breytingum. Flokkurinn hefur þorað að taka áhættu enda hafa forystumenn hans gjarnan verið djarfir hugsuðir og róttækir nýsköpunarsinnar. Flokkurinn hef- ur treyst ungu fólki fyrir mikilli ábyrgð og til góðra verka og hafa fjölmargir ungir heiðursmenn og -konur borið kyndla framsókn- armanna hátt á lofti í gegnum tíð- ina á grundvelli félagshyggju og samvinnu. Flokkurinn á nú þrjá yngstu þingmenn þjóðarinnar sem öllum hefur verið treyst til þess að axla mikla ábyrgð og leiða mik- ilvæga málaflokka til lykta. Í konum býr mik- ilvæg auðlind Jafnréttismál hafa verið framsókn- armönnum hugleikin og enginn flokkur hef- ur stigið jafn stór skref í átt til jafnrar stöðu kynjanna og Framsóknarflokk- urinn. Fyrir síðustu alþingiskosningar leiddu konur þrjá af sex listum flokksins. Í dag sitja þrjár konur á ráðherrastóli fyrir hönd flokksins. Framsóknarkonur fögnuðu í nóv- ember sl. 25 ára afmæli Lands- sambands framsóknarkvenna enda hafa framsóknarkonur látið að sér kveða í starfi flokksins um langt skeið. Konur hafa þannig haft greiðan aðgang að pólitísku starfi flokksins og verið fullgildir þátttak- endur á þeim vettvangi. Konum hefur verið treyst til mikillar ábyrgðar og hafa þær svo sann- arlega staðið undir væntingum. Enginn heilbrigðisráðherra hefur setið lengur á stóli en framsókn- arkonan Ingibjörg Pálmadóttir og eins og alþjóð veit gegnir Siv Frið- leifsdóttir því embætti í dag. Fáar konur í landinu hafa gegnt jafn viðamiklum og ábyrgðarmiklum verkefnum í jafn langan tíma og Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra. Dagný Jóns- dóttir hefur verulega látið til sín taka í þinginu, verið formaður fé- lagsmálanefndar auk þess að sitja í stjórn þingflokksins. Ekki má þar undanskilja Sæunni Stefánsdóttur sem kom af miklum krafti inn í þingstörfin í haust, svo eftir var tekið í öðrum flokkum. Sæunn og Dagný eru með yngstu þingmönn- um þjóðarinnar. Framsóknarmenn vilja stórsókn í menntamálum um land allt, þeir skilja þörf fyrir nýliðun án þess að þekkingu og reynslu sé kastað fyrir róða og þeir skilja mikilvægi þess að konur njóti sín í hinni pólitísku stefnumótun og stjórnun ekki síður en karlar. Á 90 ára afmæli Fram- sóknarflokksins hefur erindi flokks- ins við þjóðina sjaldan verið jafn brýnt og nú og óska ég eftir lið- sinni þínu við að halda áfram á braut framfara og velmegunar enda leggur flokkurinn áherslu á að skila hverri kynslóð betra þjóð- félagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menn- ingu. Í orði og á borði Birkir Jón Jónsson fjallar um Framsóknarflokkinn » Á 90 ára afmæliFramsóknarflokks- ins hefur erindi flokks- ins við þjóðina sjaldan verið jafn brýnt og nú … Birkir Jón Jónsson Höfundur er þingmaður. ÞAÐ hefur vakið furðu mína og gremju að á sama tíma og þörfin verður æ brýnni fyrir veggöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar þá eykst þrýstingur Vopnfirðinga um göng milli Vopnafjarðar og Héraðs. Veggöngin undir Hellisheiði munu liggja um gamla eldstöð og mikilla rannsókna er þörf áður en lega ganganna verður ákveðin. Eftir sem áður verða 80 km milli Vopnafjarðar og Egilsstaða. Göngin munu því engu breyta um það að Vopnfirðingar munu áfram sem hingað til að mestu sækja menntun og þjónustu til Akureyrar og Húsavíkur, enda samgöngur að verða ágætar þangað. Í fljótu bragði sé ég enga möguleika opnast með Hellis- heiðargöngum. Þau munu t.d. engu breyta um fasteignaverð, sem er gleggsti mæli- kvarðinn um framfar- ir. Verði hins vegar Fjarðaleiðin boruð (frá Eskifirði um Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð til Eg- ilsstaða), mun fast- eignaverð á Seyðisfirði þrefaldast, í Mjóafirði tvöfaldast, hækka um 50% í Neskaupstað og viðhaldast eðlilegt miðað við byggingakostnað á Egils- stöðum, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Vænta má verulegr- ar fólksfjölgunar sérstaklega á Seyðisfirði og í Mjóafirði. Göngin munu tengja saman í eina þjónustu- heild 7 