Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 9
bæði jarðfræðingur að mennt og bóndi að upp- lagi) á sú stefna sinn hlut í uppblæstri og gróð- ureyðingu, sem hefur leikið íslenska náttúru svo grátt, að Íslandi er lýst sem „landi í tötrum“. Steingrímur er í aðra röndina eindreginn al- þjóðasinni. Honum rennur til rifja örbirgð meira en helmings mannkyns og vill auka efnahags- aðstoð við þróunarríki rausnarlega. Á sama tíma styður hann búverndarstefnu, sem í alþjóðlegu samhengi lokar mörkuðum ríku þjóðanna fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum frá fátækum þjóðum. Fórnarkostnaður hinna fátæku þjóða af þessum sökum nemur margfaldri þróun- araðstoðinni, sem þær þiggja sem ölmusu. Vinstri-græn bera hag launþega og neytenda fyrir brjósti. Samt styður flokkurinn innflutn- ingsbann og ofurtolla á innflutt matvæli, sem valda því, að íslensk heimili búa við hæsta mat- vælaverð í heimi. Það kallar aftur á lengsta vinnutíma, sem þekkist á nálægum breidd- argráðum. Það hefur aftur þær afleiðingar, að vinnuþrælkun beggja foreldra bitnar á uppeldi barna. Það þykir orðið fréttnæmt, að íslenskir foreldrar kunni ekki lengur að tala við börnin sín eða hafa ekki tíma til þess. Það er trúlega stærsta vandamálið, sem þessi þjóð á við að búa til framtíðar. Steingrímur fordæmir þá tilhneigingu, sem gætir til fákeppni og einokunar á hinum örsmáa heimamarkaði okkar. Samt greiddi hann at- kvæði gegn EES-samningnum, sem innleiddi þó evrópskar samkeppnisreglur á Íslandi og gefur ríkisvaldinu þau tæki sem þarf til íhlutunar, ef markaðshlutdeild einstakra fyrirtækja er talin brjóta í bága við samkeppnisforsendur. Vilji er allt sem þarf til að taka á þessu vandamáli. Þá má nefna, að Steingrímur fordæmir hina „stalínísku“ stóriðjustefnu stjórnvalda, sem byggist á forsjárhyggju ríkisvaldsins og lofsyng- ur í staðinn sköpunarkraft lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem verða til fyrir frumkvæði og út- sjónarsemi einstaklinga í frjálsu markaðskerfi. Samt er það svo, að þótt leitað sé með logandi ljósi í stefnuskrárriti Steingríms, er vandfundin sú tilvitnun, sem viðurkennir yfirburði markaðs- kerfisins, þar sem það á við. Samt má finna því stað í fræðum Steingríms, að hann viðurkenni núorðið kosti hins blandaða hagkerfis og þá von- andi það hlutverk, sem samkeppni á mörkuðum og fríverslun í alþjóðaviðskiptum þjóna til verð- mætasköpunar í velferðarríkinu. Heimatilbúin hagfræði Almennt má segja, að veiku punktana í hug- myndafræði Steingríms sé að finna á landa- mærum hagfræði og stjórnmála. Til dæmis er skýring Steingríms á efnahagslegri velgengni Íslendinga á öldinni sem leið helst til einföld. Skýringar hans eru í stórum dráttum end- urheimt sjálfstæðis frá Dönum og meðfædd vinnusemi þjóðarinnar. Auðvelt er að finna mörg dæmi um vinnusamar þjóðir, sem hefur ekki vegnað vel, jafnvel þótt þær heiti að vera pólitískt sjálfstæðar. Aðgangur að fjármagni (t.d. stofnun Íslandsbanka við upphaf seinustu aldar) og frjáls aðgangur að mörkuðum fyrir út- flutningsafurðir skipti sköpum um efna- hagsþróun Íslendinga í upphafi 20. aldar, og menntunarstig þjóðarinnar. Maður þarf ekki að vera frjálshyggjumaður til þess að gera sér grein fyrir því, að tollfrjáls aðgangur að mörk- uðum (og reyndar opin gátt fyrir erlent fjár- magn) hefur skipt sköpum fyrir þær þjóðir, sem brotist hafa frá örbirgð til bjargálna. Þetta á við