Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Blaðsíða 12
Eftir Örn Ólafsson oernolafs@gmail.com S igfús Daðason (1928-1996) var með virtustu ljóðskáldum á síðara hluta 20. aldar, og er enn. Ljóðagerð hans spannar nær allt það tímabil, því fyrsta ljóðabókin var Ljóð 1947-1951, og Þorsteinn Þor- steinsson gaf út eftirlátin ljóð Sigfúss 1997. Aðeins 126 kvæði liggja eftir skáldið frá þessari hálfu öld, en auk þess þýð- ingar, ritgerðir og bók um Stein Steinarr. Oft leið langt á milli hans sex ljóðabóka, átján ár milli annarrar og þriðju. En Þorsteinn rekur að útgáfusagan sé villandi, Sigfús hafi ort nokkuð jafnt ef áttundi áratugurinn er undan-skilinn (bls. 15). En þá hafi annríki við brauðstrit tor- veldað yrkingar. Sigfús var mikilvirkur og virtur ritgerðahöf- undur, einkum á sjöunda áratugnum. Hér er lítt um það fjallað, nema hvað varðar ljóðin, enda hafði Þorsteinn gefið út ritgerðasafn Sigfúsar með formála (árið 2000). Ekki er heldur fjallað um þýðingar hans á ljóðum né lausamáls- verkum, heldur eingöngu um ljóð hans á 400 bls. Helstu æviatriði Sigfúss koma fram í þess- ari bók, en sem betur fer takmarkar Þorsteinn þau við hið allra nauðsynlegasta. Sigfús ólst upp á bóndabæjum á norðurströnd Snæfellsness, veikbyggður og oft alvarlega veikur. Frá fjór- tán ára aldri til tvítugs lá Sigfús oft á Landspít- alanum og Hvítabandinu, eða í tæpa 24 mánuði samtals, allar legurnar vegna blæðandi rist- ilbólgu. [...] Haustið 1949 veiktist hann svo af berklum og var rúma sjö mánuði á Vífilstöðum (bls. 30). En á árinu 1951 tók hann stúdentspróf utanskóla, gaf út fyrstu ljóðabók sína og fór til Frakklands til náms í bókmenntum. Átta árum síðar, 1959, fluttist hann svo heim til Íslands, gaf út aðra ljóðabók sína og fór að starfa hjá Máli og menningu, þar sem hann var til ársins 1975, þegar honum var bolað burtu eftir hall- arbyltingu. Hann stofnaði þá lítið forlag, Ljóð- hús, sem hann rak næstu árin. Ljóðaumfjöllun Bók þessi takmarkast þá að mestu við umfjöll- un ljóða Sigfúss, og var það vel ráðið. Mörgum hefur gengið illa að átta sig á ljóðum Sigfúsar, þau hafa bæði verið kölluð vitsmunaleg umfjöll- un, en stundum einnig myrk, vafist hefur fyrir fólki hvort taka bæri sumt alvarlega, einkum svartsýni og formælingar, kaldhæðni í bland við jákvæða afstöðu til umhverfisins og ástarljóð. Umfjöllun Þorsteins er rækileg, gerir grein fyr- ir bæði viðvarandi einkennum á ljóðunum og breytilegum í tímans rás. Þorsteinn tilfærir mikinn lærdóm bókmenntafræðinga um ýmis efni, þar á meðal ræðir hann oft ágreining um það hvort þekking á bakgrunni ljóða eða efni- viði, svo sem æviatriðum skáldsins skipti máli fyrir skilning á ljóðum þess. Hann færir sann- færandi rök fyrir að þetta sé breytilegt, auðvit- að verði ljóð að standast lestur án slíkrar þekk- ingar, en hún geti auðgað skilning á ljóðum, einkum ef um sé að ræða skopstælingar og ann- að sem taki afstöðu til umhverfisins. Hann sýnir a.m.k. óbeint fram á að þekking á raunum Sig- fúsar á æskuárum