byggðakjarna með samtals 12–15 þús. íbúa. Það kalla ég mikinn og góðan árangur. Fram til þessa hefur því miður verið fjölmenn andstaða við veg- gangagerð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur þótt eðlilegast að þetta einangraða, þreytta og menningarsvelta fólk flytji suður og að vegaféð verði frekar notað til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu, öllum fyrir bestu! Árangur í veggangamálum fram til þessa má fyrst og fremst þakka samstöðu Vestfirðinga, Norð- lendinga og Austfirðinga um for- gangsröð verkefna. Norðlendingar voru af öryggisástæðum settir fremst með Ólafsfjarðarmúlann, síðan komu Vestfirðingar vegna nær algerrar vetrareinangrunar Súgandafjarðar og Flateyrar og þá Austfirðingar með einhvern sinna fjölmörgu valkosta. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austur- landi (SSA) árið 1985 samþykkti að lokum samhljóða að Hellisheið- argöng skyldu vera fyrsti veg- gangakostur Austfirðinga. Ári síðar var Vopnfirðingum hins vegar boð- inn vegur yfir Hellisheiði og upp- bygging vegarins norður. Innan SSA var þeim þá rækilega gerð grein fyrir því að ef þeir samþykktu að ráðstafa vegafé fjórðungsins í veg yfir fjallið væru þeir ekki leng- ur í forgangsröð um að fara síðan í gegnum það. Þeir völdu veginn yfir og upphófst þá barátta um Fá- skrúðsfjarðargöng eða Seyðisfjarð- argöng. Aftur bökkuðu Seyðfirð- ingar til að samstaða næðist, nú í nafni arðseminnar. Fáskrúðsfjarð- argöngin hafa síðan rækilega sann- að sig, íbúum fjölgar hratt á Fá- skrúðsfirði og íbúðaverð hefur þrefaldast. Með hliðsjón af því sem á undan er gengið ættu Seyðfirðingar aug- ljóslega að fá næstu veggöng á Austurlandi. En fljótt skipast veður í lofti og með tilkomu álversins við Reyðarfjörð verða jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar algert bráðamál. Gríðarlegur vinnuafls- skortur er Eskifjarð- armegin og æpandi þörf fyrir bætt aðgengi að framhaldsskóla, sjúkra- húsi og fleiri stofnunum Fjarðabyggðar Norð- fjarðarmegin. – Og enn sætta Seyðfirðingar sig við annað sætið. Fyrir tilstilli „Samganga“, fjölmennra samtaka áhugafólks af öllum fjörðunum um veggöng á Mið-Austurlandi, hef- ur náðst ný samstaða um svonefnda Fjarða- leið. Byrjað verði á göngum milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar og endað á göngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs, göngunum sem þrisvar hefur verið vik- ið úr forgangssætinu. Seinkun Seyðisfjarð- arganga er ekki vegna minnkandi þarfar, síður en svo. Bæjarfélagið hefur orðið fyrir skelfi- legum áföllum síðustu tvo áratugi, margháttuð iðnaðar-, verslunar- og útgerðarstarfsemi hefur lagst af og íbúum fækkað úr 1.000 í 750. Afleit- ar samgöngur valda þar mestu. Þrátt fyrir það er ótrúlegur kraftur í samfélaginu, félags- og menning- arlíf í blóma, einstök félagsaðstaða, hótel, veitingastaðir, pöbbar, átta verslanir og vikulegar ferjuferðir frá Skotlandi og meginlandi Evr- ópu. Þá býr á staðnum fjöldi iðn- aðar- og listafólks í hinum ýmsu greinum þó svo að markaðurinn sé að mestu handan 630 m hárrar heið- arinnar. Það verða því engar smá- framfarir þegar Fjarðaleiðin opnast og heimamarkaðurinn 10–15 faldast með samtengingu sjö byggðakjarna. Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum að Vopnfirðingar skuli enn krefjast þess að Hellis- heiðargöng verði næstu jarðgöng á Austurlandi. Ég samgleðst þeim að sjálfsögðu yfir nýja veginum norð- ur, hann verður ágæt samgöngubót. En í guðanna bænum hættið að standa í vegi fyrir mestu samgöngu- byltingu á Austurlandi fyrr og síð- ar. Orð í eyra Vopnfirðinga Sigurður Gunnarsson fjallar um samgöngumál Sigurður Gunnarsson »Með hliðsjónaf því sem á undan er gengið ættu Seyðfirð- ingar aug- ljóslega að fá næstu veggöng á Austurlandi. Höfundur býr á Seyðisfirði og er fyrr- verandi sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Barnasængur - barnasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.