um okkur Íslendinga. Og þetta á við um Asíumó- delið svokallaða. Það eru einmitt Asíuþjóðirnar, sem náð hafa bestum árangri í að útrýma fátækt og bæta lífskjör á okkar samtíð. Það er hins vegar rétt hjá Steingrími, að efna- hagsárangur Íslendinga á seinni hluta síðustu aldar var meiri en margra annarra, þrátt fyrir pólitískt skömmtunar- og haftakerfi og við- skiptahömlur í bak og fyrir. Ástæða er til að ætla, að sá árangur hefði orðið enn meiri, ef við hefðum búið við skynsamlega hagstjórn og meira viðskiptafrelsi. En skýringin á því, að okkur tókst samt sem áður að halda uppi til- tölulega miklum hagvexti, er fyrst og fremst sú, að við komumst upp með hömlulausa rányrkju á þeim takmörkuðu auðlindum hafsins, sem okkur var falið að gæta. Útfærsla landhelginnar úr fjórum í tvö hundruð mílur (blessuð sé minning Lúðvíks Jósefssonar) framlengdi tímabil rán- yrkjunnar um skeið. En þar kom, að við urðum að setja okkur sjálf hömlur um sókn í auðlindina og leita leiða til að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslega velsæld okkar, þar með talið með stóriðju. Það má merkilegt heita, að náttúrufræðing- urinn Steingrímur hugleiðir hvergi samhengið milli rányrkjunnar á fiskistofnunum og gróð- ureyðingarinnar af völdum landbúnaðarstefn- unnar, en hvort tveggja var til marks um ósjálf- bæra þróun. Sjálfbær þróun á þó að heita mantra Vinstri-grænna. Það má t.d. merkilegt heita, að Steingrímur og félagar hans í Alþýðu- bandalaginu, studdu aldrei þá kröfu okkar jafn- aðarmanna, að rétturinn til nýtingar á fiski- stofnunum yrði háður gjaldtöku samkvæmt almennum leikreglum framboðs og eftirspurnar. Þetta var víst partur af byggðastefnu Stein- gríms. Þetta er enn eitt dæmið, sem bendir til þess, að eitthvað skorti á gerhygli hans um nú- tímalega hagstjórn í alþjóðavæddum heimi. Alþjóðahyggja gegn innilokunaráráttu Í nýútkominni bók eftir Eirík Bergmann, dósent við Háskólann að Bifröst, undir heitinu „Opið land – staða Íslands í samfélagi þjóðanna“, held- ur hann því fram, að átakalínurnar í stærstu málum lýðveldissögunnar hafi staðið milli „op- ingáttarmanna“ og „innilokunarsinna“. Hann nefnir hin augljósu dæmi um inngönguna í NATO 1949, varnarsamninginn við Bandaríkin 1951, inngönguna í EFTA 1970 og EES- samninginn, sem klauf þjóðina í andstæðar fylk- ingar í kosningunum 1991. Í öllum þessum mál- um hefði Steingrímur og flokkur hans trúlega í skipað sér í fylkingu „innilokunarsinna“. Það boðar ekki gott um framhaldið. Hnatt- væðingin er orðin staðreynd, ekkert síður en loftslagsbreytingar af mannavöldum. Það er rétt hjá Steingrími, að hnattvæðing á forsendum bandarískra og alþjóðlegra auðhringa er vara- söm. Það á vissulega við um rányrkju auðlinda, arðrán á fátæku fólki og jafnvel þrælahald; og það á við um þá tilhneigingu fjármagnsins að knýja þjóðríkin til samkeppni um lækkun skatta og launa, að viðlagðri hótun um að ella fari fjár- magnið þangað sem betur er að því búið. Hin réttu viðbrögð við þessari hótun eru hins vegar hvorki einangrun né innilokun. Hin réttu viðbrögð kalla á alþjóðlega eða svæðisbundna samstöðu lýðræðisríkja til andófs við hnattvæð- ingu fjármagnsins. Hvaða þjóðum hefur vegnað best í hinni hörðu samkeppni hnattvæðing- arinnar? Steingrímur svarar sjálfur þeirri spurningu og nefnir til sögunnar hin norrænu velferðarríki. Þau skara nefnilega fram úr flest- um öðrum þjóðum á samræmdu prófunum um