skiptir engu máli um skilning á sortaljóðum hans sumum, en hinsvegar finnst mér umfjöllun hans um hið langa ljóð Mynd- sálir mjög þörf, þar sem hann rekur efnivið þess og persónur til samsærisins gegn Sigfúsi, sem hrakti hann frá Máli og menningu. Þorsteinn gerir góða grein fyrir hvaða skáld, frönsk, þýsk og ensk, hafi einkum haft áhrif á einstök ljóð Sigfúsar. Umfjöllun hans beinist einkum að skýringum, að gera skiljanlegt hvað- eina sem myrkt kann að þykja í ljóðum Sigfús- ar. Það er auðvitað þakkarvert. Sömuleiðis ger- ir Þorsteinn vel grein fyrir alls kyns mælskubrögðum sem einkenna byggingu ljóðanna og framsetningu. Ég hefði óskað þess að hann gengi lengra í þeirri umfjöllun fram- setningar, fjallaði meira um byggingu ljóðanna út frá stílblæ orða og hverju er líkt við hvað í myndhverfingum, svo og hvað er helst dregið fram í myndmáli og á hvern hátt. Þar held ég að enn sé verk að vinna kunningjum mínum sem ég veit að hafa haft hug á að fjalla um ljóð Sig- fúsar. En auðvitað er matsatriði hve langt ber að ganga í umfjöllun ljóða. Bók Þorsteins byggist einkum á einum átta greinum hans sem birtust á árunum 2001-5. Af því leiðir að töluvert er um endurtekningar í bókinni, og finnst mér að forlagið hefði átt að benda höfundi á að bókinni yrði styrkur að því að afmá þær sem mest. En óvíst er að Þorsteinn hefði gegnt slíku, því hann er allt annað en tal- hlýðinn. Kemur nú að því. Ljóðbylting Í kaflanum Útúrdúr um ljóðbyltingar (bls. 80- 128) ítrekar Þorsteinn ýmsar rangfærslur og kreddur sem ég þykist hafa hrakið, fyrst í tölvu- bréfum til hans á síðustu mánuðum ársins 2005, svo í grein í tímaritinu Són, haustið 2006 (hana má lesa á vefslóð minni http://oernolafs.blogs- pot.com). Hér verður að stikla á stóru. Kaflinn fjallar um þá miklu byltingu í bók- menntum m.a., sem hófst í Frakklandi á síðustu áratugum 19. aldar, og breiddist út um lönd og álfur, einkum á fyrsta fjórðungi eftirfarandi 20. aldar. Þetta er óumdeilt, en hitt greinir menn nokkuð á um, hvar eigi að setja mörkin milli þessara bókmennta og annarra, hvað eigi að kalla þennan bókmenntastraum og hver séu höfuðeinkenni hans. Ég tel hann einkennast af sundurleitri framsetningu, og hafði um hann orðið módern, í bók minni um þetta fyrirbæri í íslenskum bókmenntum (Kóralforspil hafsins, 1992), að fyrirmynd Eysteins Þorvaldssonar í bók hans Atómskáldin (1980). Þorsteinn kýs að kalla þetta nútímaljóð og telur megineinkenni þessa vera bragfrelsi; prósaljóð og fríljóð, og það telur hann komast á alþjóðlega undir lok 19. aldar í Frakklandi, en upp úr seinni heimsstyrj- öld á Íslandi. Hvorttveggja er alrangt. Ég rakti í Kóralforspil hafsins (bls. 13-14) að prósaljóð séu: „ljóðrænir textar án ríms, stuðl- unar og reglubundinnar hrynjandi. "Ljóðrænt" er þá hinsvegar málfar, myndir og fleiri efn- istök“. Dæmi er sigurför prósaljóða Ossians um Evrópu upp úr 1760. Skotinn James McPher- son þóttist hafa þýtt þau úr gelískum þjóð- kvæðum, og á þessum tíma tíðkaðist að þýða ljóð í