Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Blaðsíða 2
Eftir Karenu Maríu Jónsdóttur karenmaria@lhi.is ! Síðustu misseri hefur mikil vit- undarvakning átt sér um þann auð sem leynist í menningar- og listalífi landsmanna. Viður- kenning nýrrar ríkisstjórnar á þessu málefni er án efna eitt mikilvægasta skrefið í þessa átt en í inngangi að nýjum stjórnarsáttmála einsetur hún sér að virkja áfram kraftinn í menningarlífi landans. Þar er menningin í senn viður- kennd sem fullburða atvinnugrein og aflvaki nýsköpunar. Auk þess sem það huglæga kapítal sem menning og listir stuðla að er metið sem mikilvægur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Þar með hafa stjórnvöld losað sig við þá spé- hræðslu sem einkennt hefur umræðuna um þann gífurlega þroska sem landinn hefur tekið út á menningarsviðinu á síð- ustu árum. Stjórnvöld stíga fram, stolt af þeim sprengikrafti sem einkennir þennan nýja veruleika. Og kominn tími til, hlutfall menningar og lista til lands- framleiðslu nemur nú um 5%. Þessi opinberun ríkisstjórnarinnar er í takt við skýrslu sem kynnt var á ráð- herrafundi Evrópusambandsins í Brussel fyrir nokkru en hún sýnir fram á vaxandi þátt menningar í efna- hagsþróun Evrópu. Skýrslan sýnir að tekjur af menningar- og listastarfsemi voru á árinu 2003 2,6 prósent af þjóð- artekjum Evrópusambandsins og að þær jukust 12,3 prósentum meira en aðrar atvinnugreinar á árunum 1999- 2003. Þá fjölgaði störfum í skapandi listgreinum um 1,8 af hundraði á ár- unum 2002-2004, á sama tíma og at- vinnuleysi jókst almennt í Evrópusam- bandsríkjunum. Sýnir niðurstaða skýrslunnar að fjárfesting í menningar- starfsemi er arðbær og mikilvæg drif- fjöður í uppbyggingu efnahagslífs þjóð- anna. Menning og listir eru stór hluti af að- dráttarafli landsins og vaxandi upp- spretta útflutningstekna. Þar sem stjórnvöld og aðrir aðilar atvinnulífsins hafa tekið höndum saman við listamenn hefur verið lyft grettistaki í þá átt að gera listir að aflmikilli atvinnustarf- semi. Nærtækustu dæmin eru upp- bygging og útrás íslenskrar tónlistar, hönnunar og samtímamyndlistar. Hefur árangurinn ekki látið á sér standa. En því að stíga skrefið til hálfs þegar hægt er að stíga það til fulls? Ísland hefur möguleikann á að markaðssetja sig sem menningarmekka Evrópu. Sérstaða okkar listasamfélags er í alþjóðlegu samhengi ótvíræð. Meðan aðrar menn- ingarborgir búa yfir rótgróinni menn- ingarsögu býr okkar kraftur í samtím- anum, í áður óþekktum lausnum sem spretta upp úr andartakinu, fullum af djörfung, framsækni og áræði. Hér felst gífurlega stórt en ónýtt tækifæri. Möguleikarnir til að laða að erlent fjármagn og fjárfesta eru miklir en til þess að það markmið náist þarf fyrst að skapa nauðsynleg vaxtarskilyrði fyrir listina hérlendis sem byggð eru á grundvelli öflugrar og viðvarandi fram- tíðarsýnar auk samfellu í aðkomu opin- berra fjármagnsfjárfesta. Í því sam- hengi ber að líta á listamenn sem sprotafyrirtæki sem byggja á sérhæfðri þekkingu og annarri nýnæmi. Ný rík- isstjórn hefur sýnt fram á ákveðið póli- tískt þor með því að viðurkenna mikil- vægi menningar og lista í nýjum stjórnarsáttmála. En hvort hún hafi það þor sem þarf, til að virkja menningu og listir sem forystuafl, mun koma í ljós á næstu misserum. Ég skora á opinber umbótaöfl að sýna í verki hvers við er- um megnug. Fjárfestum í uppbyggingu menningar og lista eins og fjárfest hef- ur verið í uppbyggingu hagkerfisins og álframleiðslu. Ísland er sem óslípaður demantur á hinum evrópska menning- argullhring. Nú er lag! Áskorun Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara. Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is E n nú get ég hætt að horfa á Spaugstofuna,“ sagði Jónas Kristjánsson á vefsíðu sinni www.jonas.is þegar ljóst var að Randver Þorláksson yrði ekki með í Spaugstofunni í vetur. Stóra Randversmálið er auðvitað mál málanna þessar vikurnar. Kertafleytingar voru um tíma yfirvofandi og Randver heim! var krafa almúgans sem hefur í þrjúhundruð- ogeitthvað þætti setið við kassann og drukkið í sig spaug Spaugstofunnar. Hvað verður um Boga og Örvar? spyr fólk. Skiljanlega. Saga Randvers er íslenskt sjónvarpsdrama. Við fáum sjaldan eða aldrei að upplifa íslensk- ar leiknar sápur sem eru ekki drifnar áfram af húmor einum saman. Húmor er yndislegur og nauðsynlegur en það er leitt til þess að hugsa að hjartað í okkur sjónvarpsáhorf- endum fær aldrei að taka kipp með ótrúlegum vendingum í sögum persóna sem spretta upp úr íslenskum jarðvegi; með skálduðum ís- lenskum persónum. Íslenskt sjónvarpsdrama er undantekningalítið alvöru fólk og alvöru at- burðir, fréttir eða viðtöl. Við getum fengið kökk í hálsinn þegar við horfum á eitt af fjöl- mörgum átakanlegum einkaviðtölum Kast- ljóssins en samlíðunin verður aldrei lík því sem maður upplifir við að fylgjast með skáld- aðri persónu í heilum þætti, tala nú ekki um heila þáttaröð. Íslenskt sjónvarp er um. Það er fjölmiðill en ekki tæki til frumsköpunar á borð við þá þætti sem við fáum að sjá frá öðrum löndum og þá sérstaklega Bretlandi með allri sinni hefð og fagmennsku og skáldskap. Í íslensku sjónvarpi er með örfáum undantekningum sagt frá hlutum eða þeir stjórnast af frétta- tímunum eins og raunin er með hina ágætu Spaugstofu. Stelpurnar á Stöð 2 er hefðbund- inn sketsaþáttur og Auddi hræðir íslenskar stórstjörnur að erlendri fyrirmynd. Næturvaktin hóf göngu sína á Stöð 2 síð- asta sunnudag. Það er óhætt að segja að sá þáttur lofi góðu og ekkert minna en yndislegt að búin sé til sería þar sem við fáum að fylgj- ast með samskiptum og tilfinningalífi fólks, fáum tækifæri til að gleðjast og syrgja. Það vantar meira íslenskt leikið efni. Ekki bara út af tungumálinu eins og ég skrifaði um í síðasta pistli heldur vegna sjálfsmyndar þjóðarinnar, upplifunarinnar af eigin sam- félagi. Fréttir og viðtalsþættir geta aldrei sýnt samfélagið í fullnægjandi ljósi. Við fáum ekki fréttir af því þegar maður í Kópavogi verður ástfanginn. Við fáum ekki fréttir af því þegar heilbrigt barn fæðist á Ísafirði. Fréttir nærast á afbrigðileika, því sem stendur út úr. Gamanþættir nærast á húmor. Við þurfum efni sem nærist á lífinu. Öllu. Aðferð fréttamennskunnar nægir ekki til að hreyfa við fólki. Gott dæmi um það er öll sú umfjöllun sem fyrir nokkrum árum var um mansal frá fyrrverandi austantjaldslöndum til Norður-Evrópulanda. Fréttir eru sagðar á hverjum degi, oft á hverjum degi. Þær eru því að sumu leyti dæmdar til að verða suð, bak- grunnstónlist. Listaverk Lúkasar Moodyson, Lilja 4-Ever, snerti við fólki. Fólk grét yfir ör- lögum þessarar stúlku. Það fann til samlíð- unar. Fréttir greina frá atburðum, því sem er óvenjulegt en ekki því sem við eigum sameig- inlegt. Það þarf listamenn til að sýna okkur manneskjuna, sýna okkur það sem við eigum sameiginlegt. Þá sjáum við spegilmynd okkar í manneskju eða í aðstæðum hennar. Það sem vantar núna er dramatískur fram- haldsþáttur. Við þurfum ekki enn einn þáttinn um samfélagið. Við þurfum þátt þar sem við fáum að kynnast fólki sem á rætur sínar í okkar samfélagi. Við þurfum að geta speglað okkur í manneskjum og aðstæðum sem ná- grannar okkar þekkja en ekki við. Og það dugar ekki að gera heimildarmynd um það. Gleymum forvitninni og kröfunni um upplýs- ingar í smá stund og leyfum okkur að finna til. Sorrí Þórhallur, ég veit að það stendur mik- ið til hjá þér, en ég óttast að það sé ekki nóg. Kristján B. Jónasson stakk upp á því í blogg- inu sínu fyrr í vikunni að einhver jöfurinnn snaraði fram 300 milljónum til að skilja eftir sig ódauðlega arfleifð með því að láta þýða all- ar heimsbókmenntirnar yfir á íslensku. Geta hinir ekki sameinast um eins og 800 milljónir í þróunarsjóð fyrir íslenskt leikið sjónvarps- efni? Við þörfnumst þess sem þjóð. Kæri Jón, það eru í mesta lagi 50 Range Roverar. Og Range Rover breytir ekki sög- unni. Að gleðjast og syrgja „Næturvaktin hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta sunnudag. Það er óhætt að segja að sá þáttur lofi góðu og ekkert minna en yndislegt að búin sé til sería þar sem við fáum að fylgjast með samskiptum og tilfinningalífi fólks, fáum tækifæri til að gleðjast og syrgja.“ FJÖLMIÐLAR » Sorrí Þórhallur, ég veit að það stendur mikið til hjá þér, en ég óttast að það sé ekki nóg. Range Rover breytir ekki sögunni 2 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.