menntunarstig, samkeppnishæfni, nýsköpun, tækniþróun og jöfnuð og þar af leiðandi um lífs- gæði. Hvers vegna hafa þau spjarað sig svona vel? Það er vegna þess að þau hafa á löngum tíma fjárfest í mannauðnum; fjárfest í menntun, rannsóknum, vísindum og öðrum innviðum hins þróaða lýðræðisþjóðfélags. Þess vegna hefur þeim vegnað vel. Það er ekki þrátt fyrir velferð- arríkið, heldur beinlínis vegna þess. Hvaða þjóðir hafa orðið verst úti í samkeppni hnattvæðingarinnar? Það eru þær þjóðir, sem búa við veikt ríkisvald og vanþroska lýðræði; sem búa við vanburðuga og veika innviði, lágt menntunarstig, lélegt heilsufar o.s.frv. Margar þessara þjóða hafa verið í gjörgæslu al- þjóðastofnana hins ameríska kapítalisma og orð- ið, vegna skuldsetningar, að hlíta formúlu Wash- ington-viskunnar um veikt ríkisvald og markaðslausnir á öllum sviðum. Þessar þjóðir hafa fæstar getað nýtt sér tækifæri hnattvæð- ingarinnar. Afríkuþjóðirnar sunnan Sahara hafa upplifað hnignun og afturför. Þau ríki Suður- Ameríku, sem voru undir járnhæl frjálshygg- jutrúboðs Bandaríkjanna, hafa setið föst í efna- hagslegri stöðnun og sívaxandi misskiptingu auðs og tekna. Þær þjóðir, sem hafa spjarað sig best, ásamt velferðarríkjum Evrópu, eru As- íuþjóðirnar, þar sem ríkisvaldið gegnir veiga- miklu hlutverki í efnahagsstarfseminni og áhersla er lögð á menntun, heilbrigði og lausnir, sem byggjast á félagslegri samstöðu, t.d. á vinnumarkaði, í samræmi við góðar og gildar hefðir í menningu bæði Kínverja og Indverja. Af þessu má margt læra. Kjarni málsins er þessi: Frjálshyggjumódel hægri bylgjunnar, sem upphófst með Reagan og Thatcher, hefur ekki risið undir væntingum og reyndar brugðist hrapallega, þar sem því hefur verið þröngvað upp á þróunarríkin. Velferðarríki Norður- landanna hafa staðið sig frábærlega. Evrópu- sambandið hefur unnið kraftaverk við að lyfta lífskjörum fátækra þjóða innan bandalagsins upp á sama stig og hinar þróaðri þjóðir hafa not- ið. Írland, Spánn, Portúgal, Suður-Ítalía og Grikkland eru dæmi um þetta. Og nú er það sama að gerast í Mið- og Austur-Evrópu og við Eystrasalt. Berið þetta saman við framferði Bandaríkjamanna gagnvart nágrannaþjóðum þeirra í Mið- og Suður-Ameríku. Þar hafa þeir iðulega beitt hervaldi til að steypa af stóli lýð- ræðislega kjörnum umbótastjórnum og til að halda alls kyns ógnarstjórnum hægri öfga- manna við völd. Suður-Ameríkumenn hafa lært það af biturri reynslu, að í þeirra heimshluta er það tvennt, sem Bandaríkjamenn standa fyrir: Arðrán og ógnarstjórn. Þjóðaröryggi + viðskiptahagsmunir = Evrópusambandsaðild Það er fráleitt af Steingrími að skilgreina Evr- ópusambandið sem hluta af því markaðs- trúboði, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Wash- ington D.C. Það er öfugmæli. Eiginlega má segja, að norræna módelið sé að breiðast út um alla Evrópu. Að vísu er það rétt, að það er ekk- ert til, sem heitir evrópska velferðarríkið, og þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Engu að síður er ljóst, að aðildarríki Evrópusambandsins ð að vera vinstri græn(n)? Morgunblaðið/Brynjar Gauti rri rullu. Þetta er maðurinn sem gaf sjálfum sér í afmælisgjöf, fimmtugum, gönguferð um landið þvert og endilangt. Og lá úti undir berum himni, n í gegn á skjánum. Menn gleyma því jafnvel, að þessi rúmlega fimmtugi maður er búinn að vera hundlengi í pólitík.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.