prósaform, m.a. fornkvæði úr íslensku. Bæði Bjarni Thorarensen og Jónas Hall- grímsson þýddu Úr kvæðum Ossíans (titill Bjarna), og þá stuðlað og undir hefðbundnum bragarháttum, jafnvel fornyrðislagi, eins og Ís- lendingi mátti þá þykja hæfa fornum kveðskap. Enginn hefur efast um að þessar þýðingar – sem standa í ljóðasöfnum skáldanna - séu ljóð. En megi frumtextinn þá ekki heita ljóð, liggur í augum uppi, að hið ljóðræna liggur í reglu- bundnum bragarháttum. Og þá er orðið prósa- ljóð mótsögn í sjálfu sér, eins og ýmsir fjand- menn fríljóða og prósaljóða hafa löngum haldið fram. Ekki vill þó Þorsteinn skipa sér í þann flokk og er þar með kominn í klípu. Mörg fleiri dæmi mætti rekja, enda hefði einkennilegt ver- ið ef sigurför Ossíans hefði ekki freistað skálda til að yrkja eitthvað í líkingu við það. En reynd- ar voru prósaljóð útbreidd áður, þau fóru t.d. að tíðkast á frönsku um 1700, einnig á Norð- urlöndum skv. rannsókn Nylander. Hefði nú ekki verið sjálfsögð kurteisi við ljóðmæringana Bjarna og Jónas að útskýra okkur í hverju þeim skjátlaðist um ljóðrænt? Fríljóð greinast frá prósaljóðum með því að textinn er ekki prentaður í belg og biðu, heldur greinist í línur eftir efnissamhengi, segð eins og Þorsteinn kallar það. Þetta má sjá sem e.k. millistig prósaljóða og hefðbundinna, og hefur því ekki verið nein stóruppgötvun, enda kemur það fyrir löngu fyrr en þau frönsku ljóð birtust 1886, sem Þorsteinn telur upphaf fríljóða (bls. 96). Nefna má Grasblöð Walts Whitmans frá 1855, sem Þorsteinn sjálfur segir hafa haft áhrif á frönsku skáldin. Honum finnst þó mikill mun- ur á stíl þeirra og mælsku Grasblaða, en hér er um bragarhátt að ræða, ætla verður að frönsku ljóðskáldunum hafi verið kleift að tileinka sér hann án þess að láta bindast af mælsku orðfæri fyrirmyndarinnar. Enn fremur mætti nefna danska skáldið J. P. Jacobsen með Arabesker, 1870-74, og t.d. á ensku The Marriage of Hea- ven and Hell eftir William Blake frá 1790. Þor- steinn þekkir örugglega prósaljóðin Náttsálma Novalis (Hymnen an die Nacht) frá um 1800, og nefnir sjálfur fleiri dæmi um bragfrelsi hjá Þjóðverjum um 1800 og fyrr: Klopstock, Höl- derlin og Goethe. Þorsteinn segir að þau ljóð hafi verið „hvergi nærri eins byltingarkennd og í Frakklandi“, en skýrir ekki í hverju munurinn þá hafi legið. Hér er ekki rúm til að fjalla ít- arlegar um þetta, ég geri það í tilvitnaðri grein minni, og tilfæri þar dæmi, aldagömul prósaljóð og fríljóð á hefðbundnu ljóðmáli. Íslenskt Í kaflanum Prorsum (bls. 180-198) víkur Þor- steinn nokkuð að tali um prósaljóð á íslensku á Skörðótt bókmennta Sigfús Daðason „Það væri að gera lítið úr Sigfúsi að ímynda sér að hann hafi ekki gjörþekkt þær íslensku framúrstefnubókmenntir sem komu fram á fyrra hluta 20. aldar,“ segir Örn. FYRR í sumar kom út bókin Ljóðhús eftir Þorstein Þorsteinsson en hún fjallar um ljóðagerð Sigfúsar Daðasonar. Greinarhöf- undur hefur ýmislegt við bókina að athuga. 12 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.