Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 21
Sjónvarpsgláp skaðlegra en áður var talið fyrir börn SJÓNVARPSÁHORF getur skað- að börn mun meira en hingað til hefur verið haldið, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindaritið Biologist birtir í gær. Þar segir að áhorfið geti aukið líkur á að verri sjón, offitu og ýtt undir að börn verði kynþroska fyrr en eðlilegt er, sem og að þau fái einkenni ein- hverfu. Samkvæmt rannsókninni dregur sjónvarpsgláp úr fram- leiðslu á hormóninu melatóníni. Melatónín hefur áhrif á svokall- aðan líftakt (e. biological rhythm), það er reglubundnar lífeðlisfræði- legar sveiflur. Minni framleiðsla á melatóníni getur verið ein af ástæðum þess að stúlkur verða mun fyrr kynþroska í dag en fyrir hálfri öld, sam- kvæmt rannsókninni sem er unnin af sálfræðingnum Aric Sigman. En rannsóknin snerist ekki bara um börn og sjónvarpsáhorf þeirra heldur einnig eldra fólk. Sam- kvæmt rannsókninni eykst hætta á Alzheimer-sjúkdóminum hjá fólki á aldrinum 20–60 ára, sem eykur sjónvarpsáhorf um klukkustund á dag. Morgunblaðið/ÞÖK |þriðjudagur|20. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Agnes Guðmundsdóttir hefur spilað handbolta með Gróttu í mörg ár. Hún situr núna meidd á varamannabekknum. » 22 tómstundir Hundar fjölmenntu með eig- endum sína í skrautlega skrúð- göngu sem haldin var um dag- inn á Flórída. » 22 gæludýr Tvíburasysturnar Halla og Ragna Ólafsdætur skelltu sér til Kaíró í Egyptalandi sem hluta af arabískunámi sínu. » 24 daglegt líf Frumkvöðlar Draugasetursins á Stokkseyri kynntu þar til sög- unnar Álfa- og tröllasetur um síðustu helgi. » 23 bæjarlíf Vísindamenn kanna hvers vegna ástin er svona voldug og af hverju því fylgir svo mikill sársauki að vera hafnað. » 25 rannsókn Heimsmet er í hættu. Mið-garðsormurinn er kom-inn vel yfir 63 metra oglengist enn. Haldi fram sem horfir verður hann langlengsta tuskudýr veraldar áður en langt um líður. Ormurinn langi á uppruna sinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð, nánar tiltekið á Miðgarði, en svo nefnist opið rými á efri hæð skólans. Rúm tuttugu ár eru síðan að hann- yrðaglaðir menntskælingar tóku fram prjónana og hófu að skapa kvikindið sem á sér engan endi. Prjónaorminum hefur nefnilega aldrei verið lokað í afturendann heldur hanga á honum prjónar sem hverjum er frjálst að grípa í. „Þetta byrjaði sennilega upp úr 1985,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir, oddviti Lagningar- daga sem fram fóru í skólanum í síðustu viku. „Þá tóku einhverjir krakkar sig til og byrjuðu að prjóna þennan orm. Prjónarnir héngu svo alltaf á endanum á orminum þannig að þá gat fólk einfaldlega sest niður og prjónað að vild. Síðustu ár hefur hann þó bara hangið uppi og enginn bætt við hann, en núna ætlum við að taka þann sið upp aftur.“ MH-ingar hafa þegar tekið fyrsta skrefið í þá átt því á Lagningar- dögum í síðustu viku var hafist handa á ný við að prjóna við orm- inn. Að auki var hann bættur hér og þar eftir þörfum enda orðinn nokk- uð lúinn að sögn Huldu. „Hann var orðinn svolítið slitinn en viðgerð- irnar gengu vel og hann er orðinn mjög flottur.“ Óhefðbundið vaxtarlag Samkvæmt bestu heimildum Huldu stefnir allt í að nemendum MH takist fljótlega að setja heims- met með prjónaskap sínum. „Við mældum orminn um daginn og þá var hann 63,7 metrar. Svo bættist eitthvað við hann á Lagningar- dögum en við erum ekki búin að mæla hann síðan. Við höldum að allt stefni í að hann verði lengsta tusku- dýr í heimi en þyrftum að fá löggilt- an matsmann frá Heimsmetabók Guinnes til okkar til að fá það stað- fest. Og við stefnum á að gera það.“ Skepnan atarna er býsna litrík enda alls kyns þræðir sem hafa ver- ið notaðir við sköpun hennar. „Hann er mjög fjölskrúðugur og misfeitur eftir því hvort fólk hefur prjónað fast eða laust,“ heldur Hulda áfram en óreglulegt vaxt- arlag dýrsins má sennilega einnig rekja til fjölbreytts mataræðis þess. Þannig herma heimildir að hann sé troðinn út með svampi og vatti en einnig ýmiss konar óskilamunum og jafnvel gömlu nesti, þótt Hulda þori ekki alveg að staðfesta það. Eins og gefur að skilja er 64 metra langur ormur allmikill að umfangi en það aftraði þó ekki pörugengi úr MR frá því að taka þetta gæludýr MH-inga í gíslingu eitt árið þegar skólarnir tveir öttu kappi í ræðukeppni framhaldsskól- anna, Morfís. „Það var eitthvað stríð á milli skólanna svo krakkar í MR stálu orminum og fóru með hann í skólann til sín,“ segir Hulda. MH-ingar hefndu sín grimmilega með því að nema á brott þáverandi forseta Framtíðarinnar, nemenda- félags MR. Að lokum voru þó höfð gíslaskipti svo Miðgarðsormurinn rataði aftur heim til sín. Síðustu misseri hefur ormurinn verið í geymslu þar sem taka þurfti Miðgarð undir bráðabirgða- kennslustofur en nú, þegar búið er að taka viðbyggingu við skólann í notkun, er stefnt að því að hengja hann upp á sinn stað. Þó ekki fyrr en búið er að mæla hann. „Svo von- umst við bara eftir því að sem flestir bæti við hann,“ segir Hulda og bæt- ir við að garnafgangar séu vel þegnir til verksins. Miðgarðsormurinn Nemendur MH kepptust við að stoppa í götin á kvik- indinu á Lagningardögum sem haldnir voru í skólanum í síðustu viku. Morgunblaðið/G.Rúnar Langur Þeir eru ófáir puttarnir sem eiga þátt í sköpun ormsins langa í gegnum tíðina og stöðugt bætist við. Hillir undir heimsmet hjá Miðgarðsorminum í MH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.