Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1
laugardagur 10. 3. 2007 íþróttir mbl.is VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. íþróttir Stöðvar Middlesbrough sigurgöngu Manchester United? >> 4 BIKARSTEMNING Í HÖLLINNI GRÓTTA OG HAUKAR MÆTAST Í KVENNAFLOKKI OG FRAM OG STJARNAN Í KARLAFLOKKI Í LAUGARDALSHÖLL >> 2 OG 3 Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og skapaði sér fjögur góð marktæki- færi á fyrstu tíu mínútunum. Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðars- dóttir fengu þar sín tvö færin hvor. Emma Byrne, markvörður Eng- landsmeistara Arsenal, var mjög öfl- ug í írska markinu og bjargaði nokkr- um sinnum vel. Rakel Logadóttir kom Íslandi yfir á 36. mínútu með laglegu skallamarki eftir fyrirgjöf Ernu B. Sigurðardóttur frá hægri. Fyrsta mark hennar fyrir A-landslið Íslands. Það var síðan Olivia O’Toole sem jafnaði metin fyrir Íra á 72. mínútu, eftir aukaspyrnu. Íslenska liðið sótti stíft á lokakafl- anum og þær Hólmfríður Magnús- dóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fengu tvö færi hvor sem ekki nýttust. Í blá- lokin munaði engu að írska liðið hirti öll stigin þegar það fékk dauðafæri en sóknarmaður Íra skaut yfir íslenska markið. „Við gátum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki gert út um leikinn áður en Írar jöfnuðu. Liðið spilaði vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, og sókn- arleikurinn var allt annar og betri en gegn Ítölum. Nú vantaði hins vegar að nýta marktækifærin og það var svekkjandi að fá á sig þetta jöfnunar- mark. En við leggjum allt upp úr því að vinna Portúgal á mánudaginn og vonast eftir því að Ítalir tapi ekki sín- um leik, svo við fáum sterka andstæð- inga í lokaleik mótsins,“ sagði Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson landsliðs- þjálfari við Morgunblaðið. „Við nýttum ekki færin“ Morgunblaðið/Eggert Jafntefli Erla Steina Arnardóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu urðu að gera sér að góðu jafntefli við Íra. ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við jafntefli gegn Írum í gær, 1:1, í öðr- um leik sínum í Algarve-bikarnum, alþjóðlega mótinu sem nú stendur yfir í Portúgal. Íslenska liðið er þá með eitt stig eftir tvo leiki og þarf að sigra Portúgala í lokaleik riðla- keppninnar á mánudaginn til að eiga möguleika á öðru sætinu í riðl- inum sem gæfi rétt til að spila um 9. sætið á mótinu. Jafntefli Íslands og Írlands í Portúgal Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÍSLENSKI unglingalands- liðsmaðurinn Marko Pavlov skrifaði í gærkvöld undir rúm- lega tveggja ára samning við spænska knattspyrnufélagið Real Betis, sem leikur í 1. deildinni, þeirri efstu, á Spáni. Hann hefur frá síðasta sumri spilað með unglingaliðinu San Francisco á spænsku eyjunni Mallorca, en það lið er tengt 1. deildarliði Real Mallorca. Marko, sem verður 19 ára síðar í þessum mánuði, hefur búið á Íslandi frá 10 ára aldri. Fyrst á Djúpavogi og Egils- stöðum en síðan í Garðabæ þar sem hann lék með yngri flokk- um Stjörnunnar. Faðir hans, Dragi Pavlov, hefur þjálfað mikið á Íslandi, síðast kvenna- lið FH árið 2006, og þjálfar nú 3. deildarlið á Mallorca. Marko fór til franska félags- ins Caen sumarið 2005 og lék með unglingaliði þess í eitt ár en fór þaðan til Mallorca. Marko hefur leikið 8 leiki með U19 ára landsliði Íslands og skoraði fyrir það í mikil- vægum sigri á Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Þá hefur hann spilað 6 leiki með U17 ára landsliðinu. Marko er þegar farinn til Sevilla, þar sem Real Betis hefur aðsetur, og fyrirhugað er að hann leiki fyrst í stað með varaliði félagsins í 3. deild. Marko Pavlov samdi við Real Betis á Spáni Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ENSKU liðin þrjú sem eru eftir í 8-liða úrslitum Meist- aradeildarinnar í knattspyrnu drógust ekki saman er dregið var í gær. Þar mætast: 1.) AC Milan - Bayern München. 2.) PSV Eindhoven - Liverpool. 3.) Róma - Man- chester United. 4.) Chelsea - Valencia. Fyrri leikirnir í 8-liða úr- slitum fara fram 3. og 4. apríl og síðari leikirnir 10. og 11. apríl. Sigurliðin úr viðureign 2. og 4. mætast í undanúrslit- um og sigurliðin úr viðureign- um 1. og 3. Liverpool og Chelsea gætu því mæst í und- anúrslitum. Undanúrslitaleikirnir fara fram 25.-26. apríl og 1.-2. maí. Úrslitaleikurinn fer fram í Aþenu þann 23. maí. AC Milan og Bayern Münc- hen hafa tíu sinnum sigrað í Evrópukeppninni en þessi lið áttust við í 16-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Þar hafði AC Milan betur. Liverpool lék gegn PSV í riðlakeppninni og hafði Liverpool betur, 2:0, á heimavelli sínum Anfield en ekkert mark var skorað í við- ureigninni í Hollandi. Ronald Koeman þjálfari PSV hefur náð góðum árangri gegn enskum liðum í Meist- aradeildinni. Hann stjórnaði Benfica frá Portúgal í fyrra- þegar liðið vann Man. Utd. og Liverpool í fyrra. PSV vann Arsenal í 16-liða úrslitum. Ensku liðin mætast ekki í Meistaradeildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.